Dagblaðið - 19.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.01.1976, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976 Erlendar fréttir i REUTER i Skákmótið í Hollandi: Ljubojevic efstur eftir 3 umferðir JUgóslavneski stórmeist- arinn Ljubomir Ljubojevic hefur tekið forystuna á alþjóð- lega Hoogoven-skákmótinu i Hollandi, eftir að hann sigraði sænska stórmeistarann Ulf Andersson i þriðju umferð. Ljubojevic hefur unnið allar sinar skákir. Hann sigraði Andersson i 22 leikjum. Staðan eftir þriöju umferð er þessi: 1. Ljubojevic: 3 vinningar. 2. -3. Kurajica og Browne: 2 vinningar. 4.-8. Langeweg, Sosonko, Smejkal, Tal og Friðrik: 1.5 vinn. 9-10. Dvorecki, Andersson og Ree: 1 vinningur. 12. Boehm: hálfur vinningur. RÚSSAR SJÁ UM HERGAGNA- FLUTNINGA TIL ANGOLA Sovétmenn tóku i siðustu viku við loftflutningum kúbanskra hermanna og hergagna til Angola, að sögn bandarfska fréttaritsins Newsweek. Kúbumenn hafa til þessa séð sjálfir um flutningana og milli- lent á Azoreyjum. Portúgölsk yfirvöld hafa nú bannað þeim lendingu, og þvi koma flutningar Sovétmanna til. Þeir nota lang- fleygar Ilyushin-62 tlugvélar, sem fljúga i einum áfanga frá Havana til Luanda. Newsweek hefur eftir heimildarmönnum sinum innan bandarisku leyniþjónustunnar CIA, að um niu þúsund kúbanskir hermenn berjist nú með marxistahreyfingunni MPLA. Talið er að allt að sex þúsund Kúbumenn til viðbótar séu á leið- inni til Angola. Áætlað er að sex hundruð Kúbanir hafi fallið i Angola-striðinu til þessa. Tveir skipbrotsmenn af norska risaskipinu Berge Istra fundust i gær á björgunarfleka vestarlega á Kyrrahafi eftir að hafa velkzt þar um i nærri þrjár vikur. Það var japanskur fiski- bátur, sem bjargaði mönnun- um. Þeir eru sagðir við góða heilsu. Skipbrotsmennirnir eru Braziliumaður og Spánverji. Þeir fundust um 40 milur út af NV-strönd Nýju Gineu. Berge Istra, sem var 227.556 tonn hvarf suður af Filipseyjum 29. desember og hefur ekkert spurzt til þess siðan. Þrátt fyrir tungumálaörðug- leika hefur mönnunum tekizt að skýra bjargvættum sinum frá þvi að Berge Istra hafi sokkið eftir að þrjár miklar sprenging- ar urðu i skipinu, að sögn japanskra embættismanna, sem hafa haft talsamband við japanska fiskiskipið. I aðalstöðvum bandarisku leitarstöðvarinnar á Okinawa var skýrt frá þvi i morgun, að allar fáanlegar flugvélar hefðu verið sendar i loftið til að hefja aftur leit að fleiri skip- brotsmönnum. Þrjátiu og tveggja manna áhöfn var á skipinu, þar af tvær konur. Björgunarmennirnir hafa eftir skipbrotsmönnunum, að þeir hafi verið að mála dekkið á skipinu, þegar sprengingarnar urðu. Ekki er vitað hvort fleiri komust lifs af, né heldur ná- kvæmlega hvað gerðist um borð i skipinu. I Osló sögðu eigendur skips- ins, Sigval Bergesen Company, að vindátt og sfraumar á þeim slóðum, er skipið hvarf, bendi til þess að sé um fleiri skipbrots- menn að ræða, þá hafi þá að likindum rekið töluvert sunnar en þar, sem skipbrotsmennirnir tveir fundust. Skipverjar voru norskir, spænskir, júgósla vneskir, belgiskir, einn Svii, einn Breti og Braziliumaður. Berge Istra var byggt i Júgóslaviu 1972. Það var talið eitt öruggasta skip i heimi. Um tiu kilómetra dýpi er þar sem skipið fórst. Það mun hafa sokk- iðá örfáum minútum, enda með 170 þúsund lestir af málmgrýti innanborðs. Berge Istra var oliuflutningaskip en jafnframt byggt til að flytja málmgrýti. Skipið var tryggt fyrir 27 milljón dollara — eða rúmlega hálfan fimmta milljarð isl. kr. — og er dýrasta skipstap i sög- unni. Berge Istra er stærsta skip, sem farizt hefur til þessa. Berge Istra sprakk! — tveir skipbrotsmenn fundust í gœr Líbanon: Karami hœttur Ástandið i Libanon hefur hriðversnað eftir að Rashid Karami, forsætisráðherra, sagði af sér i gær. Bætist nú stjórnarkreppa ofan á borgara- styrjöldina, sem geisað hefur i landinu — aðallega i höfuðborg- inni Beirút — undanfarna niu mánuði. Karami, sem verið hefur einn helzti leiðtogi múhameðstrúar- manna um tuttugu ára skeið, sagðist ekki geta stjórnað leng- ur, enda værihvertvopnahléið á fætur öðru rofið. VERKSMIDJUÚTSALA TERYLENEBUXUR - FLAUELSBUXUR - DENIMBUXUR - BARNAJAKKAR OG EFNISBÚTAR KL/EÐI HF. SKIPHOLTI 7 R.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.