Helgarblaðið - 13.03.1992, Blaðsíða 15
Helgar
15
blaðið
Af sléttri og felldri
Garðaleikhúsið
Luktar dyr eftir
Jean Paul Sartre
Leikstjóri Erlingur Gíslason
Leikmynd Steinþór Sigurðsson
Lýsing Alexander I. Ólafsson
Tónlist Össur Geirsson
Búningar Andrea Oddsteins-
dóttir
Þýðing Þuríður Kvaran og
Vigdís Finnbogadóttir
Garðaleikhúsið heldur nú upp
á tíu ára afmæli sitt með sýning-
um á Luktum dyrum eftir Jean
Paul Sartre. Sýningar eru í Fé-
lagsheimili Kópavogs og var
frumsýning síðastliðinn fostu-
dag.
Leikurinn hefst á því að þrjár
persónur, karlmaður og tvær
konur, eru leidd saman í herbergi
Lilja
Gunnarsdóttir
þar sem þau munu dvelja um alla
eilífð. í herberginu er ekkert við
að vera, einu húsgögnin þrír sóf-
ar, dymar læstar, gluggar engir,
þar er heitt og rafmagnsljós logar
í loftinu, alltaf, því þau eru í Hel-
víti og þar þurfa menn ekki að
sofa.
Vítiskvalir herbergisfélaganna
þriggja, Garcins, Inésar og Est-
elle, felast í samverunni, en í
Luktum dyrum er að finna þau
fleygu orð, sem oft eru höfð fyrir
satt: „Helvíti, það eru hinir“. Það
er þó ekki svo að skilja að þessar
þrjár persónur myndu hafa það
allsendis ágætt væru hinar ekki
til staðar, heldur felst kvölin
fremur í því að þau em alls ekki
rétt tegund áhorfenda hvert fyrir
annað. Þau hafa aldrei lifað fyrir
aðra en sjálf sig, þurfa þess með
að nota aðra sem áhorfendur og
hafa þar með takmarkaðan áhuga
hvert á öðru nema sem eins kon-
ar neysluvöru, einhverju til að
staðfesta eigin sjálfsmynd, sem
þarf ekki að vera í samræmi við
innri mann svo lengi sem engan
grunar hvað inni fyrir býr.
Skýringin á Vítisvist og sam-
veru þessara þriggja persóna
fínnst eftir því sem líður á leik-
inn, þegar vanlíðan eykst og
grímur falla, og smám saman
virðist Ijóst að þær skapa sér
fýrst og fremst sitt helvíti sjálfar,
að vísu með dyggilegri aðstoð
herbergisfélaganna.
Luktar dyr Garðaleikhússins
voru á frumsýningu sléttar og
felldar, sýningin í senn áferðar-
falleg og átakalaus. Leikstjóri
virðist hafa gætt hófsemi að því
marki að flestar tilfínningar voru
sem þurrkaðar út og leikurinn
orðinn að notalegu stofudrama í
stað lýsingar á Vítisdvöl. Á per-
sónunum var ekki að skilja að
þeirra ómögulega aðstaða ylli
þeim nokkurri vanlíðan að heitið
gæti auk þess sem líðan þeirra
virtist sú sama frá upphafi til
enda, hvort sem fjallað var um
furðu þeirra á aðstæðum eða ör-
væntingu yfir að þessu yrði ekki
breytt, hvað þá að það örlaði á
því að þau fyndu fyrir þessum
óskaplega hita sem þau þó kvört-
uðu undan í sífellu.
Það er í raun undrunarefni að
tekist hafi að slétta svo gjörsam-
lega úr allri dramatík leiksins,
þrátt fyrir að leikmynd, ljós og
tónlist miði að því í sameiningu
að skapa á leiksviðinu sem trú-
verðugasta mynd af innilokun
þessa fólks í Neðra. Leikmyndin
gerir „herbergið" einstaklega
óaðlaðandi, tónlistin er það eina
sem bendir til þess að eitthvað
uggvænlegt sé kannski að gerast
í tilvist þessa fólks, Ijósanotkun
eykur á nöturleika verunnar í
Víti.
Margrét Ákadóttir leikur Inési,
sem ekki fer í grafgötur um
hvers vegna hún er lent í Neðra,
væntir sér þar alls hins versta og
ætlar sér að taka því sem að
höndum ber. Margrét var hörku-
leg lnés og kaldlynd, vakti ekki
mikla samúð með persónunni en
gerði hana þó að athyglisverð-
asta og eftinninnilegasta karakt-
er leiksins. Aldís Baldvinsdóttir
leikur þá grimmu og yfírborðs-
kenndu tilhaldsdrós Estelle, sem
telur sig lenta í Víti fyrir mistök
lágstéttanna í móttökunni. Aldís
skilaði vel athyglisþörf og yfir-
borðsmennsku Estelle, en síður
grimmd hennar og tillitsleysi.
Þórir Steingrímsson leikur Garc-
in ritstjóra, sem skiptir mestu að
aðrir trúi á þá bólgnu karl-
mennsku- og hetjuímynd sem
hann hefur viljað gefa af sér um
dagana. En Þórir virtist fremur
taugaveiklað karlmenni og erfitt
að trúa því að þeirri persónu hafi
átt að takast að fá aðra til að trúa
því að hann væri hetja. Valdimar
Lárusson leikur þjóninn og gerir
hann jafn fáránlegan og skond-
inn og aðstæður bjóða upp á, en
búningur hans var jafnframt sá
eini sem stuðlar að því að gefa
karaktemum aukið vægi. Bún-
ingar annarra persóna virtust, ef
eitthvað var, fremur auka á mis-
ræmi umhverfis og leiks, en þýð-
ingin er hin ágætasta, vel gerð og
skemmtileg, og ekki annað að
heyra en að hún færi vel í munni.
Svo sem segir í leikskrá fer
Garðaleikhúsið ekki troðnar
slóðir við aðbúnað leikhúsgesta
hérlendis, það er setið við borð
og fyrir sýningu býðst leikhús-
gestum að kaupa sér máltíð og er
það óneitanlega notaleg tilbreyt-
ing. Það er hinsvegar öllu vafa-
samari nýjung að gera leikhús-
gestum í aftari röðum að klifrast
á stólörmum og bökum, séu þeir
haldnir þeirri sérsvisku að vilja
sjá það sem fram fer á leiksvið-
inu, en hver veit - það þjónar
kannski einhverjum alveg sér-
stökum tilgangi.
Þegar listamaður
hugsar of mikið
Það er hverjum Iistamanni fyr-
ir bestu, ef hann vill haida opnu
og frjóu sambandi við list sína,
að hann gerist ekki of nærgön-
gull við hana með flóknum og
grófofnum skilgreiningum á eðli
hennar og tilgangi. Að öðrum
kosti hörfar listin undan og dreg-
ur sig inn í skel sína. Listin lætur
ekki ramma sig inn í of áberandi
ramma eða flokka sig niður í hólf
eins og saltfisk.
Kristbergur
Pétursson
Listamenn eiga að vinna. Sumir
listamenn hugsa of mikið og eru
latir að vinna. Listin er eins og dul-
arfúll og eftirsóknarverð kona, hún
vill láta hafa nokkuð fyrir sér, en
engar nærgöngular spumingar
takk. Listamanni sem hugsar of
mikið fellur íljótlega verk úr hendi,
allar hans hugsanir lenda í flækju
inni í höfðinu og þar kemur að
hann verður að setjast niður og
skrifa sig ffá flækjunni eins og
hann væri rithöfúndur.
Þegar allt er þannig komið í
flækju er ekki um annað að ræða
en ganga til verks og greiða úr
bendunni. Málið er bara að fmna
réttan enda á línunni til að rekja sig
eftir svo ekki fari allt í hnút. Kann-
ski er hveijum listamanni hollt að
gera sjálfum sér örlítið nánari grein
fýrir stöðu mála annað slagið,
kanna stöðuna eilítið nánar en hann
er vanur að gera. Því listamönnum
er nefnilega ekki alveg fýrirmunað
að hugsa af yfirvegun og skynsemi,
þrátt fýrir gamalt orðspor um sukk-
samt lífemi og fjöllyndi í ástamál-
um. Það er heldur engin ástæða til
að eftirláta atvinnusérffæðingum
um list alla möguleika til að ræða
list og listsköpun, enda er þar oftast
um þeirra persónulega mat að ræða
á persónulegri sköpun listamanns-
ins.
Ég ætla samt ekki að hætta mér
of langt inn á þeirra tilverugrund-
völl, enda kynni ég sak-
ir einfeldni og fá-
kænsku að lenda þar í
villum og ógöngum í
háskalegri glímu. Þó
má með ýmsum óheið-
arlegum aðferðum
bregða fýrir þá fæti, og
ná í það minnsta eins til
tveggja marka forskoti i
fýrri hálfleik.
Það væri ofætlun mín
að ætla mér að tala al-
gerlega utan og ofan af hlutunum,
enda veit eg best sjálfur að ég á það
á hættu að standa eftir berskjaldað-
ur með allt á hælunum, víðsfjarri
því að geta falið mig á bak við
vitrænar niðurstöður. Ég gæti held-
ur ekki, þótt ég vildi, talað utan og
ofan af hlutunum og krufið til
mergjar; til þess skortir mig ein-
faldlega heimspekilega hugsun og
menntun, og nægan oroðaforða.
Mig skortir semsagt ýmsar for-
sendur til að geta tjáð mig um við-
kvæmt mál á yfirvegaðan og rök-
rænan hátt, eða við hveiju býst þú
lesandi góður, af manni sem hefúr
lengi einbeitt sér að sjónrænni tján-
ingu og aldrei beitt fýrir sig útskýr-
ingum og vamarræðum sem út-
heimta rökhugsun náskylda orð-
fimi og ritsnilld? Eitthvað kann að
skorta uppá í þeirri tækni, kannski
meir en lítið. En það er flækja í
hausnum sem þaif að greiða úr, og
í þeim tilgangi skal tjaldað því sem
til er, hversu afkáralegt sem það
kann að virðast.
Nú kann lesandinn að spyija
hvort efni flækjunnar sé ekki bara
naflaskoðun og hugarórar, og hvort
ekki sé nóg komið af slíku efni á
síðum dagblaða. Ég er sannfærður
um að þetta er góðkynja flækja,
fúll af hugsunum og vangaveltum
um mál sem varða flesta þá sem
gefa sig að listsköpun, og máski
fleiri.
Listamenn eiga að vinna, og sem
betur fer eigum við marga góða
sem gefa sig af alhug að sinni list,
og láta engar þankaflækjur trafla
það góða starf. Þeir þurfa ekki að
standa neinum reikningsskil verka
sinna; þau mæla með sér sjálf. Það
er eðli sannrar listar. Má vera að sá
hugsanagrautur sem ég hyggst bera
á borð fýrir lesendur sé aðeins
sjálfskaparvíti mitt, orðið til af
þunglamalegum heilabrotum. Ég er
reiðubúinn að drekka þann bikar í
botn ef það má firra vel vinnandi
listamenn þeirri nauð að þurfa að
dreypa á. Én auðvitað er öllum vel-
komið að smakka, ef menn finna
hjá sér þörf til að leggja heilann í
bleyti um málefhi lista.
Ég hef í hyggju að reifa ýmis
mál i nokkram stuttum pistlum, og
máski væri vel til fallið að fleiri
kæmu til og legðu sitt til málanna.
D líRAFTUR OG TÆKNI
petterI tiísjósoúiands
LISTER PETTER díselvélarnar eru hannaðar og framleiddar til að mæta
mismunandi kröfum um kraft og tæknilega uppbyggingu. Þú getur treyst á að
LISTER PETTER skilar hlutverki sínu hvort sem er til sjós eða lands.
Taktu ekki áhættu
- veldu LISTER PETTER.
VELASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
Föstudagurinn 13. mars