Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 7
7 nagblaftið. Miðvikudagur 17. september 1975. 1 .......................... .................................................... —...........................-.......... Stærsta flugmóOurskip heims, bandarlska trölllO „Nimitz”. ÞaO hefur aO undanförnu veriö á Indlands- hafi, þar sem Ibúar Diego Garcia uröu aö yfirgefa heimili sin svo hægt væri aö koma fyrir bandariskri flotastöö. milli sendiráða Bretlands og Bandarikjanna þar, auk þess að biðja stjdrn Máritius um hjálp. Brezka utanrikisráðuneytið brást viö með yfirlýsingu þar sem sagöi að stjórn Máritíus hefði þegið 650 þúsund sterlings- pund (riimlega 220 milljónir isl. kr.) árið 1973 sem „fulla og end- anlega greibslu” frá brezku stjórninni, ætlaða til að greiða kostnað við að koma ibúum eyj- unnar sómasamlega fyrir á ný i nyjum heimkynnum. „Gœttum fullrar mannúðar" segir brezka stjórnin Þessi greiösla var I samræmi viö samninga, sem brezka stjómin gerði við stjórn Mári- tius 1965, þegar Bretar yfirtóku stjóm Diego Garcia og annarra eyskerja i Chagos-eyjaklasan- um. Þá fékk stjórn Máritius 3 milljón sterlingspund i sinn hlut og fullt sjálfstæði þremur árum siöar. Talsmaður utanrikisráöu- neytisins i London lagði á það þunga áherzlu, þegar frétta- menn gengu á hann, að stjórn sin hefði gætt ýtrustu mannúöar i allri umfjöllun sinni um málið. Skýrði hann frá þvi, að fyrstu kdkoshnetuekrunum á Diego Garcia hefði verið lokað 1971, svo hægt væri að nýta varnarað- stöðuna á eynni. A undan höfðu gengið ýmsar orðsendingar á milli brezku og bandarisku stjómanna, allt aftur til ársins 1966. Talsmaðurinn Utskýrði, að fólkið, sem um ræddi, heföi ver- ið verkafólk og fjölskyldur þeirra frá Máritfus og Sey- chelle-eyjum. Ekkert þeirra átti eigur á eynni, sagði talsmaður- inn, en dæmi vom um fjölskyld- ur, sem unnið höföu og búiö þar kynsldðfram afkynslóð, og þá á verksamningum við kókos- hneturæktendur. 1971 voru 830 manns alls á eyj- um Chagos-klasans, þar af 360 á Diego Garcia. Plantekrufyrirtækið — undir stjórn Breta — tók að sér að sjá um brottflutning fólksins, sagöi talsmaður brezku stjórnarinn- ar, enda gerði niðurlagning starfsemi það nauösynlegt. íbúarnir vilja heim ó ný Embættismaður stjórnarinn- ar á Máritius sagði i PortLouis sl. laugardag, að um það bil 30 fjölskyldur frá Diego Garcia vildu snúa heim aftur. Þessar fjölskyldur voru fluttar til Mári- tius fyrir fjórum árum. Fréttamaður Reuters hefur eftir embættismanninum, að húsnæöi eyjarskeggjanna væri slæmt og að sumir nytu fá- tækrastyrkja. Embættismaður- innsagði Ibúana ekki „hafa ver- ið neydda til að yfirgefa Diego Garcia, en þeim var sagt að þeir yrðu að snúa til Máritius eftir aö eyjarnar voru seldar brezka heimsveldinu 1965. Þeim var ekki þröngvað um borð i skip,” sagði talsmaðurinn. Hann bætti siðan við, að stjórn Máritius hefði ákveðið að verja þeim 650 þúsund sterlingspund- um, sem fengizt hefðu fyrir söl- una, til að byggja upp ibúðir fyrirheimilislausu eyjarskeggj- ana. Aftur á móti hafði dregizt að hefja framkvæmdir vegna nýlegra náttúruhamfara og þvi var ástandið jafnslæmt og raun ber vitni. Flestir Ibúanna frá Diego Garcia vinna nú I Máriti- us sem hafnarverkamenn, þjónar eða viö önnur illa launuð störf. Aðrir ganga atvinnulaus- ir, njóta atvinnuleysisbóta eöa þá ellistyrks. Vopnasala í spilinu Allt þetta mál tók á sig nýja mynd þegar brezka blaðiö Guardian skýrði svo frá, að brezkir embættismenn hefðu bUiö svo um hnUtana, að til aö fjármagna ævintýrið hefðu ver- ið gerðir flóknir samningar við Bandarlkin. Þeir samningar gerðu ráð fyrir, að brezka stjómin fengi frá þeirri banda- rlsku vopn, m.a. Polaris-eld- flaugar. Verðið var hlægilega lágt — og segir Guardian, aö I þakklætisskyni fyrir að rýma til á kóraleynni hefði brezka stjórnin fengið 8.5 milljón doll- ara afslátt af kaupunum. Við þessu hefur brezka utan- rikisráðuneytið enginsvörviljað gefa. London Evening Standard sagði I langri forystugrein um málið, að fullrar rannsóknar væri þörf á því, hvort brezka stjórnin hefði látið flytja ibúa eyjunnar til Máritius og skiliö þá þar eftir i reiðileysi svo að hægt væri aö koma flotastöðinni fyrir. „Þær upplýsingar, sem fyrir liggja, eru ljótar,” sagði blaðið. „Getur verið, að brezkir emb- ættismennhafiveriösvoákafir I aö þóknast Bandarikjamönn- um, að þeir hafi ákveöið aö rýma eyjuna og treysta á, að enginn spyrði neins?” Stórfelld efna- hagsaðstoð Talsmaöur stjórnar Máritius i London skýrði Reuter frá þvi, að næstu daga væri væntanlegur til borgarinnar forsætisráð- herra stjórnar sinnar, Sir See- woosagur Rangoolam, á leið á þing SÞ I New York. Gæti henn þá átt viöræður við brezku stjómina um Diego Garcia, þótt ekkert slikt hefði verið ákveöið. Og í gær var tilkynnt i London, að brezka stjórnin hefði ákveðiö að veita Máritius 5 milljón sterlingspunda lán (1700 millj. Isl kr.) til framkvæmda á 5 ára áætlun þessa samvinnu- þýða samveldislands. allt efni, sem flutt hefur verið á byggingarstaö og verkkaupi hefur greitt. Verktaka er óheimilt að flytja slikt efni brott af byggingarstað.” Nú er það gott og blessað að menn geri með sér svona samning. En ef viö bættum i klausuna á eftir 2. setningu... Gildir einu hvort verktakinn hefur greitt efnissalanum efnið, svikið það út eöa stolið þvi...- þá skildum við áhrif þessa betur. Það hefur nefnilega skeö, og það oftar en einu sinni, aö verktakar á vegum opinberra aðila, greiða meö gúmmitékkum og verk- kaupi neitar að skila vörunni á þeirri forsendu, að hann hafi þegar greitt verktakanum vöruna. Fyrirtæki sem selja bygg- ingarefni, leigja vélar o.s.frv., eiga óhjákvæmilega mikil við- skipti við verktaka. Flest þessi viðskipti ganga vel og hluti verktaka er dugnaðar- og skila- fólk, sem sparar þjóðfélaginu miklar fjárhæðir með útsjónar- semi og dugnaði. En það hefur i fyrsta lagi veriö stór hængur á þróun verktökumála, að þeir aðilar, sem helzt hafa eitthvað að bjóða út, riki og bær, hafa veriðgersamlega óprúttnir i aö taka yfirleitt lægsta tilboði, án tillits til þess, hvort það er ábyrgt eða ekki. Þannig lenda hin velskipulögðu fyrirtæki i þvi að fá engin verk á timabili, meðan nýjasti ævintýraverk- Kjallarinn Halldór Jónsson takinn er að fara á hausinn. Þau missa þá starfskraftana og jafnvel leysast upp, til skaða fyrir heildina, þegar skyndilega verður þörf fyrir starfhæfar ein- ingar. 1 öðru lagi hefur þróun islenzkra efnahagsmála veriö með þeim endemum á siðustu árum, að rekstur fyrirtækja er nánast óframkvæmarilegur. Verktaka i stórum stil fer þvi úr böndum, þegar verksamningar samkvæmt hefðbundnum fyrir- myndum eiga að skera úr um atriði, sem i rauninni eru force- majeur eða næg ástæða fyrir riftun. Verkkaupinn notar þá stærð sina, en smæð verktakans 'og vankunnáttu hans i mörgum tilfellum, til þess aö leika hann grátt. Það er anzi áhrifarikt að halda greiöslum fyrir þeim, sem eralgerlega bjargarlaus og á eftir aö borga út. Sem dæmi um þetta má greina frá þvi, er eitt verktaka- fyrirtæki fór nýlega á hausinn. Það hafði verið starfandi i nokkur ár, stærð verkefna fariö vaxandi og fyrirtækið fengið sæmilegt orð. Nú uröu breytingar á. Verkið gekk illa, vará eftirm.a. vegna trésmiða- skorts, en mótin voru ma. þannig, aö smiöir töldu þau koma óheppilega út I uppmæl- ingunni, og fóru þvi annað. Verktakanum var samtimis neitaöum innflutningsleyfi fyrir trésmiðum. Verkkaupinn, sem var fullkunnugt um hag verktakans, ákvað einhliða að miða verðbætur sinar við upphafiega verkáætlun, og áriö 1974, þegar menn greinir á um, hvort verðbólgan hafi verið 55% eða 65%, þá fer það fljótlega aö skipta máli að fá júlivinnu greidda á febrúarverði, eða I þessu tilfelli allt að 40%. A þessum sama tima hækkaði td. rikið sementið sitt um 120% svo að verktakinn fékk ekki einu sinni greitt steypuveröið hjá verkkaupa, þegar steypt var, hvað þá annan tilkostnað. 1 stað þess áö leggja niður vinnu og leggja lögbann viö frekari framkvæmdum við húsið, þar til úr ágreiningi yrði skorið þá fór verktakinn að reyna að semja um gjaldfrest við viðskipta- aðila, meðan hann væri að ná samningum við verkkaupann, i von um að seinni áfangar yröu betri. Þetta tókst i einhverjum mæli, þar sem forstjórinn var allvel kynntur. En svo vildi verkkaupi ekki semja neitt. Þaö kvisaðist meira að segja út, aö nú skyldi þessi verktaki -verða hengdur öörum til viðvörunar. Verktakinn fór á hausinn. Fé- lag hans var eignalaust mála- myndahlutafélag. Enginn fær neitt nema verkkaupi, hann hafði persónuábyrgð i húsi for- stjórans og hirðir það væntan- lega. Forstjórinn er þar með ör- eigi og verður að fara i vinnu hið skjótasta til þess að sjá fyrir sér og sinum. Liklega hefur hann ekkert bolmagn til þess aö reyna að leita réttar sins. Ekk- ert verkalýðsfélag eða hags- munasamband hjálpar honum. Efnissalarnir geta aðeins fengið að horfa á vörurnar, sem verk- takinn sneri út úr þeim, þar sem hið glæsilega mannvirki verk- kaupa stendur. Þeim er sagt, að verkkaupi eigi vöruna skv. paragraffi 23. 1. i IST 30 og að dómstólar verkkaupa muni ekki taka annað gilt. Hvað eiga þolendur að gera? Þurfa efnissalar og vélaleigj- éndur ekki að gera sér ljóst, með hvaða skilyröum þeir leggja fram verömæti til verka, sem unnin eru skv. IST 30? Þarf ekki þjóðfélagiö að átta sig á þvi hvort það sé heppilegt, að tveir aöilar i þjóðfélaginu geti gert samning sin á milli sem skaðar þriðja aðilann? Hvað ef almenningur fer almennt að viöhafa svona vinnubrögð? Td. geta menn látið eignalausa aðila kaupa fyrir sig heimilis- tæki upp á afborganir eftir verksamningi skv. IST 30 og borgað aldrei neitt. Ber verkkaupum ekki að beita meiri gagnrýni við val á verk- tökum, þannig að hér nái að þróast verktakafyrirtæki, sem einhvern mótbyr þola. Er það forsvaranlegt, að opin- ber stofnun, sem er með verk- taka á samningi og þekkir dapurlegt ástand hans, horfi aðgeröalaus upp á það, að bann stofni til stórskulda úti i þjóð- félaginu við aðila, sem ekki þekkja til sannleikans. Er rikið ekki þarna að auöga sjálft sig á óheiðarlegan hátt, með þvi aö beita fyrir sig óábyrgum aðila, svipað og dávaldur sem lætur sofandann fremja fyrir sig glæpinn. Veröur ekki aö bjóða meira út efnið sér og vinnuna sér, meðan slikir verðbólgu- timar geisa? Nema til- gangurinn sé annar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.