Helgarblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 24

Helgarblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 24
Utvarps- j • / • / stjori 1 sumarfríinu „Við heyrum hér stórgott lag með Kate Bush og ekki fínnst Steingrími saka hvað konan er sjannerandi,“ kynnti Vilhjálmur Gimnars- son, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Akraness 91,7. Flestum Akumesingum varð semsagt ljóst að Steingrími finnst Kate Bush vera sér- staklega falleg, líka eigin- konu hans sem var örugg- lega að hlusta. En Steingrím- ur Guðjónsson útvarpstjóri sagði að ekki þyrfti að hafa áhyggjm- af því þar eð konan vissi hug hans til Kate. „En væri ég ekki svona vel kvæntur væri ég farinn til London," bættí hann við. Það ríkir skemmtilegur andi í út- varpi Akraness þar sem allt starf er unnið í sjálfboðavinnu. Steingrímur er þama næstum öllum stundum og sagði að þær fáu stundir sem hann væri heima hjá sér væri hann svo óþreyjufullur að hann gengi bara um gólf. Hann hjólar á milli með heymartól á hausnum til að hlusta á útvarpsstöðina á leiðinni. Ahuginn er óbilandi. Og þó að allir Akumesingar hafí ef til vill ekki fullan skilning á þessu og telji mistök amatöranna ekkert skemmtileg þá sagði Steingrímur að þetta væri einstaklega skemmtilegt allt saman. „Annars væmm við ekki að þessu,“ sagði hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rekið er útvarp í stuttan tíma á Akra- nesi því að Steingrímur hefur stýrt útvarpi eina helgi á ári í fjáröflunar- skyni fyrir leikfélagið. En átta daga dagskrá lungann úr sólarhringnum í beinni útsendingu. Steingrímur Gu&jónsson og Vilhjólmur Gunnarsson vió stjórnvölinn. Mynd: Kristinn. er miklu meira en venjulega, sér- staklega í ljósi þess að undirbún- ingstíminn var stuttur. Randaflugan Það er töluvert unnið efni á dag- skránni. Steingrímur benti á bama- framhaldssöguna. Á hveijum morgni hefúr verið lesið úr Randa- flugunni, óbirtri bamasögu eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdæt- ur. Þá má benda á þátt i umsjá Ás- mundar Olafssonar þar sem hann ræðir við Hallbjörgu Bjama, Soffíu Karls, Sigríði Einarsdóttur og Pétur Pétursson þul, þætti þar sem rætt er við útlendinga búsetta á Akranesi og kynningarþætti með hljómsveit- unum Jethro Tull og Black Sabbath sem báðar munu halda tónleika á Skaganum í september. Steingrímur segir mikla þörf fyrir svona útvarp á Vesturlandi þar sem ekkert svæðisútvarp er. Þörf sé fyrir vettvang fyrir auglýsingar og til- kynningar til heimamanna þar sem allt of dýrt sé að auglýsa í lands- málafjölmiðlunum. En eftir reynsl- ima af þessu útvarpi sér hann ekki fjárhagslegan grundvöll til að reka útvarp, auglýsingamarkaðurinn er ekki nógu stór. Þetta er hægt með því að allir gefi vinnu sína og bær- inn styrki starfsemina. Steingrímur sjálfbr eyðir sumarffíinu sínu í þetta. Og vinnan er það mikil, sagði hann, að ef hann fengi borgað fyrir alla tímana sem hann ynni þá væri hann búinn að borga upp húsið og allar aðrar skuldir líka. Ný þjónusta á Akranesi! Vagnar frá Brio og Silver Cross, kerrur frá Brio, Emmal- junga og Britax. Ódýrar regnhlífakerrur, aðeins kr. 4723,-. Plast á kerrur og vagna, kerrupokar. Sumarleikföng, þroska- leikföng, smávara frá Pussycat og bébé eomforté og fleira og fleira. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin. BARNABREK Skagabraut 31 Akranesi 012099 Blóm og í úrvali Höfum látið útbúa ýmsa minjagripi í tilefni 50 ára afmælis Akraness. Meðal annars könnur, skálar, vasa, boli, barmmerki og ýmislegt fleira. Minjagripirnir fást aðeins hjá okkur. Við erum stolt af Ragnheiði Runólfsdóttur íþróttamanni ársins 1991. Sannkölluð afmælisgjöf. AKRANES býður þig velkominn. Við höldum upp á 50 ára kaupstaðarafmæli okkar og erum í hátíðarskapi. Hjá okkur er ný og glæsileg útisundlaug með 5 heitum pottum, gufuböðum og aðstöðu fyrir börn. Frábær 9 holu golfvöllur, íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Komdu í heimsókn! - og taktu þátt í sögulegum viðburði.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.