Dagblaðið - 21.05.1976, Page 9

Dagblaðið - 21.05.1976, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAI 1976. / ' ........................ Eimskipofélag Islands hf.: HAGNAÐUR AF REKSTRI EIGIN SKIPA RÚMLEGA EINN MILLJARÐUR ÁRIÐ 1975 Hagnaður af rekstri skipa Eimskipafélags íslands hf., 20 að tölu, varð rúmlega einn milljarður á árinu 1975, eða kr. 1.141.496.594,00. Arið 1975 varð tap á rekstri félagsins sem nemur kr. 17.009.574,00 þegar eignir hafa verið afskrifaðar um kr. 601.126.632,00. Á aðalfundi Eimskipafélags- ins, sem haldinn var í gær kom þetta fram í ársskýrslu og reikningum. Samkvæmt efna- hagsreikningi námu eignir félagsins í árslok 1975 kr. 4.725.183.475,00, en skuldir að meðtöldu hlutafé kr. 4.496.318.241,00. Bókfærðar eignir umfram skuldir námu þannig í árslok 1975 kr. 228.865.234,00. Skip félagsins, 20 að tölu, eru í árslok- 1975 bókfærð á kr. 2.072.439,855,00 og fasteignir bókfærðar á rúmlega 680 milljónir króna. Hlutafé Eim- skipaféiagsins var í árslok ’75 kr. 202.813.750,00. Þar af á Eim- skipafélagið kr. 17.817.000,00 Lárus Jóhannesson fv. hæsta- réttardómari var fundarstjóri aðalfundarins, ér haldinn var að venju í fundarsal Eimskipa- félagsins. Fundarritari var til- nefndur Barði Friðriksson hrl. Stjórn félagsins skipa nú: Halldór H. Jónsson formaður, Birgir Kjaran varaform., Thor R. Thors ritari, Pétur Sigurðs- son gjaldkeri, Ingvar Viihjálmsson, Axel Einarsson og Hallgrímur Sigurðsson. Samkvæmt hluthafaskrá voru um 12 þúsund hluthafar I Eimskipafélagi íslands hf. i árslok 1975. Á aðalfundi félagsins 1972 var samþykkt að neyta heim- ildar skattalaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að 'hlutafé yrði þrefaldað. Einnig var samþykkt að veita félags- stjórn heimild til sölu aukningarhluta. Eins og fram kemur i ársskýrslu Eimskipa- félagsins er það stefna þes^ að gefa sem flestum landsmönn- um kost á því að eignast hlut i félaginu. Félagsstjórn og for- stjóri lögðu því fram tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi 1975, þess efnis að teknar skyldu frá 10 milljónir króna af óseldu hlutafé í þeim tilgangi að fjölga hluthöfum í félaginu. Hin fráteknu hlutabréf eru seld í fallegum gjafamöppum og lætur nærri að helmingur þeirra hafi verið seldur hinn 1. apríl 1976, en hluthöfum hefur fjölgað um 1100 frá því sú sala hófst. Meðal nýjunga I starfsemi félagsins má geta þess, að I haust tekur til starfa nýtízku ryðvarnarstöð fyrir bíla í vöru- geymslunum við Borgartún. BS. Lárus Jóhannesson fyrrum hæstaréttardómari stjórnaði aðalfundi Eimskipafélagsins i gær. Honum á hægri hönd situr Barði Friðriksson hrl. fundarritari, en til vinstri frá Lárusi sitja Pétur Sigurðsson forstjóri, Haildór H. Jónsson forstjóri', sem er stjórnarformaður, og Öttarr Möller forstjóri félagsins. Ljósm. Ragnar Th. nýtt í hverri Viku (otlandi — Grein um húsbúnað — Skýrð nokkur lœknisfrœðiheiti — Viðtal við - Formúla 1 kappakstursbfll í bflaþœtti, og margt fleira. BIADIB ÞAÐ UFI! ítalskir karlmannasandalar úr leðri, stœrðir 40—45. Verð kr. 1.750.- Vinnuklossar úr leðri, stœrðir 41—45. Verð kr. 2.600.- Tréklossar stœrðir 36—45. Verð kr. 2.900.- Póstsendum SKÓBÚÐIN SNORRABRAUT 38, sími 14190. Sg?*0* h&Msókn ISKn?ma s!s6LAN

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.