Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 6

Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 6
Helgar 6 blaðið „Þau koma frá Asiu, Suður- Ameríku, Bandaríkjunum, Austur-Evrópu eða Norður- löndunum - alls staðar að úr heiminum," segir Ca- milla Wide, formaður Fé- lags erlendra stúdenta í Há- skóla Islands, um umbjóð- endur sína. Sjálf er Camilla hingað komin frá Finnlandi. Um 200 erlendir stúdentar eru að jafnaði í Háskólan- um og á hverju ári fyllast námskeiðin í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Islensku- námið er strembið og tekur þrjú ár. „Það kom mér því mjög á óvart að svo fáum við ekki B.A. gráðu,“ segir Camilla. Hún telur þetta ranglæti stafa af óréttmæt- um samanburði á íslensku- námi útíendinga og Islend- inga og vill fá leiðréttingu. Camillu Wide fró Finnlandi finnst óréttlátt aó þrátt fyrir þriggja ára nám í íslensku viá Háskóla íslands fái erlendir stúdentar ekki vi&ur- kennda B.A. gráðu. Islendingar fá hins vegar B.A. gráðu í erlendum málum, þeirra á meðal finnsku. „Ég tala kannski ekki verri is- lensku en Islendingarnir finnsku," segir Camilla. Mynd: Kristinn. Camilla hefur dvalið á Islandi í eitt ár og náð ótrúlega góðu valdi á málinu. Hún kemur frá bænum Ek- enás í Suður-Finnlandi og móðurmál hennar er sænska. „Eg er að taka Phil. mag. sem er sambærilegt við Cand. mag. eða meistaranám, í nor- rænum málum og sænskum bók- menntum," segir Camilla. Námið hér er hluti af meistaranáminu enda ætlar hún að skrifa lokaritgerðina um ís- lensku. „Hopsasa- Skandínavar7' j Finnlandi gela nemendur í nor- rænum málum tekið nokkur nám- skeið í íslensku. Camilla segir Finna hafa talsverðan áhuga á Islandi, „kannski af því að Finnland og ís- land eru bæði jaðarsvæði og svo cru Finnar og Islcndingar í svipaðri stöðu gagnvart tungumálinu." Hún segir þessar þjóðir hafa líkt skap - vera þungbúnari á yfirborðinu en hinar Norðurlandaþjóðimar. „Við er- um ekki svona hopsasa- Skandínavar og finnum þess vegna ákvcðin menningarleg tengsl," segir Camilla og brosir brcitt. „Hcr cr margt allt öðru vísi en í Finnlandi cn líka margl alvcg eins. Það er ekki erfitt fyrir Finna að vcra eins og heinia hjá sér.“ Camilia seg- ist ofl hafa séð að Finnar og íslend- ingar passi vel sanian. Sjálf hefur Camilla fallið vel að háskólasamfélaginu. Hún átti sæti á framboðslista Röskvu lil Stúdenta- ráðs í vor og síðastliðið haust var hún kosin fomiaður Félags erlendra stúdenta. „Ég tók þetta á mig,“ scgir hún sjálf en bætir við að formennsk- an hafi vcrið mjög skemmtileg. Um- bjóðendur hennar em misleitur hóp- ur og ýms mál sem þeir þurfa aðstoð með. Að sögn Camillu er reynt að greiða götu erlcndu stúdentanna með ýmsum hætti. Þeir sem koma hingað sem styrkþegar eða skiptinemar fá mesta aðstoð frá upphafi. „Sjálf er ég ríkisstyrkþegi og þurfii að finna mik- ið út sjálf,“ segir Camilla. Hún segir alþjóðaskrifslofuna hjálpa mikið og fagnar því að nú er verið að vinna leiðbeiningabækling fyrir erlenda stúdenta. A haustin halda mcnntamálaráðu- neytið og ulanríkisráðuneytið ráð- stefnu fyrirnýkomna erlenda stúd- enta. Háskólinn, Alþjóðaskrifstofan, Námsráðgjöfin og Stúdentaráð taka þátt í slíkum kynningum. „Þetta var veisla, við fcngum mat og tónlist og svo útsýnisferð um Reykjavík," segir Camilla. „Um jólin cr líka hátíð fyrir þá scm cru hér án fjölskyldna sinna." Stúdcntaráð hefur kynnt uppbygg- ingu Háskólans og boðlciðir innan hans fyrir crlcndu stúdcntunum. „En þau héldu líka skcmmtikvöld með okkur í vetur og það tóksl mjög vel,“ scgirCaniilla. Vilja alvöru prófgráöu Nýlega var íslenska fyrir erlcnda stúdenta gerð að sjálfstæðri skor inn- an hcimspekidcildar. Camilla, scni er fulltrúi stúdenta á skorarfundum, scgir þá brcytingu ntjög til bóta. „Mörg mál scm þarl'að lcysa varöa bara okkur crlcndu stúdentana og því er ég mjög ánægð með skorina." Hún er hins vegar ekki eins ánægð með það að eftir þriggja ára nám og níutíu einingar í íslensku skuli þau aðeins fá B. Phil. gráðu en ekki við- urkennda B.A. gráðu. B. Phil. þekkir enginn og því segir það ekki neitt að mati Camillu. Camilla segist oft fá að heyra að auðvilað eigi erlendu stúdentamir ekki að fá B.A. gráðu því þeirra ís- lenskunám sé engan veginn sam- bærilegt við B.A. námið í íslensku- skorinni. „Ég gerði líka þau mistök að hugsa svona fyrst,“ segir Camilla, „en svo áttaði ég mig á því að það er rangt að bera okkur saman við Is- lendinga. Auðvitað lærum við aldrei íslensku eins og íslendingar, þetta tvennt á að skilja að. Við reynum ekki að verða lslcndingar enda er það ekki einu jinni markmiðið.“ Hún bendir hins vcgará að íslcndingar gcti fengið B.A. gráðu í finnsku, rússncsku cða sænsku. „Okkarnám er nám í erlendu tungumáli og sam- bærilegl við annað slíkt nám i Há- skólanum þar sem ckki cr krafist undirstöðuþckkingar." Til að skýra mál sitt frckar tekur Camilla finnskuna sem dæmi. Finnskan ergjörólík hinum Norður- landamálunum að allri uppbyggingu. „Bæði málfræðin og sjálft málkcrfið ergjörólíkt. Maður verður að hugsa öðruvísi á finnsku, þar er til dæmis bara eitt kyn og enginn greinamiunur gcrður á ákvcðinni og óákveðinni mynd. Þetta skiptir máli þegar horft er á heiminn, blóm er alltaf bara blóm, aldrei blómið.“ Þar sem móðurmál Camillu er sænska hefur hún lært finnsku síðan hún var niu ára. Og þrátt fyrir að hún hafi búið á finnskumælandi svæðum síðustu ár kveðst hún ckki alveg ör- ugg á finnskunni. B.A. gráða sem hún eða íslenskir stúdentar taka í finnsku getur því aldrei verið sam- bærileg við B.A. gráðu þeirra sem hafa finnsku að móðurmáli. Samt er hægt að fá B.A. gráðu í finnsku hér á landi. „Ég tala kannski ekki verri ís- lensku en Islendingamir finnsku," segir Camilla. Camilla telur enga hættu á ferðum fyrir íslenskunámið þótt erlendir stúdentar fái B.A. gráðu hér á landi. „Við horfum allt öðru vísi á málið en innlendir svo að B.A. nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta gæti líka vald- ið endumýjun í íslenskum fræðum. Þetta sýndi Iíka virðingu fyrir rann- sóknum á íslensku annars staðar frá.“ Hún bendir á að þar eð námið sé ekki B.A. nám þá sé það mjög ósveigjanlegt og ekki möguleiki á að taka aukagrein. „Við viljum geta stýrt námi okkar meira sjálf og sett það saman við önnur fög ef við ráð- um við slíkt,“ segir Camilla og bætir við að það sé ekki víst að allir séu að læra íslenskuna sem tungumálafólk; „kannski vildi sagnfræðingur með áliuga á fombókmenntum koma hingað og taka 60 einingar í íslensku fyrir erlenda stúdenta og 30 í öðm fagi.“ Camilla telur að B.A. nám í ís- lensku hér á landi myndi líka auka áhugann á að koma hingað. „Fólk gæti komið og sérhæfl sig, til dæmis þeir sem elska fombókmenntimar eða em að lesa íslensku erlendis.“ Hún segir að auðvitað skipti það máli fyrir fólk sem ætlar að koma í erfitt nám að fá viðurkennda próf- gráðu fyrir það. „Ég held að margir hér átti sig ekki á möguleikunum til að sameina nám í íslensku og öðrum fögum." Talaði og falaði ó fundum „Þegar ég komst að því að við fengjum ekki B.A. gráðu fyrir þetta nám byijaði ég á því að tala og tala á skorarfúndum,“ segir Camilla. „Svo talaði ég við fulltrúa í Stúdentaráði og mætti á fund hjá menntamála- nefhd Stúdentaráðs." Hún segir að í vor hafi undirtektir verið orðnar já- kvæðari í skorinni en sér hafi fundist ákveðinn ótti við að taka málið upp. „Ég frétti það frá fyrrverandi for- manni félagsins að þetta hefur verið rætt áður en þá var fagið ekki orðið sjálfstæð skor og erfiðara að koma málum fram. En núna hafa kennar- amir hluslað á okkur og málið verð- ur tekið fyrir í deildarráði heimspeki- deildar. Erlendir stúdentar þurfa ofl leið- sögn. Til dæmis er erfitt innan ís- lensku fyrir erlenda stúdenta að þetta er sémám með sérreglur sem em alltaf að breytast. Stundum veldur það ruglingi og enginn veit um málin eða getur svarað," segir Camilla. Hún bendir á að B.A. nám hafi miklu fastara skipulag en sé jafn- framt sveigjanlegra. Camilla hefúr áhuga á að vinna meira fyrir erlenda stúdenta innan Stúdcntaráðs. „Ég fékk nýlega bréf þar sem mér er tilkynnt að ég sé fimmti varamaður fyrir Röskvu í Stúdentaráði,“ segir Camilla bros- andi. „Núna þegar ég þekki fólkið þar er auðveldur aðgangur fyrir mig að upplýsingum og ég vil efia tengsl erlendra stúdcnta við Stúdentaráð.“ Eitt af því sem hún og félagar hennar em með í bígerð er að koma á föst- um viðtalstíma á skrifstofu Stúdenta- ráðs, þar sem erlendir stúdentar geta leitað ráðgjafar hjá formanni sínum. B.A. gráða í íslensku fyrir erlenda stúdenta er engin ógn við íslenskuna Erlendir stúdentar hafa víða viðrað óskir sínar um að fá viðurkennda B.A. gráðu fyrir íslenskunámið. Camilla Wide hefur talað máli þeirra fyrir menntamálanefnd Stúdentaráðs og við kennara í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Armann Jakobsson. formaður menntamála- nefndar Stúdentaráðs, styður ósk erlcndu stúd- entanna um að fá B.A. gráðu í íslcnsku fyrir er- lenda stúdcnta. Hann bcndir jafnframt á að auð- vitað verði nám þcirra aldrei sambærilcgt við ís- lenskunám fyrir Islend- inga. Armann segir málið snúast um B.A. gráðu fyr- ir erlent mál en ekki að gefa eigi í skyn að útlend- ingar hafi B.A. gráðu í ís- lenskum fræðum. Hann telur þá hættu hafa verið ýkta upp. „Ég mun sjálfur flytja ályktunartillögu um málið í Stúdcntaráði en það er ekki mikið mcira scm ráðið gctur gert. Síð- an er málið í höndum heimspekideildar og Há- skólaráðs. Fyrir nokkrum árum var almenn samstaða um að nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta skyldi bara vera á B.Phil stigi en nú virðist mér sem erlendu stúdentunum hafi tekist að ná eyrum kennara sinna. Því gæti ákveðin hugarfarsbrcyting átt sér stað." Halldór Arniann Sig- urðsson, dósent í ís- lensku fyrir erlenda stúd- cnta, scgir það snúast um grundvallaratriði að er- lendir stúdentar sitji við sama borð og aðrir - geti sett sitt nám saman, tekið annað fag sem aukagrein og „valið jafn vel eða heimskulega og aðrir stúdentar. Ég hef verið því heldur fylgjandi.“ Til að breyta náminu í B.A. nám þarf fyrst og fremst reglugerðarbreytingu, að sögn Halldórs Armanns. „Við höfum verið að breyta náminu smám saman í átt til B.A. skipu- lags svo námið sem slíkt þyrfti ekki að brcytast mikið.“ Halldór Armann bætti því við að það væri ekkert meginatriði fyrir sig hvort prófgráðan í íslensku fyrir erlenda stúdenta héti B.A. cða B.Phil, „ég myndi sofa rólegur." Föstudagurinn 29. maí

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.