Dagblaðið - 20.10.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.10.1975, Blaðsíða 14
14 Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975. íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Hann var litill kóngur á High- bury sl. laugardag — hann Bryan King hjá Coventry. Fékk á sig fimm mörk — en þennan bolta lét hann ekki fara framhjá sér. Varði spyrnu írans Liam Brady hjá Arsenal — nr. 11. Afskrifaður af lœknum skoraði sigurmarkið Billy Casper lék eftir 19 mánuði og þrjár skurðaðgerðir á hné á ný með Burnley og felldi QPR af toppnum — Manch. Utd. á ný í efsta sœti 1. deildar Það var búið að afskrifa hann sem knattspyrnumann — lækn- ar töldu ferli hans lokið. En Billy Casper gafst ekki upp. Eftir þrjár skurðaðgerðir á hné og 19 mánaða fjarveru úr aðal- liði Burnley vr hann settur inn á siðustu stundu á laugardag, þegar miðherjinn sterki, ltay Hankin, komst ekki i gegnum læknisskoðun. Og Casper nýtti tækifæri sitt vel — skoraði eina mark Burnley beint úr auka- spyrnu þremur min. fyrir leiks- lok á Turf Moor og það nægði til að sigra efsta lið dcildarinnar, QPR. Casper var hér áður fyrr markhæsti leikmaður Burnley eftir að félagið keypti hann frá Rotherham fyrir mikla upphæð frá bæjardyrum Lancas- hire-liðsins séð — 40 þúsund sterlingspund, sem er ein mesta upphæð sem Burnley hefur greitt fyrir leikmann. Lið Burnley, sem fyrr í vik- unni sló Liverpool út á Turf Moor í deildabikarnum, kom Lundúnaliðinu á óvart með góð- um leik. Úrslit hefðu löngu verið ráðin fyrir mark Caspers ef aðalmarkskorari liðsins nú, Peter Noble, hefði veriö á skot- skónum. Hann fór illa með tæki- færi. Burnley-liðið var meira með knöttinn — og leikurinn langtímum saman á vallar- helmingi QPR. Hins vegar voru leiftursóknir QPR afar hættu- legar, en Alan Stevenson sýndi þá landsliðstakta — varði allt. Otlit var fyrir markalaust jafn- tefli — þar til Burnley fékk aukaspyrnu rétt utan vitateigs á 87. min. Casper tók spyrnuna og spyrni knettinum beint I mark — 100 deildamark hans á löng- um ferli. Þar með voru úrslit ráðin og QPR var heldur óhepp- ið að tapa leiknum. „Hann hlýtur að verða mið- herji Englands gegn Tékkum síðast f þessum mánuði,” sagði þulur BBC, þegar Stuart Pear- son,miðherji Manch. Utd. skor- aði annað mark liðs sins gegn Arsenal á laugardag og náði forustu 2-1. „Þetta er bezta markið á leiktimabilinu,” bætti þulurinn við. Ungi irski bak- vörðurinn, Jimmy Nichols, lék upp kantinn og gaf vel fyrir. Pearson tók knöttinn niður á brjóstinu og svo leiftursnöggt að auga festi varla á — spyrnti hann og boltinn þaut I net- möskvana. Manch. Utd. — sig- urlið 2. deildar I vor — var aftur komið i efsta sæti 1. deildar. Jafnræði var framan af með Manch. Utd og^Arsenal og frá- bær knattspyrna sem liðin sýndu á Old Trafford. En á 36. mln. náði United forustu með marki Steve Coppell — mikið einstaklingsframtak þessa unga pilts, sem United fékk frá Birkenhead-liðinu, Tra.nmere, fyrir gjafpris I vor og það beint undir „nefi” stóru Liver- pool-liðanna. Borgin Birken- head er sunnan við Mersey-ána, beint á móti Liverpool. Coppell lék á fjölmarga varnarmenn Arsenal áður en hann sendi knöttinn framhjá Jimmy Rimmer, markverði, sem lengi lék með Manch. Utd. Aðeins þremur min. síðar jafnaði Arse- nal. Eddie Kelly átti þrumuskot af 30 metra færi. Knötturinn hafnaði I þverslá —hrökk I bak Stepney markvarðar og rann inn fyrir marklinuna. Siðari hálfleikurinn tilheyrði United. Fyrst skoraði Pearson glæsi- mark sitt á 48. min. og siðan Coppell aftur á 67. min. Þeir Ball og Kelly voru bókaðir hjá Arsenal I f.h. en þó var harka litil. Þá eru það úrslitin á laugar- dag. 1. deild Birmingham—Leeds 2-2 Burnley—QPR 1-0 Cov entry—Liv erpool 0-0 Derby—Wolves 3-2 Everton—Aston Villa 2-1 Ipswich— Leicester 1-1 Manch. Utð,—Arsenal 3-1 Middlesbro—West Ham 3-0 Newcastle—Norwich 5-2 Sheff. Utd,—-Stoke 0-2 Tottenham—Manch.City 2. deild 2-2 Bolton—Notts County 2-1 Bristol R—Sunderland 1-0 Charlton—Oldham 3-1 Chelsea—Blackpool 2-0 Luton—Fulham 1-0 Nottm. For.—Southampton 3-1 Orient—Carlisle 1-0 Oxford—Blackburn 0-0 Portsmouth—Hull 1-1 WBA— Plymouth 1-0 York—Bristol City 1-4 Birmingham byrjaði með miklum krafti gegn Leeds og eftir aðeins 9 min. stóð 2-0 fyrir heimaliðið. Fyrst skoraði Trevor Francis — siðan mið- vörðurinn Joe Gallagher. „Leeds-liðið er orðið of gam- alt,” heyrðist viða i blaða- mannastúkunni á St. Andrews — en leikmenn Leeds voru á annarri skoðun. Einkum Alan Clarke, sem átti stórleik á ný. Liöið fór mjög að sækja. Á 35. min. tókst Trevor Cherry að minnka muninn og rétt fyrir hié jafnaði Norman Hunter. Þar við sat — fleiri m örk voru ekki skor- uð I leiknum. Birmingham varð fyrir áfalli. — Miðherjinnf. Withe var borinn af velli i f.h. — Skozki landsliðsaðurinn David Harway varði glæsilega i siðari hálfleiknum — einkum frá Taylor. Englandsmeistarar Derby voru einnig i ham framan af gegn, Úlfunum. Eftir 28 min. stóð 3-0. Kevin Hector skoraöi á 8. min. — siðan Francis Lee min. siðar og Hector bætti við 3ja markinu á 28. min. Eftir þaö gaf Derby eftir og var i lokin heppið að hljóta bæði stigin. Kindon minnkaði muninn I 2-1 á 47. min. Roy McFarland, mið- vöröur Derby, var þá með knöttinn — rann til og féll — og þá var eftirleikurinn auðveldur fyrir Kindon. Miövörðurinn sterki, Francis Munro, skoraði annað mark Úlfanna á 75. min. Þá skynjuðu leikmenn Derby hættuna. Tdku sig saman á ný og björguðu stigunum. Allt Utlit var fyrir fyrsta sigur Tottenham frá fyrsta degi keppninnar, 16. ágúst, þegar Chris Jones skoraði tvivegis fyrir Lundúnaliðið um miðjan f.h. En það varð ekki. Leikmenn Tottenham gáfu Manch. City beinlinis tækifæri til að jafna. Lakasta útilið 1. deildar, Manch. City, skoraði tvivegis — ogaf tveimur útisigrum liðsins i fyrra var annar á White Hart Lane, gegn Tottenham. Dave Watson, enski landsliðs- miðvörðurinn, var nú miðherji hjá City i stað Joe Royle — meiddur — og Rodney Marsh var settur úr City-liðinu. Mike Doyle tók við fyrirliðastöðunni i fyrsta sinn — eftir 11 ár hjá Manch. City. Watson, sem var miðherji hjá Roterham, þegar Sunderland keypti hann, sýndi nú litla snilli i þeirri stöðu og komst litið áleiðis gegn Skotan- um sterka, Willie Young. En hann slapp augnablik rétt fyrir hléið og tókst að skora — heppnismark. I siðari hálfleikn- um jafnaði Colin Bell á 30. min. Skallaði i mark, þegar engin hætta virtist yfirvofandi — mark eins og Martin Peters skoraði svo oft á sama velli. En leikmenn Tottenham gátu að- eins ásakað sjálfa sig eftir á að hafa ekki hlotið bæði stigin. Middlesbro, sem ekki hefur enn fengið mark á sig á heima- velli slðan keppnistimabilið hófst, sýndi allar sinar beztu hliðar gegn West Ham. Merwyn Day bjargaði Lundúnaliðinu frá algjöru hruni með snilldar- markvörzlu — og þrátt fyrir ein- stefnuMiddlesbro allan f.h. stóð aðeins 1-0 i leikhléi. Graham Souness skoraði á 42. min. 1 s.h. skoruöu þeir Armstrong og Foggon — og að auki voru tvö mörk dæmd af vegna rangstöðu. Nokkru norðar lék Newcastle Þeir skora mörkin Norwich grátt. Malcolm Mc- Donald skoraði á 4. min., en Mc- Guire jafnaði. Alan Gowling kom Newcastle i 3-1 með tveimur góðum mörkum — og siöan skoraði McDonald aftur 4-1. Þá skoraði Ted McDougall fyrir Norwich, en Newcastle átti svo siðasta orðið i leiknum. Um aðra leiki er það að segja, að Leicester gerði jafntefli i ni- unda sinn — hefur enn ekki unn- ið leik. Whymark skoraði fyrir Ipswich — Weller fyrir Leicester. Gerry Jones skoraði bæði mörk Everton gegn Villa — Jimmy Greenhoff bæði mörk Stoke gegn Sheff. Utd. Jimmy Robertson lék nú að nýju með Stoke eftir niu mánuði — þessi kunni leikmaður með Totten- ham, Arsenal og Ipswich, fót- brotnaði \ i leik. Hann byrjaði með St. Mirren. Lék þar með Þórólfi Beck. Leikur Coventry og Liverpool var afar slakur — mikil átök, en litil knattspyrna. Coventry átti nokkur góð færi — Liverpool varla skot á mark. 1 2. deild skauzt Bristol City á toppinn. Cheesley skoraði þrjú af mörkum liðsins i York — en á sama tima vann hitt Bri stol-liðið, Rovers, Sunder- land með marki Bruce Bannister. Peter Bonetti lék með Chelsea að nýju eftir árs fjarveru — og hélt marki sinu hreinu. Ray Wilkins, viti, og Langley skoruðu mörk Chelsea i lokin. Bolton lék tiunda leik sinn I röð án taps og Oldham sinn 29. á útivelli i röð án sigurs. Lið Brian Clough, Nottm. Forest vann nú loks — og það góðan sigur i Southampton. McGovern hélt Mike Channon alveg i skefjum i leiknum og eina mark Dýrlinganna skoraði Peter Osgood — fyrsta mark hans f haust. Crystal Palace heldur enn forustu i 3. deild og það þóttu tiðindi, að Rodney Marsh hjá Manch. City horfði á leik Palace i Preston. Kannski veit það á eitthvað — Malcolm Allison, áður framkvæmdastjóri Manch. City, er með Palace-liðið. Þá steinlá Bury i Peterbro og þar með hafa öll deildaliðin tapað leik. Staðan er nú þannig: 1. deild Manch. Utd. 13 8 3 2 23-11 19 QPR 13 6 5 2 21-9 17 WestHam 12 7 3 2 18-14 17 Derby 13 7 3 3 19-17 17 Liverpool 12 6 3 2 18-10 16 Middlesbro 13 6 4 3 15-10 16 Leeds 12 6 3 3 18-14 15 Everton 12 6 3 3 18-17 15 Manch. City 13 5 4 4 20-12 14 Stoke 13 6 2 5 15-13 14 Newcastle 13 5 2 6 27-22 12 Coventry 13 4 4 5 13-15 12 Ipswich 13 4 4 5 11-13 12 Norwich 13 4 4 5 22-25 12 AstonVilla 13 4 4 5 13-18 12 Arsenal 12 3 5 4 16-14 11 Burnley 13 3 5 5 15-20 11 Tottenham 13 1 7 4 16-19 9 Birmingham 13 3 3 7 19-24 9 Leicester 13 0 9 4 11-20 9 Wolves 13 2 4 7 14-22 8 Sheff. Utd 13 1 1 11 6-29 3 2. i Markahæstu leikmenn i ensku knattspyrnunni eftir leikina á laugardag eru nú þessir i deild og deildabikar. 1. deild 16 — Tcd McDougall, Norwich. 13 — Peter Noble, Burnley. 10 — Alan Gowling og Malcolm McDonald, báðir Newcastle. 9 — Denis Tueart, Manch. City. 2. deild 12 — Poul Cheesley, Bristol City. 8 — Mike Channon, Southamp- ton. 3. deild 9 — David Kemp, C. Palace, Peter Silvester, Southend. 4. deild 12 — John Ward, Lincoln og Frad O’Callaghan, Doncaster. 10 — Ronnie Moore, Trammere. Bristol City Sunderland Bolton Fulham Notts Co. Southampton Bristol Rov. Oldham Blackpool Luton Hull City Chelsea Charlton Orient WBA Nottm. For. Oxford Blackburn Plymouth Portsmouth York City Carlisle

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.