Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 8
100 fermetrar á 3 þúsund kr. WsSTORKOSTLEG ^VERÐLÆKKUN 10 lítra fötur með PLASTMÁLNINGU d aðeins kr. 3.000 Innihaldið þekur 100 fermetra Litir: Hvítt — Beinhvítt — Beingult — Margir dökkir litir Allt á kr. 3.000 fatan Grípið tækifærið strax og sparið ykkur stórfé || Veggfóður- og mólningadoild F Ármúl°38'R#ykiav,k Símar 8-54-66 l 8-54-71 Opið til kl.10 á föstudögum Sœnsk gœðavara Angorina lyx, mohairgarn, Vicke Vire, Babygarn, Tweed Perle, Tre- Bello Verzlunin HOF, Þingholtsstrœti 1. Auglýsið í Dagblaðinu nagblaðift. Fimmtudagur 18. september 1975. Þingvellir fró ýmsum hliðum Valgeir Sigurðsson rœðir við séra Eirík J. Eiríksson þjóðgarðsvörð Útvarp kl. 19.35: Eitt kvöldið i sumar hélt Val- geir Sigurðsson blaðamaður austur að Þingvöllum og tók þar tali stöðvarstjóra Pósts og sima þar, sem mun þó vera öllu þekktari sem sóknarprestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, séra Eirikur J. Eiriksson. Koma þeir félagar viða við i rabbi sinu og skoða Þingvelli i mismunandi ljósi: ýmist sem ferðamannastað, kirkjustað og sögustað. Og fegurð Þingvalla héillar ætið hvaða árstið sem um er að ræða. Þó að Þingvalla- sókn sé ekki stór sókn eru Þing- vellir sem kirkjustaður ná- tengdir kristnisögu þjóðarinnar ekki siður en almennri sögu hennar. Minnzt er á þjóðhátið- ina i fyrra og rætt almennt um umgengni ferðamanna á staðn- um. Valgeir gat þess að lokum hve gott væri að heimsækja séra Ei- rik og sagði að gaman hefði sér þótt að skoða hið stóra og glæsi- lega bókasafn sem séra Eirikur hefur komið sér upp. Einmanaleiki í stórborg Leikritið „Tvö ó saltinu" eftir William Gibson, heimsfrœgan bandarískan rithöfund, þýtt af Indriða G. Þorsteinssyni Útvarp kl. 20.25 Útvarpsleikritið i kvöld er eft- ir höfund að nafni William Gib- son, Amerikana fæddan i New York 1914. Nafn hans segir okk- ur e.t.v. ekki mikið en þetta leikrit var fyrst sett upp á Broadway 1958, gerði þá mikla lukku og gekk stanzlaust i tvö ár, til 1960. Gibson samdi seinna kvik- myndahandrit, er varð heims- frægt.og var það sýnt sem leik- rit i Þjóðleikhúsinu fyrir 11 ár- um. Það hét i islenzku þýðing- unni „Kraftaverkið” og fjallaði um uppeldi Helen Keller. Gib- son hefur aðallega skrifað skáldsögur og ljóð og m.a. góða lýsingu á þeim erfiðleikum er leikritaskáld eiga við að glfma, þegar færa á upp leikrit þeirra i leikhúsum og öllum agentunum og milliliðunum er koma þar við sögu. Skrifaði hann bók þessa að aflokinni uppfærslu „Tvö á saltinu” eins og fyrr seg- ir á Broadway 1958. Leikritið „Tvö á saltinu” fjallar um ballettdansmey, ca. 24ára, og lögfræðing um þritugt sem fyrir tilviljun kynnast gegnum sima og er leikritið slð- an aðallega um einmanaleika sem herjar á þau bæði þó að I stórborg sé. Leikritið var sýnt i Þjóðleik- húsinu 1961 og var leikstjórinn sá sami, Baldvin Halldórsson, en með hlutverkin tvö i leikrit- inufóru þau Kristbjörg Kjeld og Jón Sigurbjörnsson. —BH Jón Sigurbjörnsson og Kristbjörg Kjeld i hlutverkum sinum i Þjóðleikhúsinu 1961. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis”. Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (12). Einnig les Ingibjörg Stephensen Ijóð. 15.00 Miðdegistónleikar. Cliff- ord Curzon leikur á pianó verk eftir Liszt. Kór og hljómsveit útvarpsins i Miinchen flytja tvo kóra úr „Töfraskyttunni” eftir Weber; Eugen Jochum stjórnar. Itzhak Perlman og Sinfóniuhljómsveit Lund- úna leika Symphonie Es- pagnole op. 21 eftir Lalo. André Prévin stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litii barnatiminn. Finn- borg Scheving fóstra sér um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Lifsmyndir frá liðnum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur.Höfundur les sögulok (11). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Tveir á tali. Vargeir Sig- urðsson ræðir við séra Eirik J. Eiriksson á Þingvöllum. 20.00 Einsöngur i útvarpssal. Erlingur Vigfússon syngur við pianóundirleik Ragnars Björnssonar lög eftir Rich- ard Strauss, Lehár, Tosti, Donizetti og Tsjaikovsky. 20.25 Leikrit: „Tvö á saltinu” eftir William Gibson. Þýð- andi: Indriði G. Þorsteins- son. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Persónur og leikendur: Gittel, Hrönn Steingrimsdóttir. . Jerry, Erlingur Gislason. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (17). 22.35 Létt músik á siðkvöldi. 23.25 Fréttir i stuttu máli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.