Dagblaðið - 19.01.1976, Blaðsíða 10
10
WBUWB
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pctursson
Ritstjórnarfulltrúi; Haukur lielgason
iþróttir: Ilallur Simonarson
llönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur
Hallsson, Helgi Pétursson, Katrin Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar
Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar
Th. Sigurðsson.
;Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
'Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
•Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Hlaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 82322, auglýsingar, áskriftir og af- '
greiösla Þverholti 2, simi 27022.
Nýlendustefnan grasserar
Nýlendustefnan hefur breytt um
svip, en hún er enn við lýði i nýrri út-
gáfu. Eins og stórveldi fyrri tima
sóttust eftir að undiroka önnur lönd,
þannig rikir enn mikið kapphlaup um
nýlendur, þótt i nýrri merkingu sé.
Þetta sjáum við nú einna gleggst i
Afrikurikinu Angólu.
Á aðalvaldaskeiði Evrópurikja eignuðust þau ný-
lendur viða um heim. Innfæddir, sem ekki höfðu
mátt til að reka Evrópumenn af höndum sér, voru
undirokaðir og urðu annars flokks menn i heima-
löndum sinum, nánast sem þrælar. Nýlenduveldi
Evrópumanna hefur smám saman verið að liða
undir lok. Einhver siðustu merki þess voru nýlend-
ur Portúgala i Afriku. Fasistastjórnir i Portúgal
héldu öllum Evrópurikjum lengur fast i nýlendurn-
ar og gengu svo langt að halda þvi fram, að þarna
væri ekki um nýlendur að ræða heldur einfaldlega
hluta af Portúgal. Eftir að fasistastjórninni var
steypt, hefur nýlendunum verið gefið frelsi, en það
frelsi hafa þær farið misjafnlega með.
í frelsisbaráttu innfæddra i portúgölsku nýlend-
unni Angólu höfðu orðið til þrjár aðalfylkingar.
Þegar til kastanna kom, hafa þessar fylkingar ekki
getað unnið saman heldur borizt á banaspjót.
Risaveldin, Bandarikin og Sovétrikin hafa undan-
farna áratugi gengið sömu braut og nýlenduveldi
fyrri tima. Þau hafa reynt að sölsa undir sig lönd,
eignazt nýlendur i nýju formi. Kinverjar hafa tekið
nokkurn þátt i þessu siðustu ár. Vietnamstriðið ber
að skoða i ljósi þessa. Spurningin þar var i rauninni
ekki, hvort fólkið hlyti sjálfstæði undan erlendri
kúgun, heldur hvers hjáriki Vietnam mundi verða.
í hinni nýtizkulegu nýlendustefnu missir landið,
sem undirokað er, ekki formlega sjálfstæði heldur
situr i þvi stjórn, sem annast hagsmuni stórveldis-
ins.
Sovétrikin hafa lengi sótzt eftir nýlendum i
Afriku. Þau höfðu lengi vonir um að ná undirtökun-
um i Arabarikjunum, en Sadat forseti Egyptalands
sá við þeim. Sovétmenn voru þvi fljótir að gripa
tækifærið, þegar borgarastyrjöld skall á i Angólu og
innfædda striðsmenn vantaði nýtizku vopn.
Upp úr þessu hófst æðisgengið nýlendukapphlaup,
sem um margt minnir á gamla timann og er i sjálfu
sér hið sama og þá gerðist. Sovétmenn birgðu fylk-
ingu marxista i Angólu upp með vopnum og fé. Á
þeirra vegum munu herforingjar frá Kúbu vera
innfæddum marxistum til aðstoðar. Hitt risaveldið,
Bandarikin, gat ekki setið með hendur i skauti.
Leyniþjónustan, CIA, sem borið hefur uppi hina
nýju nýlendustefnu Bandarikjanna með afskiptum
af stjórnmálum ýmissa landa, svo sem komið hefur
fram að undanförnu, tók til við að styðja þá aðila i
borgarastriðinu i Angólu, sem Bandarikjastjórn gat
bezt við unað. Sovétrikin hafa jafnframt þessu
reynt að gera annað nýfrjálst riki i Afriku, Sómaliu,
sér háð. Þannig geisar i Angólu styrjöld á vegum
risaveldanna, sem keppast um að hreppa hnossið.
Samúð okkar hlýtur að vera með fólkinu i Angólu,
sem hrakið er út i illviga styrjöld með þessum hætti.
Risaveldin verðskulda fordæmingu fyrir atferli sitt.
Dagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976
Skugginn
í Nogent
Yfir smábænum Nogent-sur-
Oise utan við Parisarborg hvilir
skuggi. Um leið og tekur að
dimma sjást konur ekki á ferli á
götum bæjarins. Þeim ér ekki
hleypt út — og auk þess þora
þær ekki.
Fjöldamorðingi gengur laus,
Til þessa hefur hann myrt átta
manns. Sjö konur og einn karb
mann — vegna mistaka.
Vopn hans eru hnifur. Undir-
skriftin er skammbyssuskot,
sem fórnarlömb hans fá i höf-
uðjð.
Fyrir réttri viku var siðasta
fórnarlamb hans borið til graf-
ar. Það var tvitug skrifstofu-
stúlka, Francoise Jukabowska.
Allir bæjarbúar fylgdu henni
til grafar. Franski dómsmála-
ráðherrann sendi skeyti, þar
sem hann hét þvi að ibúar
Nogent fengju loks uppfyllta
langþráða ósk sina: eigin lög-
reglu.
í morgunskímunni
Það var þriðjudaginn 6. janú-
ar sl.,að Francoise hélt að
heiman til járnbrautarstöov-
arinnar, til að ná til vinnu
sinnar i Chantilly. Himinninn
var grásvartur, eins og hann er
klukkan sjö á janúarmorgni i
norðurhluta Frakklands. Móðir
hennar var komin á fætur og tók
til morgunmat handa bónda
sinum.
Francoise var falleg stúlka.
Vinir hennar og jafnaldrar töldu
hana feimna. Foreldrar hennar
eru pólskir innflytjendur.
Frá heimili hennar til járn-
brautarstöðvarinnar er kiló-
meters leið. Hún gekk sina
venjulegu leið, að þvi að talið er.
Venjulega fara um hundrað
bæjarbúar með sjölestinni í átt-
ina til Parisar. Flestir stunda
vinnu i Chantilly, en nokkrir
halda áfram til Parisar.
Lestin kom inn á járnbrautar-
stöðina á réttum tima en þegar
hún hélt áfram var Francoise
ekki með.
" - -----------------
--------------------
„Skrifað undir"
með byssukúlu
. Þegar farþegarnir stigu um
borð i lestina var Francoise að
láta lifiö i minna en hundrað
metra fjarlægð frá brautarpall-
inum. Francoise var vön að
stytta sér leið með þvi að fara i
gegnum trjágarðinn við Járn-
brautarhótelið og þar er engin
lýsing. Yfirmatsveinn hótelsins,
Maurice Geoffroy, var kominn á
fætur og undirbjó dagsverkið.
Allt i einu stökk „Skugginn i
Noget” fram og rak hnif sinn á
kaf i hjartastað Francoise.
Hann hjó nokkrum sinnum, lim-
lesti likið. Siðan dró hann upp
byssu sina og skaut einu skoti i
ennið á Francoise, sem þegar
var látin.
Byssuskotið er „undirskrift”
Skuggans i Nogent.
Bæjarbúar höfðu beðið eftir
þessu morði. Lögregluþjónarnir
sem komu á vettvang frá ná-
grannabæjunum voru i engum
vafa um hvað hafði gerzt:
„Þetta er verk Skuggans. Hann
einn vinnur svona.”
Skugginn i Nogent: Þetta er
myndin, sem gerð liefur verið
eftir lýsingum þeirra, er komizt
hafa lifs af úr klóm hans.
JSttJ
Átta morð á
sjö árum
Á hótelinu varð enginn var við
nokkuð óvenjulegt, ekki einu
sinni þegar skotinu var hleypt
af.
Verður bráðum gaman í
Fyrir rúmri viku skrifaði ég i
Þjóðviljann fáeinar linur undir
fyrirsögninni Um Góöu sálina
og dómara hennar. Tilgangur-
inn var tviþættur: annarsvegar
að hvetja fólk tilað gera sjálft
upp hug sinn um leiksýningar i
trássi við alla blaðadóma og
hinsvegar að fjalla ofurlítið um
vinnubrögð gagnrýnenda, sem
um leikhús skrifa. I þvi sam-
bandi minntist ég fremur stutt-
aralega á leikdóma Ólafs Jóns-
sonar, gagnrýnanda Dagblaðs-
ins, og dró m.a. þá ályktun af
skrifum hans að honum leiddist
leikhús.
Nú hefur Ólafur Jónsson ritað
svargrein (Dagbl. 12. jan.: Er
alltaf leiðinlegt i leikhúsinu?)
og kvebst i henni geta fullvissað
mig um að hann hafi ánægju af
- - -
leikhúsi, mismunandi mikla að
visu einsog ekki er nema sjálf-
sagt og eðlilegt. Ég játa að ég
varð alveg stromphissa. Þó skal
ég fúslega taka aftur þessa á-
lyktun mina, enda var hún al-
gert aukaatriði i málflutningi
minum þósvo Ólafur geri hana
að aðalatriði sem ég lýsti ögn i
grein minni og tel litt eftir-
breytniverða. Eftir stendur
sumsé það sem ég taldi vera
einkenni á leikdómum hans: að
þeir væru óhlutkenndir og til
þess fallnir að fæla fólk frá leik-
húsi.
Ólafur kvartar undan þvi að
ég skuli ekki hafa svo mikið við
að tina til dæmi máli minu til
sönnunar. Þvi er til að svara að
grein min var fyrstogfremst
skrifuð tilað andmæla leikdómi
Sverris Hólmarssonar um Góöu
sálina i Sesúan. Fleira bar þó
til: í fyrsta lagi safna ég ekki
leikdómum ólafs Jónssonar. t
öðru lagi eru þeir blaðalesend-
um mætavel kunnir þvi hann
hefur verið afkastamikill
dómari hinna ýmsu blaða i
fjölda ára. 1 þriðja lagi liggja
þeir svo frammi á bókasöfnum,
aðgengilegir hverjum læsum
manni með fulla sjón. Ekki vil
ég þó vikjast undan þvi að nefna
eitt dæmi eða tvö úr leikdómum
hans — meira legg ég ekki á les-
endur.
Fyrir rúmlega tveimur árum
sýndi Þjóðleikhúsið leikritið
Hafi bláa hafið eftir Georges
Schéhadé. Heillandi verk og
sýningin með þeim ánægjulegri
sem ég minnist, hófstillt og að