Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 2

Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 2
Helgar í— blaðið Olís og græðir Landgræðsla ríkisins fékk heldur betur að- stoð við uppgræðslu landsins í gær. Oli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís, afhenti þá Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra þríggja miljóna króna ávísun Starfsmahur Land- græ&slunnar vinnur með fræ sem munu bæta landið i sumar. Mynd: Kristinn. frá fyrirtækinu, sem er fyrsta greiðslan af mörgum sem Landgræðslan á eftir að fá frá Olís á næstu fjórum árum. Fyrir skömmu tók Olís þá ákvörð- un að 20 aurar af hveijum seldum bensínlítra skyldi renna til Land- græðslu ríkisins. Oli Kr. Sigurðsson sagði að þama væri um fjögurra ára áætlun að ræða. „Við hjá Olís ætlum að Landgræðslan fái greiddar frá okkur 10-12 miljónir á hverju ári. Miðað við fjögur ár má búast við að Landgræðslan fái um 50 miljónir í sinn hlut af bensínsölu OIís,“ sagði Óli og bætti við að það væru við- skiptavinir Olís sem gæfu þessa gjöf, þeim bæri að þakka fyrir þetta fram- tak. Olís sæi bara um að safna þessu saman. Sveinn Runólfsson sagði, þegar hann tók við fyrstu þremur miljónun- um, að Landgræðslan mæti rausn 01- ís mikils. „Við lítum á þetta sem hvatningu um að halda starfi okkar áfram af fullum krafti. Verkeftiin ffamundan eru mörg og árangur næst ekki nema landsmenn taki höndum saman til að vemda landið.“ Styrkur Olís til Landgræðslunnar hefur mikið að segja fyrir starf henn- ar á næstu árum. Á fjárlögum þessa árs fær Landgræðslan aðeins 200 miljónir króna sem nýta þarf bæði i rekstur og uppgræðslu. Miljónimar ffá Olís munu eingöngu renna til uppgræðslu og heftingar gróðureyð- ingar víða um land. Sveinn Runólfsson sagði að stærsta verkefnið á döfinni væri upp- græðsla lands á Hólsfjöllum fyrir norðan. Þar væri að skella á svipað ástand og var á Suðurlandi um alda- mót. Ef ekkert yrði að gert myndi svæðið í kringum Hólsfjöll líta út eins og eyðimörk innan fárra ára. C c I- Samviskusöm og syndandi Þeir sem koma í sundlaug- ina á Akureyri veita strax at- hygli fagurlega skreyttum flísavegg sem er jafnlangur lauginni og hálfur þriðji metri á hæð. Heiðurinn af þessu verki á Soffia Ama- dóttir hönnuðm- og var það ásamt níu öðrum listskreyt- ingum op- inberra bygginga valið tíl kynningar sem nú stendur yfir í Asmundarsal en verður síðan send út um landið. Það er Listskreytingasjóðiu- ríldsins, Arldtektafélagið og Bandalag islenskra lista- manna sem standa að sýn- ingunni. Soffia vildi sem minnst um þetta verk sitt tala en gat þó ekki neitað þvi að hún hefði orðið bæði glöð og hissa þegar henni var tíl- kynnt um valið. Hverra manna ertu? Ég er nú ffá Akureyri. Mamma heit- ir Jóna F. Axfjörð og er komin út af Snorra á Húsafelli. Pabbi heitir Ámi Valur Viggósson og rekur sínar ætt- ir beint til Ófeigs altaristöflumálara. Hann hefur líka stundum á orði að einn af forleðrum hans hafi verið Grímur grautarhaus, hvar sem hann er nú að finna í ættartölunni. Við er- um sjö systkinin og ég er elst. Heimilishagir. Ég bý á Týsgötunni með honum Gérard Chinotti og sonunum Sigga og Brósa. Aldur, menntun og fyrri störf. Ég er að komast á besta aldur, held ég, og er útskrifuð úr Myndlista- og handíðaskólanum sem grafiskur hönnuður. Ég hef náttúrlcga unnið í fiski, verið bankamær og trygginga- stúlka, húsmóðir og kennari. Svo má segja að ég hafi búið á auglýs- ingastofunni Augliti í nokkur ár. En hvað ertu að gera núna? Fyrir tæpu ári flutti ég suður og hef síðan unnið sem grafiskur hönnuður á Islensku auglýsingastofunni. I frí- stundum leik ég mér að letri, mála og læt mig dreyma um það ásamt tveimur góðum konum að endur- nýja íslenska minjagripastofninn. I hvaða stjörnumerki ertu? Ég er meyja og rísandi fiskur sem segir kannski allt um mig. Mcyjan er samviskusöm og nákvæm en fiskurinn syndandi út og suður. Sem sagt ein kássa. Hver vildir þú vera ef þú værir ekki þú? Klausturmunkur á miðöldum, sitj- andi við skriftir frá morgni til kvölds. Ertu með einhverja dellu? Já, ég er með algjöra leturdellu; ligg í bókum sem fjalla um kalligrafíu, þ.e. skrifletur, og æfi mig síðan á hinum ýmsu leturgerðum. Á ís- lensku er gjaman talað um skraut- skrift en mér finnst orðið ekki ná merkingunni nógu vel. Mér finnst skemmtilegast að tengja saman í einu verki mynd og texta með hefð- bundnum leturgerðum. Hvaða bók lastu síðast? Ég er alltaf með margar í takinu og fiestar tengjast þær skrifdellunni. Á hvaða plötu/disk hlustaðirðu síðast? Killing an Arab með The Cure. Hver er þinn uppáhaldsmálari? Sá eini, sanni -snillingurinn Mo- digliani. Ertu sú sem þú sýnist? Nei, ég býst ekki við því. Áttu þér draum? Já, að fá að skrifa og skrifa og skrifa... Hvað er hamingja? Meyjan í mér segir traust heimili, fjárhagslegt öryggi og allt það. Fiskurinn segir; Lifðu í sjöunda himni í stórri fjölskyldu! Ert þú hamingjusöm? Það fer eftir því hvar ég er stödd í rússibananum. Er þér meinilla við eitthvað? Jájá. Ég kemst til dæmis aldrei óblótandi í vinnuna á morgnana því ég þoli ekki slóða í umferðinni. Ekki frekar en afdankaða minjagripi og geitunga, svo eitthvað sé nefnt. Hver er þinn helsti löstur? Nöldur. En kostur? Hvað ég er blíðlynd og góðhjörtuð -eða þannig. Ertu misskilin? Já, stundum áttar fólk sig alls ekki á því hvað ég er blíðlynd og góðhjört- uð. Fer herinn? Ég bara veit það ekki. Hvernig líst þér á ráðhúsið í Reykjavík? Mér fmnst það hreint ekkert merki- legt. Hvernig finnst þér að fólk eigi helst að vera? Blíðlynt og góðhjartað. Kanntu brauð að baka? Ja, ég kann að baka nokkrar kökur. Hvernig heldurðu að sé að búa með þér? í hreinskilni sagt þá býst ég við að það sé stundum erfitt. En það er hægt! Hvað er það sem þú hefur ekki glóru um? Eitthvað í sjálfri mér og svo ýmis- Iegt fleira. Hvenær varðstu hræddust um dagana? Ég er það alltaf. Hvað er fegurð? Það er einhver fegurð í öllu. Hvernig myndirðu verja stóra vinningnum? Ég myndi íjárfesta þannig að ég gæti lifað og skrifað áhyggjulaus það sem eftir væri. Hvernig viltu verja ellinni? Við að rannsaka gamlar bækur, læra og skrifa. En ef þú misstir nú sjónina? Þá yrði ég náttúrlega að skrifa blindraletur. Þráinn á fyrsta Þráinn Bertelsson var kjörinn formaður RithÖfunda- sambands íslands á að- alfundi sam- bandsins sl. laugardag. Þráinn fékk 116 at- kvæði en Sigurður Pálsson 96. í framboðsræðu sinni sagði Þráinn að sig hefði dreymt draum nóttina fyrir aðalfund. Dreymdi hann að hann væri á siglingu með hópi rithöfunda og var hópurinn á öðru farrými skipsins. Uppgötvaði þá ein- hver að Ieiðsögumennina vant- aði og reyndust þeir allir staddir á fyrsta farfymi. Var Þráinn þá beðinn að fara upp á fyrsta farfymi og biðja þá að koma niður á annað farfymi til hópsins, því gott væri að hafa þá til taks ef eitthvað bjátaði á. Þráinn fór upp að áeggjan hópsins en þegar þangað kom horfðu fararstjóramir undrandi á hann og þögn sló á mann- skapinn. Kona í hópnum, sem Þráinn sagðist hafa þekkt ágætlega, kom í gættina og sagði honum að þama gæti hann ómögulega verið, það væri svo pínlegt. Fyrir hvem? spurði Þráinn og við það vakn- aði hann. Þegar úrslit höfðu verið tilkynnt kom Þórarinn Eldjám, stjómarmaður í Rit- höfundasambandinu, til Þráins, rétti honum höndina og sagði: „Velkominn á fyrsta.“ Nýr for- maður ABR Guðrún Kr. Óladótt- ir, varafor- maður Starfs- mannafé- lagsins Sóknar, var kjörin for- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á aðalfundi þess i vikunni. Guðrún tekur við for- mennskunni af Gunnlaugi Júlíussyni, hagfræðingi Stctt- arsambands bænda. Auk Guðrúnar em í stjóm- inni Guðrún Ágústsdóttir, Hallur Páll Jónsson, Ingólfur H. Ingólfsson, Ingibjörg Jóns- dóttir, Dýrleif D. Bjamadóttir og Tryggvi Þórhallsson. Föstudagurinn 29. maí

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.