Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 5

Dagblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 5
5 Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976. Varahlutaverðið: HELMINGSMUNUR EFTIR SÖLUSTAÐ VARAHLUTIR VERÐ/UMBOÐ VERÐ/ANNARS STAÐAR Gúmmísett í framhemla Volvo P-144 Gunnar Ásgeirsson h/f: Kr. 3.081 Blossi h/f: Kr. 1.900 Hljóðkútur í Volks- wagen 1300 Hekla h/f: Kr. 8.700 G.S. varahlutir: Kr. 5.500 Hemlaklossar í Hillman Hunter Egill Vilhjálmsson h/f: Kr. 3.420 Blossi h/f: Kr. 1.890 Vatnskassahlíf á Ford Escort Sveinn Egilsson h/f: Kr. 8.600 G.S. varahlutir: Kr. 5.020 Straumloki í Cortinu Sveinn Egilsson h/f: Kr. 4.375 Blossi h/f: Kr. 3.800 Vatnskassahlíf á Fiat- 128 Davíð Sigurðsson: Kr. 9.100 G.S. varahlutir: Kr. 6.920 Dínamóanker í Land- Rover P. Stefánsson h/f: (síðast) Kr. 3.900 Blossi h/f: Kr. 3.650 Vatnsdæla í Volvo P- 144 (með SKP legum) Gunqar Ásgeirsson h/f: Kr. 6.525 G.S. varahlutir: Kr. 2.875 Allt upp undir helmingsmismunur er á sams konar bílavarahlutum hér í borginni eftir því hvar þeir eru keyptir, skv. lauslegri athugun sem DB gerði á varahlutaverði á ýmsum stöðum í gær. Varahlutirnir virðast áberandi dýrari hjá bílaumboðunum en hjá öðrum fyrirtækjum sem flytja þá inn. Sem kunnugt er kaupa bílaverk- smiðjurnar fjölda hluta í bíla sína að frá öðrum fyrirtækjum og selja jafn- framt umboðum og öðrum fyrir- tækjum þá hluti sem varahluti. Einn- ig er nokkuð um fyrirtæki sem sér- hæfa sig við framleiðslu varahluta í ýmsar gerðir bíla og selja þá á al- mennum markaði. Varahlutir, — það er ekki sama hvar keypt er, verðlagið getur verið býsna mismunandi. Þessi mynd er úr verzlun GS-varahluta (DG-mynd RagnarTh. Sig.). Tvö umfangsmikil fyrirtæki á sviði varahlutaverzlunar eru tekin hér sem dæmi. Annars vegar er Blossi h/f við Skipholt, sem selur eingöngil hluti sams konar og notaðir eru til framleiðslu viðkomandi bíla, og hins vegar eru G.S. varahlutir, sem eink- um selja varahluti frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í framleiðslu vara- hluta í ýmsar gerðir bíla. Athugun leiddi eftirfarandi niðurstöður í ljós: Það skal tekið fram að verðmis- munur á sumum hlutum var minni en dæmin hér að. ofan gefa til kynna og í einstaka tilvikum var hann eng- inn, en þá var um nýkomna hluti að ræða sem nýlega höfðu hækkað veru- lega erlendis. —GS. ÞAÐ ER EKKISV0 EINFALT MÁL AÐ LÆRA Á BÍL „ökukennari minn ráðlagði mér að sækja þetta námskeið og mér finnst þetta alveg bráðnauðsynlegt,” sagði Halldóra Pálsdóttir í samtali við DB. Hún er nemandi í Fræðslu- miðstöð ökukennarafélags íslands ásamt um það bil 20 öðrum ungling- um sem ætla að gangast undir öku- próf. Umferðarfræðslan fer fram tvö kvöld í viku, þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 8 til 11. Hver nemandi kemur tvö kvöld og eftir þann tíma á hann að hafa nókkra yfirsýn yfir umferðarreglurnar. Að sjálfsögðu þarf meiri undirbúmng fyrir prófið en það þurfa nemendur að sjá um upp á sitt eíndæmi og lesa sér til. Kjartan Jónsson, sem er formaður stjórnar ökukennarafélagsins, sagði að þessi fræðslumiðstöð hefði verið stofnuð um það leyti er hægri um- ferðin var innleidd á íslandi. Áður höfðu þeir kynnt sér fræðslustarfsemi á þessu sviði í Svíþjóð og fyrir- Það er alveg bráðnauðsynlegt að kynna sér helztu hluti velarinnar og her er það Kjartan Jónsson sem sér um frasðsluna. Bremsukerfið verður að vera í lagi ef ekki á illa að fara, hér er skýrt fyrir nemendunum hvernig það virkar. myndin er fengin þaðan. Kjartan sagði að stofnanir eins og Fræðslu- miðstöðin væru mikið notaðar er- lendis af fólki sem vildi rifja upp umferðarreglurnar og hressa upp á þekkingu sína á þessu sviði. „Það er upplagt að koma hingað t.d. þegar fólk endurnýjar ökuskírteini sitt og rifja upp og bæta við nýrri þekk- ingu,” sagði Kjartan. KP „Hér fáum við öll gögn til prófsins og það er mjög þægilegt að fá þau á einum stað og þurfa ekki að flækjast um bæinn og útvega sér þau,” sagði Halldóra Pálsdóttir. Sigríður,Eiður örn, Helga og Inga voru ánægð með kennsluna og töldu hana ómissandi. Gödar Garnalt Bókamarkaóiatin Í HÚSI IÐNADARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.