Helgarblaðið - 26.06.1992, Qupperneq 16

Helgarblaðið - 26.06.1992, Qupperneq 16
Helgar 16 blaðið Grace Bumbry Tónleikum Listahátíðar lauk fimmtudaginn 18. júní i Háskóla- bíói. Þá söng hin fræga óperu- söngkona Grace Bumbry sem óþarfi er að kynna. Stjómandi var hins vegar John Barker frá Eng- landi. Hann er fastráðinn stjóm- andi við Konunglegu ópemna í Covent Garden. Og hann er prýðilegur hljóm- sveitarstjóri. Kom það þegar í ljós í Rómverskum kamivalforleik eft- ir Berlioz sem leikinn var í upp- hafi tónleikanna. Þá lék hljóm- svcitin einnig forieik að Hollend- ingnum fljúgandi eftir Wagner. Guðjónsson skrifar Grace Bumbry söng konsertar- íuna Oh! Perfido op.65. eftir Beet- hoven. Þetta verk er eldra en óp- usnúmerið scgir til um. Og satt að segja er það fremur ómerkilegt. En það var auðvitað vel sungið. En veigamestu verkin sem Grace Bumbry söng voru eftir Wagner. Fyrst voru Fimm Ijóð eftir Mathilde Wesendonck. Hún var gift kona sem hélt við Wagner árið 1857 en hann var þá líka í hjónabandi og var um þctta leyli að semja Tristan og lsoldu. Eru sum laganna við Ijóð Matthildar stúdía fyrir þá óperu. Ljóðin eru engin meistaravcrk en tónlist Wagners við þau hefur mér alla tíð fundist einhver hans fegursta og er þá víst mikið sagt. Þau voru samin við píanóundirleik en Wagner færði sjálfur síðasta lagið, Drauma, í hljómsveitarbúning. Að öðru leyti gerði austurríski hljóm- sveitarstjórinn Felix Mottl það gott, en þó undir handarjaðri Wagners. Loks söng Grace Bumbry Ast- ardauðann úr Tristan og Isoldu en hljómsveitin spilaði forleikinn. Og gerði það einstakiega vel. Gaf Ieikur hennar að þcssu sinni söngnum ekkert eftir. Hann var jafnvel enn betri. Grace Bumbry söng að visu ósköp vel. En þó hafði maður búist við sterkari lífs- reynslu að heyra þessa frægu söngkonu á tónleikapalli. Tónlist Wagners við Trislan og Isoldu er ótrúlcga fögur og upp- haíin. En hún er draumsýn ef ekki hrein lífslygi. Oft er listin æði langt frá staðreyndum lífsins. En staðreyndir lifsins eru fyrst og fremst sársauki þess og grimmd. Það er ekki hægt að fegra. Samt eru listamennimir alltaf að því. Og ef þeir eru ekki að fegra mann- lífið þá eru þcir að rugla raunveru- leika þess. Þeir lýsa lífinu aldrei eins og það er. Ekki cr til meiri villa cn sú kenning að þeir skýri lífið fyrir okkur eins og í hnotsk- urn í list sinni og séu þess vegna eins konar „samviska heimsins“. Það cr goðsögn sem listmennirnir sjálfir vilja lialda við til að gera sig mciri og öðru vísi en aðra. Það er cins gott að fólk átti sig á þessu. Þar með cr ckki sagt að fölsun lislarinnar svali ekki raun- verulegri þörf í mannssálinni. Þörfinni fyrir sárabætur. Listin cr því eins konar hómópatía cða smáskammtalækningar. LÓÐ UNDIR ATYINNUHÚSNÆÐI Reykjavíkurborg hyggst selja byggingarlóð á milli Skúlagötu og Sætúns í Reykjavík cf viðunandi tilboð fæst. Lóðin er á móts við Klapparstíg 3, um 1.500 fcrm. að stærð og má reisa á hcnni tvö 240 fcrm. vcrslunar- og þjónustuhús auk tengibyggingar. Nánari upplýsingar vcrða veittar á skrifslofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 3, 3. hæð, sími 632300. Þar íást einnig afhentir söluskilmálar og skipulags- skilmálar. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi Lil skrifstofu- stjóra borgarvcrkfræðings, Skúlalúni 2, í síðasta lagi föstudaginn 7. ágúst 1992. Borgarstjórinn í Reykjavík. A dögunum vakna ég í tjaldi úti á Gotlandi við fótboltasöng: ungt fólk sem hefur verið að halda upp á Jónsmessuna er enn ekki oltið út af klukkan sex að morgni og syngur hundrað og ellefu sinnum: Langa bolta, langa bolta á Bengt. Þetta er fótboltahvatningar- söngur. Svíar voru enn á uppleið í Evrópumeist- arakeppninni og enginn gat gengið yfir götu í landinu án þess að vera minntur á fótbolta. Af fótboltahasar Tveim dögum seinna heyri ég af ungum strák sem hafði farið á ágæta leiksýningu í Kvívík á Skáni. I hlénu var hann spurður að því hvernig leikar stæðu milli Svía og Þjóðverja. Hvaða máli skiptir það núna? spurði hann - enda hafði hann hugann við leikritið, hugvitssamlega sýningu um þann fágæta pöru- pilt Bombí Bitt. Og við í menn- ingarmafiunni, við látum hugg- ast: ckki eru allir unglingar gengnir inn í heiðnaberg fót- boltans þar sem mcnn villast og tryllast og brjóta rúður og mannabein. Áb flýta sér á slysstað Þcgar hcil lönd og álfur eru hcltcknar af fótbolta þá er vita- skuld mikil freisting að reyna að átta sig á því hvernig á því stendur. Og allt í einu kemur áttræð sænsk kona, fyrrum út- varpsrýnir hjá Dagens nyheter, vel að sér og framsækin í jafn- réttismálum, með svar sem gatnan cr að velta fyrir sér. Hún hcitir Lena Persson og hcfur sjálf feiknagaman af því að fylgjast mcð íþróttum og sleppir aldrci góðum leik eða merkilcgu frjálsíþróttamóti í sjónvarpinu. Hvers vcgna? Þcssi árátta, scgir hún, cr skyld þcirri ómótstæðilegu löngun scm grípur fólk til að fara á slysstaði og vcrða vitni að ógæfu annarra cða þá fögn- uði þcirra scm sluppu. Hér cr um að ræða fciknastcrka freist- ingu til að taka cinltvcrn bcinan þátt í átakanlegum atburðum. Lcna Pcrsson tclur bersýni- lega aö sú spenna scm íþróttum fylgir sé aö því lcyti af hinu góða aö hún lciði í „ásættanleg- an“ farvcg stcmmningafíkn fólks. Að horfa á kapplcik, seg- ir hún, cr mcira alvörumál en að lcsa spennandi skáldsögu, það cr ntikið undir lagt, en samt cr cnn ekki tclft upp á líf og dauða. Blóð eftir slóö Með ööruni orðum: Evrópu- mcistaramótið í fótbolta (svo við höldum okkur við síðustu daga) er lifandi drama inn í hvers manns stofu, en samt ekki eins grimmt og til dæmis skylmingalcikir til foma, þar scm mcnn börðust í raun og veru upp á líf og dauða. Og áhorfendur réðu því með því að rétta fingur upp eða niður hvort sá fallni skyldi tóra eða ekki. Nokkuð til í því. En nú er á hitt að líta, að munurinn á íþróttum og „skylmingaleikj- um“ hefur minnkað, eins og blóðug saga enskra fótboltavina síðustu missera minnir okkur á. Og þegar verið er að keppa í sænskum borgum þessa daga, þá er allt í hers höndum í bók- staflegum skilningi. Smalað er saman mörg þúsund Iögreglu- mönnum úr allri Svíþjóð til að reyna að koma í veg fyrir að þeir sem landsliðunum fylgja drcpi hver annan eða leggi mið- borgir Malmö, Gautaborgar og Stokkhólms í rúst. Enginn veit hvað slíkt útboð kostar í pen- ingum - hitt vita menn að um Jónsmessuna fórust 23 í um- ferðaslysum eða helmingi fleiri Bergmann skrifar en venjulcga - m.a. vegna þcss að ökufantar vissu að lögreglan var hvergi nærri, hún var að passa fótboltann. Svo mikið er víst að cf menn færu að reikna saman stríðskostnaðinn af fót- boltanum, þá líður senn að því að jafnvel ríkt samfélag cins og það sænska hefur ekki efni á því lengur að halda stórmeist- aramót. Mikið vill meira Fólk sækir til fótboltans þá spennu sem leyfir því að finnast að það sé eins og með í stórum atburðum. Eins og Lena Pers- son segir. En stcmmningafiknin cr eins og hvcr önnur fíkn - hún á erfitt með að ncma staðar. Sá sem henni ánctjast þarf stærri og stærri skammta. Einhver hluti þeirra sem elta fótbolta- dramað komast í þann ham að þeir vilja halda áfram að vera í hasarnum miðjum sem lengst og búa hann þá til sjálfir - með aðstoð lögreglu og mcðhalds- ntanna annarra liða, sem verða fyrir þeim á berserkjagangi. Áb vera, eiga og hata Og svo fellur allt saman líka inn í hcildarmynstur í samfé- laginu: í því sjá menn greini- lega stöðuga framsókn ofbeldis, sem vitaskuld er ekki endilega í tengslum við íþróttahasar. Flokkar ungra manna fara í hópum, þeir berja hver á öðrum eða á þeim sem tilviljunin send- ir þeim, kveikja í bílum, leggja búðir í rúst og þar fram eftir götum. Margir rekja þennan ófognuð til atvinnuleysis meðal ungs fólks: það er að hefna sín á samfélaginu sem ekkert vill af því vita. Nokkuð til í þeirri skýringu, en ekki nærri allt. At- huganir á ofbeldisgengjum sem gjarna hafa uppi fasísk eða hálffasísk vígorð í garð „hinna“ (ekki síst innflytjenda), sýna að þar er einatt um unga menn að ræða sem hafa vinnu og komast þokkalega af. Þeir eru ekki að bregðast við skorti í venjuleg- um skilningi þess orðs. En þeir eru líka að bregðast við aðstæð- um í samfélaginu á sinn hátt: Neysluþjóðfélagið kyndir undir meiri væntingar hjá hverjum og einum en hægt er að verða við. Og til að „vera“ maður með mönnum þá halda menn sig þurfa að láta öllum illum látum. Um þetta segir á þessa leið í nýlegri þýskri athugun á of- beldisgengjum: Það er ekki langt skref á milli einkunnar- orða millistéttarinnar „Hast du was, dann bist du was“ (Ef þú átt eitthvað þá ertu eitthvað) og heróps þeirra fóla sem kallast skinnhöfðar: Hasst du was, dann bist du was“ (Ef þú hatar eitthvað, þá ertu eitthvað). Þetta er rétt athugað. I báðum dæmum er um það að ræða, að menn vilja bæta sér það upp sem á vantar til að þeir „fili sig og fúngeri" í samfélaginu - með einhverjum ráðum sem koma mannlegum verðleikum ekki við. Með því til dæmis að geta keypt sér helstu stöðutákn hvers tíma - eða, ef fé skortir, með því að ganga í skrokk á öðru fólki með þeirri fólsku sem fylgir hópsefjun innan gengisins. Og ef til víðara samhengis er litið þá er þetta þróun sem teng- ist svokallaðri hægrisveiflu í pólitík. Hún slítur æ stærri göt í það sem kallað er félagslegt ör- yggisnet og grefur undan mennskri samstöðu undir göml- um og nýjum vígorðum um að hver sé sjálfum sér næstur og sekur sá einn sem tapar. Nú kann mörgum að sýnast að við séum komnir ansi langt frá löngum boltum á Bengt og öðru fótboltajukki. En ekki ep allt sem sýnist.. Föstudagurinn 26. júní

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.