Helgarblaðið - 29.05.1992, Síða 3

Helgarblaðið - 29.05.1992, Síða 3
Helgar 3 blaðið Hreint loft í heila viku Tóbaksvamanefnd hefur látió útbúa veggspjald þar sem bent er á óþægindin af tóbaksreyk sem þeir ver&a fyrir sem ekki reykja. Þai er ekki sjálfgefió ab þeir sem ekki reykja sætti sig vii óbeinar reykingar. Fiðlutón- leikar á Suðvestur- landi Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Michael Mun- son píanóleikari munu halda píanótónleika víðsvegar um Suðvesturland núna um mán- aðamótin. Hildigunnur lauk masters- prófi frá Eastman School of Music í New York i Banda- ríkjunum nú í vor og Michael lauk doktorsprófi frá sama skóla. Á efhisskrá tónleikanna verða verk eftir Bolcom, Brahms, Fauré og Ravel. Fyrstu tónleikamir verða í Vinaminni á Akranesi í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Á morgun laugardag verða tónleikar í Njarðvíkurkirkju ytri kl. 17. Þriðju tónleikamir verða í Hafharborg í Hafnarfirði á mánudag kl. 20.30. Á mið- vikudag halda þau austur fyrir Qall og verða með tónleika i Hveragerðiskirkju kl. 20.30. Tónleikaröðinni lýkur svo í Aratungu í Biskupstungum fimmtudaginn 4. júní kl. 20.30. Hjóla- skauta- völlur í Laugardal Hjólaskautar hafa nú tekið við af venjulegum skautum á Skautasvellinu í Laugardal. Aðgangur að vellinum er ókeypis. Oskað er eftir að not- aöir séu hjálmar, olnboga-, úinliða- og luiéhlífar. Hægt er að fá hjólaskauta leigða á staðnum. Leigugjald- ið er 300 krónur auk 200 króna skilagjalds. Innifaldar í leigunni eru hlífar. Hjólaskautavöllurinn er op- inn mánudaga til fostudaga kl. 10.30 til 19 en á laugardögum og sunnudögum er lokað klukkan 18. Skútuvogi 10a - Sími 686700 Alþjóðlegi tóbaksvarnadagur- inn 31. maí er að þessu sinni til- einkaður reyklausum vinnustöð- um. Það færist í aukana að fólk hætti að reykja á vinnustöðum eða að minnsta kosti reyki ein- unigs á ákveðnum reyksvæðum. Enda er það líka réttur þeirra sem ekki reykja að fá að vinna í reyklausu umhverfi. Þá eykst áhugi atvinnurekenda á reyk- leysi vegna þess að það er ódýr- ara. Tóbaksvamanefnd hefúr sent forráðamönnum á vinnustöðum og trúnaðarmönnum upplýsingar um reyklausa vinnustaði. Þar er bent á skaðsemi óbeinna reykinga. Tób- aksreykur í umhverfinu ógnar heilsu þeirra sem ekki reykja. Þá sýna rannsóknir að þar sem unnið er með hættuleg efni eða þar sem rykmengun er einhver (til dæmis asbest-mengun, steinryk, bómull- arryk eða komryk) sé hættan á til dæmis lungnakrabbameini marg- fold miðað við það að aðeins annar mengunarþátturinn væri til staðar. Reykingar margfalda hættuna. Ahrif reykinga á vinnustaði em margvísleg. lnnanhúss í þróuðum löndum er tóbaksreykur algengasti mengunarvaldurinn og verður að sérstökum áhættuþætti í þröngu skrifstofuhúsnæði. Tóbaksreykur í umhverfinu getur leitt til lungna- krabbameins, bráðra öndunarfæra- sjúkdóma hjá bömum, langvinns hósta, langvinnrar og endurtekinn- ar eymabólgu, skertrar lungna- starfsemi bæði hjá bömum og full- orðnum. Tóbaksreykur í umhverfi eykur astmaeinkenni hjá astma- sjúklingum. Hann hefúr ertandi áhrif á augu, háls, nef og berkjur. Bömin fæðast minni, með minna þroskuð lungu þegar móðirin hefúr verið mikið í tóbaksreyk á með- göngunni. Obeinar reykingar eru hættulegar. Efnahagslegt álag Reykingar, beinar og óbeinar, kosta sitt. Þær kosta líka sitt fyrir fyrirtækin. Þegar Air Canada bannaði reykingar í öllu flugi komst flugfélagið að því að það gat sparað 42 miljónir króna á ári vegna þes að ekki þurfti að þrífa öskubakka og vegna þess að stór- hreingeming þarf nú ekki að fara ffam nema á níu mánaða ffesti í stað sex mánaða áður. Viðhalds- kostnaður minnkar verði vinnu- staður reyklaus þar eð reykingam- ar auka kostnað vegna óþrifnaðar af ösku og stubbum, litabreytinga og óhreininda á veggjum, glugga- tjöldum, húsgögnum og fleim. Það fer líka tími í reykingar og ekki síst þá valda reykingar oft árekstmm og óánægju meðal starfsmanna. Starfmaður sem líður fyrir óbeinar reykingar en kann ekki við að segja sitt álit eða fær engu breytt er ekki hamingjusamur starfsmaður. Fjarvistir em líka tíðari meðal reykingamanna. Þannig reiknuðu yfirvöld í Kanada það út að reyk- ingafólk væri 33-45 prósent meira ffá vinnu en þeir sem ekki reykja. Þá má ekki gleyma því að reyk- ingar takmarka hæfhi starfsmanna til að leysa ýms verkefni og þær valda dauða og fötlun fyrir aldur ffam. Innibyrgð óánægja Þótt innibyrgð óánægja margra starfmanna sem ekki reykja geti verið mikil vegna þeirra sem reykja þá er ekki þar með sagt að opið stríð sé rétta leiðin. Tóbaks- vamanefnd bendir fólki á ýms at- riði sem þurfi að hafa í huga vilji menn koma á reyklausu starfsum- hverfi. Það þarf að fræða fólk um skaðsemi reykinga. Starfsmenn, sem og yfirmenn, verða að koma sér saman um tilhögunina, hvort- tveggja þeir sem reykja og þeir sem eru reyklausir. Veita þarf að- lögunartíma, menn breyta ekki venjum sínum á einni nóttu. Fylgja þarf stefnunni fast eftir og það þarf að gera áætlun. Áður en Iagt er upp er ráðlegt að kanna hug starfs- manna og hjálpa þeim reykinga- mönnum sem vilja hætta eða tak- marka reykingar sínar á vinnustað. Til uppörvunar hefúr nefndin hannað viðurkenningarskjal sem vinnustaðir geta sótt um séu þeir sannanlega reyklausir. Tóbaksvamadagurinn er 31. maí en 1. júni verður hinn árlegi reyk- lausi dagur. í heila viku er síðan átak sem kallast „hreint loft í heila viku“. Þar er lögð áhersla á að vekja athygli fólks á þessum mál- um. Auk reykinganna verður at- hygli fólks vakin á annarri lofl- mengun til að fá fólk til að hugsa um á hvem hátt það geti stuðlað að hreinna og ómengaðra andrúms- lofti. Vikan stendur ffá 31. maí til 5. júní. Mikið úrval - mikil gæði - gott verð! 20% staðgreiðsluafsláttur of öllum hnýttum teppum. Sértilboð ú Kilim-teppum (flatofin teppi). Tyrknesku teppin eru eftirsóknarverð eign öllum þeim sem kunna að njóta sannrar listar. , c \\ |i| g nw"'*' SKIPHOLTI 50c 05 REYKJAVÍK SÍMI 6 2 6 7 1 0 Föstudagurmn 29. mal

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.