Dagblaðið - 21.05.1976, Síða 6
(i
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976.
SUMARSKÓR
Sérstaklega mjúkir
leðurskór með fótlagi. Verð kr. 3.800.—
Leðursandalar með
hrógúmmísóla.
Verð kr. 2.495—
Leðursandalar
með P.U. sóla
Verð kr. 2.775.—
Leðursandalar með leðursóla.
Verð kr. 3.790.—
Skór úr mjúku leðri
með hrógúmmísóla. Verð kr. 3.385.—
Skór úr mjúku
leðri með
hrógúmmísóla.
Verð 3.385.—
Laugavagi 68 »lmi188bO
MiAbajarmarkafti — «lmi 19494.
V-Þýzkaland:
HtlGA BtRGtR
HttUR JÁTAÐ!
Að sögn Erwins Fisher, sak-
sóknara V-Þýzkalands, hefur
Helge Berger, 35 ára gömul og
einkaritari í utanríkisráðu-
neytinu, játað sumar þeirra
ásakana, sem bornar hafa
verið á hana fyrir njósnir.
Er nú talið, að draga fari til
tíðinda í þessu umfangsmikla
niósnamáli, sem bæði stjórnar-
völd og stjórnarandstaða munu
bera kinnroða fyrir.
M.a. er nú leitað ákaft að
manni, sem Helge Berger er
sögð hafa haft samband við og
hann síðan við austantjalds-
veidi.
Frelsishreyfing V-Sahara hefur nú haft sig í frammi á ný:
Vestur-Sahara:
AUKIN UMSVIF POLISARIO
íMÁRITANÍU OG NÁGRENNI
Skæruliðar frá Vestur-Sahara
hafa gert árásir á staði langt inni í
Mauritaníu og hafa þar með aukið
hernaðarumsvif sín verulega frá
því sem áður var. Bæði Mauri-
tanía og Marokkó gera tilkall til
Vestur-Sahara, sem áður hét
Spænska Sahara og var nýlenda
Spánverja. Skæruliðarnir, sem
nefnast Polisario, njóta stuðnings
Alsírstjórnar, sem styður lýðveld-
isstofnun landsins.
Járnbrautarlínan milli námu-
borgarinnar Zuoerate og hafnar-
borgarinnar Nouadhibou hefur
verið rofin nokkrum sinnum og
eins hefur Polisario gert árásir á
þorpið Odane, 30 km suður af
norðurlandamærum Mauritaníu.
Er búizt við auknum tíðindum
af þessum slóðum á næstu dögum.
SÉRSTÆD MÓTMÆLI
Á NATO-FUNDINUM
Ungur maður haltraði á
hækjum með Henry Kissinger,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, er hann gekk að konungs-
höllinni í Ósló til þess að þiggja
matarboð Ólafs Noregskonungs.
Ungi maðurinn vildi með þessu
minna á stríðið í Vietnam og þátt
Kissingers ogBandarlkjannaí þvi,
og var hann handtekinn.
Ekki virtist Kissinger láta at-
burðinn á sig fá né heldur áköf
mótmæli, sem verið hafa víða um
bórgina. Hefur alls 21 maður
verið handtekinn vegna þeirra.
Að sögn lögreglunnar hafa þeir
þó allir verið látnir lausir eftir
yfirheyrslur.
Fundur utanrikisráðherra Nato ríkjanna er haldinn á Hótel Scandinavia, sem er vandlega gætt þessa
dagana, enda hafa mótmæli verið höfð í frammi vegna fundarins.