Dagblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 14
14 Dagblaðiö. Þriðjudagur 21. október 1975. ...................... " '\ Viðtal við franska háhyrningaveiðarann Roger de La Grandiére v sér fara, til þess er tiðnin allt of há, en þegar segulbandstækin eru sett i samband við linurita kemur i ljós hvað fer fram i vatninu. Við þekkjum orðið 20-30 orð og erum sifellt að læra meira.” ingatorfanna við landið væri mun einfaldara að fanga þá hér en annars staðar. Tiltölulega einfalt væri að flytja þá til ná- lægrar hafnar og það hefði mik- ið að segja. Viss um að „Háhyrningurinn er einstak- lega gáfuð skepna. Hann hefur t.d. heilabú, sem er stærra i hlutfalli við sjálfan likamann en i nokkru öðru dýri á jörðinni. Greind háhyrningsins er með ó- likindum, það hefur margsinnis verið sannað.” Svo fórust orð Roger de La Grandiére.franska háhyrnings- veiðaranum sem hér hefur dvalizt að undanförnu i þeim til- gangi að fanga háhyrning fyrir rannsóknarstofnun og sædýra- safn i Nice i Frakklandi. „Stofnun heitir „Centre d’Etude et de Recherche Sicientifique Sur La Delphino- logie et l’Oceanographie” fyrir hádegi,” sagöi Grandiére enn fremur, „en eftir hádegið heitir hún einfaldlega „Marineland”. Munurinn liggur i því að fyrri hluta dags fara fram ýmiss kon- ar visindalegar rannsóknir á hafinu og ibúum þess en eftir hádegið eru dýrin til sýnis — þannig stendur stofnunin al- gjörlega undir öllum kostnaði viö reksturinn.” Háþróað háhyrningamál Grandiére nefndi sem dæmi um snilld háhyrninga að i Nice-stöðinni hefðu verið fyrir þá lagðar ýmsar þrautir, sem reyna á gáfnafarið —á svipaðan hátt og greind manna er mæld — og hefðu þeir sýnt áberandi meiri hæfni við úrlausn próf- anna en öll önnur dýr. „Mál þeirra er einnig háþró- að,” sagði hann. „Með rann- sóknum undanfarin ár hefur okkur tekizt að komast litillega inn i þetta mál þeirra. Það er gert þannig að nákvæmum hljóöritunartækjum er komið fyrir i vatninu hjá þeim og þeir einfaldlega hljóðritaðir. Auðvit- að getur maður ekki heyrt með berum eyrum hvað þeir láta frá Grandiére sagði að til dæmis hefði vitneskja um orðið „hætta” á háhyrningamáli fengist á þann hátt að einhverj- um hlutum, fjandsamlegum öryggi háhyrninganna hefði verið hent út i vatnið. „Þá senda þeir einn af stað, sem kannar málið,” sagði Grandiére, „og hann kemur skilaboðum til hinna. Við endurteknar tilraunir kom I ljós að við ákveðna at- burðarás komu sömu merkin fram i linuritanum. Og háhym- ingarnir hafa sýnt að það þýðir ekkert að ætla að leika á þá, þeir em greindari en svo.” Ýmsir hafa velt þvl fyrir sér hvers vegna Grandiére er að leita háhyrninga hér við land. Hann svarar þeirri spurningu: Hvers vegna tsland? „Háhyrningar finnast um all- an heim en hvergi er jafn mikið af þeim og hér. Hvergi eru þeir jafn nærri landi og hér — og hvergi eru þeir jafn gæfir og einmitt hér. Ég var hér i október f fyrra og er hér aftur i október nú. Skýringin á þvi er sú að á þessum tima árs koma þeir upp aö SA-strönd landsins til að afla fæðu fyrir ungviði sitt, sem fram að þessum tima hefur að- eins neytt móðurmjólkurinnar. Nú kemur sildin upp að strönd- inni og ungviðið getur einna helzt étið sild þvi um annað er varla að ræða fyrir ungana, sem ekki kunna að veiða. Fullvaxnir háhyrningar kæra sig ekkert um sildartitti enda stórhveli og þurfa þar af leiðandi mikið að éta. Ef fullvaxinn háhyrningur ætlar að mettast af sfld, þá þarf hann að éta svo mikið að það getur tekið hann hálfan og heil- an daginn. Háhyrningurinn er afskaplega félagslynd skepna, hann er aldrei einn á ferð og þvi koma þeir i stórum hópum upp að landinu um leið og sildin.” Fransmaðurinn gat þess einn- ig að vegna nálægðar háhym- Flutningurinn til Frakklands „Eftir að ég er búinn að ná lif- andi háhyrningi i höfn,” sagði Grandiére fréttamanni Dag- blaðsins, „þá er vandinn að koma dýrinu lifandi til Frakk- lands. Það verður vandamál þegar þar að kemur. 1 stuttu máli gengur það þó þannig fyrir sig að ég útbý einskonar sund- laug, sem dýrinu verður komið fyrir i. Flugvélin þarf að vera nægilega stór, svo hægt sé að koma sundlauginni með dýrinu I um borð, þvi að sjálfsögðu biður maður ekki háhyrning að beygja sig og sveigja svo hægt sé að koma honum inn um far- þegadyrnar. Ég reikna þvi með að bandariski herinn á Kefla- vikurflugvelli hlaupi undir bagga með mér, þeir hafa nægi- leastórar flugvélar til þess. Frá Höfn I Hornafirði, þar sem fyrir hendi er aðstaða til að geyma háhyrninginn eftir að búið er að fanga hann, flytur herflugvélin hann til Reykjavikur og þaðan verður flogið til Nice i Frakk- landi. Sá flutningur tekur ekki nema 4-5 tima og það er hag- stætt. Það er mjög mikilvægt að dýrinu líði alltaf vel. Einu sinni náðist háhyrningur út af vestur- strönd Bandarikjanna. Það tók hvorki meira né minna en 28 klukkustundir að flytja hann til Nice — og þurfti að fara ýmsar krókaleiðir vegna veðurs og annarra óvæntra atvika — og þvi var mjög hæpið að dýrið myndi lifa og lifa hamingju- samlega.” Borgar ekki 8 milljónir Roger de La Grandiére kvað tröllasögur um verðlaun fyrir lifandi háhyrning mjög orðum auknar. „Það er ekki rétt að ég vilji borga átta milljónir fyrir háhyrning,” sagðihann. „Ég er reiöubúinn að borga tvær Eini háhyrningurinn, sem til er i dýragaröi i Evrópu, er þessi myndarlega skepna, sem er I Safari Park I Windsor I Englandi Safniö i Nice, sem Grandiére vinnur fyrir, hefur ekki átt háhyrning siöan 1973. Ljósmynd: Konráö Júlíusson. geta fangað háhyrning hér t lok samtalsins var Grandiére spurður að þvi hvort hann væri þess fullviss að honum tækist að fanga háhyrning hér i ár. „Það held ég, já,” svaraði hann. „öll aðstaða er nú fyrir hendi. En ég vil itreka það að takist mér ekki að fanga hann eins og ég vil gera það, læt ég það heldur biða og kem aftur i október á næsta ári. Ég vil nefnilega fanga hann sjálfur, ekki láta einhvern annar gera það. Ég veit hvernig á að gera það svo dýrið geti komið að full- um notum og liðið vel. Það skiptir mestu máli, þegar allt kemur til alls.” Roger de La Grandiére: Skilyröi til háhyrningaveiða hér viö land einstaklegagóð — I október. DB-mynd: HP. milljónir fyrir lifandiháhyrning ef, og ég vil undirstrika ef, dýrið er komið inn i höfnina i Höfn og farið að éta. Fyrr fær enginn krónu. Ef háhyrningur étur ekki veslast hann upp og deyr. Hann fremur heldur sjálfsmorð en að láta fanga sig með ofstopa. Það skiptir öllu máli að dýrið sé ánægt og vilji þýðast mig. Ég er reiðubúinn að fara i vatnið til hans,sanna honum velvild mina og vera honum vinur. Maður verður að sýna háhyrningnum mikla umhyggju, klappa honum og strjúka og gæta þess að hon- um liöi alltaf sem bezt. Þá er hann reiðubúinnaðláta eitthvaö af mörkum f staðinn. Mikilvæg- ast er að fanga hann á réttan hátt. Það verður að gerast blið- lega, annars drekkir hann sér einfaldlega og þá er allt erfiði unnið til einskis.” Grandiére sagðist halda að þeir, sem fylgdust með flutn- ingnum á háhyrningnum til Vestmannaeyja á dögunum, hefðu talið sig vitlausan. „Alla leiöina var ég að klappa hann og kjassa, væta húðina þar sem hún var að þorna og reyna að sanna fyrir honum, að hann gat treyst mér. A endanum var ég orðinn viss um að það hefði tek- izt og að björninn væri unninn. Þegar ég fór að sofa um kvöldið i Vestmannaeyjum virtist hann ánægður og rólegur. En um morguninn gerðist það svo að hann drukknaði.” Virðing fyrir dýrinu Grandiére vildi ekki ganga svo langt að kalla drukknun há- hyrningsins i Vestmannaeyja- höfn klúður eða handvömm. „Nei, nei, nei,” sagði hann á- kafur og baðaði út höndunum. „Hver átti svo sem að vita þetta? Auk þess býður höfnin i Eyjum alls ekki upp á að ég geti geymt háhyrninginn þar. Umferð um höfnina má alls ekki stöðvast, eins og gefur að skilja, og það gerði reipið, sem búið var að strekkja úr neti dýrsins yfir á eiðið.” Það fer ekkert á milli mála, þegar rætt er við Grandiére sem undanfarin fimm ár hefur haft aö aðalatvinnu að fanga dýr fyr- ir stöðina i Nice, að umhyggja hans og aðdáun á háhyrningum og öðrum dýrum sjávarins er mikil. Háhyrningurinn virðist þó vera i efsta sæti vinsældalist- ans. „Mmmm, hann er stórkost- legt dýr,” sagði Grandiére hvað eftir annað i samtali sinu við fréttamann blaðsins. „Hann á engan sinn lika.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.