Dagblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 2
2 nagblaftift. Þriðjudagur 21. október 1975. Skákmótið í gœr: ÍSLAND STENDUR Á NÚLLl EFTIR FYRSTU UMFERÐ — Friðrik og Björn töpuðu sínum skákum Ostermayer gaf skák sina gegn Timman eftir 16 leiki á Svæðismótinu á Hótel Esju i gær. Aðrar skákir fóru þannig: Poutiainen — Van Den Broeck: 1-0 Hartston — Laine: 1-0 Hamann — Björn Þorsteinsson: 1-0 Friðrik Ólafsson — Parma: 0-1 Zwaig — Jansa: 1-0 Timman — Ostermayer: 1-0 Hvitur er talinn fyrr. Ribli sat yfir en skák Liberzon og Murray var frestað þar til biðskákir verða tefldar á fimmtudaginn. Eins og áður hefur verið skýrt frá hafði enn ekkert frétzt frá Liberzon þegar mótið hófst i gær kl. 5, en hann lagði af stað frá ísrael snemma á laugar- dagsmorgun. Kl. 19.04 gekk Murray i keppnis- og áhorfendasalinn á Hótel Esju. Minútu siðar lauk fyrstu skákinni á milli Timman og Ostermayer, en þeir Liber- zon og Murray komu með sömu flugvél frá London skömmu áð- ur. Hafði sá fyrrnefndi tafizt i Róm,en Murray hafði ekki kom- iztfrá írlandi fyrr en i eftirmið- dag I gær vegna mikillar þoku, sem lá yfir flugvöllum á Irlandi. Mesta athygli áhorfenda vakti að vonum skákin á milli Friðriks og Parma, tveggja af 6 stór- meisturum, sem taka þátt i mótinu. Þeir teíldu drottningar- bragð. Var mál manna að skák- in væri geysispennandi. Að vísu tók Friðriic sér góðan tima, en það hefur nú sézt áður. Meðal áhorfenda voru að sjálfsögðu allir þekktustu skák- menn tslands. Töldu sumir, að fljótlega væri Friðrik kominn með lakari stöðu, en aftur á móti voru aðrir, sem efuðust lengst af ekki um sigur hans. Engin skák skipti áhorfendur jafnmiklu máli og þessi. Mikil átök fóru fram i höfðum manna og i umræðum, engu siður en á keppnisborðinu. Eftir 25 leiki átti Friðrik nær engan tima eftir og jafnteflis- vélin júgóslavneska bætti stöðu sina jafnt og þétt. Verðskuldaö- ur en ekki mjög vinsæll sigur. Poutainen og Van Den Broeck léku katalónska byrjun. Finninn hafði hvitt á móti belgiska doktomum, sem þurfti að sækja á brattann alla 27 leikina. Hartston hafði hvitt á móti Laine f'rá Guernsney. Þeir tefldu kóngsbyrjun. Englend- ingurinn fékk miðborðið næst- um að segja i vegarnesti, en Laine var orðinn peði undir i peðsendatafli og gaf eftir 38 leiki. Norðmaðurinn Zwaig og Tékkinn Jansa tefldu kóngsind- verska byrjun. Zwaig hafði hvitt og hélt frumkvæðinu til vinnings i 40 leikjum. Gefið. Hamann var með hvitt á móti Birni Þorsteinssyni. Upp kom Nimso-indverskt tafl, sem Dan- inn tefldi til vinnings. Björn gaf I 27. leik. Ahorfendur vom ekki margir, þegar mótið hófst, en þó voru þarna kunnugleg andlit frá skákmótum. Þarna vom Einar Þorfinnson bridgespilari, Berg- ur Pálsson, stjórnarráðsmaður, Halldór Pétursson, listmálari, Jóhann Friðriksson, kaupmað- ur Jakob Hafstein, frkvstj. og Jóhann Arnason, fyrrv. banka- starfsmaður. Meðal kunnari skákmanna voru þarna frá byrjun þeir Ingi R. Jóhannsson og Benóný Benediktsson, og Sigurður Sigurðson, fréttastjóri, lét ekki á sér standa. Fjölgaði nokkuð jafnt allan timann fram yfir kvöldmat, en þá mátti heita, að áhorfendasal- urinn væri þétt setinn. t hliðar- sal var sjónvarpstæki eins og i þægilegri dagstofu, en þekktir skákmeistarar islenzkir skýrðu skákir i öðrum hliðarherbergj- um. Mótsstjóri er bandariski stór- meistarinn séra William Lom- bardy, en honum til aðstoðar em þeir Jón Pálsson og Bragi Kristjánsson. Blaðafulltúar mótsins eru Olafur Orrason og Ólafur H. Ólafsson. Aðstaða til keppnishalds sýn- ist vera allgóð og mótsstjórn ágæt i öllum greinum. 2. umferð verður tefld i dag. Þá tefla saman: Ribli (stórmeistari) og Poutianien Van Den Broeck og Hartston (alþjóðlegur meistari) Laine og Hamann (alþjóðleg- ur meistari) Björn Þorsteinsson — Friðrik ólafsson (stórmeistari) Parma (stórmeistari) og Zwaig (alþjóðlegur meistari) Jansa (stórmeistari) og Timman (stórmeistari) Ostermayer og Liberzon (stórmeistari) Murray situr hjá. Töfluröðin er þessi: 1. Zoltan Ribli (Ungverjaland), 2. Pertti Poutiainen (Finnland), 3. Willi- am Hartston (England), 4. Sven Hamann (Danmörk), 5. Friðrik Ólafsson, 6. Arne Zwaig (Noreg- ur), 7. Jan Timman (Holland), 8. Vladimir Liberzon, 9. John Murray (Irland), 10. Peter Ostermayer (V-Þýzkaland), 11. W. Jansa (Tékkóslóvakia), 12. Bruno Parma (Júgóslavia), Björn Þorsteinsson, Eugene Laine (Guernsey), Van Den Broeck (Belgia). —BS— SJÓNVARPSMYNDIN DÓ ÚT OG RAFTÆKI EYÐILÖGÐUST — vegna óstöðugrar spennu í Grundarfirði ,,Enn er ómælt það tjón sem óstöðug rafmagnsspenna i Grundarfirði á föstudagskvöld og á laugardag hefur valdið,” sagði fréttaritari Dagblaðsins á staðn- um. Spennan rokkaði frá 150 volt- um upp i allt að 300 volt. Efra markið var þó ekki hægt að mæla, Hljóm- flutnings- tœkjum stolið Hún var heldur óskemmtileg heimkoma ibúa að Vesturgötu 25 á föstudagskvöldið. Fólkið hafði brugðið sér i bió og er heim kom voru horfin úr ibúðinni Pioneer hljómflutningstæki, plötuspilari, magnari og tveir hátalarar. Svo virðistsem þjófinn hafi ekki skort neitt annað, þvi annars er ekki saknað. Málið er i rannsókn. ASt. en 250 volta spennumælir stóð langtimum saman i botni. — Eg hef haft spurnir af þvi að þrjár frystikistur hafi skemmzt af þessum sökum og ýmis lág- spennutæki, s.s. dyrabjöllur o.fl. hafa eyðilagzt. Lokar hafa skemmzt og mótstöður brunnið. Mynd á sjónvarpsskermi fólks dó út i hvitu þegar spennan var sem lægst og búast má við þvi að lampar hafi gefið sig einhvers staðar eða séu lakari eftir. Slikt kann að reynast dýrt spaug. Þessi bylgja með óstöðugt raf- magn á Grundarfirði stóð i tæpa tvo sólarhringa. — Við skiljum vel að einhver tæki kunni að bila, en að forráða- menn rafmagnsmála skuli þá ekki senda út orðsendingar i fjöl- miðlum þar að lútandi er vægast sagt skammarlegt. Dýr tæki eru i húfi og^reynslan sýnir að bætur fást ekki fyrir tjón á þeim af slik- um orsökum. Sú er nýskipan rafmagnsmáia i Grundarfirði að staðurinn fær rafmagn beint frá Andakilsár- virkjun i stað Ólafsvikur áður. Slæmt var ástandið áður en ekki hefur það batnað. Fréttamaður Dagblaðsins hringdi til Andakils- árvirkjunar og spurði um orsakir. Kváðu þeir spenni á linu til ólafs- vfkur hafa bilað og þeim kæmi málið ekki við. í Ólafsvik sögðu ráðamenn að þetta mál væri þeim óviðkomandi. Þessi rafmagnsbilun, hversu dýr sem hún kann að verða Grundfirðingum, virðist þvi eng- um koma við en af fyrri reynslu þykjast Grundfirðingar vissir um að hennar muni ekki gæta á raf- magnsreikningum þegar þar að kemur. Þó dráttur sé á stöðugu rafmagni er aldrei dráttur á að reikningar berist, og lokunarað- gerðir eru rafveitumönnum tam- ari en framkvæmdir til úrbóta eða aðvaranir um aðsteðjandi hættu. Það rikir megn óánægja með rafmagnsmálin i Grundar- firði. Sópugerðin Frigg gefur þvottabirni Stöku sinnum sýna menn svo- litla kimni i daglega lifinu og það má segja að Sápugerðin Frigg hafi gert nú nýlega.Um næstu mánaðamót koma til Sæ- dýrasafnsins i Hafnarfirði 3 þvottabirnir sem sápugerðin gefur safninu. Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafnsins, sagði að birn- irnir, sem draga nafn sitt af þeirri áráttu að vilja alltaf þvo mat sinn upp úr vatni áður en þeir snæða hann, kæmu frá dýragarðinum i Kaupmanna- höfn og væru þetta 2 karldýr og 1 kvendýr. Þvottabirnir sagði hann að væru ákaflega vinsælir sýningargripir i dýragörðum erlendis vegna skemmtilegra tiltekta þeirra og útlits. Hefðu birnirnir endur fyrir löngu verið ein algengasta dýrategund i N- Ameriku en nánast verið útrýmt vegna þess hversu þeir hefðu lagzt á maisræktina og svo vegna verðmætra skinna. Að lokum vildi Jón koma á fram- færi þakklæti til sápugerðarinn- ar, svo og annarra fyrirtækja er rétt hefðu safninu hjálparhönd gegnum árin. HP BREIÐHOLT BYGGIR 3 SKRIFSTOFUHÚS Ereiðholt hf. er nú byrjað að reisa þrjár skrifstofubyggingar á mótum Siðumúla, Fellsmúla og Grensásvegar. Almennar trygg- ingar hf. eiga eitt húsið, en Alþýðubankinn hf. og Alþýðu- samband tslands annað. Hinu þriðja hefur enn ekki verið ráð- stafað. HUsin verða öll þrjár hæðir og 400 fermetrar að flatarmáli hvert. Eins og sést á myndinni er bygging þessara húsa nýlega hafin. Greinileg er sú þróun að fyrir- tæki byggja yfir sig i austurbæn- um. Bilastæðin sem þar er hægt að koma fyrir hafa án efa talsvert að segja, enda er svo komið að flest viðskipti útheimta góð stæði fyrir þarfasta þjóninn viðskipta- vinanna. — BS— ðSSS TrrrT^ ntpa‘■008 Hœg fólksfjölg- un í Reykjavík Fólksfjölgun á Reykja- vikursvæðinu er hægari en annars staðar á landinu. Borgarstjórn samþykkti samhljóða tillögu þess efnis, að alþingismenn Reykja- vikur beiti sér fyrir þvi, að Byggðasjóður láti höfuð- borgina njóta jafnréttis við ■ aðra landshluta i lánum og styrkveitingum úr sjóðnum. Meðalfólksf jölgun á íslandi árin 1973 — 74 var 2.53%, en var á sama tima i Reykjavik aðeins 2%. Til samanburðar má geta þess, að fólksfjölgun á Norður- landi eystra var 3.12%. Björgvin Guðmundsson flutti tillögu i borgarstjórn þess efnis, að alþingismenn Reykjavikur beittu sér fyrir þvi á Alþingi, að Reykjavik yrði látin njóta jafnréttis við aðra landshluta. Var hún samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. A siðasta ári veitti sjóður- inn 710 milljónir i lán og styrki, en ekki krónu til Reykjavikur. Meðal annars veitti sjóðurinn lán til kaupa á fiskiskipum frá Reykjavik. —BS— í V 4 ÖF/ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.