Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 18

Helgarblaðið - 29.05.1992, Blaðsíða 18
Eldri borgarar i léttum æf- ingum i vist- legu umhverfi Sundhallar Reykjavíkur. Þeir sem ekki gótu verib meö i lauginni gerbu sinar æfingar á bakkanum. Mynd: Kristinn. a' . ■: ■ ■ Stressið hverfur og vellíðanin eykst í sundi Um síðustu helgi voru stofnuð, í anddyri Laugardalshallarinn- ar, samtökin Íþrótíir fyrir alla. Kjörorð samtakanna er „Heilbrigt líf- hagur allra“. Formaður hinna nýju samtaka er Sigrún Stefánsdóttir. Það var að frumkvæði íþróttasambands íslands sem samtökin voru stofn- uð og er markmið þeirra og tilgangur að efla al- menningsíþróttir, þátttak- endum til ánægju og heilsubótar. Stofhfélagar hinna nýju samtaka voru um 150 og þar á meðal eru bæði einstaldingar, fé- lög og samtök. Meðal þeirra er Félag áhuga- manna um íþróttir aldr- aðra sem í vikubyijun stóð fyrir hinum árlega sunddegi aldraðra í Sund- höll Reykjavíkur. Að sögn Emsts Back- mans íþróttakennara hafa eldri borgaramir, 67 ára og eldri, verið að æfa sund í allan vetur og hefur þátttakan verið vonum framar. Þegar núverandi eldri borgarar vom á sín- um yngri árum stóð þeim ekki öllum til boða sund- kennsla, enda ekki að- staða til þess í öllum bæj- um og sveitarfélögum á öðmm og þriðja áratug aldarinnar. Sem dæmi má nefha að Sundhöll Reykjavíkur var ekki tek- in í notlcun fyrr en árið 1937. Emst segir að það verði bæði að leiðbeina og kenna eldri borgurunum þegar þeir koma i sund- laugina í fyrsta sinn. Til að venja fólkið við vatnið og vinda ofan af vatns- hræðslunni er oftast nær byijað að kenna fólkinu baksund. „Það geri ég meðal annars vegna þess að i baksundinu er minni hætta á því að fólkið fái vatn upp í vitin við öndun en í bringusundinu." Fyrir utan sjálfa sund- kennsluna er sundlaugin kjörinn staður fyrir fólk sem á erfitt með að hreyfa sig. Þegar í vatnið er kom- ið er viðkomandi aðeins einn sjötti af þyngd sinni. „Vamið er mjúkt, það gef- ur eftir en hefur þó mikla mótstöðu. Vöðvamir mýkjast og stressið hverf- ur með þeirri vellíðan sem því fylgir,“ segir Emst. Glæsilegt hjá Milan ítalska stórliðið AC Milan lék við hvern sinn fingur í síðasta leik sínum í deildinni sl. sunnudag, þegar liðið gjör- sigraði Foggia á útivelli 2:8. Milan hafði þegar tryggt sér meistaratitilinn en bónusinn var fólginn í því að komast í gegnum deildina án taps og það tókst svo sannarlega. Alls skoraði liðið 74 mörk í deildinni og fékk aðeins á sig 21 mark. Það vann 22 leiki og gerði 12 jafhtefli. Hins vegar tap- aði Milan aðeins tveimur leikjum á tíma- bilinu; gegn Juventus í bikarkeppninni og gegn brasilíska landsliðinu í æfingaleik um miðja síðustu viku. Það blés þó ekki byrlega fyrir meistur- unum á troðfúllum leikvanginum í Foggia þótt þeir næðu að skora fyrsta mark leiks- ins. Skömmu fyrir leikhlé skoruðu leik- menn Foggia tvö mörk og náðu foryst- unni. í seinni hálfleik valtaði Milan-liðið hreinlega yfir andstæðinginn með því skora hvorki fleiri né færri en sjö mörk. Það hreif svo áhangendur liðsins að þeir gátu ekki setið á sér og þustu inn á völlinn skömmu fyrir leikslok í sigurvímu. Þótt allt Milan-liðið léki vel í leiknum gladdi það aðdáendur hollenska landsliðs- ins hve Ruud Gullit er orðinn góður af meiðslunum, en hann gekkst undir hné- uppskurð í síðasta mánuði. Gullit og fé- lagar hans, þeir Marco van Basten, sem varð markahæstur í ítölsku deildinni með 25 mörk, og Frank Rijkaard eru væntan- lega komnir í æfingabúðir landsliðsins sem býr sig nú af kappi undir Evrópumót landsliða sem hefst í Svíþjóð eftir tæpan hálfan mánuð. Af öðrum tíðindum úr ítalska boltanum er það helst að Juventus hefúr fest kaup á framheijanum Vialli ffá Sampdoria fyrir rúman miljarð króna. -grh Handboltinn á þröskuldi atvinnumennskunnar Á nýafstöðnu ársþingi Hand- knatdeikssambands íslands var Jón Ásgeirsson kjörinn for- maður HSI í stað Jóns H. Hjaltalíns sem verið heíúr for- maður sambandsins í átta ár. Jafnframt var samþykkt á þing- inu að afiiema áhugamanna- reglur sambandsins. Þrátt fyrir þessa samþykkt verður ekki tekin upp atvinnumennska í íþróttinni að sinni því málinu var vísað til milliþinganefhdar til frekari umfjöllunar. Astæðan fyrir því að skrefið í atvinnumennskuna var ekki stigið til fúlls er sú að menn vilja skoða málið enn frekar og þá sér- staklega með tilliti til þess sem keis- arans er, skattsins. Eins og dæmið lítur út i dag yrðu íþróttafélögin skattskyld eins og hver önnur fyrir- tæki ef atvinnumennskan yrði inn- leidd af fúllum krafti. Þau greiða hins vegar enga skatta af veltu sinni á meðan áhugamennskan er við lýði. Ennfremur var vísað til milli- þinganefndar tillögu þess efnis að félög geti metið hvert ár sem leik- maður er í þjálfún uppá 15 þúsund krónur. Þar er einnig gert ráð fyrir því að við verðlagningu hans við fé- lagaskipti verði tekið mið af stöðu hans í liðinu og afrekaskrá. Hins vegar var sett hámark á verðgildi leikmanns og nemur það 1,2 miljón- um króna. Af öðrum málum sem samþykkt voru á þinginu má nefha að leik- mannahópurinn fyrir hvem leik var stækkaður úr 12 í 14. Það þýðir að á leikskýrslu geta þjálfarar liðanna hafl tvo menn í hveija stöðu, en eins og kunnugt er þá eru sjö leikmenn í hveiju liði. Aftur á móti var felld tillaga um að leyfa tvo erlenda leikmenn í liði. Atkvæðagreiðslan um þessa tillögu var eilítið skondin því það þurfti að framkvæma hana tvisvar. í fyrra sinnið voru greidd atkvæði með handauppréttingu þar sem 19 voru á móti en 18 með. Þá var krafist leyni- legrar atkvæðagreiðslu og þá fóru leikar þannig að 22 voru á móti en 19 með. Þá samþykkti HSÍ-þingið að koma á úrslitakeppni í 2. deild en þó ekki með sama sniði og hið vel- heppnaða fyrirkomulag sem reynt var í fyrsta skipti í vor í 1. deild karla og kvenna. Þess í stað verður það þannig að eflir deildarkeppnina fara sex efstu liðin í úrslitakeppni þar sem allir keppa við alla. Deildar- meistaramir í 2. deild taka með Ijög- ur stig í úrslitakeppnina, liðið í öðm sæti tekur með sér 2 stig og liðið í þriðja sæti tekur með sér eitt stig. EIÐISTORG 11 SELTJARNARNES HRAÐFRAMKOLLUN - SIMI 611502 SUMARTILBOÐ! ♦ 50% AFSLÁTTUR AF FRAMKÖLLUN 5. HVERRAR FILMU ♦ 15 X 21 STÆKKUN FYLGIR HVERRI FRAMKÖLLUN ♦ ÞÚ KAUPIR TVÆR FILMUR í PAKKA OG FÆRÐ 12 MYNDIR ÓKEYPIS ♦ SJÓNAUKAR (ÚRVALI ♦ SUPER VHS UPPTÖKUSPÓLUR ♦ ÓDÝRAR EINNOTA MYNDAVÉLAR OPNUNARTÍMI: Mánudaga til föstudaga 10-18.30 og laugardaga 10-16 Gæðaframköllun

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.