Helgarblaðið - 19.06.1992, Side 9
Helgar 9 blaðið
Fólk lítur á mig
sem furðudýr
Ég er nýbyrjaður í ströngum
megrunarkúr þar sem ég
innbyrði ekld nema 800 kal-
oríur á dag. Ég hef ekki hug-
mynd um hve oft ég hef byrj-
að megrunarkúra sem eng-
um árangri hafa skilað.
Núna verð ég hins vegar að
létía mig um 30-40 kíló svo
ég lítí þokkalega út. Ég kæri
mig ekki lengur um að láta
benda á mig úti á götu eins
og eitthvert furðudýr.
Viðmælandi Helgarblaðsins, sem
er karlmaður á miðjum aldri, vildi
ekki koma fram undir nafiii. Hann
sagðist eiga nógu erfitt með að taka
á þessu vandamáli sjálfur þótt hann
legði það ekki á borð fyrir alþjóð.
„Sem bam var ég ósköp grannur
og var á æskuheimilinu oftar en
ekki kallaður renglan. Á unglings-
árunum fór ég aftur á móti að bæta
á mig í þyngd eins og gengur og
gerist. Málið er hins vegar að
þyngdaraukningin stoppaði ekki og
ég hef bætt á mig svo til óslitið síð-
an.“
„í framhaldsskóla var ég orðinn
það þéttur að ég læddist með veggj-
um. Ég skammaðist min fyrir lík-
ama minn og geri það á vissan hátt
ennþá. Þetta varð til þess að ég ein-
angraðist frá flestöllum. Ég um-
gengst að vísu nokkra góða vini
mína, en fjölskyldu mína hitti ég
orðið sjaldan þar eð umræðan snýst
alltaf um þyngd mína og að ég þurfí
að fara að gera eitthvað til að létta
mig. Mér finnst ansi hart að mitt
eigið fólk skuli ekki geta sætt sig
við mig eins og ég er.“
Saga þessa manns er líklega
keimlík sögu annarra sem eiga í
baráttu við aukakílóin. Þegar fólk er
bytjað að skammast sín fyrir sjálfl
sig vegna útlitsins er það komið inn
á varasama braut, og sjálfsagt fyrir
viðkomandi að leita aðstoðar sér-
fræðinga.
„Ég var fallinn í þá gryfju að
hætta að hugsa um útlitið. I vinn-
unni leiddi maður það hjá sér að
fólk forðaðist mann og einangraðist
meira og meira. Fyrir taspu ári byij-
aði kona að vinna á deildinni minni
sem mér fannst sýna mér áhuga.
Hún forðaðist mig ekki eins og aðr-
ir. Við það reif ég mig upp úr vol-
æðinu og fór að þrífa mig betur og
velja mér skárri föt en ég alla jafnan
klæddist.
Ég dreif mig líka til læknisins
míns og ræddi vandamál mitt við
hann, en það haföi ég aldrei gert áð-
ur. í samráði við lækninn fór ég í
megrunarkúr og
léttist um tæp
10 kíló. Líldega
hef ég ekki ver-
ið nógu vel
undirbúinn því
átakið entist
stutt og ég
þyngdist fljót-
lega affur. Núna
er ég hins vegar
alveg ákveðinn
í að láta þetta
ganga, því mað-
ur er kominn á
síðasta snúning
með að stofha
sína eigin fjöl-
skyldu.
Ég held að
fólk geri sér
ekki grein fyrir
því hvað það
getur verið erfitt
að grenna sig.
Fólk reynir hina
ýmsu megrun-
arkúra sem
byggjast oft upp
á einhæfum fæðutegundum. Þannig
kúrar eru dæmdir til að mistakast.
Núna er ég í kúr sem byggir á fjöl-
breyttu fæði, en hitaeiningamar eru
í algjöru lágmarki. Ef þessi kúr
Feitt
fólk
skamm-
ast sín
oft fyrir
likama
sinn og
einangr-
ar sig
fró
mann-
legum
sam-
skiptum.
Um leift
gerir baS
fólki erf-
iðara
fyrir ai
takast á
vib sitt
vanda-
mál.
gengur ekki, veit ég varla hvað ég á
að gera. Næsta skref yrði líklega að
fara á Heilsuhælið í Hveragerði sem
mér persónulega finnst rosalegt. Sá
staður hefúr komið mér fyrir sjónir
sem hálfgert elliheimili, en eins og
ég sagði áður þá ætla ég mér að létt-
ast varanlega og til þess er ég tilbú-
inn að vaða eld og brennistein.“
Skyndimegrun er fitandi
Þeir eru ófáir íslendingam-
ir sem þurfa að glíma við
aukakílóin. Hvatt óspart af
framleiðendum megrunar-
vamings fer þetta fólk
gjaman í erfiða megrunar-
kúra tíl að losa sig við
nokkur kíló. Skyndimegr-
unarkúrar geta aftur á mótí
snúist upp í andhverfu
sína. Laufey Steingrímsdótt-
ir, næringafiræðingur hjá
Manneldisráði, segir að
skyndimegrunarkúrar séu
röng leið til að grennast og
oftar en ekki bætí fólk við
sig í þyngd þegar upp er
staðið.
Laufey Steingrímsdóttir segir að
vísasta leiðin til að mistakast í
megrunarkúr sé að velja strangan
kúr með einhæfu mataræði. „Aðal-
gallinn við stranga megrunarkúra
er að fólk ætlar sér að léttast svo
mikið á skömmum tíma. Í þannig
kúrum verður vegurinn svo þröng-
ur að auðvelt er að stíga út fyrir
hann. Oft er það við vissar aðstæð-
ur eins og t.d. í heimsóknum þar
sem fólk verður að smakka ein-
hvem tiltekinn rétt svo gestgjafam-
ir móðgist ekki. Þegar það er gert
er eins og við manninn mælt að
fólk hættir í megruninni. Það segir
við sjálfl sig að það sé sprungið og
tekur upp sama farið og áður í
fæðuvali. Það sem í rauninni gerist
er að fólk hreinlega gefst upp því
kúrinn hefur verið svo strangur.
Það er afskaplega auðvelt að geta
þá bent á einhvem annan og sagt
að það sé honum að kenna,“ sagði
Laufey.
Fullyrðingar næringarfræðinga
um gagnsleysi skyndimegrunar-
kúra byggist á viðbrögðum líkam-
ans við þeim. Þegar fólk hættir
skyndilega að innbyrða hefðbund-
ið magn af hitaeiningum, bregst
líkaminn við eins og um hungurs-
neyð sé að ræða. Efnaskiptin verða
hæg og líkaminn gjömýtir þá orku
sem fæst úr matnum. Um leið gríp-
ur líkaminn til varabirgða sinna;
fituforðans. Við þetta ferli grennist
fólk að sjálfsögðu. Þegar fólk hætt-
ir í megrunarkúmum og fer að
borða eins og áður bregst líkaminn
við á ákveðinn hátt; efnaskiptin
verða hæg áfram og umframorkan
úr matnum safnast íyrir sem fita á
skrokknum. Líkaminn er með
þessu að búa sig undir næstu hung-
ursneyð og safnar helst meiri forða
en var fýrir ef ske kynni að þær
þrengingar yrðu verri en áður.
Laufey segir að strangir skyndi-
megrunarkúrar séu vegna þessa
ákveðinn vítahringur. „Fólk verður
virkilega að vera tilbúið að grenna
sig ef það fer í megrunarkúr á ann-
að borð. í
sjálfu sér
er það
ekki mjög
erfitt ef
farið er
skynsam-
lega að
hlutun-
u
um,
sagði
Laufey.
Hvemig
fara menn
skynsam-
lega að
hlutunum?
„Aðalatriðið er að forðast fitu-
ríkan mat. Smjör að brauðið má
t.d. missa sig o.s.frv. Ef fólk passar
vel upp á að borða fitulausan mat
kemur fljótlega að því að það fer
að iéttast. Bitar milli mála sem em
sumum nauðsynlegir em í lagi ef
íolk velur réttar fæðutegundir.
Ávextir og grænmeti er t.a.m. upp-
lagt ef fólk verður svangt á milli
mála,“ sagði Laufey.
Em auglýsingar um gagnsemi
ýmiss megrunarvamings orðum
auknar?
Á vissan hátt eiga þessar vömr
alveg rétt á sér. Þama er verið að
skapa vömr sem hafa fáar hitaein-
ingar. Það er ekkert nema gott um
það að segja ef fólk getur valið
milli mismunandi fæðutegunda
sem hafa lítið sem ekkert fituinni-
hald.
Aftur á móti em megrunarkúrar
sem byggjast á einhæfu megmnar-
fæði dæmdir til að mislukkast. Það
heldur enginn út að borða bara
eina ákveðna fæðutegund svo vik-
um skiptir," sagði Laufey.
Áróður auglýsenda byggist mik-
ið á því að sýna hvemig fólk á að
líta út. Spengilegar stúlkur og
stæltir karlmenn hlaupa hálfnakin
eftir ströndinni og drekka einhvem
diet-drykk.
Raunvemleikinn er samt á annan
veg; líkaminn hefur tilhneigingu til
að fitna. Hjá kvenfólki er það
einna helst á kynþroskaskeiði og
við bameignir. Karlmönnum aftur
á móti hættir til að fitna um miðjan
aldur.
Laufey segir að áherslur vest-
ræns þjóðfélags á það hvemig fólk
eigi að líta út geti verið fólki
hættulegar. „Þegar unglingsstúlkur
byija að bæta á sig um mjaðmir og
rass fara þær gjaman í megmn. Þar
getur vítahringurinn hafist; eilífar
skyndimegranir, oft með þveröfúg-
um áhrifum. Á þessu aldursskeiði
eykst einnig verulega hættan á an-
orexiu og bulemiu sem geta verið
lífshættulegur sjúkdómur," sagði
Laufey.
Getur fólk ekki leitað til fagfólks
eins og t.d. sálfræðinga ef það á
erfitt með að grenna sig?
„Sálfræðingar eða næringarfræð-
ingar geta ekki megrað fólk. Það
verður að gera það sjálft og hafa
löngun til þess. Næringarfræðingar
geta að vísu leiðbeint fólki með
fæðuval; hvað æskilegt sé að borða
og hvað ekki.
Sálfræðingar hafa komið að litlu
gagni hvað varðar þyngdarvanda-
mál fólks. Ef mjög feitt fólk er
með litla sjálfsímynd getur verið
gott fyrir það að leita sér aðstoðar.
Lítil sjálfsímynd er oft fylgifiskur
misheppnaðra megmnarkúra og í
kjölfarið fylgja stundum þunglynd-
isköst. Stuðningur frá vinum og
vandamönnum er sennilega mikil-
vægasta hjálpartækið til að minnka
líkamsþyngd sína. Ef sá stuðningur
er ekki fyrir hendi verður öll megr-
un erfið,“ sagði Laufey. _su
Laufey Steingrímsdóttir er næringarfraeðingur hjó Manneldisrábi.
Hún segir ab rétt fæduval sé mikilvægasta forsendan til aó léttast.
/---?
Attu von á barni?
Snælda:
Slitolía:
Sárar vörtur:
Vítamíndrykkir
Snælda m. leikfimi, slökun, fæðingu.
Einnig almenn slökunarsnælda.
Einstaklega góð, engin aukaefni.
Einnig gigtarolíur og nóttúrukrem.
Lansinoh gæðakremið. Einnig barnajurtasnyrtivörur í
hógæðaflokki.
Sólber, slónber, birki. Styrkjandi, hressandi. Floradix
blóðaukandi.
Te úr viðurkenndum jurtum. Einnig rósmarin hórvörurn-
ar gegn hórlosi.
og brjóstahöld. Innlegg úr ull og bómull. Silki og ullar-
fatnaður fyrir mömmu og barnið.
Margar tegundir af margnotableium. Nóttúruvænar,
ódýrari. Eitthvað fyrir alla.,
Margar gerðir, ull, bómull í öllum stærðum. Þurrblei-
ur, einnota, margnota.
úr lanólinborinni ull, úr bómull, margor gerðir, þykk,
þunn, margir litir.
Fleiri gerðir, m.a. ruggupokinn góði. Ferðafélagar,
bleiutöskur, vögguklæðningar.
og nýsjólenskar gærur í vögguna, rúmið, vagninn og
kerruna. Mó þvo í þvottavél.
í hæsta gæðaflokki, unnin úr trjóm, sem hafa gefið
af sér olíu í 25 ór og því lokið hlutverki sínu sem slík
og önnur gróðursett í staðinn. Ekkert tekið fró nóttúr-
unni. Liti og lökk ón eiturefna.
í miklu úrvali.
Nýiar vörur nær daglega. Sión er sögu rikari. Gerifl verösamanburð.
Stuðningsbelti:
Bleiur:
Bieiuöixun
Teppi:
Burðarpokar.
Gæripokar
Leiktöng:
Úti- og innigallar
ÞUMALÍNA
É5 Leifsgötu 32 - sími 12136
^ Opið virka daga kl. 11-18, fax 626536.
Föstudagurinn 19. júnl