Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 19

Helgarblaðið - 24.04.1992, Síða 19
Helgar 19 blaðið Urvalsdeild hjá enskum Eftir sjö ára baráttu virðist allt stefina í það að í ágúst verði sett á fót úrvalsdeild í enska fótboltanum með þátttöku tuttugu og tveggja liða. Það hefur löngum verið kappsmál forráðamanna íjár- sterkustu liðanna, Liverpool, Everton, Arsenal, Manchester Untied og Tottenham, að bijóta upp hið hefðbundna ijögurra deilda fyrirkomulag í enska boltanum og koma á fót sér- stakri úrvalsdeild. Með því telja wmismiSMsmssmMm menn að áhugi á boltanum muni aukast, að ógleymdu því sem mestu máli skiptir; að fá meiri peninga í kassann. Þótt liðin verði í byijun tuttugu og tvö er gert ráð fyrir að þeim verði fækkað um tvö fyrir keppnistímabilið 1994-1995. Eins og gefur að skilja hafa verið skiptar skoðanir um ágæti úrvalsdeildarinnar meðal enskra enda hefur málið verið að þæ- fast fyrir þarlendum síðan 1985. Þótt enskir séu að jaftiaði ekki ginnkeyptir fyrir breyting- um breytinganna vegna hefur andstaðan gegn þessu nýja fyr- irkomulagi þó verið mest meðal smærri félaganna sem óttast um sig og sína þegar frægustu og stærstu liðin hverfa í úrvals- deildina. Þá er viðbúið að kast- ljós fjölmiðlanna beinist fyrst og síðast að úrvalsdeildinni en í minna mæli að þeim liðum sem standa þar fyrir utan. Hvort það verður reyndin mun tíminn leiða í ljós en hitt er næsta víst að með tilkomu úrvalsdeildar- innar verða ríku stórliðin lík- lega enn ríkari. Michael Thomas, leikmaðurinn knái meb Liverpool, mun væntanlega leika meb liði sinu i úr- valsdeildinni en hann var keyptur frá Arsenal í ryrra fyrir 1.5 miljónir punda. Fimm fengu styrk Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Reykjavíkur hefur ákveðið að veita fimm íþróttamönnum ljárhagsstuðning vegna undirbúnings fyrir ólympíuleik- ana í sumar. íþróttafólkið fær hvert um sig 120 þús- und krónur en það eru þau Bjami Friðriks- son júdó, spjótkastaramir Sigurður Einars- son og Einar Vilhjálmsson og hlaupa- drottningin Marta Emstsdóttir. Án efa munu þessar krónur, sem að ósekju hefðu mátt vera mörgum sinnum fleiri, koma sér vel. lþróttafólkið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikana sem haldnir verða í Barcelona á Spáni í sumar. Stjóm Afreks- og styrktarsjóðsins er skipuð fiilltrúum frá íþrótta- og tómstunda- ráði og íþróttabandalagi Reykjavíkur. Islendingar hafa löngum bundift miklar vonir vi& Einar Vilhjólmsson á álympiu- leikum. Gubmundur Gu&mundsson leikma&ur og þjálfari Víkinga. Spenn- andi úrslita- keppni Úrslitakeppnin í handboltanum stendur nú sem hæst og er keppni þegar hafin í undanúr- slitunum á milli FH og ÍBV og Víkings og Selfoss. Til þessa hefur keppnin verið spennandi og tvísýn og ljóst að þetta nýja fyrirkomulag á úrslitakeppn- inni hefur heppnast vonum framar. í átta liða úrslitunum réðust úrslitin ekki fyrr en í þriðja leiknum að undan- skilinni viðureign Víkings og Fram þar sem þeir fyrmefndu afgreiddu þá blá- klæddu snyrtilega í aðeins tveimur leikjum. Bikar- og deildarmeistarar FH áttu í hinum mestu erfiðleikum með Stjömuna úr Garðabæ. Þeir töpuðu fyrsta leiknum í Kaplakrikanum en með miklu harðfylgi, þar sem leik- reynslan vó þungt, náðu þeir að sigra í næstu tveimur leikjum og tryggja sér sæti í undanúrsiitunum. Andstæðingar þeirra í íjórðungsúrslitunum, ÍBV, gerðu sér lítið fyrir og unnu KA- menn sannfærandi í þriðja leik liðanna fyrir norðan. Þessi úrslit komu Eyjamönnum að sjálfsögðu ekkert á óvart en trúlega hefur þeim eitthvað sviðið fyrir norðan, sem höfðu lagt allt kapp á að komast lengra en raun varð á. I viðureign Selfoss og Hauka þurfti þriðja leikinn þar sem Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu Selfyssinga með eins marks mun í öðmm leik liðanna sem fram fór á heimavelli Hauka í Hafnarfirði. Þótt veðmálin séu FH-ingum og Vik- ingum í vil í fjórðungsúrslitunum em andstæðingar þeirra engin lömb að leika sér við og líklegt að úrslitin ráðist ekki fyrr en í þriðja leik. Óneitanlega yrði það saga til næsta bæjar ef Selfoss og IBV spiluðu til úrslita um Islands- meistaratitilinn í handboltanum en ann- að eins hefur nú gerst. Ekki öll nótt úti enn Svo kann að fara að argent- ínski knattspymusnillingurinn Diego Maradona taki fram skóna á nýjan leik þegar hann losnar úr fimmtán mánaða keppnisbanninu sem hann var dæmdur í eftír að upp komst um eiturfyfjaneyslu hans. Fyrir skömmu lét kappinn hafa það eftir sér að það gæti vel farið svo að hann keppti á ný í fótbolta og þá fyrst og fremst til að uppfylla ósk yngri dóttur sinnar, Yanina, sem aldrei hefur séð foður sinn leika listir sínar á knatt- spymuvellinum. Ennfremur hefur getum verið leitt að því að Maradona hafi áhuga á að spila innanhússbolta í Bandaríkjunum eftir að hann lýsti því yfir að hann hefði hug á að flytjast þangað frá Argentinu. En þar býr goðið um þessar mundir og er á kafi í veðreiðum eftir að hann eignaðist sinn eigin veðhlaupahest. Ef að líkum lætur ætti Maradona brátt að verða laus allra mála eftir eit- urlyfjaruglið sem kom eins og þmma úr heiðskim lofti á keppnistímabilinu 1990-1991 þegar hann lék með ítalska stórliðinu Napoli. Með því liði varð hann ítalskur meistari en hápunkturinn á ferlinum var þegar hann Ieiddi lands- lið Argentinu til sigurs í heimsmeist- arakeppninni 1986. Diego Maradona þungur á brún enda hefur hann átt á brattann ab sækja eftir ab hann hrökklab- ist frá ítaliu hér um áriá. Föstudagurinn 24. apríl

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.