Helgarblaðið - 19.06.1992, Síða 5
Helgar O blaðið
Sóknarnefiidin
forðast firnd um
Víghólakirkjuna
Sóknarnefnd Digranessóknaf í Kópavogi óttast að meiri-
hluti safnaðarins sé andvígur umdeildri kirkjubyggingu á
Víghólum og sóttí því um leyfi dómprófasts til að fresta
aðalsafiiaðarfundi fram á haust, með þeim rökum.
Dómprófastur svaraði beiðninni með því að veita sóknar-
nefhdinni „umbeðinn“ firest tíl að skila inn samþykktum
reikningum. Þó hefur sóknarnefndarformaður staðfest að
reikningar safnaðarins séu tilbúnir.
Sóknarnefnd vísar ábyrgð á umdeildri staðsetningu kirkj-
unnar á bæjarstjórn sem úthlutaði lóðinni. Bæjarstjóri
vísar hins vegar á söfnuðinn sem sóttíst eftír Víghólum.
Digranessöfnuður hefur árum saman sótt
fast að reisa kirkju á Víghólum, og loks
fengið leyfi - þrátt fyrir að íbúar í grennd-
inni séu því andvígir; þrátt fyrir að sam-
þykkt aðalskipulag geri ráð íyrir úlivistar-
svæði; þrátt fyrir að kirkjan verði alveg of-
an í ffiðlýstu svæði og við útsýnisstað og
þrátt fyrir að bæjarstjóm hafi áður hafnað
beiðninni og boðið aðrar lóðir.
„Það er fáheyrð óskammfeilni hjá stjóm
Digranessafnaðar að reyna æ ofan í æ að
troða þessari kirkjubyggingu á þennan
stað, þvert gegn andstöðu íbúanna og þrátt
fyrir margsamþykktar ályktanir bæjaryfír-
valda í aldarfjórðung gegn kirkju á þessum
stað,“ sagði Valþór Hlöðversson bæjarfull-
trúi. Beiðni safhaðarins um lóðina var síð-
ast felld í öllum fagnefndum bæjarins og af
bæjarstjóm í tíð fyrri meirihluta.
Tvær kirkjur munu rísa
Fyrir ári veitti nýr meirihluti í bæjar-
stjóm Kópavogs leyfi til kirkjubyggingar á
Víghólasvæðinu þrátt fyrir harkaleg mót-
mæli 95 prósenta fasteignaeigenda í
grenndinni. Sigurður Geirdal bæjarstjóri
sagði að bænum bæri lagaleg skylda til að
úthluta lóð undir kirkju og þar eð Digra-
nessöfnuður hefði aflur og aftur samþykkt
að kirkjan skuli risa á þessum stað, væri
þetta ekki lengur mál bæjarstjómar. „Þetta
var samþykkt hér í öllum stofhunum og nú
verður söfnuðurinn að gera þetta upp sín á
milli.“ Hann tók fram að búið hefði verið
að bjóða söfnuðinum margt annað.
Sigurður kvaðst persónulega hafa verið
hrifnastur af þeirri lausn að Hjallasókn og
Digranessókn reistu saman stóra
kirkju á lóð í Suðurhlíðunum.
„Okkur vantar stærri kirkju hér í
Kópavoginn,“ sagði Sigurður og
sagði það miður að ekki hefði
orðið neitt félag þar úr. „Það var
ekkert tak sem við höfðum á
þeim til að fá þá til að failast á
þá lausn.“
Þorbjörg Daníelsdóttir, sókn-
amefndarformaður Digranes-
sóknar, sagði að hugmyndin um
sameiginlega kirkju hefði verið
rædd við marga aðila, bæði leika
og lærða, og niðurstaðan verið
sú að henni var hafnað. Sem
dæmi um vandkvæðin við sameiginlega
kirkju nefndi Þorbjörg stjómunarvand-
kvæði og hættu á áhrifamun á milli presta.
Hún taldi sóknimar einnig of fjölmennar til
að ein kirkja dygði þeim. Þorbjörg tók
fram að það hefði verið bæjarstjóm sem út-
hlutaði söfnuðinum lóð á Víghólum og því
ættu andstæðingar kirkjubyggingar þar að
snúa sér til hennar.
Hjallasókn er byrjuð að byggja sína
kirkju og því ljóst að tvær kirkjur munu
rísa, líklega með 500 metra millibili. Val-
þór Hlöðversson sagði það koma spánskt
fyrir sjónir að kirkjan ætlaði sér að leggja í
framkvæmdir fyrir hundmð miljóna á
sama tíma og stjómmálamenn ræddu um
að koma upp súpueldhúsi fyrir fátækt fólk.
Mikil harka er hlaupin í kirkjumálið.
íbúar á Víghólasvæðinu hafa verið andvíg-
ir byggingu kirkju og safnaðarheimilis með
tilheyrandi umferð í hverfinu. Tvívegis
hafa andstæðingar kirkjubyggingar á Víg-
hólum tekið sig saman og vakið athygli
biskups og kirkjuþings á framferði Digra-
nessafnaðar. Heimildir Helgarblaðsins
herma að í fyrra hafi prestar Hjallasóknar
og Kársnessóknar gengið á fund Olafs
Skúlasonar og beðið hann að beita áhrifum
sínum til að fá Digranessöfnuð ofan af
gn
deili-
A&eins tvö til
er lób í Suóurhiíöum sem var au
skipulagi sem kirkjulóð. Hún hefur nú verið
kynnt sem íbúðasvæði en lóðunum hefur ekki
verið úthlutað. Mynd: Kristinn.
kirkjubyggingu á þessum stað. Biskup hef-
ur ekki viljað blanda sér í málið.
Víghólasamtökin, samtök um náttúm-
vemd í Kópavogi, voru svo slofnuð í maí
síðast liðnum. Fyrsta viðfangsefni þeirra er
að standa vörð um einn besta útsýnisstað í
þéttbýli á íslandi. Samtökin benda á að af
Víghólum sjáist órofinn fjallahringur sem
16 metra há, 1100 fennetra kirkja, aðeins
40 metra frá útsýnisstaðnum, muni tjúfa.
Um fimm hundruó metrum fró Vighólum er
Hjallasöfnuður byrja&ur a& reisa sína kirkju eftir
a& hugmyndir um sameiginlega kirkju me&
Digranessöfnu&i runnu út i sandinn. Mynd: Kristinn.
í greinargerð frá samtökunum segir að
það hafi verið stefna bæjaryfirvalda í
Kópavogi, allt frá bæjarstjómartíð Finn-
boga Rúts Valdimarssonar og Huldu Jak-
obsdóttur, að svæði þetta skyldi friðað fyrir
öllum byggingum. Skipulag svæðisins var
svo endanlega staðfest þegar bæjarstjóm
Kópavogs samþykkti einróma aðalskipulag
sem gilda á til ársins 2008 og var staðfest
af ráðherra 23. apríl 1990.
Gylfi Sveinsson, varaformaður Víghóla-
samtakanna, segir andstæðinga kirkju-
byggingarinnar vera þreytta á að láta segja
sér að þeir hafi ekki vit á málunum og vera
meðhöndlaðir eins og böm. Samtökin
munu á næstunni safna undirskriftum og
óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld en
frestur til athugasemda við kirkjubygging-
una rennurút 15. júlí.
Skrúfab fyrir raddir
safnaðarins
Um andstöðu íbúanna sagði Sigurður
Geirdal bæjarstjóri að það væri undarlegt
hve oft yrðu mikil læti í kringum kirkju-
byggingar. Verslunarmiðstöðvarmættu
risa en ef byggja ættii kirkju yrði ailt vit-
laust. Hann ítrekaði að í þessu máli heíði
bæjarstjóm talið sig vera að fara að vilja
meirihluta safhaðarins. Gylfi Sveinsson hjá
Vighólasamtökunum telur hins vegar óvíst
að svo sé.
Gylfí sagði að á aðalsafhaðarfundi fyrir
ári hefði andstæðingum kirkju á Víghólum
verið neitað um að tala. „Við vildum at-
kvæðagreiðslu en þá var fundi slitið. Við
vomm heldur óhress með það,“ sagði
Gylfi. Hann nefndi sem dæmi að aðalsafh-
aðarfundur gæti breytt sóknarmörkum ef
viiji væri til þess.
Svo leið að því að halda skyldi næsta að-
alsafnaðarfund sem samkvæmt venju hefði
átt að vera í maí síðast liðnum. Þá sendi
sóknamefndarformaður dómprófasti bréf
og bað um frestun fundar þar eð „næsta
víst“ væri að andstæðingar
myndu fjölmenna. Dómprófast-
ur varð við þessari liðsbón svo
sem sjá má af tilvitnunum í
þessi bréfaskipti hér á síðunni.
Gylfi Sveinsson taldi að lög
um kirkjusóknir heimiluðu
dómprófasti aðeins að veita
frestun vegna reikninga og
sagði þá liggja fyrir.
1 samtali við Helgarblaðið
staðfesti Þorbjörg Daníelsdóttir
sóknameíhdarformaður að
reikningar væm tilbúnir. Hún
sagði að enda heíði ekki verið
farið fram á frestun þeirra
vegna, heldur vegna þess að
aðalsafnaðarfundur í maí hefði ekki getað
orðið á jafnréttisgrundvelli eða gefið rétta
mynd af vilja hins almenna sóknarbams.
Þorbjörg sagði andstæðinga kirkjubygging-
ar hafa verið með undirskriftasöfnun og
gengið í hús og því heíði málið ekki verið
jafnt kynnt af báðum aðilum.
Þegar Þorbjörg var spurð hvort frestun
aðalsafnaðarfundarins ylli því að söfnuðin-
um gæfist ekkert tækifæri til að tjá hug
sinn í málinu fyrr en það væri fullfrágeng-
ið, svaraði hún því til að sóknamefndin
hefði farið allar fullkomlega löglegar leiðir
í þessu máli.
Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur
sagði að prófasti væri heimilt að veita frest
ef „sérstaklega stæði á“ sem vissulega
hefði verið í þessu tilfelli. Hann sagðist
hljóta að styðja við óskir löglega kjörinnar
safhaðarstjómar sem
hefði horft til þessa
staðar sem fallegs
kirkjustæðis. Guð-
mundur tók undir þau
sjónarmið Þorbjargar
að aðalsafhaðarfundur í
maí hefði ekki verið á
jafnréttisgrundvelli.
Þegar Guðmundur var
spurður hvort sóknar-
nefnd óttaðist ekki ein-
faldlega að vera í
minnihluta og hefði því
fengið liðsinni hans til
að fresta fundi afþeirri
ástæðu, svaraði hann:
„Það getur náttúrlega
hver Iesið út úr þessum
bréfum það sem hann
vill og það gelur vel
verið að það megi lesa
það út úr því.“
Amar Guðmundsson
skrifar
Bréfaskipti sóknar-
nefndar og prófasts
Sóknarnefndarformaður sækir um frest á
aðalsafnaðarfundi þar sem „næsta víst“ er að
andstæðingar kirkjubyggingar á Víghóli
yrðu þar í meirihluta. Dómprófastur veitir
sóknarnefnd umbeðinn frest, en til þess að
leggja fram samþykkta reikninga sem þó er
staðfest af sóknarnefndarformanni og gjald-
kera að eru tilbúnir.
Samkvæmt lögum nr. 25 frá 1985 um kirkju-
sóknir, safnaðarfúndi og fleira, skal skila reiloi-
ingum safnaða, árituðum og samþykktum af að-
alsafhaðarfundi, fyrir 1. júní ár hvert. Enn frem-
ur segir að aðalsafnaðarfúndi skuli halda ár
hvert. Eðlilega hefúr því skapast sú hefð að
fundir em haldnir í maí. Hins vegar hefur dóm-
prófastur heimild til að veita rýmri frest til að
skila inn reikningum, „ef sérstaklega stendur á“.
„...afar óhentugt að halda
aðalsafnaóarfund • ••
Úr bréfi Þorbjargar Daníelsdóttur, formanns
sóknamefndar Digranessóknar, dagsettu 19. mai
1992, til Guðmundur Þorsteinssonar, dómpró-
fasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra:
Virðulegi dómprófastur.
Fyrir hönd sóknamefndar Digranessóknar,
leyji ég mér hér með að sœlga um frest þangað
til í september, til að halda aðalsafnaðarfund.
Astœðan fyrir þessari beiðni er sú, að eins og
mál standa varðandi umsókn sóknamefhdar um
leyfi til kirkjubyggingar, vœri það afar óhentugt
að halda aðalsaj'naðarfundjyrir l.júní. Það er
nœsta víst, að ef aðalsafnaðarfundur yrði hald-
inn nú jyrir mánaðamót, myndu andstœðingar
kirkjubyggingarinnar fjölmenna á fundinn og
jafnvel ná þarfram samþykkt i krafti meirihluta
fundannanna, sem yrði til þess að ónýta alla þá
vinnu, alla þá alúð ogfómjysi, sem lögð hefur
verið i að gera að veruleika nær eins og hálfs
áratugar samþykkt aðalsafnaðarfundar um að
leita eftir heimild bœjaryfirvalda til kirkjubygg-
ingar....
Þarsem þetta mál ersvo langt fram gengið,
sem raunin þó er, og tæpast að vœnta að fleiri
leiðirfinnist í „kerfinu “ tilfrekari tafa, væntum
við þess að dómprófastur sýni málstað okkar
þann stuðning að veita umbeðinnfrest.
„...veittur umbeðinn frestur til
að skila reikningum •••
I svarbréfi dómprófasts til sóknamefndar,
dagsettu 25. maí 1992, vísar hann iil fýrmefhdra
laga:
...en þarsegir, að prófastur hafi heimild til að
veita frest framyfir I.júni á þvi, að söjhuðir
skili inn reikningum, ef sérstaklega stendur á.
2.1 Ijósi þessa heimildarákvæðis i 20. grein
fyrrgreindra laga og á grundvelli þess rökstuðn-
ings sóknamefndar Digranessafhaðar, er með
frestunarbeiðninni jýlgir, er hér með veittur um-
beðinn frestur til þess að skila reikningum
Digranessafnaðar, en til þess mælst, að aðal-
safnaðarfundur verði haldinn sem Jyrst i sept-
ember n.k.
Bílaleiga - bílaverkstæði
Allar almennar vidgerdir.
Réttingar og sprautun.
BRAUTIN HF.
Dalbraut 16 S 12157
Frá Borgarskipulagi
Skólphreinsistöð við Ánanaust
Hjá Borgarskipulagi er nú til kynningar tillaga
skólphreinsistöð við Ánanaust.
að
Þessi skólphreinsistöð er hluti af framtíðaráætlunum
Reykjavíkur í fráveitumálum, en þær fengu stað-
festingu umhverfisráðherra 20. febrúar 1992 með
Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010.
Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis á Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 9:00 til 15:00
alla virka daga frá 22. júní til 3. júlí 1992.
Ábendingar eða athugasemdir, ef einhverjar eru,
skulu berast Borgarskipulagi eigi síðar en 3. júlf nk.
Föstudagurinn 19. júnl