Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 3
DagblaðiB. Fimmtudagur 18. september 1975. 3 Slysatími: Hœgið nú örlítið á bensíninu! Haustið er að öllu jöfnu hinn versti tími i umferðinni. Strax er farið að bera mjög á árekstrum þar sem tugir og hundruð þúsunda fara i súginn. Arekstrar þykja naumast mikið fréttaefni lengur. Mannslifin eru þó það sem áherzlu ber að leggja á i umferðinni. Og vonandi tekst ökumönnum heilum vagni heim að aka i hvert sinn sem þeir leggja út á vegina. Aðalatriðið er e.t.v. að gera sér að reglu að slaka aðeins á bensingjöfinni, ekki sizt þegar rysjótt haustveður ásamt dimmu veðri skellur á. DAGUR DÝRANNA OG VITIBORNIR MENN „Þó að einn dagur sé valinn sem baráttu- og fjáröflunardagur i þessu skyni, þýðir það ekki að alla aðra daga ársins megum við gleyma dýrunum,” segir i frétt frá Dýraverndunarsambandi ís- lands, sem minnir á sunnudaginn 21. september, sem er dagur dýr- anna I ár. Beinir sambandið þvi til landsmanna allra, bæði I sveit og borg, að þeir láti hvergi viðgangast misrétti á dýrum, smáum eða stórum. „Það er sjálfsögð skylda hvers einasta vitiborins manns að vaka yfir velferð dýranna og vernda þau fyrir harðýðgi þeirra manna, sem finnast i hverju þjóðfélagi og niðast á dýrum á einn eða annan hátt, ýmist vegna fégræðgi, fákunnáttu, kæruleysis, eða mannvonzku og geta þvi ekki flokkazt undir vitiborna menn.” 1 fjáröflunarskyni verður merki dags dýranna selt i hús á sunnudag. EFNAHAGSMÁLIN STAÐAN „LEYNIR Á SÉR" Staðan í efnahagsmál- um er ekki eins svört og ætla mætti í fljótu bragði af tölum um halla á vöru- skiptajöfnuði, mismun á innflutningi og útflutn- ingi á vörum, eða minnk- un útflutnings, þegar reiknað er með sama gengi nú og í fyrra. Þegar sama gengi er notað, kemur út, að innflutningurinn hafi minnkað um 6,3 af hundraði en útflutningur minnkað um meira, það er að segja um 12 af hundraði. Þetta gefur þó ekki fullkomna mynd af þróuninni. Innflutningurinn hefur i raun- inni minnkað mun meira, þegar úr er tekinn svokallaður „sér- stakur innflutningur”, svo sem á flugvélum og skipum og til orkuvera og álverksmiðju. Sé þetta tekið út úr dæminu, kemur út, aðinnflutningurinn hafi minnkað um 9,4 af hundraði. Olian vegur þungt i innflutn- ingnum og hefur oliuinnflutn- ingurinn aukizt um 8,7%. Sé oli- an tekin út, hefur minnkun inn- flutnings orðið mjög veruleg, samanborið við það, sem var I fyrra, það er að segja 11,9%. Þetta má orða svo, að „almenn- ur innflutningur”, að frádreg- inni oliunni, hafi minnkað um 11,9%. Á sama hátt hefur út- flutningurinn að undanskildu áli aðeins minnkað um 4,3 af hundraði frá I fyrra, þegar not- að er sama gengi fyrir bæði timabilin. Otflutningur á áli hefur minnkað um hvorki meira né minna en 51,9 af hundraði. Sé álið tekið út verður niðurstaöan sem sé 4,3% minnkun. Vöruskiptajöfnuðúrinn, mið- að við sama gengi, hefur verið óhagstæðurum riflega 15,2 mill- jarða, 840 milljónum meira en i fyrra, en sé álið tekið út úr út- flutningsdæminu hefur staðan hins vegar batnað um rúmlega 2,3 milljarða. — Þessar tölur allar eru miðaðar við 7 fyrstu mánuði ársins, sem er hið nýj- ast sem fyrir liggur enn. — HH. BILAVIÐGERÐIR ÚTI ÁLANDI KANNAÐAR Framkvæmdastofnun rikisins hefur ákveðið að veita 400 þúsund krónur til úttektar á stöðu bilaverkstæöa á Austfjörðum og Vest- fjörðum.Verður könnunin gerð af stofnuninni og Bilgreinasamband- inu sameiginlega. Kemur þetta fram i frétt frá bilgreinamönnum, sem héldu aðalfund nýlega. 1 stjórn sambandsins eru: Geir Þor- steinsson (Ræsir), Ingimundur Sigfússon (Hekla), Þórir Jónsson (Sveinn Egilsson), Ketill Jónasson (Lúkasverkstæðið), Sigurður Jóhannesson (Þórshamar, Akureyri), Birgir Guðnason (rekur bila- verkstæði i Keflavik), Gunnar Asgeirsson lét af formannsstarfi að eigin ósk eftir 5 ára formennsku. HANN BARÐIST, - EN ÁRATUGUM OF SNEMMA Hann berst fyrir þvi sem hann telur aö sé almenningi til heilla hann Stokkman læknir I leikriti Ibsens, Þjóðniðingur. En hans bar- átta er liklega áratugum á undan sinni samtið. Orðið mengun er ekki orðið það sterka orð sem það er i dag. Hann er ofsóttur, kall- aður þjóðniðingur. Fólk skilur ekki eða vill ekki skilja rök hans i mengunarmáli staðarins. Nú er Þjóðleikhúsið að setja upp Þjóðniö- inginn og verður fyrsta sýningin á laugardagskvöldið á stóra svið- inu. MYNDIN: Gunnar Eyjólfsson sem Stokkman læknir. ÞAÐ VANN EKKERT Á TEPPINU Það var fylgzt nauið með teppinu, sem lagt var á forstofu Laugar- dalshallar á dögunum. Og eftir metaðsókn á alþjóölegu vörusýning- una voru þeir umboðsmennirnir hjá Sommer heldur en ekki ánægð- ir. Eftir að 144 þúsund fætur höfðu troðiö um teppið i misjöfnum veðrum sá ekki á þvi, og það hefur nú verið selt I bútum viða um landið. LÁTINN MAÐUR RUKKAÐUR UM 63 KRÓNUR TVEIM ÁR- UM EFTIR DAUÐA SINN — sorgarsaga um baráttu ungrar ekkju við kerfið, — hinar opinberu stofnanir GJALDHEIMTAN í REYKJAVlK TRYGGVAGÖTU 28 - SlMI 17940 GJALDHEIMTUSEÐILL 1975 Nr. kaupgrelSanOa GreiCslustaBa yHar við GJaldhelmtu PP.19.07.1975 O > Q Z > U) a o ElUtltðflrtr 1974 63 Ettir«!óa»ar 1973 Ettiraioevar aldrl 1 Órtturv. át attlrat tyrlrlramgr. Samtais eltlratOBvar og drittarvaxtlr 53 Samtali ílagnlng 1975 Barnabaotur tll sluildajöfnunar Paiaönuatsiattur tll skuldojainunar Oraitt rvrlrtram at gjaidum 1975 Miamunur/Skuld 6"? MlSUUNUR/llJlJÉIQN ÁkvörHun barnábóta, sjá nánarl skýrlngar ó bakhlið. U StasningarMSII ir hji Irysflmoa- Bi kuldajðlnunar aBa útborsunar Gjöld I skattskrá sundurliðast þannlg: Z £ Z 8 d í Q 2 Tekjuskattur Eignarakaltur Llfeyristrgjald atvrek. tkv. 25. gr. SiyMtryggmgagjald atvrak. skv. 36. gr. KirkjugarBsgJald lanaStrgJald Klrkjugjald Utaver A8at68ogJald Alvmnuleyale- tryggmgegjald iamanas|oSsg)ald og IBnaBarmálagjald launaskattur Skylduspamaeur skv. 29 gr. Siysatrygg. v/haimllia Ul r Gjalddagar: 1. ágúst 1. sept. 1. okt. 1. nóv. 1. des. Greiðsludagar: 63 Q 5 Z Bankar, sparisjóðir, pósthús og póstgiróstoía taka vtð greiðslu opinberra gjalda Inn á giróralkning, gjaldanda aB koslnaBar- > lausu. JJJ Á kvlttun fyrlr opinberum gjöldum varBur aBains tllgralní nafnnúmer gjaldanda, en akki nafn hana. GeymiB kvlttun og aýn- <3 fs yis graiBslu. AlgrelBslan er opln minudaga—IBstudaga kl. 9—16 og auk þass fimmtudaga tll kl. 18. Sjá nánari skýrlngar á bakhliS. Þessi krafa á hendur látnum manni kom I póstinum i gær. A eftir nafni hans standa tölurnar 00.00.1900, sem þýðir að tölvur skýrslu- véla hafa ekki fæöingardag mannsins eða ár. „Það er sárt núna, tveim ár- um eftir að maðurinn minn dó svo vofveiflega, að fá rukkun senda á hans nafn frá Gjald- heimtunni. Ég hélt að við hefð- um þurft að þola nóg.” Þetta sagöi ung kona, sem fékk i gær gjaldheimtuseðil sendan heim til sin fyrir árið 1975. Seðillinn með handskrifuðu nafni hins látna eiginmanns kom illa við litinn son þeirra hjóna, sem var með föður sinum i bil, er slysið varðfyrir 2 árum, og varð fjöl- skylduföðurnum að bana. „Maðurinn minn var sjómað- ur,” sagði konan i gærkvöldi i viðtali við Dagblaðið. „Hann hafði talsverðar tekjur árið 1973, tekjurnar voru misjafnar eins og oft vill verða hjá sjó- mönnum, og þegar hann dó, skulduðum við 296 þús. Ég var aftur á móti ákaflega illa stödd eftir að fyrirvinnan var horfin og fór fjótlega út að vinna, á skrifstofu hjá opinberri stofnun. Ég gatekki með nokkru móti staðið skil á þeim gjöldum, sem eftir voru af sköttunum okkar, og fór þess á leit við skattayfir- völd, riki og bæ, að gjöldin yrðu lögð niður eða lækkuð. Það stóð i miklu þrefi. Ég var isárum eftir þá reynslu, sem ég hafði orðið fyrir. Ekki bætti úr skák að ég fann hvergi minnstu miskunn. Það var eins og að mæta stein- vegg. Kerfið virtist engan veg- inn átta sig á, að af ekkju með þrjú ung börn er ekkert að hafa, þegar svona stendur á. Og þó. Þeir sáu að bjóða mátti upp Ibúðina, — og ekki stóð á þvi að sliku væri hótað,” sagði konan okkur. „Hvað eftir annað varð ég að fá fri frá vinnu til að geta stund- aö heimsóknir til kerfisins, og það sem mig furðaði mest á var að starfsfólkið virtist litið setja sig inn i vandamál annarra. Hvað eftir annað var allt skrifað upp af mönnum fógeta. Ég fór til fógeta og baðst ásjár. Hann vfsaði á Gjaldheimtuna, og Gjaldheimtan sagði mér að hún gæti fyrst gert eitthvað fyr- ir mig, eftir að húseignin væri komin i auglýsingu um nauðungaruppboð i blöðunum. Þetta skilduþeir góðu menn ekki að er það versta af öllu saman. Þetta þykir manni hámark nið- urlægingarinnar. Ég veit ekki hvar ég hefði veriö stödd, eða hvað ég hefði getað gert, ef mágur minn hefði ekki eytt stórum hluta af vinnutima sin- um i að aðstoða mig. Án hans hefði ég hreinlega gefizt upp. Ég vann i ár án þess að skatt- ar væru tekniraf mér, en þegar gjöld voru lögð á i ágúst i fyrra, kom I ljós, að ég átti að greiða 401 þúsund krónur. Það var byrjað að taka reglulega af laununum minum, — jafnvel byrjað að taka launin min Öll, ég átti ekki að fá neitt til að lifa af. Þá upphófust enn á ný andvöku nætur og sviti og tár. Mágur minn gat svo samið við gjald- heimtustjóra um reglulegar mánaðargreiðslur og sýndi hann þá skilning á að við þyrft- um að lifa af þeim launum, sem ég aflaði mér, hafði um 60 þús. með tryggingum. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári að einhver skriður fór að komast á málin. Það var deild félagsmálastofnunarinnar I Breiðholti, sem tókst að koma hreyfingu á það. Ég hálf kinok- aði mér við að leita til stofnun- arinnar, ég held, að margir sem þess þyrftu með, séu hálf feimn- ir við þá stofnun. En fyrir til- stilli þess ágæta fólks, sem þarna starfar, tókst að fella nið- ur það sem eftir var nú i vor. Ég gat þvi horft bjartari augum til framtiðarinnar, og þurfti ekki að bera þungar skattaklyfjar. Og þá kemur þessi undarlega nóta inn um bréfalúguna, — 63 krónur skuldar maðurinn minn, látinn fyrir tveim árum. Ég ætla mér ekki að borga þessar 63 krónur”. Unga konan sagði að lokum: „Af hverju segi ég þessa sögu? Jú, ég hef grun um að fleiri en ég eigi um sárt að binda i samskiptum sinum við tölvur og menn, sem ekki vilja eða hafa hæfileika til að setja sig i spor þeirra, sem sviptir eru fyrir- vinnu i einu vetfangi. Ég vildi, ef hægt væri, að skrif um mál sem þessi opnuðu kannski augu þeirra aðila, sem um svona mál fjalla. Ég vil Hka benda fólki, sem á við slikan vanda að glima, að notfæra sér aðstöðu vinsamlegs fólks hjá félags- málastofnuninni, sem reyndar mætti hafa mun meiri völd, þvl i minu tilviki tók það stofnunina fjóra mánuði að fá málin á hreint”. —JBP—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.