Helgarblaðið - 19.06.1992, Síða 12

Helgarblaðið - 19.06.1992, Síða 12
Helgar 12 blaðið Þórdis G. Arthurs- dótfir fyrir utan Upp- lýsinga- mióstöó feróamóla á Akra- nesi. Is- lendingar eru i meirihluta þeirra sem heim- sækja hana. Myndir: Kristinn. Hundurinn kom í mark á undan Það er fleira á Akranesi en fótboltí, sund, fiskur og Sements- verksmiðja. Það er hlutverk Þórdísar G. Arthursdóttur, ferðamálafulltrúa bæjarins, að upplýsa menn um það. Akra- nes var fyrsti kaupstaðurinn sem réð slíkan fulltrúa í sína þjónustu. Hún þjónustar ferðamenn allt árið í fiillu starfi í Upplýsingamiðstöð ferðamála i hjarta bæjarins. Þar ekki aðeins hægt að fá upplýsingar um allt sem er í boði á Akransesi og í nágrenni heldur geta Akumesingar fengið upplýsingar um hvaðeina sem er í boði annarsstaðar á landinu. Ferðamenn sem em á leið eitthvað annað, eftir að hafa heimsótt Akra- nes, geta líka komið við hjá Þórdísi og fengið upplýsingar um flest sem Þaó eru ekki bara strókar sem spila fótbolta ó Akra- nesi, þa& gera stúlkurnar líka um leió og þær eru orónar nógu stór- ar. Hún Helena Olafsdóttir var að þjólfa þessar stúlkur i fimmta flokki og sagói a& ó hverja æfingu kæmu 20- 30 stúlkur. Arangur- inn leynir sér ekki því i vikunni varó IA meistari meist- aranna í kvenna- boltanum. Þegar þú skróir þig i Vaxtalinuna opnast þér ýmsir möguleikar: FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ FJARMALAÞJONUSTA UNGLINGA LEGGJA GR0 í3 LÍFI ^leikvjR*. <01. *t£Ð VAXtM' U 2í$j í boði kann að vera á næsta áfanga- stað. Aherslan í kynningunni á Akra- nesi er á íslenska ferðamenn. „Það er af því að íslendingar em svo skemmtilegt ferðafólk,“ sagði Þór- dís sem benti á að vel væri hugsað um fjölskyldufólk og eins þá sem búa í sumarbústöðum í nágrenninu en þar er um 5000 manna byggð. A Akranesi er góð sundlaug, þar er hægt að fara í sjóstangaveiði, og sagði Þordís að það væri mjög vin- sælt. Farið er út á Andreu II sem er 31 feta bátur með tveimur öflugum mótorum. Um borð er eldhús og hreinlætisaðstaða ásamt svefnað- stöðu fyrir sjö manns. En ef stjóstangaveiðin heillar ekki gefst kostur á öðm, svo sem köfun með leiðsögn, sjóskíðum eða sjóslöngu- bruni. Eða einfaldlega návigi við sjóinn og dagstund í heilnæmu sjáv- arlofli. Veiðin grilluð „Um borð geta menn veitt í soðið og síðan er boðið upp á grillaðstöðu í skógræktinni,“ sagði Þórdís. Og hún benti einnig á að það mætti njóta útiveru uppi á þurrn landi, á Langasandi eða í golfi á golfvellin- um. Stórt Byggðasafn er á Akranesi og sagði Þórdís að í fyrra hefði ver- ið 36 prósent aukning á heimsókn- um frá því árið áður. Þetta nefndi hún til marks um að sú kynning sein bærinn hefur lagt út í á Akranesi sem ferðamannastað innanlands væri farin að skila sér. Utimarkaðurinn, sem er liður í hátíðardagskránni vegna 50 ára af- mælis Akraneskaupstaðar, verður áfram í gangi á laugardögum í sum- ar. Þannig er tilvalið fyrir Reykvík- inga að skreppa með Akraborginni og kíkja á hvað er í boði á Akranesi, svona til tilbreytingar. Skilja bara bílinn eftir í bænum. Af þeim sem komu i upplýsinga- miðstöðina í fyrra voru um 70 pró- sent Islendingar. En Þórdís sagði að sifellt kæmu fleiri enda væru Islend- ingar búnir að læra á þessa hluti í út- löndum. Hún bætti við að Skaga- menn væru auk þess famir að not- færa sér miðstöðina í auknum mæli. „Hingað hafa komið um 300 manns það sem af er mánuðinum, eða um 40 manns á dag,“ sagði Þórdís. Það er ótrúlegt en satt að Islendingar virðast þurfa að ferðast erlendis áð- ur en þeir læra að feraðst innalands, að minnsta kosti hvað varðar það að nýta sér þá þjónustu sem í boði er. Atvinnuskapandi þjónusta ,3-feimamenn eru að átta sig á þvi að þetta er atvinnugrein,“ sagði Þór- dís um ferðamannaþjónustuna og það veitir ekki af þessa dagana. Hún sagði að fyrir stað einsog Akranes skipti öllu máli að hafa sem mest í boði fyrir ferðamenn svo þeir kræktu ekki framhjá bænum eða brunuðu beint úr basnum úr Akra- borginni. Bærinn hefúr nýtt sér af- mælishátíðina til að koma Akranesi á kortið. Til dæmis var haldið svo- kallað Akraneshlaup fyrr í mánuðin- um þar sem nokkur hundruð manns tóku þátt. Þetta var hálfmaraþon, fólk gat hlaupið þijá og hálfan, sjö eða 21 kílómetra. Þórdís hljóp sjálf og benti á að fjöldi Akumesinga hefði gengið um einsog spýtukarlar daginn efTir, enda ekki vanir hlaup- unum. En það var ekki bara fólk í hlaupinu, því hundur nokkur var fulltrúi ferfætlinganna og fékk rás- númerið 007. „Og ég veit fyrir víst að hann kom í mark því hann var næstur á undan mér,“ sagði Þórdís. G. Pétur Matthiasson Þessar mynd- arlegu stúlkur mættu í Brekkulækjar- skóla þar sem krakkar gátu málaó á spjöld, fengiö andlitsmálun, gengió á stult- um, búió til hatta eóa grímur á&ur en hersingin fór í skrúbgöngu. Föstudagurinn 19. júnl

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.