Nýtt dagblað - 10.09.1941, Blaðsíða 4

Nýtt dagblað - 10.09.1941, Blaðsíða 4
 Dr. Clodius, formaður þýzku viðskiptanefndarinnar til Tyrk- lands, er nýkominn til Ankara á- samt fylgdarmönnum sínum. Er ekki farið dult með það í Berlín, að nefndinni er ætlað að ná samningum um kaup á mest- öllum útflutningsvörum Tyrkja. Jafnframt sendiför dr. Clodius hafa Þjóðverjar aukið áróður sinn í Tyrklandi. Fjögur blöð, sem réð- ust á Breta og samninga Tyrk- lands og Bretlands, hafa verið bönnuð. Sjóorasfa víd Norður^Noreg Brezk heískip réðust á þýzka skipalest, er flytja átti birgðir til þýzka hersins á MurmanSkvigstöðv unum og sökktu fjórum skipunf. Voru það beitiskipið „Bremsa", 1500 smálestir að stærð, hraðskreitt og mjög vel vopnað, tundurspiilir, vopnaður togari og eitt flutninga- skip. Háskólabíóíð Eins og kunnugt er, hefur Há- skólinn fengið leyfi til þess að reka kvikmyndahús hér í bænum, hyggjast forráðamenn skólans að reisa hús við Austurstræti í þessu skyni, þegar því verður viðkomið. Nú hefur Háskólinn farið þess á leit við bæinn að fá Isbjöminn leigðan til þess að hefja þar kvik- myndareksturinn. Bæjarráðið hefur haft beiðni þessa til meðferðar og mælir með því við bæjarstjóm að orðið verði við henni. Málið mun fá fullnað- ar afgreiðslu á næsta fundi. bæj- arstjómar. Þegar er búið að gera teikning- ar af fyrirhuguðum breytingum á búsinu og gert er ráð fyrir að þarna verði aðallega sýndar frétta myndir, og hefur Háskólinn þegar tryggt sér sambönd með slíkar rnyndir, Næturlæknir í nótt er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfsapóteki. fitvarpið í dag: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- um. 20.30 Erindi: Ágústnótt á Siglui- arðarskarði. (Þórarinn Guðna- son læknir). 2 .55 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): „Ástríðumar”, eftir Sigurd Lie, 21.15 Hljómplötur: Fiðlulög (Hei- fetz og Elman leika). 21.30 Frá garðyrkjusýningunni í Reykjavík. Læknablaðið 27. árg. 4. tölubl. 1941 er nýkomið út. Efni þess er um Shock eftir Valtý Albertsson, Um heilsuvernd, héraðsi, Magmis Pétursson þýddi. Um útgáfu og dreifingu fagrita, eftir Bjöm Sig- urðsson, og úr erlendum lækna- ritum. í Eiríkur Magnússon kennari Iðtinn 1 Eiríkur Magnússon kennari and- aðist að Vífilstaðahæli í gærmorg- un eftir langa vanheilsu. Verður þessa ágæta manns nánar minnst hér í blaðinui síðar. Farþegaskipin verða af- greidd við Grófarbryggju Hafnarstjórn og herstjóm Banda- ríkjanna á íslandi hafa gert með sér það samkomulag, að herstjórn- in fái Hafnarbryggjuna að öllu leyti til afnota fyrir skip sín. Farþegaskipin verða hinsvegar af- greidd við G rófarbryggjuna (Sprengi sand). 1 Um þessar mundir er unnið af mesta kappi að þvi að byggja bryggju við austur lilið Ægisgarðs og fæst þar mikið nýtt pláss fyrir afgreiðslu skipa. Aðalfundur Leikfélagsins „Thunder Rock" fyrsta leikritið í vetur Aðalfundur Leikfélags Reykja- víkur var haldinn í fyrradag. 1 stjóm félagsins voru kosnir: Val- ur Gíslason formaður, Brynjólf- ur Jóhannesson ritari, Hallgrím- ur Bachmann gjaldkeri ,cn í vara- stjóm: Alfred Andrésson,' Arndís Björnsdóttir og Emilía Borg. Leikfélagið hafði á síðasta leik- ári 47 sýningar á 5 leikritum, en auk þess 40 sýningar á ,Nitouche’ ásamt Tónlistarfélaginu. Fyrsta leikrit, sem félagið sýn- ir í vetur, verður „Thunder Rock” eftir Robert Adrey amerískan höf- und, Ennfremur verður auðvitað sýningum á „Nitouche” haldið á- fram. Sfyrjöldín í Rússlandí Framh. af 1. síðu. manns af rúmenska heraum á víg- stöðvum þessum. Sovétflugherinn hélt uppi áköfum árásuan á herstöðvar Þjóðverja á öllum vigstöðvunx i gær. Á sunnu- dag voru eyðilagðar 71 þýzk flug- vél, en 24 sovétflugvélar fórust. 1 gær voru tvær þýzkar könnunar- flugvélar skotnar niður í nágrenni Moskva. Mitlar liilMr ð Um hundrað brezkar sprengju- flugvélar gerðu árásir á borgir í Vestur-Þýzkalandi í fyrrinótt, og urðu Kassel og Miinster fyrir aðalárásunum, Bretar gerðu einnig loftárásir á hafnarmannvirki í Cherbourg þessa nótt með miklum árangri. Allar flugvélamar sem þátt tóku í árásum þessum komust aftur til bækistöðva sinna. Churchíll Framhald af 1. síðu. Við vitum að Sovétríkin hafa enn á að skipa her, sem er ein- hversstaðar milli 10 og 15 millj- ónir manna og útbúnað handa honum eins og er, en þau hafa þegar misst borgir, sem eru þýð- iugarmiklar fyrir hergagnafram- leiðsluna. En það verður hlutverk þrí- veldaráðstefnunnar í Moskva að skipuleggja birgðir handa þessum her, svo að hann þurfi aldrei að skorta hvorki hergögn né vistir. Til þess að það geti orðið, verða þjóðir Bretlands og Banda- rikjanna að leggja að sér við framleiðslustörfin. Og það er ckki nóg að skipuleggja fram- leiðsluna, heldur verður einnig að sjá til þess að hún komist til Sov- étríkjanna í tæka tíð, ÞRJÁR LEIÐIR. Eins og nú er eru aðeins þrjár leiðir opnar til birgðaflutninga til Sovétríkjanna. Af þeim er leiöin um íran stytzt og öruggust, þar vantar aðeins járnbrautarvagna til þess að hægt sé að halda uppi stöðugum flutningum. LlFÆÐIN SEM VERÐUR AÐ TRYGGJA. Til þess að tryggja þessa lífæð hefur orðið að grípa til allharka- legra ráða, en ég er viss um að þingheimur er stjórninni sammála um að þau hafi verið óhjákvæmi- leg. Þegar Frakkland gafst upp, átt- um við aðeins 80 þús. til 100 þús. manna her í hinum nálægu Aust- urlöndum, Nú eigum við þar loft- flota, sem er álíka stór og heima- loftflotinn brezki í byrjun styrj- aldarinnar og her, sem er um y4 milljón manna. MESTA BLÓÐTAKAN SEM HER SVEITIR HITLERS HAFA ORÐIÐ FYRIR, Hersveitir Hitlers hafa orðið fyrir meiri blóðtöku þann tíma, sem liðinn er af styrjöldinni í Sovétríkjunum en á heilum árum áður. Og herir hans eiga enn í óskaplegum átökum við sterkan og jafnvígan andstæðing. I ORUSTAN UM ATLANZHAFIÐ. Churchill skýrði frá því að mán uðina júlí og ágúst hefði skipa- tjón Breta af völdum hernaðarað- gerða aðeins verið þriðjungur af skipatjóni því, er Möndulveldm hafi orðið fyrir. Þessar tölu væru því athyglisverðari ef þess væri gætt að Bretar og bandamenn þeirra ættu. tíu til tuttugu sinn- um fleiri skip á höfunum. Hrós- aði Churchill mjög brezku kaf- bátunum. Síðan um áramót hefðu þeir sökkt 17 herskip- um andstæðinganna og 105 flutn- ingaskipum eða 15 skipum í mán- uði. Churchill varaði alvarlcga við ástæðulausu málæði um að orust- an um Atlanzhafið hafi verið unn- in. Hitler leggi nú aðaláherzluna á að berja niður Sovétríkin og Bretland, en síðan ætli hann að snúa sér að Bandaríkjunum. ? ? *»* I ? T Y Y I T MANNSKAÐAVEÐRIÐ eftir PHYLLIS BOTTONE 2» Þú hefur enga hugmynd um þaö, sagði Freyja alvar- lega. Þú veizt ekki, hvað ég var mikið utan við mig. Það var auðséð á móður hennar, að hún lét ekki sann- færast; öllu heldur virtist hún þess fullviss, að hún gæti alveg sett sig í spor Freyju, enda voru þær líkt skapi farnar, þótt móðirin hefði aldrei þurft að beita hugsiminni við sömu viðfangsefni og Freyja. Þegar ég var ung, sagði móðir hennar og var ekki laust við, að kenndi saknaðar í röddinni, þekktist það ekki, að konur úr okkar stétt ynnu sjálfstætt verk. Ég var einu ári yngri en þú ert nú, þegar ég var gift Rudolph von Röhn. Finnst þér eggið ekki gott? Jú, það er alveg ágætt, mælti Freyja ánægjulega. En það er þetta, mamma, hugsaðu þér — ef það hefði ekki verið, þá ættiröu hvorki Ólaf né Emil. Ertu trúuð á ást við fyrstu sýn? Bros móður hennar ljómaði úr gráum augunum. Það kom í ljós röð af jöfnum, skjannahvítum tönnum. Hún varð áberandi ungleg þegar hún brosti. í augum Freyju var hún þójiyorki fríð né ungleg, aðeins eins og henni fannst hún eiga að vera, að öllu leyti. Ég man það vel, sagði frú Roth, þegar ég sá föður þinn í fyrsta sinn. Hann haföi stungizt af hjólhestin- um og í sorpkerru. Það var ein af þessum gamaldags opnu kerrum, en það var samt enginn hægðarleikur aö detta í þær! Ég var aö vökva narsissur úti á svölunum heima. Hann var svo hlægilegur og dásamlegur. Hann hirti ekkert um óhreinindin, ekki einu sinni eftir að hann haföi reist hjólhestinn við — hann starði á mig alveg eins og þaö væri eitthvaö nýtt, sem hann sæi í smásjánni — þú veizt hvernig hann veróur þá á svip- inn. Mig langaði til þess að strjúka óhreinindin úr skegginu á honum — þaö var svart í þá daga — ég minnist þess ekki, aö mig hafi langaö til þess aö strjúka skeggiö á nokkrum öörum manni. En þú varst þó gift áöur, mælti Freyja ásakandi. Hún gat aldrei fyrirgefið móöur sinni þaö til fulls, aö hún var tvígiít. Það er raunar ekkert út á ekkjur aö setja, en Freyju fannst, aó pabbi hennar heföi ekki endilega þurft aö kvænast ekkju. Ég varó aó velja um Rudolph von Röhn og Ulrich greifa Maberg, sagöi móðir hennar, ég átti ekki annars úrkosta, og þá leizt mér betur á Rudolph. Ég hefði ekki kært mig um að vera dóttir Ulrichs greifa, mælti Freyja. Það er auövitaö þess vegna, sem greifafrúnni er svona lítiö um þig gefið. En hvaö þetta er allt undarlegt — ég á við þaö, aö viö erum svo kunnug Mabergsfjölskyldunni og Ólafur er ástfanginn af Soffíu — ef hann þá er það. Og Fritz eiy hnlinn af þér, sagði móðir hennar og brosti ertnislega, og á þvi er enginn vafi. Freyja~~jreip~aðra brauðsneið og fór aö boröa af mesta kappi. Það getur vel verið, en þaö þarf engu aö breyta fyrir mér. Finnst þér það? Ég ætla alls ekki aö’ fara að^giftast, ef ég þá geri þaö nokkurn tíma. Svo‘ef“ég"nú líka aö læra læknisfræöi. Heyröu, mamma. Mér finnst að pabbi ætti ekki aö gefa Emil mótorhjól á undan mér — jafnvel þótt hann eigi tuttugu og eins árs afmæli. Emil er bara stjúpson- ur hans og pabbi veit hve tilfinnanlega mig vantar mótorhjól, ég þarf miklu meira á því að halda heldur en Emil. Þaö er enginn mælir til, sem sýnir þörf manna og nauösyn í þessum efnum, tautaöi móöir hennar, og þó aö svo væri, þá mundi faðir þinn ekki fara eftir hon- um. Hann hefur aldrei og mun aldrei gera upp á milli sinna eigin barna og stjúpbarna. Hann hefur heldur enga ástæ’öu til þess, því aö þeim eldri sonum mínum þykir eins vænt um hann og hann væri faðir þeirra, svo er guði fyrir að þakka. Móðir hennar varð rauö í andliti og gröm, rétt eins og þaö skipti Rudolph von Röhn einhverju rnáli, hvort hann væri faö.ir þeirra, þó aö hann væri dauður fyrir löngu. Þegar öllu er á botninn hvolft, hélt móðir hennar áfram og var nú aftur rólegri eins og henni hefði líka oröið þaö ljóst hversu steindauður von Röhn var, — þá hafðiröu nú ekki svo lítiö upp úr krafsinu á af- mælisdaginn þinn, eöa hvaö finnst þér? Sjáöu fallegu bókahillurnar, fullar af bókunum, sem faöir þinn gaf þér, vísi til bókasafns um læknisfræöileg efni, sumt voru meira aö segja hans eigin bækur. Ég hef oft hugs- aö um þaö hvort ykkur er ljóst hvaö’ nafn fööur ykkar I ? Y X I I I i t * $ ? ? T T ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? T Y Y ? ? ? I I I Y ? ? Y Y T ? ? Y ? ? t Y | f T T Y Y x I I Y Y 1 T Y Y I I I Y Y Y Y Y I 1 Y t Y t t x t t t t t Ý t t t t t t t í f Ý t t t t t t t t t t t t t t t t t t t y y I x t t t X Z ? ? ! t t t t t ? ? f X y t y t

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.