Dagblaðið - 26.01.1976, Blaðsíða 10
10
Pagblaðið. Mánudagur 26. janúar 1976.
WBIAÐIÐ
frfálst, nháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Ilallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson.
Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur
Hallsson, Helgi Pétursson, Katrin Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar
Vaidimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar
Th. Sigurðsson.
.Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
'Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
•Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 10 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-^
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Misskilningur ráðherra
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra lét svo ummælt i sjónvarpsvið-
tali, að hann teldi landsmenn nú hafa
sætt sig við samninga við Vestur-
Þjóðverja. Menn hefðu nú fallizt á
það sjónarmið rikisstjórnarinnar, að
þeir samningar hefðu verið réttir,
einkum með tilliti til landhelgisdeilunnar við Breta.
Þetta er misskilningur.
Þvert á móti birtist dag eftir dag i samþykktum
hvaðanæva, að þorri landsmanna mótmælir öllum
samningum, sem veita útlendingum rétt til veiða
innan 200 milna. Athyglin hefur eðlilega beinzt að
landhelgisdeilunni við Breta, en þvi fer fjarri, að
fólk hafi með þvi sætt sig við þýzku samningana. Að
ályktunum, sem ganga gegn samningum við út-
lendinga, standa menn úr öllum flokkum.
Samningarnir við Vestur-Þjóðverja fela einnig i
sér mikla hættu, sem menn ræða mikið um þessar
mundir vegna stöðunnar i deilunni við Breta. Bret-
ar munu halda þvi fram, að með þýzku samningun-
um hafi verið skapað fordæmi. Þeir munu vitna til
þeirra og gera kröfur til allt að 90 þúsund tonna afla
sem málamiðlun með þeim rökstuðningi, að þeir
eigi að fá hlutfallslega jafnmikið og Vestur-Þjóð-
verjar fengu.
Samningarnir við Þjóðverja voru slæmir. Við lét-
um þá fá alltof mikinn afla, og þeir voru ekki siður
afleitur leikur i stöðunni.
Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Eyrarbakka
hefur lýst þvi i kjallaragrein i Dagblaðinu, hvernig
þýzku samningamennirnir sneru á þá islenzku og
létu sveigja takmarkalinuna á þeim veiðisvæðum,
sem þeir fá, nákvæmlega svo að þeir ná sinum
uppáhaldstogsvæðum. Sigurður rekur, hvernig
Vestur-Þjóðverjum hafa verið afhent beztu miðin
allt umhverfis landið. Sigurður segir meðal annars:
,,Það, sem ótalið er, er þó sárgrætilegast að af-
henda þeim til frjálsra afnota. Það er allur kantur-
inn frá Vikurálnum austur yfir Halann, austur yfir
djúpálinn, áfram austur yfir Þverál og áfram. Allt
þetta svæði eru þorskmið, ásamt karfa og ufsa. Hal-
inn og öll þessi siðasttöldu mið hafa verið lifæð tog-
arafiota okkar allar götur siðan 1924. Mikilvægi
þeirra fer sifellt vaxandi með útgerð stórra neta-
báta, en þeim fjölgar sifellt.... Þjóðverjar lofa að
veiða ekki nema fimm þúsund tonn af þorski, en það
má segja það öðrum en mér, að þeir kasti honum
fyrir borð, þegar þar að kemur, enda kemur það út
á eitt. Sá fiskur er dauður hvort sem er, sem inn á
skip kemur,” segir Sigurður.
íslenzk stjórnvöld virðast hafa brennt sig á þvi
rétt einu sinni að taka of litið tillit til sérfræðinga
okkar við gerð samninga um fiskveiðar.
Þessir samningar eru siður en svo betri fyrir það,
að við eigum i deilu við Breta. Þeir eru hálfu verri
með tilliti til þess.
1 viðræðum við Breta væri réttast að viðurkenna,
að við sömdum af okkur við Vestur-Þjóðverja og
nota fyrsta tækifæri, sem gefst, til að losna úr viðj-
um þýzku samninganna.
Það er alrangt, að íslendingar hafi sætt sig við
þessi mistök.
Hvít bók um varnir V-Þýzkalands:
KJARNORKUVOPNIN
EINA VONIN TIL
AD HALDA JAFNVÆd
Vestur-þýzka stjórnin gaf út
svonefnda Hvita bók fyrir helg-
ina um varnarmál, og segir i
frásögn Reuters að innihaldið sé
heldur betur dekkra en nafnið
gefur tilefni til, i vestrænu tilliti.
I skýrslunni er borinn saman
herafli vesturveldanna og
Sovétrikjanna i Mið-Evrópu og
sýnir sá samanburður ótviræða
-
Frelsi verkamannsins
Við búum i allsnægtaþjóðfé-
lagi, eða svo er sagt. ísland er
eitt af tiu þjóölöndum heims
sem hefur hæstar þjóðartekjur
á mann. Enn á ný er setzt við
samningaborð og enn skal
skipta kökunni. Margir biða,
eru búnir að biða lengi og vilja
ekki biða lengur eftir að eitt-
hvað gerist i samningamálum.
Fólk sem á að lifa á 50-60 þús.
króna mánaöarlaunum i þessu
dýrtiðarflóöi getur ekki beðiö
lengur. Þaö krefst einfaldlega
þess réttar að fá að borða. Eftir
mikið góðæri er hægt aö láta
hlutina velta áfram um skeið en
þar að kemur og er þegar kom-
ið hjá sumum að endar ná ekki
saman.
.....
Hvers vegna
þetta lága kaup
Já, hvers vegna hefur verið
samið um þetta lága kaup fyrir
þá sem erfiöisvinnu stunda?
Hvers vegna hefur i raun og
veru aldrei i a.m.k. siðustu 10-15
ár verið samið um að þetta fólk
gæti lifað á dagvinnukaupi?
Ég hef ekki getað fengið full-
nægjandi svör við þvi. Einhvern
veginn hefur tekizt betur til á
öðrum Norðurlöndum. Nú er
talað um samdrátt i atvinnulif-
inu. Ef eftirvinnan hverfur,
hvað verður þá? Reyndar hafa
ekki nærri allir eftirvinnu.
Sóknarkonur t.d. ekki og svo er
um fleiri.
Ég hef fengið orð fyrir að
deila á verkalýðsforystuna en
nú ætla ég að tala við ykkur fé-
laga mina, láglaunafólkið.
Við erum ekki sérlega mörg
sem vinnum erfiðisvinnu i dag.
Launin okkar eru smánarlega
lág. Þegar við viljum rétta hlut
okkar bregzt ekki að okkur er
kennt um verðbólguna og hvers
kyns óáran i þjóðfélaginu. Það
er hamrað á þvi svo ört að við
trúum þvi jafnvel sjálf. Við fá-
um lika litinn tima frá stritinu
til að hugsa. Þeir sem ekki
þurfa að vinna nema hálft á við
okkur hafa séð um sig. Launa-
misréttið vex en minnkar ekki.
Förum við ekki að skilja að
það er yfirbyggingin á þjóðar-
skútunni sem er að setja allt á
hvolf? Eigum við ekki að fara
Friður eftir órið
D.B. birtir 19. nóv. á siðast-
liðnu ári fréttagrein með fyrir-
sögninni „Kjarnorkustyrjöld
fyrir árið 2000”, og var i þeirri
grein lagt út af niðurstöðum
bandariskra visindamanna,
sérfróðra i kjarnorkuvisindum,
þar sem þeir fullyrða að heim-
urinn sé dæmdur til að upplifa
kjarnorkustyrjöld, komi þjóð-
irnar sér ekki saman um alls-
herjarstjórn. Þann 9. jan s.l.
birti D.B. aðra grein um svipað
málefni þar sem greint var frá
upplýsingum, sem Frank
Barnaby, yfirmaður friðarvis-
indastofnunarinnar i Stokk-
hólmi, lét frá sér fára i alþjóð-
legri greinagerð. Fyrirsögn
þeirrar fréttar var: „Likur á
kjarnorkustriði fara sifellt vax-
andi”.
Vissulega voru þetta slæmar
fréttir en ekki nýjar af nálinni,
þvi slikar fullyrðingar hafa ver-
ið að berast frá ýmsum visinda-
og fræðimönnum allt frá þvi að
fyrsta kjarnorkusprengingin
var Sprengd i New Mexico 16.
júli 1945 að tilhlutan Banda-
rikjamanna. — Sjálfur Einstein,
sem var viðstaddur þessa fyrstu
tilraun bandamanna með ægi-
vopnið, lét hafa eftir sér, að
leyndarmál þessa gereyðingar-
tækis ætti aðeins að fela ein-
hvers konar allsherjarstjórn. —
Reyndar eru þessi ummæli nú-
timavisindamanna aðeins stað-
festing og viðauki við fjölda-
marga og ævaforna spádóma
sem koma einkennilega heim og
saman við okkar tima og ástand
það sem nú rikir um gjörvallan
heim. Flestar kennibækur trú-
arbragða heimsins geta um þá
tima er jörðin eigi að farast i eldi
og brennisteini. Úr Bibliunni
kannast allir við hina „siðustu
daga”, „daga endalokanna”,
sem lýst er hvað skýrast i dóms-
dagslýsingu Péturs postula,
hvar hann segir skýrum orðum
að frumefnin munu leysast
sundur, en eins og alkunna er er
kraftur kjarnorkusprengingar-
innar einmitt fólginn i klofningi
atóma vissra frumefna. — Völu-
spá segir frá Ragnarökum sin-
um eða regindómi, þar sem
„geisar eimi ok aldranri, leikr
hár hiti við himin sjálfan”. 1
hinu forna dagatali Toltecsanna
i Mexico eru jarðarskeiðin
fjögur og skiptast i vatnssólina,
jarðarsólina, vindsólina og eld-
sólina, en i henni lifum við. End-
ar hvert timabil með tortimingu
af völdum þess afls sem nafn-
giftin segir til um. Hið fyrsta
tfta