Dagblaðið - 20.10.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.10.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðiö. Mánudagur 20. október 1975. 9 Eftir margra mánaða leynileg- ar eftirgrennslanir eru banda- riskir öldungadeildarþingmenn og starfsmenn rannsóknarnefnd- ar deildarinnar að verða reiðubúnir að birta opinberlega afar mikilvæga og viðamikla skýrslu um morðtilraunir og samsæri i þá átt um CIA, leyni- þjónustuna. Búizt er við, að skýrslan verði opinberuð siðar i þessum mánuði. Samkvæmt heimildum innan nefndarinnar eru i skýrslunni uppljóstranir, sem geta valdið CIA mun meiri skömm en þegar er orðið. Rannsóknarnefnd öldunga- deildarinnar um málefni CIA var sett á laggirnar fyrir niu mánuð- um. Um sama leyti setti fulltrúa- deild þingsins á stofn sina nefnd, sem gegndi sama hlutverki: að kafa dýpra niður i skuggalegan leyniþjónustuheim Bandarikj- anna. Allar götur siðan hefur vart lið- ið sá dagur, að ei hafi birzt æp- andi fyrirsagnir i blöðum um nýj- ar uppljóstranir og fjöldi annarra William Colby og D. Stevens, yfirmenn CIA, sverja eiö fyrir rannsóknarnefnd öldungadeiid- arinnar. þingnefnda hefur hafið að kanna ýmsar hliðar einstakra mála. Moröskýrslan sú fyrsta f röðinni „Morðskýrslan” er hin fyrsta af mörgum skýrslum, sem búizt er við frá þinginu á næstu mánuð- um. Fyrr á þessu ári lauk störfum nefnd, sem undir forystu Nelsons Rockefellers, varaforseta kann- aði ólöglega starfshætti CIA, en lét morðáformin liggja á milli hluta. Heimildamenn innan nefndar- innarsegja morðskýrsluna þegar hafa verið samþykkta af sér- stakri undirnefnd. Búizt er við, að sjálfri rannsóknarnefndinni verði kynnt skýrslan þegar þing kemur saman á ný i þessari viku, eftir 10 daga hlé á störfum. Bæta heimildarmennirnir við, að i skýrslunni sé i smáatriðum gerð grein fyrir þvi hvernig CIA — i samvinnu við umfangsmikla aðila i undirheimum Banda- rikjanna — gerði tilraunir til að „losna við” erlenda þjóðarleið- toga á borð við Fidel Castro, for- sætisráðherra Kúbu, og Patrice heitinn Lumumba, forsætisráð- herra Kongó. Formaður nefndarinnar, demó- kratinn Frank Church frá Idaho, hefur skýrt frá þvi, að ekki ein- asta hafi CIA lagt á ráðin um að myrða erlenda leiðtoga, heldur og gert til þess ákveðnar tilraunir. Church hefur samt sem áður gert mönnum það mjög ljóst, að engar haldbærar sannanir eru fyrir hendi, sem bendla einn eða annan Bandarikjaforseta beint við tilraunirnar. CIA með nóg á sinni könnu fyrir „Leyniþjónustuheimurinn” eins og Reuter-fréttastofan orðar það, er þegar skekinn vegna opin- berra ásakana um vangetu viö að sjá fyrir alþjóðlega hættutima. CIA hefur einnig óhlýðnazt fyrir- skipunum Bandarikjaforseta og brotið gróflega á almennum mannréttindum þúsunda Banda- rikjamanna. Rannsóknarnefnd fulltrúa- deildarinnar gerði i siðasta mánuði opinberar skýrslur, sem til þess tima höfðu verið stimplaðar hernaðarleyndarmál. Þar kemur i ljós, að sérfræðingar bandarisku leyniþjónustunnar .............. — skýrsla rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings birt síðar í þessum mánuði höföu misreiknað sig illilega um Októberstriöið 1973, byltinguna á Kýpur 1974, og byltinguna gegn stjórn Marcellos Caetanos i Portúgal 1974. Bandaríkjamönn- um þykja þetta slæm tiðindi, enda ætlast þeir til, að njósnaþjónusta landsins sé nægilega glögg til að sjá slika hluti fyrir. Ekki er vist, að harmsögu CIA sé lokið með þvi, sem hér hefur verið taliö upp. Á næstunni mun Formaður rannsóknarnefndar öldungadeiidar þingsins, Frank Church, sýnir eiturörvabyssu CIA. nefnd fulltrúadeildarinnar kanna hlutverk bandarisku leyni- þjónustunnar fyrir og eftir innrásina i Tékkóslóvakiu 1968. Fleira kann að koma i ljós. Rannsóknin á morðáætlunum CIA er aðeins einn angi af þvi, sem rannsóknarnefnd öldunga- deildarinnar hefur þegar kannað. Til dæmis hefur komið i ljós, að CIA — þvert gegn fyrirskipunum Nixons, þáverandi forseta — safnaði i leyni eiturbirgðum, sem nægt hefðu til að drepa tugi þús- unda manna. Þverrandi stuöningur Fyrstu merkin um að fornir og dyggir stuðningsmenn njósna' gætu verið að draga úr stuðningi sinum, sáust i siðasta mánuði. bá reyndi fuHtrúadeildarþingmað- urinn Robert Giaimo, demókrati og ákveðinn stuðningsmaður CIA um árabil, að neyða þingið til að birta opinberlega fjárveitingar til CIA. Giaimo á sæti i rannsóknar- nefnd fulltrúadeildarinnar um starfsemi leyniþjónustunnar. Hann á einnig sæti i nefnd deild- arinnar, sem ákveöur fjárfram- lög til varnarmála — þar á meðal CIA. Þegar umræður um fjárveit- ingar til varnarmála fóru fram ideildinni kvartaði þingmaðurinn yfir þvi, að einvörðungu útvaldir menn i fjárveitinganefndinni fengju að sjá fjárhagsáætlunina. Hann gat þess, að leyndarhjúpur- inn um starfsemi CIA gerði ekki annað að verkum en að leyni- þjónustan væri herfilega misnot- uð. Giaimo lagði fram breytingar- tillögu við frumvarpið um fjár- veitingu til CIA. Gerði hún ráð fyrir, að fjárhagsáætlun stofnunarinnar væri gerð opin- ber. Tillagan náði ekki fram að ganga en hún hafði þó sitt gildi: Aður en skýrslur og uppljóstranir um störf leyniþjónustunnar fóru að berast út hefði engum stuðningsmanni CIA dottið i hug að hugsa um slika tillögu, hvað þá að bera hana fram. Hefur CIA beöiö tjón af uppljóstrununum? Sumir embættismenn leyni- þjónustunnar, sem og ýmsir þing- menn og embættismenn rikis- stjórnarinnar, telja óendanlegar uppljóstranir um mistök og dellur leyniþjónustunnar vera skaðleg- ar fyrir starfsemi hennar. Ford-stjórnin er sögð hafa i hyggju að gera gagngerar breytingar á reksti og starfsemi CIA, FBI og fleiri leyniþjónustu- arma. Þá er stöðugt á sveimi orð- rómur um að William Colby, yfirmaður CIA, vérði látinn vikja. Fárir vilja spá i hversu róttæk- ar breytingarnar á starfsemi leyniþjónustunnar verða. Sumir telja óliklegt að þingmenn — sér- staklega i fulltrúadeildinni — fall- istá verulegar breytingar, af ótta við að draga úr áhrifamætti leyniþjónustunnar. Ail I A P|/| um sýningu Ragnars MV E\J#^l\fl\l Páls að Kjarvalsstöðum 7 —s 1 r AÐALSTEINN INGÓLFSSON i A Myndlist LEITUN Misjafnlega eru mönnum skammtaðir hæfileikar og mis- jafnlega vel nýta hæfileikamenn gáfur sinar. Það eru örlög lista- manna að þurfa að opinbera per- sónu sina oftar og umbúðalausar en aðrir menn þvi það er bókstaf- lega þeirra starf og lifibrauð. Margir listamenn hafa hvorki miklar verklegar gáfur eða þjálf- un, en hafa til að bera hugarflug og skarpvizku sem gerir þeim kleift að komast aö nýstárlegum og þýðingarmiklum niðurstöðum um umhverfi sitt. Við erum þá viljugtil að fyrirgefa skort á verk lagni sé list sliks manns lykill að nýjum heimi. Aðrir listamenn hafa mikla lipurð og þjálfun en virðast aldrei takast á við verk- efni sem hæfir listgáfu þeirra. Þeir halda sig við hefðbundin myndefni og leitast ekki við að kryfja þau til mergjar og finna eitthvað nýtt og áhrifarikt i hefö- inni til að sýna okkur og þeim sjálfum. Þriðji hópurinn er svo hinn lukkulegi, þvi þeir hafa bæði verksnilld og hugarflug og tekst að samræma hvort tveggja i bestu myndum sinum. Verklegir hæfileikar Ragnar Páll sýnir nú 75 verka sinna aö Kjarvalsstööum, mál- verk, vatnslitamyndir og pastel- myndir og hann verður að minu viti að telja i miðflokknum. Verk- legir hæfileikar hans, a.m.k. i mörgum landslagsmyndunum, eru ótviræðir. Handbragðið er fingert, úrvinnsla nokkuð mark- viss og i vatnslitamyndum sinum sýnir hann oft næmi á tónbrigði i myndefni sinu. Hvað er þá að þessari sýningu hans sem þegar hefur selst upp og hefur dregið að sér legió gesta? Svariö liggur að nokkru leyti i fyrrgreindri skilgreiningu minni á miðflokki listamanna og snertir marga fleiri islenska listmálara. I fyrsta lagi reynir Ragnar Páll aldrei að velja sér viðfangsefni sem ekki eru þegar orðin tuggur, notuð óspart af tugum íslenskra landslagsmálara, þ.e. „mynd- rænu staðina” góðkunnu. Og þótt hann máli staði sem ekki hafa verið áður festir á striga, þá mál- ar hann þá frá sjónhorni sem þeg- ar hefur verið ofnotað, þ.e. fremst er barð eða hrauntunga, sem oft kemur út frá vinstri, siðan vatn, fjörður eða önnur lægð i landslag- inu og i fjarlægð eru svo fjöll. Efst eru svo himinn og skýjabólstrar. Nú vil ég leggja á það áherslu sem ég hef þegar oft sagt: sjálf- sagt og ágætt er fyrir listmálara að velja sér það efni til úrvinnslu sem höfðar til hans og hentar honum, þó svo að aðrir listamenn hafi þegar fjallað um hið sama. Bestu listamenn, er við þekkj- um, hafa hvort sem er ekki öðlast frægð sina fyrir uppfinningar heldur úrvinnslu. Landslag sjálfsagt Sjálfsagt er þvi fyrir málara að mála landslag, sé hann þannig innstilltur. En þegar hann fjallar um vel kannað efni, þá höfum við áhorfendur rétt á þvi að gera samanburð og listamaður er skyldugur til að fara eigin leið i túlkun, — sé hann þroskaður listamaður. Annað væri eftiröpun eða kjarkleysi. Nú vil ég segja að Ragnar Páll hafi ekki enn sett sitt persónulega mark á málverk sitt, þrátt fyrir hæfnina, — þau eru nær óþekkj- anleg frá verkum margra ann- arra islenskra landslagsmálara sem nú eru starfandi. Eg vil samt ekki bera eftiröpun upp á Ragnar Pál, þvi i mörgum landslags- myndum hans kemur fram ástúð á þeim stöðum sem hann málar, — þótt sú ástúð snúist i allt of mörgum myndun hans upp i velgjulega sólarlags-tilfinninga- semi (t.d. nr. 16, 28, 66 o.fl.). Vandamál hans virðist hér vera kjarkleysi eöa ekki nægur vilji til að tjá persónuleika sinn fyllilega, taka áhættur og leita að einhver ju nýju i landslaginu. Afleit portrett En þótt mér sýnist Ragnar Páll hafa sæmilega möguleika á þvi að finna sjálfan sig i landslagi, þá er ég efins um að portrettmyndir hans standist dóm timans. Þær eru að visu kvaðavinna og lifibrauð, eftir pöntun. En þessum kvöðum hafa t.d. listamenn eins og Sigurjón Ólafss. snúið yf- ir i sterkar listrænar yfirlýsingar. Þetta tekst Ragnari Páli ekki. Fyrirsætur hans eru stifar og lif- N lausar, einkum þær sem virðast málaðar eftir ljósmyndum, eins og myndin af Snorra Pálssyni. Og þótt um samtimamenn sé að ræða, eins og dr. Kristin Guð- mundsson, þá eru það sleikt og stirðnuð viðhafnarandlit sem við sjáum, búkurinn er stifur og hendur eins og tjóðraðar i skauti fyrirsætanna. Við finnum ekki fyrir snefil af innra manni, allt er með yfirborðsglans, eins og orðurnar sem þeir skreyta sig með. A bak við mennina er svo væmlitur dýrðarljómi sem orkar skjallkenndur og falskur, þótt fyrirsæturnar séu sjálfsagt besta fólk. Konumyndir Ragnars Páls eru sömuleiðis allar á yfirborð- inu, með sætum blæ eins og verstu eftirprentanir af þvi tagi sem finnast i húsgagnaverslunum hér. Vonandi verður það nýr og endurnærður Ragnar Páll sem við sjáum næst, láti hann ekki kaupæði almennings villa um fyrir sér. -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.