Dagblaðið - 19.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.01.1976, Blaðsíða 24
Skíðamaður fór villur vegar í Blófjöllum: 290 leituðu í nótt ó 30 vélsleðum og snjóbíl Mjög umfangsmikil leit var geröað skiðamanni í Bláfjöllum i gær og i nótt. Um 290 manns og 30 vélsleðar, auk eins snjóbils tóku þátt i leitinni, þegar mest var. Maðurinn, 48 ára gamall Kópavogsbúi, Páll Bjarnason, lagði af stað rétt fyrir klukkan þrjú i gær i fimm kilómetra göngu. Þegar ekkert hafði bólað á Páli um fimm-leytið og veður hafði versnað töluvert, lét eigin- kona Páls vaktmenn hjálpar- sveitarinnar i Reykjavik vita. Gengu nokkrir skátanna strax i slóð Páls en veður tók. að versna og var þvi ekki hætt á neitt. Tóku skátarnir málið mjög föstum tökum, kölluðu út lið frá sér. Flugbjörgunarsveit- inni og Slysavarnafélaginu. Sagði Thor B. Eggertsson, sveitarforingi Hjálparsveitar- innar, i viötali við Dagblaðið, að nokkuð hefði háð þeim i byrjun hversu erfitt var að ná sam- bandi við Reykjavik vegna slæmra skilyrða, en fljótlega tókst að koma skipulagi á leit- ina. Tóku um 290 manns þátt i henni og höfðu þeir til afnota um 30 vélsleða. Hvitum blysum var skotið upp á fjallsbrúninni ofan við skiða- brekkurnar og sporhundurinn var fenginn til leitarinnar Atti hann um fjóra kilómetra ófarna að Páli, þegar nokkrir leitarmenn fundu hann, skammt frá Geitfelli við Þrengslaveginn, alls um tiu til tólf kilómetra leið frá skálanum i Bláfjöllum. Var Páll við góða heilsu, nokkuð kaldur á höndum og fót- um en honum hefur ekki orðið meint af útiverunni. HP. Skátarnir voru að koma til borgarinnar i morgun eftir erfiða nótt á fjöllum (DB-mynd Björgvin) Póll Bjarnason: „Innilega þakklátur þessum góðu strákum" ,,Ég er alveg hissa á þvi að þeir skyldu finna mig,” sagði Páll Bjarnason i viðtali við DB i morgun. „Hugsaði sjálfur um það eitt að biða birtu og sofna ekki en ég var kominn út undir Þrengslaveg þegar strákarnir komu að mér”. Sagði Páll að hann hefði villzt af brautinni, sem hann er búinn að fara reglulega i mörg ár, vegna þess að gerðar hafa verið breytingar á henni. Hins vegar væru stikurnar ekki i lagi og hefði hann sennilega misst af einni stikunni. „Maður getur náttúrulega lit- ið sagt annað en að þakka öllum þessum góðu strákum fyrir allt þetta umstang,” sagði Páll enn- fremur. „Mér skilst að fjöldi manna hafi tekið þátt i leitinni og ég veit að þeir komu allir úr meistaraflokki Breiðabliks. Ég endurtek innilegt þakklæti mitt til allra.” HP. Loðnuverðið kr. 3.50 miðað við gildandi sjóðakerfi + 10 aurar í flutningasjóð Loðnuverð til næstu mánaða- móta var ákvebið kr. 3.50 hvert kiló, að viöbættum 10 aurum i flutningasjóð. Var nokkuð áliðið nætur, þegar þessi niðurstaða fékkst með atkvæðum seljenda og oddamanns yfirnefndar verðlagsnefndar sjávarútvegs- ins. Að sögn ólafs Daviðssonar hjá Þjóðhagsstofnun, sem er oddamaður nefndarinnar, gildir þessi verðákvörðun til mánaða- mótanna og er miðuð við núgild- andi sjóðakerfi sjávarútvegs- ins. Venjan hefur verið sú, að loðnuverð er ákveðið fyrir aila vertiðina jafnvel með uppsagn- arákvæðum. 1 fyrra var loðnu- verðið ákveðið hinn 20. janúar, og varþá kr. 2.80 á fyrsta tfma- bili, eða til 8. febrúar. Sjóðakerfi sjávarútvegsins er nú i gagngerri endurskoðun, eins og frá hefur. verið skýrt. Loðnuútvegsmenn samþykktu fyrir skömmu, að veiðum yrði hætt, ef loðnuverð væri ekki á- kveðið ekki siðar en hinn 18. janúar. 1 yfirnefndinni eru auk odda- manns, Ólafs Daviðssonar, Guðmundsson, skipstjóri á Guð- Jón Reynir Magnússon og Tryggvi Helgason og Páll mundi RE, en fyrir kaupendur Guðmundur Kr. Jónsson. _BS- FITUMAGNIÐ MINNA EN í FYRRA „Fitumagnið reyndist rúmlega 11,2%”, sagði Emilia Marteins- dóttir hjá Rannsóknarstofu fisk- iönaðarins i viðtali við Dagblaðið i morgun. Loönusýnin voru tekin úr aflanum á laugardaginn var og eru hin fyrstu, sem efnagreind eru á þessari loönuvertfð. A sama degi i fyrra var fitu- magnið i loðnunni 12,5%. Sam- kvæmt þeim sýnum, sem nú hafa verið efnagreind, er hún þvi ekki jafn feit nú og i fyrra, og ef hún hegðar sér að venju, horast hún heldur frá þvi að hún kemur að landinu. Að sögn Emiliu er þó rétt að hafa i huga, að hér er um að ræða einangrað sýni, sem ekki þarf að vera algilt. Fitumagn .loðnunnar er mikil- vægt atriði vegna verðmæta þeirra.afurða, sem úr loðnu eru unnar, mjöls og að sjáifsögðu sér- staklega lýsis. Þá er það einnig mikilvægt vegna annarrar vinnslu en bræðslu, svo sem nið- ursuðu og frystingar. —BS— Fyrstu loðnunni landað á Vopnafirði Tveir bátar lönduðu loðnu á Vopnafiröi i gærkvöldi, Gull- berg VE og Hrafn GK. „Þeir voru með um 400 tonn hvor af stórri og fallegri loðnu,” sagði Davið Vigfússon verksmiðju- stjóri i viðtali við Dagblaðið i morgun. „Okkur er ekkert að vanbúnaði að byrja bræðslu annað en svartoliuskortur”, sagði Davið. „Stapafellið varð fyrir óhappi um daginn, er það átti að flytja hingað oliu, en við teljum vist að úr þessu rætist i tæka tið”, sagði hann ennfrem- ur. Verksmiðjan á Vopnafirði hefur um 9 þúsund tonna þróar- rými og afkastar 4—500 tonnum á sólarhring i bræðslu. Þar starfa 36 menn, þegar vaktir hafa verið settar. Er unnið á þrem 8 stunda vöktum með full- um afköstum verksmiðjunnar. „Allir starfsmenn verksmiðj-, unnar eru heimamenn, utan efnafræðingur”, sagði Davið Vigfússon, „og er mikill hugur i okkur enda kom loðnan nú 10 dögum fyrr en árið 1975”. A laugardaginn veiddist loðn- an um 90 milur austur af Langa- nesi, og er þvi 9—10 stunda sigl- ing til hafnar. frjálst, úháð dagblað Mánudagur 19. janúar 1976 Blaðamaður í her- skipinu Naiad segir: f/Engin tilraun til klippinga" — meðan beðið er niðurstöðu diplómata ,,Nú er biðstaða i þorskastriðinu. Bæði brezki flotinn og varð- skipin virðast forðast átök, sem gætu trufl- að tilraunir diplómata til að leysa deiluna,” segir fréttamaðurinn Uli Schmetzer, sem er i herskipinu Naiad. Hann segir, að varðskipið Óðinn hafi siglt á mörkum „verndarsvæðis” brezku tog- aranna i gær og herskipið Nai- ad hafi fylgt varðskipinu sem skuggi. Þetta hafi verið i fyrsta sinn á þremur dögum, sem varðskip hafi farið út fyr- ir 12 milna mörk og ógnað tog- araflotanum, en óðinn hafi ekki gert neina tilraun til að klippa á togvira. Samkvæmt upplýsingum Breta hefur Óðinn verið eina varðskipið, sem látið hefur úr höfn siðustu daga. Bretar hafi notað hléið til að flytja menn mi'lli freigátanna. —HH SKRÚFUÐU FRÁ ÖLLUM KRÖNUM — töluverðar skemmdir að Rofabœ 7 Misjafnt hafast menn að sér til skemmtunar. A laugar- dagsnóttina var brotizt inn i geymslu i húsi Landsbankans að Rofabæ 7 og skrúfað þar frá vatnskrönum, frekar en ekki neitt, að þvi er virðist. Náði vatnið að streyma um afgreiðslusal Landsbankans, inn i bókabúð, sem er i sama húsi og um gólf hraðhreinsun- ar, sem þarna er, áður en fólk varð vart við vatnsflauminn, snemma á laugardagsmorg- uninn. Gera má ráð fyrir, að þarna hafi orðið töluverðar skemmdir og er málið i rann- sókn. HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.