Dagblaðið - 06.03.1976, Page 22
22
(t
Dagblaðið. Laugardagur 6. marz 1976.
Utvarp
Sjónvarp
D
Það cru heldur betur fínar kvik-
myndirnar hjá sjónvarpinu nú
laugardag eftir laugardag. Síðasta
laugardag var ,,Ruggles of Red
Gap,” fjögurra stjörnu mynd frá
árinu 1935 á dagskrá og í kvöld er
aftur fjögurra stjörnu mynd á dag-
skránni, „briðji maðurinn” (The
third man). Þetta er brezk bíómynd
frá árinu 1949. Handritið er eftir
Graham Grecne, lcikstjóri er Carol
Reed.
Sjónvarp kl. 21.30:
MEISTARAVERK A
SKJÁNUM í KVÖLD
Það eru engir smákarlar sem fara
með aðalhlutvcrkin en það eru
Orson Weljes, Joseph Cotten, Valli
og Trevor Hovvard.
bessi mynd er talin einhver bezta
sakamálamvnd sem gerð var á árun-
um eftir heimsstyjöldina. í kvik-
myndahandbókinni okkar er hún
kölluð meistaraverk, hvorki meira né
minna. Tónlistin í myndinni hefur
einnig verið mjög rómuð og er ekki
að efa að aðallag myndarinnar á eftir
að hljóma víða í næstu viku!
Bandarískur rithöfundur kemur til
Vínarborgar rétt eftir að síðari
heimsstyrjöldinni lauk. Hann ætlar
að hitta æskuvin sinn, Harrv Lime,
en fréttir að hann hafi farizt í bílslysi
daginn áður.
Hann kemst á snoðir um að vinur
hans muni vera á lífi og jafnframt að
hann sé höfuðpaurinn í miklum
svartamarkaðshring. Hann ákveður
að kynna sér málið gaumgæfilega.
Sýningartími er ein klst. og fjöru-
tíu mínútur. Þýðandi er Jón Thor
Haraldsson.
—A.Bj.
Orson Welles leikur hlutverk Harny
Lime.
Sendandi
| Krossgatan cr á dagsKra sjonvaipsins í kvöld kl. 20.35. Umsjónarmaður er
Andrés Indriðasoh og kvnnir cr Ldda Þórarinsdóttir.
Sjónvarpið í kvöld kl. 18.30: Pollyanna
Leitin oð heimiíi fyrir
Jimmy Bean heldur ófram
Það er árciðanlega hægt að segja
að myndin Pollyanna sé fyrir alla
fjölskylduna. Ætli það komi ekki
fvrir okkur öll að finna ekkert til að
gleðjast yfir, en Pollyanna er snilling-
ur við að sjá björtu hliðarnar.
í síðasta þætti hittir hún ungan
munaðarlausan dreng Jimmy Been,
sem er á munaðarleysingjahæli .
Honum fellur ckki vistin og er að
leita sér að alvöruheimili, en hann
leggur áherzlu á, þótt hann sé aðeins
tíu ára gamall, að hann muni vinna
fvrir fæði og húsnæði.
Pollvanna fer með vin sinn til
Pölly frænku sinnar, sem er alveg
nóg boðið þeg'ar Pollyanna lýsir því
yfir að hún sé svo góð. Nú sé hún
nýbúin að taka að sér hcimilislausan
kettling fyrir utan hvað húri sé góð
sér og auðvitað taki hún Jimmy líka í
fóstur.
Þegar frænkan neitar þessari bón
leitar Pollyanna á náðir kvenfélags-
ins, en hún hefur tröllatrú á kven-
félögum þar sem eitt slíkt hjálpaði
pabba hcnnar við að ala hana upp.
Eins og hún cr óspör á að segja frá.
En kvenfélagið hennar Polly
frænku hennar bregzt. Það vill
heldur hjálpa munaðarleysingjum í
Indlandi. Þá er félagsins þeirra líka
getið í skýrslu. Enginn hefur rúir
fyrir lítinn dreng í næsta nágrenni.
Pollyanna er samt ákveðin í aé
finna samanstað fyrir vin sinn. Það
sem við sjáum síðast til hcnnar er að
hún finnur hinn einræna mann,
John Pendelton, fótbrotinn úti í
skógi. Hann scndir hana heim í stóra
húsið sitt til þess að hún geti þar
hringt í lækni. Síðan bíður hún hjá
honum þangað til læknirinn kemur.
Kannski verður það John Pendelton
sem býður upp á nýtt heimili fyrir
munaðalevsingjann Jimmy Bean.
EVI
Að vísu eru þetta ekki leikararnir í sjónvarpsmyndinni Pollyanna. Hún er
gerð af Bretum, en Bandaríkjamenn halda líka upp á Pollyönnu og hér er
Hayley Mills í titilhlutverkinu að ræða við hinn skapstirða John Pendelton
(Adolphc Menjou), sem getur ekki annað en hrifizt af hinni hreinskilnu
Pollvönnu.
KROSSGÁTA SJÓNVARPSINS
mrnrnm
LAUGARDAGUR
6. marz
7.00 Morgunútvarp.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt log
milli atriða. Öskalög sjúklinga kl.
10.25: Kristín Sveinbjörnsddóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni'
Felixson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Vikan framundan. Björn
Baldursson kynnir dagskrá út-
varps og sjónvarps.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. íslenzkt mál.
Gunnlaugur Ingólfsson cand.
mag. flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaaúki. Tilkynn-
ingar.
19.35 Gatan mín. Sólveig Eyjólfs-
dóttir gengur um Jófríðarstaða-
veg í Hafnarfirði með Jökli
Jakobssyni; — fyrri þáttur.
20.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
20.45 Svo kom öldin tuttugasta.
Síðari þáttur um minnisverð tíð-
indi árið 1901. Umsjón: Jónas
Jónasson.
21.30 Otvarpshljómsveitin í
Moskvu leikur tilbrigði eftir Nor-
chenko og Tokareff um stef eftir
Gershwin, Kalman, Kosma, Jo-
hann Strauss o.fl. Stjórnandi:
Júrí Sílantíeff.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu
sálma (17).
22.25 Danslög.
23.55 Fréttir Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
7. marz
8.00 Morgunandakt. Séra Pétur
Sigurgeirsson vígslubiskup flytur
ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustu-
greinum dagblaðanna.
11.00 Guðsþjónusta í Hailgrims-
kirkju í upphafi æskulýðs- og
fórnarviku kirkjunnar. Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson predikar og
séra Karl Sigurbjörnsson þjónar
fyrir altari. Organleikari: Páll
Halldórsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.15 Erindaflokkur um uppeldis-
og sálarfræði Sigurjón Björnsson
próf. flytur fimmta erindið:
Þróun siðgæðiskenndar.
14.00 Dagskrárstjóri í eina klukku-
stund. Sveinn Einarsson þjóðleik-
hússtjóri ræður dagskránni.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Forkeppm ólympíuleikanna í
handknattleik: ísland —
Júgóslavía Jón Ásgeirsson lýsir
frá Novo Mesto í Júgóslavíu.
16.30 Veðurfregnir. Fréttir.
16.40 Framhaldsleikritið: „Upp á
kant við kerfið” Olle Lánsberg
bjó til ílutnings eftir sögu Leifs
Panduros.
17.15 Létt-klassísk tónlist
17.40 Útvarpssaga barnanna:
Spjall um Indíána. Bryndís Víg-
lundsdóttir heldur álram frásögn
sinni (2).
18.00 Stundarkorn með Daniel
Adni píanóleikara frá ísrael. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn-
ingar.
19.25 „Hjónakornin Steini og
Stína,” gamanleikþáttur eftir
Svavar Gests. Persónur og leik-
endur í fjórða þætti: Steini-Bessi
Bjarnason. Stína-Þóra Friðriks-
dóttir. Maddý, dóttir þeirra-
Valgerður Dan. Tengdamamma-
Guðrún Stephensen.
19.45 Frá tónlistarhátíðinni í Kárn-
ten í Austurríki s 1. sumar. Ung-
verska ríkishljómsveitin leikur
Sinfóníu nr. 9 í C-dúr eftir Franz
Schubert; Janos Ferenczik
stjórnar.
20.30 Víxill á síðasta degi. Dagskrá
í samantekt Péturs Péturssonar.
21.20 íslenzk tónlist. Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur „Endur-
minningar smaladrengs,” hljóm-
sveitarsvítu eftir Karl O. Run-
ólfsson; Páll P. Pálsson stjórnar.
21.40 „Hvað heimurinn veit
margt” Nína Björk Árnadóttir les
þýðingar sínar á dönskum ljóðum
eftir Poul Borum og Kirsten
Thorup.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregriir. Danslög. Heið-
ar Ástvaldsson danskennari velur
lögin og kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.