Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 9

Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 9
Helgar 9 blaðið Hvöttu börnin tilað drekka mengað vatn Bandaríski herinn fann við rannsókn á árinu 1988 ban- væn eiturefni í grunnvatni við vatnsból Keflavíkur og Njarðvíkur og víðar í ná- grenninu. Vatn var drukkið lir vatnsbólunum allt til haustsins 1991 þegar tekið var í notkun nýtt vatnsból sem herinn borgaði fyrir. Ríkið gerði þá þannig samn- ing við herinn að afsalað var endiu-kröfurétti á hendur Bandaríkjastjóm. Vatnsból- ið, sem kostaði 540 miljónir króna, var talið nægar bætur um alla eilífð. Um svipað leyti og herinn komst að þessari mengun tóku skólamenn á Suðumesjum þátt í átaki til að hvetja böm og unglinga til að drekka meira vatn í stað gosdrykkja. Vegna þrýstings heima fyrir í Bandaríkjunum voru herstöðvar kannaðar með tilliti til TCE- og PCE-mengunar, sem er algeng mengun í flugherstöðvum. Þetta var einnig gert utan Bandaríkjanna enda talið ótækt að láta bandaríska hermenn drekka eitrað vatn. Þessi rannsókn var því að undirlagi Bandaríkjamanna sjálfra og tengist ekki olíuslysi á svæðinu. TCE (triklóretylene) og PCE (perklóretylene) eru í hópi 15 eitr- uðustu klórsambandanna, að sögn Einars Vals Ingimundarsonar um- hverfísverkfræðings. PCE má alls ekki fmnast í drykkjarvatni, svo hættulegt er það, enda er það sann- aður krabbameinsvaldur. Það skipt- ir ekki máli í hve litlum mæli það finnst - það er alltaf yfir hættu- mörkum. TCE veldur ýmsum alvar- legum sjúkdómum, svo sem hjarta- göllum. Á Suðumesjum hefúr hlutfall Potters-sjúkdómsmyndar (Potters- syndrome) verið óvenjuhátt. Alls hafa sjö tilfelli verið skráð síðustu tíu ár en böm haldin sjúkdómnum fæðast nýmalaus og deyja. Eðlilegt er talið að eitt af hveijum 100.000 fæddum bömum fái sjúkdóminn en hlutfallið á Suðumesjum er nær því að vera eitt bam á hveija 500 fædda, sem er óhugnanlega hátt hlutfall, að sögn Einars Vals. Rann- sóknir hafa ekki verið gerðar á því hvort TCE geti valdið þessu en ráð- gert er að ræða þetta mál á alþjóð- legri læknaráðstefnu sem haldin verður hér í sumar. Vegna þessa máls hefur Sigríður Jóhannesdóttir, varaþingmaður Al- þýðubandalagins á Reykjanesi, lagt fram þingsályktunartillögu þar sem - ef tillagan fæst samþykkt - ríkis- stjóminni er falið að gangast fyrir rannsókn á jarðvegi og gmnnvatni við Keflavíkurflugvöll í þeim til- gangi að leiða í ljós hvort þar hafi á liðnum ámm farið niður eiturefni. Efnin sem herinn rannsakaði fyrir fjórum ámm em einungis tvö en ekkert er vitað um önnur eiturefhi sem kynnu að fyrirfinnast á svæð- inu. Eins og sést á kortinu hér við hliðina hefúr mælst alvarleg TCE- mengun við fyrmm vatnsból Njarð- víkur, við vatnsból hersins og við Leifsstöð. Vatnsból hersins var strax tekið úr notkun og vatnsból Njarðvíkur síðastliðið haust. PCE- mengunin er ekki eins víðtæk en hún fannst þó í kringum vatnsból Njarðvíkur og við Leifsstöð. Þar hafa starfsmenn kvartað yfir höfúð- verk og öðmm óþægindum. Flug- stöðin hefur jafnvel verið talin þjást af húsasótt. Erfitt er að sanna hvort þessi eiturefni, sem íúndist hafa, eða önnur sem kynnu að vera þama á svæðinu, eiga sök á sjúkdómum eða vanlíðan; til þess þarf að gera ítarlega rannsókn. Töldu enaa hættu á rerðum Ellert Eiríksson, bæjarstjóri i Keflavík, sagði að vatnið í vatns- bólunum hefði ekki verið orðið hættulegt þegar hætt var að nota það, þrátt fyrir sannaða mengun í gmnnvatninu, enda hefðu þama farið fram nákvæmustu rannsóknir á vatni hérlendis. Vatnið hefði ver- ið mengað í vatnsbóli Njarðvíkur, en ekki yfir hættumörkum. Um 75 tonn af olíu fóm niður nálægt vatnsbóli Keflavíkur fyrir nokkmm ámm en sú mengun er allt annars eðlis en TCE- og PCE-mengun þar eð olían eyðist á náttúmlegan hátt. Hin eiturefnin em þrávirk og breyt- ast ekki. Sigríður gagnrýndi harkalega þá leynd sem virðist hafa hvílt yfir þessu og telur það í hæsta máta óeðlilegt að á þeim tíma sem menn vissu að vatnið væri mengað hafi kennarar á svæðinu tekið þátt í átaki heilbrigðisráðherra til að hvetja ungt fólk til að drekka vatn í staða annarra drykkja. Sem kennari sagðist hún hafa hengt upp vegg- spjöld og hvatt nemendur sina til að drekka vatn úr menguðum vatns- bólum án þess að hafa hugmynd Yatnsbó® K^ftavjku© Ytri- Njarðvík Keflavíkurflugvöllur atnsból Njarðvikur mengun í grunnvatni Gamlir (?) ruslahaugar Keflavík J ® -væöi ® ® |§f :''i ® ® Á kortinu sést TCE-mengunin á Kefla- víkurflugvelli. Ljósustu svæóin sýna mengun sem mælist minni en 5 mg/l en dekkstu svæ&in sýna mengun sem mælist yfir 100 mg/l. Hversu mikió þar yfir þetta mælist er ekki víst, mælitæk- in mæla þa& ekki. PCE-mengunin ó Vellinum er ó minna svæ&i en hún er alvarlegri eigi a& sí&- ur. Hún er ekki merkt inn ó korti& en er ó svæ&i milli Leifsstö&var, gömlu ruslahauganna og Vatnsbóls Keflavik- ur. Hitt svæ&i& þar sem PCE-mengun fannst nær fró vatnsbóli Njar&víkur og teygir sig fyrst i vestur og si&an i su&ur i ótt a& vatnsbóli hersins. hersins v£) um þessa mengun. Hún gagnrýnir einnig að þessi mál hafi ekki verið tekin upp þar sem fólk sendi bömin sín í berjamó á svæði sem em mik- ið menguð af TCE og PCE og hugsanlega einhverju öðm og eins sé fólk nú að byggja yfir sig á mjög menguðum svæðum. Sýnu alvarlegast finnst henni þó að Islendingar hafi á einhverjum leynifúndum, einsog hún orðar það, G. Pétur Matthíasson afsalað sér kröfúrétti á hendur bandarískum yfirvöldum en hún mælti fyrir fyrirspum Auðar Sveinsdóttur um þetta mál á Al- þingi fyrr í mánuðinum. í svari Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra kom ffarn að samkvæmt samningi sem var gerður við herinn 17. júlf 1989 eigi íslenska ríkið ekki endurkröfurétt á hendur Bandaríkjunum, nýja vatns- bólið og nýja vatnsveitan séu nægar bætur. Hinsvegar benti hann á að íslenskir rikisborgarar eða fyrirtæki gætu þrátt fyrir samninginn átt bótarétt á hendur íslenska ríkinu. Sigríður benti á að í Þýskalandi hefðu fúndist 300 svæði með svip- aðri mengun og hér, sömu upplýs- ingar fengjust frá Suður- Kóreu, Mið-Ameríku og Filippseyjum. Til hreinsunarstarfs á svæðum banda- ríska hersins væri nú varið gríðar- legum fjármunum og hefði Banda- ríkjastjóm stofnað sjóð til að fjár- magna hreinsunina. Hún sagði að nú væri talið að Bandaríkjamenn myndu veija þúsundum miljarða dollara til verksins. Það er réttur til hluta þessa hreinsunarstarfs sem Is- lendingar hafa afsalað sér. Yfirvöld hinna þjóðanna ganga mjög hart ffam í því að fá þessi svæði hreins- uð til þess að eiturefni berist ekki í grunnvatnið. En nauðsynlegt er að hreinsa sjálfan jarðveginn. Ekki óyggjandi rannsokn Jón Baldvin taldi samninginn ffá 1989 mjög góðan enda hefði ekki verið sannað óyggjandi að um mengun frá einum aðila væri að ræða, það er að segja hemum. Ell- ert sagði að niðurstaðan hefði verið að íslensk efnalaug á hersvæðinu hefði orðið völd að mengunin en hún hætti starfsemi fyrir nokkrum áratugum. Eigi að siður hljóta bandarísk heryfirvöld að bera ábyrgð á allri mengun innan svæð- isins. Jón Baldvin sagði á Alþingi að það hefði verið talið vænlegra að semja á þennan hátt heldur en að láta reyna á málið fyrir dómstólum. TCE og PCE em í leysiefnum sem gjaman em notuð til að leysa upp fitu og til að hreinsa vélarhluta - einkennandi mengun fyrir banda- ríska herinn, sagði Einar Valur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ís- lenska ríkið afsalar sér bótaréti á hendur hemum vegna mengunar. íslensk stjómvöld afsöluðu sér öll- um bótarétti á hendur Bandaríkjun- um þegar herinn afhenti íslending- um svæði það sem notað var á Langanesi. Landeigendur á Heiðar- fjalli hafa sjálfir þurft að reka mál sitt fyrir bandarískum dómstólum og virðast hafa gert það ffekar í óþökk yfirvalda hér en hitt. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra vildi ekkert segja um meng- unarmálið á Suðumesjum þar eð þingsályktunartillagan væri til um- sagnar hjá ráðuneytinu. Yfirvöld virðast litlar áhyggjur hafa af þess- ari mengun á flugvallarsvæðinu og kom ffam í máli utanríkisráðherra að hann teldi að grunnvatnsmeng- unin hefði verið svo rækilega könn- uð að litlar líkur væri taldar á því að til þess kæmi að krafist yrði bóta vegna skaðaverkana af mengunar- völdum sem raktar yrðu til hersins. Rugla saman Það kom einnig glögglega í ljós í umræðunum á Alþingi að þing- menn frá Suðumesjum rugla saman menguninni á svæðinu. Menn gera ekki greinarmun á þeirri mengun annarsvegar sem Sigríður er að tala um, það er að segja TCE- og PCE- menguninni sem mælst hefúr í grunnvatninu á svæðinu, og hins- vegar olíumengun. Það gæti skýrt af hverju þingmenn Suðumesja segja að þetta mál hafi verið á allra vitorði þegar Sigríður telur svo ekki hafa verið. Sigríður sagði að þessi mál væra mun alvarlegri heldur en mengunin á Heiðarfjalli þar eð í nágrenni flugvallarsvæðisins væri tíu þúsund manna byggð. Hver niðurstaða þingsályktunar- tillögunnar um mengunarrannsókn- imar verður er óvíst. Tillagan er komin til nefndar eftir fyrri um- ræðu og nú hafa aðilar utan Alþing- is hana til umsagnar. Þegar sá ffest- ur rennur út gæti nefndin afgreitt málið til síðari umræðu. Hafi stjómarmeirihlutinn hinsvegar ekki áhuga á því að ræða þetta mál frek- ar er eins líklogt að tillagan komist ekki affur á dagskrá. Málið hefúr raunveralega þegar verið afgreitt af íslenskum stjómvöldum á þann veg að þar eð íslensk efnalaug hafi hugsanlega verið mengunarvaldur sé vænlegast að sætta sig við 540 miljóna króna vatnsból sem bætur. Verði hinsvegar sýnt ffarn á að mengun frá hemum hafi valdið fósturskaða á borð við Potters- sjúkdómsmynd eða öðrum sjúk- dómum er ólíklegt að Suðumesja- menn sætti sig við eitt vatnsból. Aðrar bætur yrðu þá sóttar í ríkiskassa Islands, ekki vestur. Föstudagurinn 24. april

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.