Helgarblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 4
1
Helgar 4 blaðið
Sænska akademían verðlaunar Thor
Thor Vilhjálmsson fékk á mánu-
daginn tilkynningu um að hann
hlyti sérstök bókmenntaverðlaun
sænsku akademíunnar, sem úthlut-
að hefur verið árlega til norrænna
höfúnda síðan 1986. Verðlaunin
eru 250 þúsund sænskar krónur eða
um 2,5 miljónir íslenskra króna.
Thor hefiir fengið boð um að koma
til Stokkhólms í september og taka
við verðlaununum.
„Ég fæ þessi verðlaun fyrir mín
ritstörf, en ekki fyrir ákveðið
verk,“ sagði Thor við Helgarblaðið.
Olíkt bókmenntaverðlaunum Norð-
urlandaráðs eru ekki tilnefndar sér-
stakar bækur til verðlaunanna,
heldur ákvarðar akademían hver
hljóta skuli þau hveiju sinni.
„Svíar hafa verið mjög opnir fyr-
ir því sem ég hef verið að gera og
gefið út margar af mínum bókum,
bæði eldri og einnig nýrri bækur.
Grámosinn fékk mjög góðar við-
tökur þegar hann kom út í Svíþjóð,
en hann hefur nú verið þýddur á öll
Norðurlandatungumálin og komið
allsstaðar út nema í Færeyjum, en
þar var bókin lesin í útvarpið.“
Grámosinn er sú bóka Thors sem
hefúr farið víðast. Auk Norður-
landanna hefur hún verið gefin út í
Þýskalandi og Frakklandi, en þar
fékk hún mjög góðar viðtökur. Það
var útgáfúfyrirtækið Actes Sud sem
gaf Grámosann út í Frakklandi og
mun forlagið gefa Náttvíg út næst,
en Náttvíg hefur einnig komið út á
sænsku.
Þá er á döfinni að gefa út enska
þýðingu á Grámosanum og einnig
er verið að þýða bókina á tyrk-
nesku og búið að semja við virt
forlag þar um útgáfúna. Auk þess
er ýmislegt fleira á döfmni, að sögn
Thors.
„Mér finnst ég í mjög góðum
hópi,“ sagði Thor um aðra norræna
rithöfunda sem hlotið hafa þessi
verðlaun sænsku akademíunnar.
Auk hans hafa eftirfarandi höfund-
ar fengið verðlaunin: Villy Sören-
sen, William Heinesen, Per Olov
Enquist, Rolf Jakobsen, Henrich
Nordbrandt og
Tomas
Thranströmer.
„Þessir pen-
ingar koma sér
mjög vel. Nú
get ég haft gott
næði til
vinnu.“
Og er Thor
að vinna að
einhverju
ákveðnu verki þessa dagana?
„Eg er alltaf með eitthvað í tak-
inu. Eg er þessa dagana að reyna að
koma saman bók. Efni hennar og
form þori ég ekki að ræða mikið á
þessu stigi, því það er alltaf hætta á
að maður tali bókina ffá sér, en ég
stefhi á að koma þessu verki ffá
mér fyrir haustið,“ sagði Thor.
Ver&laun sænsku akademíunn-
ar koma sér vel fyrir Thor Vil-
hjólmsson sem þessa dagana
er áb vinna ab nýrri bók. Hér
sést hann meó blómvönd sem
hann fékk fró starfsmönnum
Þjóóviljans þegar hann hlaut
bókmenntaverölaun Nor&ur-
landaróós fyrir Grómosinn
glóir.
Skósmíði
„Við skósmiðir erumflestir
einungis í viðgerðum en
svo eru nokkrir sem sér-
smíða skó eftír þörfum
hvers og eins. Af einstök-
um viðgerðum er einna
mest að gera í sambandi
við skóhæla, límingar ým-
isskonar, sólningar, vikka
út þrönga skó og margt
annað sem lýtur að al-
mennum skóviðgerðum,"
segir Halldór Guðbjöms-
son skósmiður.
Skósmióurinnn nióursokkinn í vinnu sina. Mynd: Kristinn
Skóarinn sem lagði skóna á hilluna
Halldór er ekki aðeins þekktur
sem skósmiður því hann var til
skamms tíma einn öflugasti
keppnishlaupari landsins. Eftir að
hann lagði skóna á hilluna skipti
hann yfir í júdó og þykir enn erf-
iður viðureignar í þeirri íþrótt þótt
hann hafi sig ekki jafnmikið í
frammi og áður á júdómótum. Þá
er hann mikill hestakarl að
ógleymdu því áhugamáli scm
snýr að keppni bréfdúfa. Halldór
er félagi í Dúfnaræktunarfélagi ís-
lands og hefur dúfan hans þegar
unnið til verðlauna.
Sex ára nám
Til að geta orðið skósmíða-
meistari þarf viðkomandi að vera
þrjú ár í Iðnskólanum og síðan
önnur þrjú í læri hjá meistara, eða
samtals sex ár. Halldór lærði sína
iðn hjá Helga Þorvaldssyni skó-
smið. Hann var með verkstæði að
Barónsstíg 18 sem margir Reyk-
víkingar muna efiaust eftir. Þaðan
útskrifaðist Halldór árið 1963 og
hefur síðan unnið að iðn sinni. I
fimmtán ár hefur hann rekið verk-
stæði að Hrísasteig 19 þar sem
áður var seld mjólk.
„Eg var nú fijótlega settur í það
að rífa undan og pússa og síðan
gera við. Það tekur auðvitað sinn
tíma fyrir lærlinginn að koma sér
inn í hlutina þannig að hann af-
kasti einhverju og vinni fyrir
kaupinu sínu.“
Eins og gefur að skilja hefur
margt breyst í starfsumhverfi skó-
ara á þeim tíma sem liðinn er frá
því Halldór var við nám. Þá var
mun meira gcrt við skó í höndum
heldur en cftir að vélvæðingin
hélt innreið sína. „Þegar ég byrj-
aði að læra var nýlega komið á
markaðinn lím scm tók aðcins
tuttugu mínútur að þorna. Það
þótti alvcg gríðarlcg framför því
áður þurftu menn að bera límið á
daginn áður en límt var. 1 dag tek-
ur þetta aftur á móli aðeins 2-3
mínútur."
Eftir því sem vélvæðingin óx
innan greinarinnar urðu afköstin á
verkstæðunum meiri mcð þeim
afieiðingum m.a. að skósmiðum
hefur fækkað þrált fyrir að
skóeign landsmanna hefur aukist
til muna. Fyrir aldarljórðungi eða
svo voru skósmiðir starfandi í nær
hverju plássi um allt land og
stundum fieiri en einn á helstu
þéttbýlisstöðunum.
„í kringum 1963 voru félagar í
Skósmiðafélagi Reykjavíkur tæp-
lega 50. Það var síÓan samcinað í
Landssamband skósmiða sem hef-
ur innan sinna vébanda í dag eitt-
hvað um 30 félaga, konur og
karla.“ En það er með þessa iðn-
grein eins og svo margar aðrar að
menntaðir skósmiðir hafa leitað í
aðrar atvinnugreinar þegar þensla
hefur orðið í atvinnulífinu. „Þegar
næg atvinna er leita menn auðvit-
að í það sem gefur meira í aðra
hönd.“
Halldór neitar því ekki að skó-
smiðum sé hættara en mörgum
öðrum við að verða fyrir óæski-
Halldór Gu&björnsson
skósmi&ur
Iegum áhrifum frá hinum ýmsu
efnum sem þeira vinna með á
verkstæðunum. „Sterku límin eru
cinna verst og við erum í mikilli
hættu fyrir asma og ofnæmi af
þcirra völdum."
Sökutn smæðar Landssambands
skósmiða hafa skósmiðir ekki sér-
stakan lífeyrissjóð og verða sjálfir
að sjá utn að slysatryggja sig.
„Við crum það fáir og félagið svo
lítið að við getum aldrei orðið öfi-
ugir í hagsmunabaráttunni. Hins
vegar stendur hið sígilda ávallt
fyrir sínu. Það er að fólk komi
með skóna sína til viðgerðar og
láti gera við þá ef eitthvað er að
þeim.“
Halldór segir ekki mikið um
það að fólk láti sérsmíða fyrir sig
skó nema helst þeir sem þess
þurfa af heilsufarsástæðum, sök-
um þess hversu dýrt það er. Það
er einna helst að sérsmíða þurfi
skó fyrir þá sem eru bæklaðir og í
þeim tilvikum greiðir Trygginga-
stofnun hluta kostnaðarins. Þeir
sem eiga við þann vanda að glíma
að vera með stærri fætur en al-
mennt gerist kaupa sína skó er-
lendis frá. Halldór segir að það sé
engum blöðum um það að fletta
að skófatnaðurinn hafi mikil áhrif
á heilsu fólks og því sé mikilvægt
að vanda vel til hans.
Mikið af lélegum
skóm
Það hafa ekki einungis orðið
miklar breytingar á starfsum-
hverfi skóarans á liðnum árum,
það hafa einnig orðið talsverðar
breytingar í skómenningu land-
ans. „Þegar ég var að byrja var al-
mennt talið að unglingar gengju
illa um skótau sitt og það væri að-
eins heldra fólk sem kæmi með
skóna sína til viðgerðar. Í dag er
það svo að unglingamir eru einatt
í nýjum og dýrum skóm sem þeir
koma með til viðgerðar ef eitt-
hvað bilar," segir Halldór Guð-
bjömsson.
Þótt mikið vatn hafi mnnið til
sjávar síðan gúmmískór vom á
nær öllum fótum yngri en 16 ára
af hagkvæmisástæðum fremur en
heilsufarslegum, kaupir fólk enn
töluvert mikið af ódýrum skóm
þótt endingarlitlir séu. Halldór
segir að það sé í sjálfu sér mjög
eðlilegt að almenningur kaupi
fremur ódýra skó en dýra. „Það er
fyrst og fremst buddan sem ræður
því vali fremur en smekkur
manna. í flestum tilfellum em
skór sem kosta kannski tiu þús-
und krónur mun betri og ending-
armeiri en þeir sem ódýrari em
auk þess sem lélegir skór fara illa
með fætuma." Halldór segir að
því miður sé alltof mikið fiutt inn
af lélegum skóm þótt finna megi
góða skó innanum. Það geti verið
erfitt að líma sóla sem em úr
plasti auk þess sem ekki sé æski-
legt að vera lengi í einu í slíkum
skóm, hvað þá heilan vinnudag í
einu.
Mesti annatími skósmiða er oft-
ast nær frá vori og fram að ára-
mótum, en það fer þó mikið eftir
því hvemig tíðin er. Sé mikið um
hálku á vetuma er þó nokkuð að
gera við að setja mannbrodda
undir skó þeirra eldri. Það sem af
er árinu hefur verið nóg að gera á
verkstæðinu hjá Halldóri og lík-
legt að svo verði áfram.
-grh
Föstudagurinn 19. júnf