Dagblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 10
H> Dagblaðið. Þriðjudagur 21. okttjber 1975. Hver er mesti skákmaður heimsins i dag? Poutiainen skákmaður, Finn- landi: Karpov er náttúrlega heimsmeistarinn, en ég er ekki viss um hvor myndi bera sigur af hólmi, hann eða Fischer, ef þeir leiddu saman hesta sina. Hamann, alþjóðlegur meistari, Danmörku: Svona erfiöri spurningu er bara hægt að svara á þann hátt að ef Fischer ekki teflir innan skamms og sýnir, hvað i honum býr, hættir fólk að reikna með honum, — og þá er Karpov næstur. Parma, s t ó r m e i s t a r i, Júgóslavíu: Karpov, — Fischer hefur jú ekki teflt i þrjú ár, svo ekki er hægt að taka hann með i dæmiö. Mdniiiiii Lombardy, mótsstjóri og fyrrum aðstoðarmaður Fischers: Það er með Fischer eins og gamlan boxara, — hann verður að verja titil sinn til þess aö sýna styrk sinn. Hins vegar fór ég inn i Laugardalshöll i gær og mér fannst eins og draugur Fischers svifi þar yfir, — svo mikil eru áhrif hans. Spurning dagsins Timman, stórmeistari, Hollandi: Karpov, — á þvi er enginn vafi. Og ef við tölum um þann, sem var beztur gegnum árin, vil ég nefna Botvinnik. Hartson, alþjóðlegur meistari, Englandi: Fischer, — ég held að ef þeir háðu einvigi, Karpov og hann, myndi Fiseher auðveldlega vinna. Atvinnulýðrœði skref í ótt til betra somfélags Jón Magnússon sendi okkur linu: „Sjónvarpið sýndi þann 6. þessa mánaðar leikrit, sem byggðist á efni beint úr atvinnu- lifinu. Leikrit þetta verður að teljast i ýmsu mjög athyglis- vert, fyrst og fremst fyrir það, að dregnar voru fram ljósar myndir af þvi, sem miður fer innan veggja vinnustaða i iðn- aðarþjóðfélagi nútimans. Oft verða verkamenn að þola mis- beitingu stjórnunarvalds yfir- boðara sinna. Slikt er „þræla- hald” nútima manna. Umrætt leikrit dró glögglega fram, að stjórnendur fyrirtækja láta sig engu skipta, þó þeir beinlinis verði valdir að þvi, að skaða lif samvizkusamra og velgerðra einstaklinga. Hafa verður i huga, að starfið er og veröur einn af hornstein- um i lifi hvers einstaklings, og beinlinis skiptir sköpum um vel- ferð og hamingju einstaklings- ins. Þrátt fyrir mikla umræðu um atvinnulýðræði hérá landi hefur ekkert gerzt, nema siður sé. Reynsla þjóða, sem hafa innleitt atvinnulýðræði, er mjög já- kvæð. Alltof algengt er, að fyrir- tæki séu rekin af ráðvilltum og hreint óhæfum aðilum hér á landi. Menn verða að gera sér grein fyrir, að þessir menn eru að ráðskast með annarra fé, og undirstaða fyrirtækisins eru störf hinna vinnandi handa. Að lokum vil ég beina þeirri á- skorun til stjórnenda sjónvarps- ins, að endursýna umrædda mynd og siðan efna til umræðu- þáttar um efni leikritsins, at- vinnulýðræði.” Raddir lesenda HALLUR HALLSSON RÉTTIÐ ÚR KRYPPUNNI! Athugunarleysi eða skilningsleysi?: KOMAST EKKI - NÉ HEIM „Hárgreiðslusveinar! Hvers eigið þið að gjalda? Flestir eruð þið konur og allar ætla að vinna á kvennafridaginn, 24. október. Er engin barátta i til i ykkur? Þið látið meistarana kúga ykk- ur! Þetta er eina stéttin, sem ætlar að vinna á kvennáfridag- inn. Ég hef aldrei heyrt annað eins og það, að stéttarfélag hár- greiðslusveina er ekki til! Það er þá ekki undarlegt, þótt meist- ararnir komist upp með ýmis- legt eins og þetta, að láta ykkur vinna. Það er meisturunum auðvitað i óhag að hafa ekki sveinana i vinnu 24. október, sem er föstudagur og alls staðar mikið að gera. Ég vona fyrir ykkar hönd, að þið réttið úr kryppunni og standið með okkur konunum þann 24. Og annað: komið sveinafélagi ykkar á fót, þvi fyrr þvi betra. Ein, sem samhryggistykkur.” Skipverji á Úðafossi hringdi: „Við komum inn á ytri höfnina i Reykjavik kl. 2:20 aðfaranótt sunnudagsins og vorum mjög súrir yfir þvi að komast ekki upp að bryggju til þess að hitta fjölskyldur okkar eftir 22 daga útivist. Erlendis eru skip tekin inn á öllum timum sólarhrings. Hafnargjöld eru hin sömu að nóttu og degi. Ég held að Eimskip sé að reyna að spara sér yfirtiðargreiðslu til Toll- gæzlunnar en athugar ekki, að mannskapurinn um . borð er kominn á yfirtið. Það ætti að vera hagkvæmast fyrir alla aðila að taka skipin strax inn. Þar á ofan yrði mannskapurinn um borð feginn að komast sem fyrst heim til konu og barna þar sem viðkomutiminn hér i Reykjavik er oftast aðeins sólarhringur nú orðið.” KONUR, GEFIÐ HELDUR KAUPIÐ „H” gerir eftirfarandi að tillögu sinni: „Ég geri að tillögu minni aö konur leggi ekki niður störf þennan kvennadag, heldur gefi sem svarar kaupi eins dags vinnu til einhverrar góðgerða- starfsemi”. ##Þeir Karl Friðleifsson skrifar: „Þórólfur Eiriksson og nafn- númer 4127-3968 hneykslast mjög á, að Halldór Pétursson skyldi þora að láta i ljós skoðun sina og lýsa opinberlega yfir stuðningi við stjórn Francos á Spáni. Þeir hneykslast á aftök- um þeim sem hún lét fram- kvæma á skæruliðum og morð- ingjum kommúnista fyrir glæpaverk þeirra á spönsku þjöðinni. Já, þeir hneykslast alltaf, sem sjá flisina i auga bróður sins en ekki bjálkann i sinu eigin. Þórólfur Eiriksson er svo ein- Vilja þeir í Þorlákshöfn ekki kaupa veghefil? Hafnlirðingur hafði samband við blaðið: „Ég sá hér i fréttum, bæði i blöðum og sjónvarpi, myndir frá þeim þarna i Þorlákshöfn, þar sem þeir voru að vand- ræðast með þennan óheflaða vegarkafla sinn. Það sem mér þótti athyglisvert var að flestir voru Þorlákshafnarbúa á bilum sem örugglega voru 2ja milljón króna virði stykkið. Nú er það svo, sem mér skilst, að Hafn- firðingar séu að selja einn af sinum vegheflum. Ætli Þorláks- hafnarbúar væru ekki tilleiðan- legir til þess aö slá . saman svo sem einu bilverði og kaupa veghefilinn og leysa þannig vandann með vegheflunina á spottanum?” sjó flísina... staklega barnalegur, að hann á- litur, að á íslandi séu eingöngu svokallaðir lýðræðissinnar, allir steyptir i sama frjálslyndis, kæruleysis mótið. Þvi frekar hafaþeirrétt til að láta skoðanir I ljós. Það er grundvallarregla lýðræðisins, að allir þegnar skuli fá að segja sina meiningu, hvort sem hún fellur i kramið hjá „lýðræðissinnum” eður ei. Siðan talar hann um „aftur- haidsseggi” á tslandi. Maöur littu nær þér. Mestu afturhalds- seggir á tslandi eru flokksmenn tveggja islenzkra stjórnmála- flokka, sem kenna sig við „lýö- ræði”, nefnilega Framsókn og Alþýðubandalagið. Nafnnúmer 4127-3968 er svo hneykslaður á stuðningi Hall- dórs við stjórn Francós og svo sannfærður um sakleysi morð- ingjanna fimm, að hann efast ekki um, að þeir hafi verið dæmdir saklausir. Slik ummæli geta aðeins flokkazt undir ein- skæran barnaskap og trúgirni, eða þá bara hreina og beina móðursýki manns, sem gripur siðasta hálmstráið til að verja gjörðir þessara glæpamanna kommúnista. Aögeröir stjórnar Francós voru nauðsynlegar til að stemma stigu við yfirgangi skæruliöa kommúnista, sem lengi hafa haft hug á að ræna völdum á Spáni, sérstaklega eftir valdarán herforingjaklik- unnar i Portúgal á sl. ári. Munið það, að þið elskendur lýðræðiseruð aðeins handbendi kommúnista i sakleysi ykkar. Dæmið ekki, þvi þá verðið þið sjálfir dæmdir. Halldór Péturs- son hafði fullan rétt til að styðjá stjórn Francós og ef þið eruð þvi ekki samþykkir, þá ættuð þið ekki að lesa DAGBLAÐIÐ. | Skoðanafrelsi er nefnilega enn- þá i gildi á tslandi.” Þessimynd er af Frankó, skömmu eftir aftökur fimmmenninganna. Hrærður i huga tekur hann við hylli stuðningsmanna sinna, sem lýstu yfir stuðningi sinum við aftökurnar — menn eru ekki á eitt sáttir um réttmæti þessara gerða einræðisstjórnarinnar á Spáni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.