Dagblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976.
Setuliðið hefur gengið hart
fram gegn hvers konar mót-
mælum Araba gegn erlendum
yfirráðum og hafa 10 manns
látið lffið í óeirðum að undan-
förnu.
Gush Emunis-hreyfing Gyðinga
hefur verið hvað róttækust
landnemahreyfinga og er
skemmst að minnast göngu
þeirra eftir vesturbakka
Jórdanárinnar, sem farin var
til þess að storka Aröbum.
Sérfræðingar um málefni
Israels segja einnig að skoðanir
þjóðernissinna séu oftsinnis út
í hött og draumar þeirra um
búsetu í landshlutum byggðum
Aröbum komi alls ekki til
greina er fram í sækir. „Þeir
hafa bara einfaldlega ekki allt
þetta fólk sem þeir segja að
vilji endilega setjast að þar,”
segir einn þeirra.
Ríkisstjórnin hefur látið á
sér skilja, að einhverjar breyt-
ingar séu á leiðinni, en þær
hafa enn ekki verið tilkynntar
opinberlega. Á meðan streyma
landnemar, uppfullir af lof-
orðum þjóðernissinna inn á hin
forboðnu svæði og auka enn á
þá spennu sem fyrir er.
r
Þingmenn vorir og ráðherrar
eru stundum að vandræðast (og
gott ef ekki vandlætast) út af
virðingu sinni og þeirra
stofnana þar sem þeir starfa,
alþingis og ríkisstjórnar. Það er
þá segin saga að þeir telja veg
og virðingu þings og stjórnar í
voða, og þar með allt stjórnar-
far og gott ef ekki lýðræðið í
landinu, ef umræða er vakin og
gagnrýni hreyft á orðum og æði
sjálfra þeirra, allténd ef slík
umræða fellur að einhverju
marki utan hinna reglulegu
farvega flokkaþrætunnar og
pólitiska pexins í blöðum og
útvarpi og manna á meðal.
Sýnist einu gilda hvort gagn
rýni beinist til dæmis að kaupi
þeirra og kjörum eða beinum
og óbeinum fríðindum, svo sem
í simaafnotum, þingveislum,
grænum baunum, bifreiða-
akstri eða öðrum gæðum sem
þingmenn njóta og fleiri munu
vera en ég kann að telja, eða þá
að miklu alvarlegri og veiga-
meiri efnum, svo sem eins og
sambendlun flokkshagsmuna
og srkamála nú í vetur, og
óeðlilegri íhlutun og afskiptum
af _ meðferð slíkra mála af
pól’itískum eða persónulegum
ástæðum. Alltaf kveður við
sama sóninn í andsvaraskyni:
það er vegið að virðingu
þingsins. Sem kannski útleggst:
vondir menn eru að rægja mig
og spilla mínum hagsmunum.
Þess eru þar fyrir jafnan nóg
dæmin að í raun eru þingmenn
alveg óhræddir um virðingu
sína úti á meðal hæstvirtra
kjósenda. Væntanlega hafa
fleiri en undirritaður tekið
eftir því að sumt hið kynlegasta
og eftirminnilegasta gamanefni
sjónvarps, og jafnvel útvarps
líka, kemur beint úr þing-
sölunum, og eru þeir menn vís-
lega óhræddir um álit og orðstír
sinn sem gefa sig að slíkum
gleðileikjum.
En nýjasta dæmið um sjálfs-
virðingu þingmanna og
virðingu þeirra fyrir vinnustað
sínum og vinnuveitendum er
vitanlega upptaka, meðferð og
afdrif setu-málsins svonefnda á
alþingi. Það var ekki annað
sýnna um síðustu helgi en leiða
ætti z inn í ritmál og skólastaf-
setningu og lögbjóða hana þar
til frambúðar, og skyldi þetta
merka inál hafa „algeran
forgang”, eins og stjórn-
skörungar sífellt segja fyrir
öðrum þeim þjóðþrifamálum
sem uppi voru í þinglokin.
Af setu-málinu er annars
orðin mikil saga, sem vonandi
ELSKUZ
verður geymd í minni, svo lær-
dómsrík sem hún kann að vera
orðin, og sér þó sjálfsagt enn
ekki fyrir endann á z. En það
mun hafa verið á efri dögum
vinstri stjórnarinnar sálugu,
sem svo var nefnd, að z-n var
ráðin af dögum. Má vera að með
því verki hafi Magnús Torfi
Ólafsson þáverandi mennta-
málaráðherra unnið sér varan-
legan sess í stjórnmála- og
menningarsögunni. En það
kom brátt á daginn að z átti sér
vini marga á þinginu sem skjótt
tóku upp þykkjuna fyrir hana
og vildu reyndar þegar í stað
drífa hana inn á sinn stað á ný í
lögmælta stafsetningu.
.Það fór svo að vinir z og
óvinir reyndust jafnmargir á
þinginu, og má vera að af af-
stöðu manna í setumálinu hafi
glöggar en flestum öðrum
málum mátt sjá skipan fylkinga
til „vinstri” og „hægri“ i þa
daga frjálslyndra manna og í-
haldssamra í þjóðmálum og að
lífskoðun.
Athugull áhugamaður um
þjóðmálin hafði reyndar
orð á því á dögunum að í
fóstureyðingamálinu svo-
nefnda hafi í fyrra aftur
mátt sjá f „ópólitisku mah"
viðlíka uppskiptingu
þingheims. Eftir þeirri
kenningu er einhvers konar
fylgni með þeim skoðunum
manna að óhætt sé að fría staf-
setninguna af z, en konur skuli
sjálfar mega ráða hvort og
hvenær þær ala börn, og hins
vegar þeim að z skuli fyrir
hvern mun skrifa og hafa verði
vit fyrir kvenfólki um þungun
og barnsburð. En þessa merku
pólitísku athugun sel ég ekki
dýrara verði en ég keypti hana.
Hvað um það: síðan f tíð
vinstri stjórnar hefur z kerling
leið og ljót gengið ljósum logum
um þingsali og komið flugu
sinni f munn hinna ólíklegustu
manna, og reyndar einnig utan
þingsins, svo sem hér á blaðinu.
Z viðhelst held ég enn að mestu
á blöðunum, öllum nema Vfsi
og Þjóðviljanum, sem eftir z-
reglu eru þá hin einu sönnu
vinstri blöð um þessar mundir.
Og nú átti sem sé að láta
reyna á það í þinglokin hvort
ekki væri unnt að vekja hana
upp til fulls á ný og skipa á sinn
fyrri sess f riti, ef ekki ræðu
þar sem jafnan hefur verið
torvelt að iðka z. I þessu „mesta
máli“ þingsins höfðu forustu
þeir þingskörungar Sverrir
Hermannsson og Gylfi Þ.
Gfslason með fjölda liðsmanna
í þetta sinn. En ekki fylgdi sögu
hvað þeir vildu gera láta við þá
þegna sem þverskölluðust við
að hlýða hinum fyrirhugaða
lagastaf og nenntu ei að taka
upp z á ný eftir að hafa á annað
borð með erfiðismunum vanið
sig af henni. Atti kannski að
láta okkur í steininn með leir-
finnum?
Svo oft hefur verið farið yfir
rökin með og móti z að varla
tekur þvf að fara að endurtaka
þá þulu. Eiginlega voru aðeins
ein góð og gild rök gegn niður-
fellingu z-unnar á sfnum tfma:
T----------s'
Menningar-
mál
-----•U
að nauðsynleg væri festa i
reglum um stafsetningu
tungunnar, en fyrir hvern mun
ætti að forðast skyndibreyting-
ar og duttlunga í þeim efnum.
Þar á móti kom að vfsu marg-
föld reynsla af alls konar óhag-
ræði, tfmasóun og mannamun
„lærðra og leikra“ sem af z
stafaði í skólakennslu og staf-
setningu almennt, fyrir utan
hrein og bein fagurfræðileg
rök: að z væri svo ófríður stafur
og óhagnýtur að betra væri án
hans að vera en hafa lengur.
Eftir niðurfellingu z gilda að
vísu rökin um „festu f staf-
setningu” gegn upptöku
hennar á ný, að öllum fyrri
rökum gegn z-nni óbreyttum.
Og þar við bætist að fráleitt er
að taka upp þann hátt að lög-
bjóða reglur um stafsetningu
eins og að var stefnt að frum-
kvæði þeirra Sverris Her-
mannssonar og Gylfa Þ:s, og
gera þær með undirgefnar
smekk og duttlingum þing-
manna sem ráðnir hafa verið til
allt annarra verka en vasast f
málfarsefnum. Hitt er skaði að
ekki skyldi ná fram að ganga
tillaga hins þriðja þing- og
þjóðskörungs, Stefáns Jóns-
sonar, að láta þingheim af
11
N
þessu tilefni ganga undir próf f
stafsetningu. Það veit ég af
fornri reynslu að vinir z,
íslenskukennarar við Mennta-
skólann í Reykjavik, eiga 1
sínum fórum fjölda verkefna,
samin með yfirlegu og hyggju-
viti til að láta reyna á þá list og
íþrótt sem f þvf felst að setja z
eftir réttu lögmáli. Það væri
ekki ónýtt að vita hversu
margir þingmenn séu f al-
vörunni kjörgengir eftir z-
reglum, eins og þær voru
tiðkaðar á menntasetrum fyrri
daga.
Allt er gott þegar endirinn er
góður. Þegar svo var komið að z
skaust sigrihrósandi upp úr
neðri deild og virtist beinn og
breiður vegur fram undan
henni inn í lagasafn og skóla-
stofur — þá sýndi sig allt f einu
að hin fornhelga deildaskipting
alþingis í efri og neðri málstofu
var ekki út í bláinn gerð. Efri
deild var sem sé þess umkomin,
eins og ráð mun hafa verið fyrir
gert f öndverðu, að hafa vit
fyrir þeim neðri. Þar var z
svæfð í bili. En ekki er vitað að
svo komnu hvort það voru eigin
vitsmunir deildarmanna, sem
þessu réðu, að andmæli gegn z
sem víða komu fram daga þá
sem hún riðlaðist um þing-
húsið, eða hvort yfir þingmenn
kom seint og um sfðir sú vitrun
td. að skólakerfið mundi hreint
ekki þola innleiðslu z á ný eftir
að hún hafði á annað borð verið
aflögð.
En hvað sem um það er —
hyggileg held ég að sé
hugmynd eins af fornvinum z,
Helga Hálfdanarsonar,
sem hann birti í Morgun-
blaðinu í vikunni, að nú sé ráð
að efla friðinn en láta af ófrið
og skætingi, leyfa z að dúsa þar
sem hún er komin utangarðs,
en hafa að öðru leyti úr þessu
öflug varðhöld um reglufasta
stafsetningu gegn upphlaups-
og niðurrifsmönnum og þeirra
hringlandahætti. Eftir
frumvarpi menntamála-
ráðherra um skipan staf-
setningarmála eftirleiðis
virðist sú lausn blasa við á
leiðum vanda — ef er þá hægt
að kalla setumálið alvöru-
vandamál.
En að vfsu er einnig eftir
frumvarpinu ofur-auðvelt að
vekja z upp á ný til nýrrar
afturgöngu. Það er kannski
trúlegast að úr verði, enda
munu z-liðsmenn engan veginn
uppgefnir í sinni baráttu. Ætli
z kerling eigi ekki enn eftir að
ríða röftum í og utan þingsins
sér og öðrum til skemmtunar?
N
slíkra óskapa kæmi, sem vel
getur orðið, mundi víst einhver
geta tekið undir með séra Sig-
valda f Manni og konu er
hann sagði: Þá er vfst kominn
tfmi til þess að biðja guð að
hjálpa sér.
Eftir slfkan hildarleik veit
enginn hvort nokkur umtals-
verður hópur verður eftir af
hinni litlu fslensku þjóð, og svo
gæti farið, að ísland lenti f
höndum þeirra, sem aldrei
mundu skila því aftur til
þeirra, sem eiga það, ef ein-
hverjir þeirra væru þá ofar
moldu.
En ég ætla að snúa mér aftur
að fjármálahlið þessa máls. Eitt
af dagblöðum okkar hefir sagt,
að þessir 22 milljarðar dollara
sem Bandarfkin yrðu að kosta
til ef NATO missti aðstööuna á
ísland; jafngildi fjárlögum ís-
i.llids 1 Uu ui llilUUii v’ið fjárlög-
irr ■árið 1976, og þessi fjárhæð
væri i okkar aumu krónum
tæpir 4 þúsund milljarðar
króna. Hér er um að ræða
stjarnfræðilegar tölur. Vegna
greina sem ég ritaði í eitt dag-
blaðanna fyrir áramótin um
þessi mál, birtu stjórnmálasam-
tök og nokkrir stjórnmálamenn
samþykktir sínar og álit á þá
Kjallarinn
AronGuðbrandsson
lund, að ekki kæmi til greina að
taka greiðslu fyrir þennan litla
greiða, sem við gerum Banda-
rfkjunum og NATO eða þeim
500 milljónum manna, sem geta
átt lönd sín og lff undir aðstöð-
unni á Islandi. Svona á gamall
fslenskur kotungshugsunar-
háttur enn þá rammar rætur í
ráðamönnumn þjóðarinnar.
Sumir af þessum mönnum
köstuðu f mig skít og skætingi i
fjölmiðlum fyrir það, að ég
skyldi láta mér detta f hug að
þetta framlag okkar til NATO
væri einhvers virði.
Þeir fáu íslendingar sem
ekki eru skoðanabræður mfnir f
þessu máli, segja: Við höfum
engan her og aðstaðan, sem við
veitum NATO er okkar framlag
til íslenskra landvarna. Þessir
menn gera sér ekki ljóst, að það
er engin herstöð hér á landi
fyrir okkur og í stórveldatafli
um yfirráð yfir heiminum er líf
okkar „til fárra fiska metið”.
Hagsmunir þeirra þjóða, sem
hafa hér her, eru svo samtvinn-
aðir íslenskum varnarhagsmun-
um, að þar verður ekki gert upp
á milli. Þeir verja þetta land
vegna þess, að þeirra hagsmun-
ir krefjast þess. Og sjálfir hafa
þeir lagt mat á það hvers virði
þeim er það.
Nú skulum við athuga
hvernig aðrar þjóðir bregðast
við f svipuðum málum. Tyrkir
hafa heimilað bandarfkjamönn-
um afnot af herstöðvum þar í
landi gegn greiðslu á 1000 millj-
ónum dollara. Það er um 180
milljardar ísl. króna fyrir fjög-
urra ára tímabil. Grikkir hafa
leyft hið sama einnig f fjögur ár
gegn greiðslu á 700 milljónum
dollara. Það er í ísl. kr. 126
milljarðar. Spánn hefir einnig
samið við bandaríkjamenn til
fimm ára um leyfi fyrir afnot af
herbækistöðvum þar gegn
greiðslu á ca 1250 milljónum
dollara. Það er f ísl. kr. 225
milljarðar.
Ég veit ekki hvort enn hefir
verið lokið samningum banda-
rfkjamanna við Portúgal vegna
hernaðarstöðva þeirra á Asor-
eyjum, en bandaríkjamenn
höfðu þar aðstöðu samkv.
samningi frá 1944 en sem féll
úr gildi 4. febr. 1974. Fyrir
síðustu fimm árin af þessu
tímabili greiddu bandaríkja-
menn Portúgal 36 milljónir
dollara og veittu þeim mjög
hagstætt útflutningslán að
fjárh. 400 milljónir dollara.
Framlag NATO á þessu ári til
framkvæmda f Noregi er 4,16
milljarðar ísl. króna fyrir utan
stórfé á umliðnum árum.
Fjórar af þessum fimm
þjóðum eru í NATO eins og við,
en ein ekki. Andstæðingar
hagsmuna Islands segja að ekki
megi blanda saman landhelgis-
baráttu okkar og samskiþtum
okkar við NATO. Það eru
margar ár, sem liggja að einum
ósi, sem við getum nefnt hags-
muni íslands, og engin þeirra
er annarri óviðkomandi.
Við berjumst fyrir rétti
okkar yfir ísl. landhelgi, en
gefum afnotaréttinn af landinu
sjálfu.
Og hvað skal nú til varnar
verða. Við eigum að óska eftir
endurskoðun á samningnum
við Bandaríkin um hervarnir á
Islandi. Fyrsta krafan, sem við
gerum í sambandi við áfram-
haldandi afnot af Keflavfk og
jandinu yfirleitt, er sú, að fyrir
25 ára afnot, sem liðin eru,
greiði þeir fjárhæð sem næmi
öllum skuldum fslenzka rfkis-
ins og sfðan greiði þeir árlega
vissa fjárhæð, sem eingöngu
verði notuð til þess að byggja
upp og nema þetta land að
nýju.
En f þessum hugmyndum
mínum er mér ljós einn veikur
hlekkur. Hvað á jafnfjárhags-
lega vanþroskuð þjóð, eins og
Islendingar, að gera við slíka
fjármuni? Þetta gæti orðið
vandamál því margur verður af
aurum api.
Aron Guðbrandsson,
forstjóri