Helgarblaðið - 24.04.1992, Qupperneq 21

Helgarblaðið - 24.04.1992, Qupperneq 21
Helgar 21 blaðið Æska landsins atvinnulaus Skólafólk á við tvennan vanda að glíma nú á vor- dögum. Annars vegar eru það prófin sem líkt og venjulega vekja upp kvíð- ann hjá þeim sem eru illa undirbúnir. Hins vegar geta nemendumir sjálfir lítið gert við hinu vandamálinu sem nú blasir við - atvinnu- leysinu sem sjaldan hefúr verið jafiimikið og nú í vor. Nýjustu atvinnuleysistölur, sem vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins hefur sent frá sér, sýna að 3800 manns voru án at- vinnu í marsmánuði en sú tala er tvöfalt hærri en á sama tíma síðasta vor. Þeir sem hafa með atvinnumál ungs fólks að gera eru ekki bjart- sýnir á sumarið og segja að búast megi við að mikill fjöldi skólafólks muni mæla götumar í reiðileysi. Hjá Atvinnumálaskrifstofu Reykjavíkurborgar var skráning skólafólks hafín 1. apríl sl. og hálf- um mánuði síðar höfðu 2238 nem- endur skráð sig á skrifstofunni. Til samanburðar höfðu um 6-700 nem- dendur skráð sig á sama tíma í fyrra. Gunnar Helgason, forstöðumaður skrifstofunnar, sagði að búast mætti við að illa gengi að fmna atvinnu fyrir allan þennan íjölda. - Það gefur auga leið að vinnu- markaðurinn er mjög þröngur. Það sést best á því að atvinnuleysið á almenna vinnumarkaðinum er tvö- falt meira núna en íyrir ári. Reykja- víkurborg hefur alltaf gert ráðstaf- anir til að útvega skólafólki atvinnu á sumrin. Fram að þessu hefur það gengið þolanlega, en með þennan Qölda sé ég ekki að dæmið gangi upp, sagði Gunnar. Hjá Atvinnumiðlun námsmanna sagði Ásta Snorradóttir að búast mætti við að 1000 manns skráðu sig hjá miðluninni. -1 fýrra gátum við útvegað um 400 manns sumarvinnu. Núna verð- um við hinsvegar vör við samdrátt á vinnumarkaðinum og fyrirtæki, sem alltaf hafa ráðið fólk í sumara- fleysingar, ætla ekki að gera það núna. I stóru íyrirtækjunum eru biðlistamir orðnir geysilangir, sums staðar eru allt að 2-300 manns á lista, sagði Ásta. Ámi Guðmundsson, æskulýðs- fulltrúi Hafharfjarðar, sagði að reynt yrði að finna atvinnu handa öllum sem þess óskuðu. - Við réðum við þetta á síðasta ári. Nú finnst mér hinsvegar að sjávarútvegsfyrirtækin muni ekki ráða eins mikið af sumarfólki og undanfarin sumur, þannig að útlitið er ekki mjög bjart, sagði Ámi. Heimir Sverrisson, 18 ára nemandi í Iðnskólanum í Reykjavík, sagðist vera heppinn að hafa vinnu í sumar. -:Eg hef starfað í Miklagarði í allan vetur með skólanum, þannig að ég er ör- uggur með vinnu, ‘ sagði Heimir. Aðspurður um hvemig jafhöldr- um hans gengi í atvinnuleit, sagði hann að sínir kunningjar væru búnir að fá einhveija sumarvinnu. - Ég held að almennt sé at- vinnuástandið mjög slæmt hjá ungu fólki. Það er t.d. miklu erfið- ara en í fyrra. Það bjargar stómm hópi nemenda að þeir hafa haft einhveija vinnu i vetur, sagði Heimir og tiltók að hann vildi ekki vera í spomm þeirra sem væm ekki búnir að finna sér vinnu. Helga Jónsdóttir er 17 ára nemi í Fjöl- brautaskóia Garðabæjar. - Það var búið að gefa mér vilyrði fyrir vinnu í sumar. Fyrir stuttu kom síðan í ljós að ég fengi ekki vinnuna, sagði Helga. - Núna vonast ég til að fá vinnu fyrir norðan, en ef það gengur ekki veit ég ekki hvað ég á að gera af mér í sumar. Ég geng hringinn í leit að vinnu frekar en að hanga heima og gera ekki neitt, sagði Helga. Aðspurð um hvort jafnaldramir væm í sömu erfiðleikum, sagði hún það misjafnt. - Margir em búnir að finna sér sumarvinnu og oflar en ekki er það í gegnum einhvem klíkuskap. Aðrir sem standa í sömu spomm og ég fá sennilega vinnu hjá bænum, en þar er varla boðið upp á mannsæmandi laun, sagði Helga. Alda Kristín Sölvadóttir, 16 ára nemandi i Klébergsskóla á Kjalarnesi, sagði að hún færi út á land í sumar. - Ég var að vinna í fiski í Gmndarfirði síðasta sumar og ég fer þangað afiur núna. Ég hef eitt- hvað kíkt eftir vinnu héma á höf- uðborgarsvæðinu en það er gjör- samlega vonlaust, það er allsstaðar sagt nei, sagði Alda. Aðspurð um sína jafnaldra, sagði hún að þetta væri vonlaust hjá ruörgum. Eitthvað af fólki færi í fisk út á land eða í skógrækt. — Þau óheppnu verða bara að hanga heima hjá sér eða ráfa um götumar og í besta falli sjá foreldr- amir fyrir þeim. Ég myndi ekki viija vera í spomm þeirra sem em atvinnulausir og eiga ekki góða að, sagði Alda. Félaa járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 1992 kl. 20:00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Sameining lífeyrissjóða MSÍ og SBM. 3. Kjaramál. 4. Kjörfulltrúa á 15. þing MSÍ. Mætið stundvíslega. Stjórnin. REYKVIKINGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á M

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.