Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 7
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976. 7 Timothy, Severin, skipuleggjandi siglingarinnar. Heilagur Brendan nefnist írskur munkur sem álitinn er hafa verið uppi um 500 e.kr. Vann dýrlingurinn sér það til frægðar að vera helzta sögupersóna í ævintýralegri sjóferð sem hann er álitinn hafa farið og varð seinna vinsælt ævintýr. Sagan segir að Brendan hafi, lagt GEGNVÆTTUM LYSI af stað með fjórtán öðrum munkum í leit að fyrirheitna landinu langt í vestri. Halda þeir félagar frá suð- vesturströnd írlands norður um haf, fram hjá Suðureyjum til Færeyja þar sem sást til „hvítra kinda í flokkum og fljóta fullra af fiski” Einhvers staðar á leiðinni hitta þeir hval, ganga út á hrygg hans og setjast þar að snæðingi. Seinna varð hvalur þessi hinn mesti ' vinur leiðangursmanna. Kemur leiðangur- inn loks upp að ströndum lands „þar sem fjöllin spúðu eldi og rauðglóandi grjóti með iniklum fnyk”, þar mun vera átt við ísland. Þaðan varsiglt til suðurstrandar Grænlands og áfram til fyrirheitna landsins, sem reynist vera „land haustsólarinnar, skógi vaxið með geysistóru fljóti”, þar mun vera átt við Lawrencefljótið ef Brendan munkur og félagar hans hafa náð svo langt sem til Ameríku. Til að sannreyna þetta hyggst ungur íri, Timothy Severin að nafni, freista þess að sigla sömu leið og Brendan munkur forðum daga og á sama farkosti. Mun hann láta smíða 36 feta bát með bananalagi, grindin á að vera úr írskri eik, klædd með húðum 25 uxa gegnvættum í þorska- lýsi. Tilgangur fararinnar er hávís- indalegur og sá einn að kanna hvort möguleiki hafi verið fyrir írana að sigla leið þessa með þeirra tíma út- búnaði. Tveggja alda afmæli banda- rísku stjórnarskrárinnar kemur þessu máli ekki vitund við, fullvissaði Timothy okkur um. Ætlunin er að leggja upp frá Brendans-vogi á suðvestur írlandi á degi heilags Brendans sem er 16. maí. Mun ferðin sem að líkum lætur sækjast fremur seint og munu þeir eftir áætluninni ekki verða við Fær- eyjar fyrr en um miðjan júlí. Þaðan verður siglt til Vestmannaeyja og Reykjavíkur þar sem þeir vonast til að vera í byrjun ágúst. Haldið verður til Grænlands, beinustu leið þaðan til Labrador og Nýfundnalands og stefnt að því að enda förina í Boston. Til Boston eiga þeir að koma um miðjan október eftir áætluninni. Áhöfn farsins mun skipuð Timothy Severin sjálfum, sem er Knattspyrnu- þjálfari Dlafsvíkur Víkinga vantar þjálfara næsta keppnistímabil. Allar nánari upplýsingar gefur Rúnar Marvinsson sími 93-6300. Teikning að skinnfarinu Brendan. skipuleggjandi og hugmyndafræðing- ur ferðarinnar, siglingafræðingi, seglamanni, veðurfræðingi og myndatökumanni. Myndatöku- maðurinn á að festa ferðina á filmu sem síðar er ætlunin að nota í bók ei Timothy hyggst gefa út með ferða- sögunni. Vonast Timothv til að bók- inni verði lokið í árslok 1977 og mun hún þá koma út í mörgum löndum samtímis. Útgefendur um heim allan hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni og í staðinn greitt fjár- fúlgur er duga munu til að fjár- magna siglinguna að fullu. Timothy Severin lærði sögu landa- funda við háskólann í Oxford og var seinna í framhaldsnámi við háskól- ana Berkeley, Minnesota og Harvard í Bandaríkjunum. Hefur hann gefið út nokkrar bækur, aðallega ferðasög- ur víðsvegar ur heiminum. Að þess- ari siglingu hefur hann unnið í um þrjú ár og rætt við kunnáttumenn í siglingum og sögu Kelta víðsvegar um heiminn. Hér á landi átti hann meðal annars viðræður við forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn. Ferð þessi hefur nú þegar vakið mikla athygli um heim allan og má búast við að þegar lagt verður upp þann 16. maí í vor verði viðstaddur aragrúi fréttamanna að fylgjast með þessari sérstæðu siglingu. -BH. Sigling á skinnbát vestur um Atlantshaf: FARKOSTURINN KLÆDDUR 25 UXAHÚÐUM Ferðaútvarp og segulband 3 bylgjur Verð: 28.980.- BUÐIRNAk / Skipholti 19, við Nóatún sími 23-800 Klapparstig 26 simi 19-800 Sólheimum 35 sími 33-550 Sendum hvert á land sem er Verö: 38.950.- Innbyggður, mjög næmur hljóónemi. Sjálfvirkt stopp á segulbandi. Sjálf- virkupptaka. Rafhlöðumælir. Lang- Dylgja, miðbylgja og FM bylgja. Crown stendur fyrir sínu. Tækið er hægt að stilla þannig að það taki upp eftir ákv. tíma. Crown CRC 502 vekur yður með útvarpinu eða segulbandinu. Þér getið sofnað út frá tækinu, því það getur slökkt á sér þegar þér óskið. Hægt er að taka beint upp á segulbandið úr út- varpinu án aukatenginga. Crown CRC 502 er hægt að tengja við plötuspilara og taka beint upp. Inn- b/ggður spennubreytir f. 220 volt. Gengur einnig f. rafhlöðum. Innbyggður hljóðnemi. MOMTOR OM--^ | 9

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.