Helgarblaðið - 13.03.1992, Blaðsíða 4

Helgarblaðið - 13.03.1992, Blaðsíða 4
Helgar 4 blabið Ví&tækt samflot Helstu samtök launafólks hafa ákveðið að vera með í víðtæku samfloti við gerð kjarasamninga. Samningar hafa verið lausir frá því í haust eða i hálft ár og er farið að gæta töluverðrar óþolinmæði með- al launamanna með þennan drátt sem orðið hefur. Enn eykst atvinnuleysið Atvinnuleysi meðal höfðuðbog- arbúa hefúr sjaldan eða aldrei á seinni tímum verið meira en um þersar mundir. I byijun vikunnar voru 1447 manns skráðir atvinnu- lausir en voru 1410 á sama tíma árið 1969. Kvóti Færeyinga skertur Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skerða fiskveiðikvóta Færeyinga á Islandsmiðum um 2500 tonn á yfirstandandi fisk- veiðiári. Islenskum hagsmunaaðil- um finnst skerðingin vera of lítil en að sama skapi telja Færeyingar hana vera alltof mikla. Hussein ó íslandi Jórdaníukonur hafði um sólar- hringsviðkomu hér á landi í vik- unni á leið sinni vestur um haf. I viðræðum hans við islensk stjóm- völd sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra að íslendingar myndu ekki skorast undan því að hýsa friðarviðræðumar fýrir bomi Mið- jarðarhafs ef þess yrði óskað. Giftusamleg björgun Jón Omar Halldórsson 29 ára bjargaði ungri stúlku úr bíl sem hafði oltið út í sjó á Reyðarfirði um síðusm helgi. Þrjár stúlkur voru í bifreiðinni og komust tvær þeirra i land af sjálfsdáðum. Feröaskrifstofustríö Ferðaskrifstofúmar Samvinnu- ferðir-Landsýn og Úrval- Útsýn hafa deilt hart um hvor þeirra bjóði lægsm fargjöldin í sólarlandaferð- um sumarsins. Hvassviröi Mikið hvassviðri gekk yfir land- ið í vikubyijun og fór vindhraðinn vel yfir 100 hnúta á nokkmm stöð- um. Eignatjón varð óvemlegt. Gó& loðnuveiði Rifandi loðnuveiði hefur verið að undanfömu og dæmi um að skipin hafi fyllt sig oflar en einu sinni á sama sólarhringnum. Samdróttur Útflumingsverðmæti iðnvam- ings dróst vemlega saman á síðasta ári. Engu að síður jókst iðnaðar- framleiðslan um 1,5% til 2% í fyrra. Minni innheimta í skýrslu fjármálaráðuneytisins um ríkisfjármálin á síðasta ári kemur fram að innheimta virðis- aukaskatts var allt að 2,6 miljörð- um króna minni en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Blaðamaður dæmdur Hæstiréttur hefúr dæmt Hall Magnússon blaðamann til að greiða 60 þúsund króna sekt til rik- issjóðs og til að greiða sr. Þóri Stephensen 135 þúsund krónur í miskabætur fyrir æmmeiðandi um- mæli. Umhve í öndve Alþjóðadagur neytendarétt- ar er á sunnudaginn 15. mars og að þessu sinni er dagurinn helgaður réttind- um og ábyrgð neytenda í umhverfismálum. Dagurinn á rætur sínar að rekja til ræðu sem John F. Kennedy hélt í bandaríska þinginu 15. mars 1962. Þar viðurkenndi hann kröfur neytenda um öryggi, upplýsingar, val og áheym. Síðan þá hafa al- þjóðasamtök neytenda útfært kröf- umar; aukið við þær svo þær em nú sjö talsins. Til viðbótar hafa komið kröfur um bætur, fræðslu og umhverfi. Neytendasamlökin lita á það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að virkja neytendur til að- gerða í umhverfismálum. Kjörorð samtakanna á þessum degi eru því: Að end- umota, endurvinna og nota minna. I því felst að draga úr þeirri of- neyslu og sóun sem því miður er eitt af einkennum íslensks samfé- lags. Til umhugsunar Neytendasamtökin og aðildarfé- lög þeirra munu reyna að koma þessum boðskap til neytenda með ýmsum hætti. I gær voru fulltrúar samtakanna i Kringlunni að kynna sjónarmið þeirra og freista þess að vekja neytendur til umhugsunar um réttindi sín og ábyrgð. Þar Garbar Gu&jónsson, fulltrúi Neytendasamtakanna, ræðir við Kringlugesti um ábyrgð og réttindi neytenda í umhverfismál- um. I krukkunum t.v er dæmi um það hvernig lifrænn úrgangur breytist i gæðamold. verða fulltrúar Neytendasamtak- anna einnig í dag og á morgun. „Það hefur gengið mjög vel að ná til fólks. Það hefur áhuga á þessum hlutum. Hvert og eitt get- um við gert fjöldamargt; það er bara að byrja á því. Og fyrr en varir verður þetta sjálfsagður hluti af heimilishaldinu; að endumota, endurvinna en ekki síst að nota minna,“ segir Garðar Guðjónsson hjá Neytendasamtökunum. Garðar sagði að það hættuleg- asta í þessu sambandi væri sú út- breidda skoðun að við væmm svo lítil, hvert og eitt, að við komum engu til leiðar. „En um leið og fólk Ijær þessum umhverfisvæna boðskap eyra, þá er það komið af stað,“ sagði Garðar. í Kringlunni var einnig Linda Björk Hlynsdóttir að kynna fyrir Mynd: Kristinn. almenningi kosti þess að vera um- hverfisvænn neytandi en hún til- heyrir einni af þeim tólf fjölskyld- um í Kópavogi, Akranesi, Grinda- vík, Neskaupstað og Eyrarbakka sem eru „grænar“. Það þýðir að þær haga öllu sínu daglega lífi á umhverfisvænan hátt. I ársbyijun í fyrra hófu þær þátttöku í samnor- rænu verkefni á vegum vinabæja- samstarfs Norrænu félaganna sem gengur undir nafninu „Grænar Qöjskyldur“. Ástæðan fyrir því að Linda ákvað að taka þátt i þessu verkefni á þessum tíma var einfalt: „Ég hef áhuga af umhverfinu og umhverf- isvemd. Af þeim sökum fannst mér þetta verkefni mjög áhugavert og sló til.“ Frelsið í sálinni Um síðustu helgi voru svo- nefndir Baltneskir menningardag- ar á Kjarvalsstöðum. Þangað komu góðir geslir - tónlistarmenn og skáld frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Það var flutt fögur tónlist og lesin ljóð - bæði á frummálunum og í íslenskri þýð- ingu - og einsog gefur að skilja var ýmislegt sagt sem vakti til umhugsunar. Ekki verður það allt rakið í þessum pistli, en hinsvegar langar mig að deila með lesendum nokkrum fátæklegum hugsunum sem vöknuðu þegar ég hlýddi á mál þeirra Jaans Kaplinski frá Eistlandi og Uldis Berzins frá Lettlandi. Báðum þessum ljóðskáldum varð tíðrætt um frelsið. En þeir töluðu ekki um það á þann hátt sem við erum vönust - eða ætti ég ef til vill að segja: ekki á þann hátt sem við heföum kannski búist við af þeim. Það er nefnilega svo merkilegt, þetta með frelsið. Við verðum eiginlega að byrja á því að spyrja okkur sjálf: Hverskonar frclsi crum við að tala um? Frelsi hverra til hvers? Uidis Berzins sagði t.d. eitthvað á þá leið að hann og skáldsystkin hans í Lettiandi hefðu alltaf verið fijáls - líka þau sem þurfíu að dúsa árum saman í þrælkunarbúð- um í Síbiríu á árum áður. Frelsið býr nefnilega innra með okkur, sagði hann, og enginn getur tekið það frá okkur. Hinsvegar getur enginn frelsað þá menn sem jafn- an hafa dansað eflir flautu vald- hafanna. Þcir halda áfram að dansa eftir flautu, þótt valdhafam- ir séu nú aðrir. Þeir eiga bágt. Samkvæmt þessari kenningu er frelsið eitthvað allt annað en það valfrelsi sem við þekkjum og mest er hampað hér um slóðir - frelsið til að velja milli tuttugu tegunda af grænum baunum, svo dæmi sé tekið, eða nokkurra tegunda af stjómmálamönnum. Það er ekki einu sinni fólgið í því að geta æpt hvar sem er um hvað sem er og birt hvað sem er á prenti - það er Haraldsdóttir ekki einu sinni fólgið í Þjóðarsál og Velvakanda. Frelsið er eitthvað sem við eig- um sjálf og ræktum innra með okkur, og það gefur okkur styrk til að standast allar raunir. Þetta hljómar einsog austurlensk heim- speki - og svo fáum við að heyra þetta frá manni sem er alinn upp við hugmyndafræði efnishyggj- unnar, öfugt við okkur sem lærð- um kristin fræði í bamaskóla. Eistneska skáldið Jaan Kapl- inski var reyndar á svipuðum slóðum í sínum hugleiðingum. Hann sagðist vilja leita nýrra hug- mynda utan Evrópu, vegna þess að Evrópa væri eina heimsálfan sem hefði getið af sér íyrirbæri einsog rannsóknarrétt og alræðis- stefnu. Hann minntist á taóisma og fleira spennandi sem vert væri að kynna sér af austrænni speki. Hann sagði líka að margir mgluðu saman sjálfstæði þjóða og frelsi þeirra. Til væru sjálfstæðar þjóðir sem væm alls ekki frjálsar. Ljóðin sem við fengum að heyra á sunnudaginn eflir þessa tvo ágætu menn og lettnesku skáldkonuna Vizma Belsevica (sem var boðið að koma hingað, en veiktist) í þýðingum þeirra Hjartar Pálssonar og Njarðar P. Njarðvík vom mjög áhugaverð. í þeim birtust sterkar tilfinningar sem tengdust mjög náttúmnni, að- allega skógunum, og einnig sög- unni. Það getur vel verið að saga íslands hafi verið erfið, en hún var áreiðanlega ekki eins flókin og saga Eistlands, sagði Jaan Kapl- inski í spjalli sínu um eistneskar bókmenntir. Sendiherra Eistlands á íslandi, Arvo Alas, sem einnig er þýðandi og hefur m.a. unnið það afrek að þýða Grettissögu á eistnesku, var þess mjög hvetjandi í erindi sínu á Kjarvalsstöðum að íslendingar fæm að þýða meira af bókmennt- um Eystrasaltsþjóðanna. Og vissulega væri skemmtilegt að fá meira að heyra frá þessum þjóðum sem em á einhvem undarlegan hátt svo líkar okkur, en hafa þó svo gjörólíka reynslu. Þær hafa áreiðanlega frá mörgu að segja. Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.