Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 19

Helgarblaðið - 29.05.1992, Side 19
Helgar 19 blaðið Trjágróður sem stendur sig á landi hér ísland er talið vera á mörkum hins mögulega þegar um tijárækt er að ræða. Þetta er ekki allskostar rétt Hér á eftír langar mig tíl að tína til nokkrar trjátegundir sem dafna bærilega víðast hvar um landið. Þetta er dálítíð handahófskenndur listi og langt frá því að vera tæm- andi, en ættí að gagnast þeim sem eru að velta fyrir sér að hefja trjá- rækt á nýjum íbúðasvæðum ellegar í sumarbústaðalöndum og til sveita Almur - Ulnius glabra Hægvaxta tré með breiða kxónu. Harðger og vindþolinn urn allt Suðurland frá Hval- firði til Homafjarðar. Þolir skugga í uppvextinum en þarf frjóa mold og góðan aðbúnað til að bytja með. Álmur er ákjósanlegur í stórgerð limgerði, hann þolir klippingu afar vel og myndar þéttan vegg sé hann klipptur árlega og jafn- vel tvisvar á sumri. Gefið álmtrjám gott rými á allar hliðar, a.m.k. 50 fermetra fyrir hvert tré. Þau verða mjög gömul og byija fyrst að setja svip sinn á umhverfið eftir nokkra áratugi. Aldar- gamlir álmar kring um miðbæinn í Reykja- vík gera sitt til skapa þann virðuleikablæ sem okkur finnst að höfuðborgin eigi að hafa og tengja hana við sögu fyrri aldar. Blágreni - Picea engelmannii Hægvaxta grenitré sem með tímanum verður 20-30 metra hátt. Er grannslegnara en sitkagreni og hentar því betur í garða. Dafnar best í uppsveitum og norðanlands en þrífst þó allvel sem garð- tré á höfuðborgarsvæðinu og þolir sjávar- seltu betur en fram hefiir verið haldið. Sitkagreni - Picea sitchensis Stórvaxið og harðgert grenitré sem þrífst vel nálægt sjó um alit land. Hér á landi verð- ur sitkagreni stærst og fyrirferðarmest allra grenitrjáa. Það vex hratt og sitkagrenilundir fara að verða áberandi í landslagi um áratug eftir gróðursetningu. Sitkagreni hentar afar vel í skjólbelti, skógrækt og útivistarlundi en miður í litla heimilisgarða við hús í þéttbýli. I heimilisgarðana er blágreni heppilegra. Sitkagreni þolir klippingu afar vel ef með þarf. Það þrífst í allskonar jarðvegi. Síberíulerki - Larix sibirica Síberíulerki er harðgert barrtré sem lauf- gast á vorin en fellir barr á haustin. Barrið er í fyrstu skínandi ljósgrænt en dökknar þegar á líður sumarið. Á haustin fær lerki afar skærgula og fallega haustliti. Síberíulerki er grannvaxið og snoturt tré með mikla aðlögunarhæfileika. Það þrífst með afbrigðum vel norðanlands og austan og er ein þýðingarmesta trjátegundin í ný- skógum landsins. Það dafnar samt ágætlega um allt Suðurland en vegnar þar betur eftir því sem fjær dregur sjó. Síberíulerki verður fallegt garðtré en í litlum görðum þéttbýlis- ins verður að stýra því og forma það til með klippingu í tæka tíð þegar með þarf. Gráölur (Gráelri) - Alnus incana Lágvaxið reklatré með fallega krónu. Þarf sólríkan stað og frjóa, ögn raka mold. Gott garðtré sem dafnar vel um allt Suður- land. Bætir jarðveg. Blöð falla græn til jarð- ar á haustin. Vaxtarlag gráölurs minnir við fyrstu sýn á falleg bjarkartré og hann er í mögrum tilvikum heppilegra tré í Iitla garða heldur en birki. Grænölur (Grænelri) - Alnus crispa Smátré eða runni frá Álaska. Grænölur á efalaust eftir að setja svip sinn á íslenskt landslag í framtíðinni. Mjög blaðfallegur og harðger. Dafnar vel á eyrum og lítt grónu raklendi og getur sáð sér þar Iíkt og birki. Á rótum elris lifir geislasveppur sem býr í haginn fyrir trén og bætir jarðveginn. Sitkaölur (Sitkaelri) - Alnus sinuata Smátré en oftast runni frá Alaska. Blað- stór og myndarlegur. Hraðvaxta og harðger. Talinn vænlegur kostur til landgræðslu hér- lendis. Dafnar vel á lítt grónu deiglendi, svo sem skriðum, jökulaurum og áreyrum innan um alaskalúpínu, eyrarrós og sigurskúf. Bætir jarðveg og býr í haginn fyrir land- nám „eðlari" tijáa sem smám saman sá sér inn í elrikjarrið og vaxa upp úr því og yfir það. Þroskar fræ og hefur sáð sér hér á landi. Reyniviður - Sorbus aucuparia Snoturt lítið tré eða laglegur hávaxinn runni með fjaðurskiplum laufblöðum og hvítum blómsveipum í júní. Rauðir beija- klasar á haustin. Vex villtur á Islandi og dafnar ágætlega víðast hvar. Elstu reyniviðir sem menn þekkja til hér á landi standa við tvo bæi í Hörgárdai á Norðurlandi. Þar voru þeir gróðursettir um 1826. Það er eðli reynis að bolir hans og krónur verða varla eldri en sextíu ára. Hinsvegar endumýja trén sig með nýjum greinum sem þau senda upp frá rótarháísinum þegar gömlu bolimir býrja að feyskjast. Reynitrén gömlu í Hörgárdalnum hafa endumýjað sig á þennan hátt að minnsta kosti þrisvar síðan þau voru gróðursett og em að því leyti sömu trén og á sömu rótum sem upphaflega voru gróðursettar. Kjörlendi reyniviðar er í fijósömum slökkum í skógarhlíðum og giljum þar sem grunnvatn er á hreyfingu undir rótum hans. Selja - Salix caprea Harðgerð og vindþolin víðitegund sem myndar státlegt einstofna tré með breiðri krónu. Einkar falleg þegar hún blómgast, snemma á vorin. Laufblöðin eru lóhærð, allt að því silfúrgrá á sumum einstaklingum. Dafnar best á frjósömu deiglendi, svo sem á skurðbökkum og við lækjarfarvegi. Mjög hraðvaxta og hraust í uppvextinum. Gljávíðir - Salix pentandra Stórvaxinn runni eða margstofna tré sem getur orðið tíu metra hátt. Blöðin slétt og gjáandi, fagurgræn og leðurkennd. Gljávíðir hefur verið í ræktun á Islandi á aðra öld og er enn ein vinsælasta víðitegundin sem not- uð er í Iimgerði. Hann þykir mjög fallegur og gróskumikill og enda þótt hann kali tals- vert árlega kemur það ekki að sök, því að hann nær sér upp aftur og stendur með sinu græna laufskrúði langt ffarn á haust, löngu eftir að annar trjágróður hefur fellt lauf. Gljávíðir þolir klippingu mjög vel og á hann sækja engar meinvættir. Gljávíðirinn er dæmigerður þéttbýlis- og borgarvíðir sem oftar en ekki virkar eins og framandi aðskotahlutur í sumarbústaðalönd- um. Þar dafnar hann sjaldnast vel. Strandavíðir - Salix phylicifolia ‘Strandir’ Afar harðgerður og blaðsnotur gulvíðir sem ættaður er úr Steingrímsfirði í Stranda- sýslu. Lætur hvergi deigan síga og er harð- ger um land allt. Afber særok og vindgnauð runna best! Strandavíðirinn er mjög Iipur limgerðis- planta sem þolir mikla klippingu. Laufskrúð hans er grannslegið, gjáandi og dökkgrænt. Limgerðum úr strandavíði er hægt að halda næfurþunnum, þéttum og jöfn- um í áraraðir. Með klippingu má einnig móta hann til í marg- vísleg form og „figúrur“. Strandavíðir stendur ekki síð- ur fyrir sínu sem stakstæður runni hvar sem er. Hann er mjög heppilegur sem frumgróður í görðum nýrra byggingasvæða. Brekkuvíðir - Salix phylicifolia ‘Brekka’ Brekkuvíðir er af mörgum talinn vera náttúrulegur blendingur gulvíðis og Ioðvíðis og er af íslenskum uppruna. Hann er harðger um land allt og stundum eini kosturinn, fyrir utan strandavíði, sem til greina kemur þegar velja þarf skjólgróður í nýja garða. Brekkuvíðir er blaðsnotur og þéttvaxinn. Laufin eru glansandi fagurgræn, breiðegg- laga og formfost. Ungar greinar eru gljáandi gulgrænar. Hann þolir klippingu mjög vel. í limgerði er best að klippa hann um mitt sumar og aftur á útmánuðum. Vetrarklipp- ingin losar hann við það maðka- og lúsafár sem margir garðeigendur tengja við hann vegna óréttmætra blaðaskrifa fyrir nokkrum árum. Brekkuvíðir verður fallegur og hraust- legur fái hann góða umönnun og ríflega áburðargjöf. Þolir vind og sjávarseltu afar vel. Hafliðason skrifar SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., Aöalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöilum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C CO o| OxO 1=8 o S Q Q' u QÍ =?o Q^ 3 Q. Föstudagurinn 29. mal

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.