Dagblaðið - 21.05.1976, Page 8

Dagblaðið - 21.05.1976, Page 8
s DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1976. Mikill liðsmunur ó miðunum: ÞRJU VARÐSKIP GEGN SEXTÁN BRYNDREKUM Varðskipin eiga mjög óhægt um vik á miðunum vegna mikils liðsmunar Breta og tsiendinga. Að undanförnu hafa aðeins þrjú varðskipanna staðið i slagnum gegn alls sextán verndarskipum Breta, þar af sex freigátum. Þór, Ægir og Baldur eru á miðunum. Ver er talinn vera að sinna einhverju öðru, Árvakur og Albert hafa ekki verið með lengi. Oðinn hefur verið með bilaða skrúfu, en hann ætti að komast í gagnið næstu daga. Týr fer á miðin eftir helgi. Freigátan Salisbury gerði sig liklega til að sigla á Ægi í gær. Ægir hafði þá stuggað við brezku togurunum og nokkrir höfðu híft. Nokkrir togarar hífðu í fyrri- nótt fyrir aðgerðir varðskipa. Þau reyndu þá að þjappa Bret- unum saman að nýju, en þeir höfðu dreift sér. Brezku togararnir voru um þrjátíu í gær. Þeir höfðu dreift sér milli Langaness og Hval- baks, en varðskip stóðu í því að „ýta“ þeim saman. Einnig töldu brezku skipstjórarnir aflann rýran á Vopnafjarðargrunni og færðu sig suður af þeim sökum. Þeir voru í gær nokkuð sam- þjappaðir við Hvalbak. —HH (slenzkur iðnaður sniðgenginn í hjónagörðunum: RAFHA-ELDAVÉLAR RÚMUÐUST EKKI í ELDHÚSINNRÉTTINGU „Byggingarnefnd hjónagarð- anna taldi æskilegt að nota sem mest innlendar vörur og styrkja þar með íslenzkan iðnað, en það reyndist ekki mögulegt í þessu tilfelli með eldavélarnar,” sagði Ingólfur Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, en hann á sæti í nefnd- inni. „Búið var að teikna og bjóða út allar eldhúsinnréttingar þegar í ljós kom að eldavélarnar frá Rafha voru of breiðar fyrir það pláss sem áætlað var fyrir elda- vélar og munaði þar tíu senti- metrum. Við töluðum þá við arki- tektinn, Hrafnkel Thorlacius, og báðum hann að athuga hvort hægt væri að breyta innréttingun- um, þannig að hægt væri að nota Rafha eldavélarnar. Ekki taldi hann það mögulegt, þar sem sú breyting rýrði gildi eldhúsinn- réttingarinnar, klípa þyrfti af skáp, sem væri ekkert of stór fyrir, og þar að auki væri þetta breið vél (60 cm) of „dominer- andi” í svona litlum eldhúsum. Svo hefði þessi breyting að öllum líkindum orðið talsvert dýrari, því borga hefði orðið arkitektum fyrir breytingar á teikningum sín- um, og þessar minni vélar, sem áætlaðar eru í þetta plásseru eitt- hvað ódýrari en þær íslenzku. Viljinn af hálfu byggingarnefnd- ar að nota íslenzka vöru var fyrir hendi og það hefði verið gert ef hægt hefði verið af tæknilegum ástæðum.” Blaðið hafði samband við Axel Kristjánsson í Rafha vegna þessa máls. „Ég hafði heyrt því fleygt að ætlunin væri að setja upp Rafha eldavélar í hjónagörðun- um, en af einhverjum orsökum varð ekkert úr kaupum bygg- ingarnefndar á vélum frá okkur,” sagði Axel, „en mér finnst að þeir sem sjá um byggingar á vegum ríkisins og stórra stofnana ættu að sjá um að ekkiségengið fram- hjá íslenzkri framleiðslu,” sagði Axel ennfremur. — JBP — Sundlaug fyrir blóm — Kvenfélag Garðabœjar byggir Kvenfétagið i Garðabæ ætlar að hyggja sundlaug hvað sem hver segir. Með flóamarkaði á fjöl- ærum jurtum verður á sunnu- daginn kemur aflað fjár til sund- laugarsjóðsins, sem stofnaður var árið 1968. Ýmislegt fieira verður á boðstólum á þessum blóma- og flóamarkaði, sem haldinn verður í Barnaskóla Garðabæjar og hefst kl. 2 eftir hádegi. Sundlaugarmálið er mikið hita- mál í þessu nýja bæjarfélagi og er ekki að efa að Garðbæingar sýna málinu áhuga með því að fjöl- menna á kvenfélagsmarkaðinn, enda gefst gott tækifæri til plöntukaupa fyrir þá, sem nú huga að lóðum sínum og görðum. —BS Svip í Svið Mikið getur prentvillu- púkinn verið leiðinlegur. Hann gerðist svo djarfur hér á Dagblaðinu á mánudaginn að breyta nafni á hesti úr Svip í Svið. Fyrr má nú gagn gera. Engum nema honum gæti hugkvæmzt önnur eins vitleysa. KRAKKAR HÖFUÐBORGARINNAR TOMBÓLUGLAÐIR 17 þúsund til Longholtskirkju „Kirkjan er svo forljót svo að við sáum að eitthvað þurfti aðgera,”sögðu krakkarnir úr Sól- heimunum, sem heimsóttu okkur hérna á Dagblaðinu í gær. Þetta er plássið sem ætlað var fyrir eldavélarnar, og ekki var hægt að breyta. DB mynd: Bjarnleifur Þau gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu sautján þúsund krónum með því að halda tombólu til þess að hægt væri að halda áfram með kirkjuna. Miðinn kostaói fimmtíu kall og alls konar hlutum — fatn- aði, skóm, öskubökkum, búðing- um og voða finni buxnadragt, sem ein frúin, sem keypti miða, fékk — var safnað með því að ganga í hús. Og svo voru þarna líka hlutir sem krakkarnir fengu á tombólu sem haldin var í Langholtsskóla og langaði ekki til að eiga. „Jú, jú, það gekk voða vel að safna, nema hjá einum sem spurði hvort Langholtskirkjan væri nú að hrynja,” sögðu krakk- arnir, sem ætla að halda uppboð á því sem ekki gekk út á tomból- unni. Þau sögðust þó nokkuð oft fara í kirkju hjá Arelíusi og stundum væri gaman, en stundum segði hann sorglegar sögur. Þau eru þegar búin að afhenda honum peningana. „Hann var voða hrif- inn og gaf okkur mynd af sér,” sögðu þau. EVI Kirkjan er svo forljót að það þarf að haida áfram að byggja hana, sögðu þessir krakkar sem héldu tombóiu í bilskúr við Sðiheima. Þóra, Hlynur, Jóna, Ingunn, Gunnar og Kristín, á myndina vantar Helenu. DB-mynd Ragnar Th. Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: Vikan í dag — Heimsókn til Þorvaldar Skúlasonar listmólara — Litið inn í viskígerðarhús í hjónin Lisu Wium og Gunnar Jónsson, sem kennd keramik — Spennandi og hrollvekjandi smósaga

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.