Nýtt dagblað - 21.04.1942, Síða 3

Nýtt dagblað - 21.04.1942, Síða 3
Þriðjudagur 21. apríl 1942. NÝTT DAGBLAÐ 3 Eigandi og ólgefandi: Gunnar Benedikísson. Bitstjórar: Einar Olgeirsson (áb,) Sigfús Sigurhjartarson. Bitstjórn: Hverfisgötu 4, sími 2270. Afgreiðsla: Austurstr. 12, sími 2184. Víkingsprent h. f. Abyrgðarlausasti lýð- skrumsflokkur landslns sýnir innræti sitt Arum saman hefur flokkur Jónasar frá Hriflu hulið sig í hefðarskrúða hinnar þungu á- byrgðar, sem á honum hvíli. Sýknt og heilagt hefur hann sárt við lagt að einungis velferð þjóð- arinnar væri hans márk og mið og hvort sem hann væri í stjórn eða stórnarandstöðu, þá myndi hann alltaf koma fram sem hinn ábyrgi flokkur. Og nú gefst loks tækifærið eft- ir 15 ára þátttöku í stjórn lands- ins, til að sýna hvernig hinn á- byrgi flokkur Jónasar frá Hriflu muni reynast í stjórnarandstöðu. Jónas frá Hriflu segir frá því sjálfur x síðasta Tímanum í feit- letraðri grein með fangamarki sínu. Bardagaaðferð flokks hans á sem sé að verða sú, að dyngja inn tillögum, sem flokknum ekki hefur dottið í hug að berjast fyrir öll þau ár, sem hann hefur verið í stjórnarandstöðu, tillögum, sem flokkurinn m. ö. o. alls ekk- ert meinar með. Hinn ábyrgi stjórnarforustu- flokkur íslands í síðustu 15 ár af- hjúpar sig sem argasta lýðskrums flokk, sem lýsir því yfir að hann muni í stjórnarandstöðu bera fram hvert frumvarpið á fætur öðru, sem hann ekki myndi reyna að koma í gegn, ef 'hann væri í stjórn. Yfirlýsing Jónasar þýðir að staðfesta lýðskrumið sem höfuðreglu um baráttuaðferð flokks hans í stjórnmálum. Gríman er því fallin af hinu virðulega andliti Jónasarflokks- ins, sem krafðist ábyrgðar og á- byrgðar af öllum. Og bák við grímuna kemur í ljós grett andlit hins pólitíska braskara, sem skimar í allar áttir, til að athuga hvarjum hann geti bezt selt sig í dag, hverjum sé heppilegast að bjóða Iiðveizlu á morgun. Það er hugsunarháttur málaliðans, sem þarna birtist óhjúpaður. x Alveg sérstaklega eftirtektar- vert er það, hvemig Jónas hótar í nefndri Tímagrein að braska í stéttaandstöðunni milli verka- manna og burgeisa. Hótunin er skiljanleg. Jónas hefur undanfarið uerf’ð aS reyna aS selja milljónabur- geisunum sig og flokk s,nn n leigu gegn góSum fríSindum og tyllistöbum. Fyrst þessi verzlun hans er að mistakast hótar hann burgeisunum að kfima me& r°t' iækar tillögur gegn þeim. ÞaS er aSferð liins pólitíska stigamanns, sem setur ska:mmbyssuna fyrir brjóst auSmamnsins og segir: Getur þetta þjóðfélag staðizt ? Herra ritstjóri! Viltu birta þessar línur í Bæjarpóstin- um. Getur þetta þjóðfélag staðizt? Þessi spurning kemur dag eftir dag upp í huga mínum. Eg er verkamaður, sem aldrei áður hef hugsað alvarlega um þjóðfélags- mál. Mér hefur einhvernveginn fundizt sjálfsagt, að allt hlyti að vera eins og það hefur verið, og að allt væri eins og það hefur verið af því að það gæti ekki öðru vísi verið. Og svo hef ég sætt mig við allt eins og það hefur að höndum borið, án þess að láta mér til hugar koma að ég gæti nokkur áhrif haft á rás at- burðanna. Atvinnuleysinu tók ég eins og óumflýjanlegu böli, skortinum, sem af því leiddi sömuleiðis. Þegar ég labbaði upp á skrifstofu bæjarins til þess að ,,biðja“ um styrk, var ég þungur í spori, en mér flaug í hug, að drottinn væri nú ef til vill að refsa mér fyrir einhverja syndina með þessu. Láttu mig fara meS völdin fyrir þig, — annars tek ég af þér pen- ingana. Það er gott að þessi stiga- mennska komi í ljós. Þeir, sem hafa glæpst á hinni virðulegu á- byrgðar-ásjónu flokksins, sem þóttist vera að sætta stéttirnar, sjá nú hvers konar lýðskrumsfjes duldist þar á bak við. x Aðferðin, sem Jónasarflokkur- inn beitir nú minnir áþreifanlega á eitt dæmi úr sögu Ítalíu. Það var 1920, að maður einn, að nafni Benito Mussolini, hafði myndað sér dálítinn hóp mála- Iiða, sem einskis svifust og reiðu- búnir voru að fylgja foringja sín- um til hvaða verka sem var. Mussolini þessi gekk svo á víxl til leiðtoga verklýðshreyfingar- innar og auðmannanna til að bjóða þeim liðveizlu sína gegn því að hann og flokkur hans hefðu forustuna í þeim aðgerð- um, sem hvor stéttin um sig vildi framkvæma. Báðum aðiljum bauð við þessum gamla verklýðs- svikara og samvizkulausa mála- liðshöfðingja. Verkalýðurinn vís- aði honum alveg á bug, en svo fór að lokum að spilltustu auð- mennirnir gerðu við hann samn- ing og tóku óaldarlýð hans á leigu. — Afleiðingarnar eru al- kunnar. Það er gott að Jónas frá Hriflu hefur sýnt í hverra fótspor hann vill feta. Það er gott að hafa yf- irlýsingu hans sjálfs fyrir því, að flokkur hans, sem einu sinni kenndi sig við framsókn, sé á- byrgðarlaus, yfirboðsflokkur sam vizkulausra málaliða. Þeir menn, sem hingað til hafa fylgt þessum flokki í trú á ábyrgðartilfinningu heiðarleik og aðrar dyggðir, hafa nú orð Jónasar sjálfs fyrir því að þeim dyggðum sé endanlega varpað fyrir borð. Svo kom ástandsvinnan, það var rifist um að fá mig til að vinna. Eg las í blöð- unum, að stjórnarvöldunum væri þetta engu minna áhyggjuefni en atvinnuleys- ið. Þau voru hrædd um að atvinnulífið legðist í rústir, og sérstaklega voru þau hrædd um að kaupið yrði alltof hátt ‘hjá okkur verkamönnum. Það eru meiri vandræðaskepnurnar, sem við erum þessir verkamenn, stund- um er þjóðfcélagið í vandræðum með að láta okkur lifa, og stundum er það í vandræðum með að takmarka við okkur vinnuna og kaupið. Eg segi alveg eins og er, ég skil ekki þetta, og ég er farinn að velta því fyrir mér hvort svona lagað þjóðfélag geti staðizt, og ég er jafnvel farinn að halda, að ég geti sjálfur haft einhver áhrif á að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag í stað þess gamla, þegar það verður lagt til hliðar eins og gömul og slitin flík. Ver\ama.Óur. Eitt skalt þú athuga Sem svar við línum þessum, verkamað- ur góður, vil ég benda þar á eitt atriði. Fyrir stríð var gífurlegt atvinnuleysi í öllum auðvaidslöndum. Hjá hinni vold- ugu Bandaríkjaþjóð var tala atvinnuleys- ingjanna oft 8—10 milljónir. Þjóðirnar stundu og kveinuðu undan böli atvinnu- leysisins, en lausn fannst engin. Atvinnu- rekendurnir sögðu, að það borgaði sig ekki að reka framleiðslutækin, þeir sögðu að fé skorti og þar frameftir götunum. Jafnframt börðust þeir með hnúum og hnefum gegn því að nokkrar ráðstafanir væru gerðar til verulegra úrbóta á at- vinnuleysinU. Fjöldi manna af ’öllum stéttum leit á allt þetta sömu augum og þeir trúðu því, að atvinnuleysið væri ó- umflýjanlegt böl. Svo kom stríð og atvinnuleysið var þurrkað út á einu augabragði. Það kom í ijós, að allt sem sagt hefur verið um, að ekki væri hægt að fá öllum verk að vinna, er eintóm vitleysa. Það sem með þarf er að einbeita þjóðarauðnum og þjóðarkröftunum að einhverju markmiði, þá skortir ekki fé tii framleiðslunnar. Að þessu sinni hefur auðlegð og kröfl- um þjóðanna verið einbeitt að því að eyðileggja verðmaeti og tprJtíma manns- . lífum. Auðvitað endar slík starfsemi með skelfingum og skorti fyrr en varir. En hugsum okkur að haustið 1939, hefðu öll stórveldi heimsins tekið þá á- kvörðun, að leggja fram alla sína krafta til að ná því marki, að hver einasta fjöl- skylda í bæ og byggð, ætti góða íbúð, hefði næga og örugga atvinnu, kaup, sem entist henni til að lifa heilbrigðu menningarlífi, og hver óvinnufær maður hefði rétt á lífeyri, sem jafngilti kaupi vinnufærs manns. Hugsum okkur að þjóðimar hefðu litið svo á, að baráttan fyrir þessu væri háð upp á líf og dauða, og að þær hefðu viljað leggja eins mikið í sölurnar fyrir þetta markmið eins og þær gera nú hver og ein til þess að vinna stríðið. Ætli sigurinn væri ekki þegar unninn? Um það er naumast hægt að efast. Þú ættir sem sagt að athuga það, að stríðið hefur sannað allt sem sagt hefur verið um að atvinnuleysið væri óviðráð- anlegt böl, er eintóm vitleysa. Spurning- in er aðeins hvort þjóðarauðnum er varið til þess að leysa vandamálið. En á frið- artímum verður það ekki gert nema að breyta þjóðfélagsforminu yfir í skipulag sósíalismans. í auðvaldsþjóðfélagi þýðir friður at- vinnuleysi, atvinna stríð. Slíkt þjóðskipu- lag getur vissulega ekki staðizt. — Vel ferð þjóðanna krefst, að það falli. Heill Klofningseríndrekar atvínnurekend- anna eru enn ekkt hæffir víðíðfusína Verkamaiiiialelagið Hiíf í Hafxiarfirði sótti nýlega um upptöku í Alþýðusambandið. Var þeirri inntökubeiðni almennt fagnað, því það var spor í áttina til þess að sameina öll islenzk vei’klýðsfélög í Alþýðusambandinu og það, að það voru fylgjendur Sjálfstæðis- flokksins, sem komu með slíka tillögu sýndi að einingarhreyf- ingin var orðin almenn og sterk meðal verkalýðsins. Meim bjugg- úst því almennt við að ekki yrði mildl töf á því að taka Hlíf inn í Aiþýðusambandið. Nú hefur annað orðið upjii á teningnum. v Stjórn Alþýðusambandsins hefur á fundi sínum nýlega tek- ið þá ákvörðun að neita Hlíf um upptöku í Alþýðusambandið, nema því aðeins, að hún taki aftur iiin í félagið 12 menn sem úr því voru reknir 1939 og eru meðal þeirra togaraeigendur og þar með atvinnurekendur í Hafnarfirði. Með öðrum orðum: Stjórn Al- þýðusambandsins, sem nú á að fjöldans krefst að skipulag sósíalismans komi þess í stað. Áskorun til Ólafs Thórs Hr. Olajur Thórs, alvinnumálará&herra! 1 áróðursræðu þeirri, er þér hélduð í útvarpið við setningu bráðabirgðalaganna um kaupgjald og verðlagseftirlit, gáfuð þér í skyn þá skoðun yðar, að mjög senni legt væri, að kaupvísitalan væri of lág. Þér tölduð það sanngjarnt, já jafnvel skilyrðislaust réttlætismál, að útreikning- ,ur vísitölunnar yrði endurskoðaður. Nú vil ég spyrja yður: Hafið þér látið þessa endurskoðun fara fram? Ef svo er ekki, ætlið þér þá ekki að gera það alveg á næstunni ? Til að ýta undir áhuga yðar í þessu, tel ég rétt, að láta yður vita, að við verka- menn erum þeirrar skoðunar, að útreikn- ingurinn sé rangur til verulegra muna. Munið það ennfremur, að Dagsbrún hef- ur með þorra atkvæða, við allsherjarat- kvæðagreiðslu samþykkt tillögu um það, að þessi endurskoðun kaupvísitölunnar fari fram. Gefið yðúr örlítinn tíma til að hrinda þessu í framkvæmd. Látið ekki skömmina hann Hermann trufla yður sVo, að þér ekki munið eftir óskabörnum yðar — verkamönnunum. — En okkur væri kært, að fá nýja og rétta vísitölu í hátíðargjöf I. maí næstkomandi. U. R. Vísitalan og verðlags- eftirlitið Herra ritstjóri! Eins og yður mun ljóst, eigi síður en mér og öðrum, eykst dýrtíðin að kalia má, daglega. Vikulega verð ég að auka við þá peningaupphæð, sem notuð er til sameiginlegra heimilisþarfa fyrir fjöl- skyldu mína, ef hún á að hrökkva fyrir útgjöldunum. Kaup mitt helzt þó óbreytt. En af hverju kemur þetta? Breyttar lífsvenjur um heimiliseyðslu eru ekki fyrir hendi. Einhverju öðru er um að kenna. í þessu sambandi vildi ég mælast til þess við Nýtt Dagblað, að það birti þá vöruflokka, er til greina koma við út- reikning vísitölunnar, og taka greinilega fram, ef einhver hluti vöruflokksins er felldur undan. Ennfremur: hvaða vöruflokkar eða hlutar úr vöruflokki, aðrir en þeir, sem koma til greina við vísitöluútreikning, eru háðir opinberu verðlagseftirliti? Eg og margir fleiri, sem höfum séð þessa skrá, yfir vöruflokkana, er til greina koma við vísitöluútreikning, mun- um ekki svo vel hverjar vörurnar eru. Ef við nú fengjuni ítarlega skrá yfir þetta, mundum við geyma hana og gjöra okkur far um, að fylgjast með verðlagi hinna ýmsu vörutegunda, hafandi skrána til hliðsjónar. Með verkamannakveðju. U. R. Nýtt dagblað nrun birta þessa skrá ein- hvern næstu daga. vera orðið alveg „faglegt” verka- nianimsamband, gerir það að skil- yrði íyrir inntöku verkainanna- félags í verkamannasamband, að það hafi atvinnurekendur iirnan vébanda sinna! Þetta framferði er alveg dæma- laus-t. Yfirleitt er atvinnurekendum bannað að vera í verklýðsfélög- um. Þannig er það t. d. í Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Lög þess mæla svo fyrir að at- vinnurekendur 'megi ekki vera í því. — Það er því beinlínis verið að heimta af félaginu að það brjóti lög sín og brjóti gnxnd- vallarreglur alls verklýðsfélags- skapar. En ekki nóg með það. Það hefur lika alltaf verið svo ráð fyrir gert í lögum Alþýðu- sambandsins að atvinnurekendur mættu ekki vera í verklýðsfélög- unum, Það hafa lengst af gilt þar sérstök ákvæði um þau verk- lýðsfélög, sem höfðu atvinnurek- endur innan vébanda sinna. Nú heimtar stjóm Alþýðusam- bandsins að þessar meginreglur Alþýðusambandsins og allra vcrkamannasamtaka séu brotnar. Það er augljóst hvað hér vcld- ur. Stjórn Alþýðusambandsins er enn einlituð flokksstjórn Alþýðu- flokksins. Meðal atvinnurekenda þeiri’a, sem fyrrum voru reknir úr Hlíf og nú er heimtað að tekn ir séu inn aftur, enx helztu leið- togar Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. Stjórn Alþýðusambandsins er því beinlínis að reka pólitískt er- indi Alþýðuflokksins með þess- ari kröfu til Hlífar. Pólitískir hagsmunir Alþýðuflokksins eru settir ofar einingarþörf verklýðs- félaganna, ofar grundvallarregl- um verklýðssamtakanna, ofar lög um Hlífar og Alþýðusambandsins, Það að setja Hlíf þetta skii- yrði er pólitískt gerræði, fjand- samlegt verk við einingu verk- lýðssamtakanna. Verklýðsfélögin þurfa að láta þetta mál tafarlaust til sin taka. Þau verða að knýja það fram, að Alþýðusambandsstjórnin taki Hlíf skilyrðislaust inn í Alþýðusam- bandið og gangskör sé að því gerð að sameina tafarlaust öll verklýðsfélög landsins í Alþýðu- sambandinu og verkalýðinn á hverjum stað í verklýðsfélagi því, sem í Alþýðusambandinu er.

x

Nýtt dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.