Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 11
DA(iBLAÐIf) — ÞRIDJUDACUK 6. JUI.t lt)7(i. hrakar. Hann missir úr og get- ur ekki alltaf haft stjórn á hugsun sinni. Hann er hræöRega svart- sýnn. Hann er gáfaður maður en gáfur hans fá ekki að njóta sin í fangelsinu. Hann vinnur í átta tíma á dag við að sortéra óhreint tau og skrifar bréf I frítíma sínum." Lisa bætir við: ..Jafnvel þótt hann sé ekki í fangelsi þar sem öryggisgæzla er ströng, þá er honum neitað um ákveðna hluti sem hann ætti að hafa aðgang að. Fangelsið er lika langt frá þar sem börn hans búa. Hann hefur misst allt samband við yngsta barnið sitt." 21 ár hjá CIA Everetta Howard Hunt, sem nú er 56 ára gamall, vann í tuttugu og eitt ár fyrir banda- risku leyniþjónustuna CIA. Har.n afplánar nú átta ára fang- elsisdóm — sem í upphafi var raunar þrjátíu og fimm ár — f.vrir hlutverk sitt í skipulagn- ingu innbrotsins í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Water- gatebyggingunni í Washington. Dóttir hans heldur því nú fram að hanr. hafi verið gerður að „syndabukk" f.vrir Water- gate. Hún segir að hann og fjöl- skylda hans hafi þjáðst nóg. Lisa Hunt hitti föður sinn síðast í desember sl., þegar hún og eignmaður hennar óku fyrra líf hans í þjónustu CIA og I hvert sinn dregur úr líkunum á því að hann veðri látinn laus — og von fjölskyldunnar á því að geta byrjað nýtt líf. Það hefur gert Lisu Hunt Kyle bitra að vera dóttir E. Howards Hunts. Þegar Water- gate-málið var í algleymingi vildi hún helzt fara úr landi og afsala sér bandarískum ríkis- borgararétti. „Ég missti marga vini á Watergate-tímabilinu. Ég var rekin úr vinnunni. Fólk fór að skrifa mér hatursbréf. Ég fékk undarleg símtöl. Allt þetta breytti mér. Það herti mig. Ég missti alla þá virðingu sem ég kann að hafa haft fyrir stjórnarfari okkar. Ég vildi skipta um ríkisfang en þá gat ég ekki ákveðið í hvaða landi ég gæti verið borgari, svo ég hætti við það og varð kyrr.“ Binda vonir við Jimmy Carter Hún býr nú I einangrun á simalausum sveitabæ I norðan- verðu Wisconsin-fylki. Næsti nágranni er í mílu fjarlægð. Gestir þar vita, að hvorki hún né maður hennar myndu fara út úr húsinu væri það ekki til að frelsa Howard Hunt. En þau hafa ekki mikla von og sýnist allt benda til þess að Howard verði neitað um náðun til reynslu þegar það verður fræðilega mögulegt I janúar á næsta ári. Samt telja þau ekki alla von úti. Þau gera sér vonir um að ef Jimmy Carter verði kjörinn for- seti þá muni hann náða Water- gate-sakamennina á sama hátt og hann hefur sagzt ætla að náða þá er ekki vildu gegna herþjónustu I Víetnam- striðinu. Á meðan koma þau fram I sjónvarps- og útvarpsþáttum, klemmd á milli sérfræðinga um sekt og sýknu, og berjast fyrir málstað E. Howards Hunts. þangað mörg hundruð kíló- metra leið. Fyrir nokkrum dög- um sá hún hann í sjónvarpi. Þá sat hún með manni sinum í NBC-stúdíóinu í New York og talaði við föður sinn í síma í fangelsið í Florida með aðstoð fréttamanns. „Við fengum ekki að tala við málinu var hann að fara eftir skipunum æðstu manna þjóðar- innar og honum var sagt að flokksstjórn Demókrataflokks- ins þægi peninga frá kommún- istum á Kúbu. Hann var hinn mesti föðurlandsvinur.ekki innbrotsþjófur." Lisa Hunt er þeirrar vörn sinni hafi verið eyðilögð af fyrrum háttsettum embættis- mönnum. Skjöl hans og pappírar, sem hvort tveggja er geymt í skjala- skáp í skrifstofu lögfræðings hans í Hvíta húsinu, eru oft nefnd pólitískt dýnamít. Lisa segir að faðir sinn hafi „Þeir stóru“ sluppu. Myndin eraf John Mitchell fyrrum dómsmálaráðherra og Maurice Stans fýrrum viðskiptaráðherra, þegar þeir höfðu verið sýknaðir af ákæru um að hafa aflað ólöglegs fjár i kosningasjóði Nixons. Mitchell á yfir höfði sér fangeisisdóm fyrir þátttökuna í Watergate. hann beint, aðeins fréttamaður- inn. I auglýsingahléum var sambandinu við hann slitið. Hann leit hræðilega út, hendur hans skulfu. Hann er alls ekki gangster- inn, sem fólk segir hann vera. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að I Watergate- skoðunar að faðir hennar líði nú um of vegna þess að hann einn hafi haft verulegt sam- starf við stjórnvöld þegar upp komst. Hún telur einnig að hann hafi verið sviptur réttindum sínum og bendir á að ýmis gögn sem hann hefði getað notað I aldrei sagt sér hvað standi I þessum gögnum. Hún hefur heldur aldrei spurt. Dularfullur njósnari E. Howard Hunt er mjög dularfullur maður í augum flestra Bandarlkjamanna. Af og til eru birtar nýjar sögur um Þoð sem er oð ske LYSTREISE og andre islandske noveller. Til norsk ved Helga Kress og Idar Stegane. Pax forlag, Oslo 1 976. 1 Í8 bls. Á seinni árum hefur verið nokkuð um það að út kæmu ljóðaþýðingar úr islensku á norðurlandamálum. Eg man í svip eftir einum þremur, fjór- um Ijóðasöfnum einstakra skálda og alltaf tveirour, þremur safnritum íslenskra nútímaljóða i norrænum þýð- ingum. Þótt öðru hverju komi út ein og ein saga eftir íslensk- an höfund á norðurlandamál- um hefur verið miklu minna um það að höfundar í lausu máli væru kynntir með viðlíka móti. Þó er eins og mig minni að út hafi komið á sænsku fyrir skemmstu safn íslenskra smá- sagna eftir nútimahöfunda, eða sé rétt ókomið. Og fyrir skemmstu kom inn úr dyrunum bók sem hér skal lauslega getið: tíu nýlegar sögur eftir fjóra höfur.da, valdar og þýddar á norsku af Helgu Kress og Idar Stegane. Slík samvinna íslenskra og er- lerídra manna um þýðingar er raunar hyggileg bæði fyrir val efnis og tryggan frágang textans. Hitt er best að segja strax að ég treysti mér ekki til að hafa svo sem neina skoðun á stílshætti sagnanna á nýnorsku þeirri sem þau Helga og Idar Stegane rita. Safnrit sem þessi, hvort heldur er ljóða eða sagna, eru jafnan hálfgildings bókmennta- kynnir.g. ()g þótt þeint sé ekki al' útgefendum fyrirhugað neitt slikt hlutverk er hætt við að lesandi geri engu að síður slika kröfu til þeirra. Af kynningar- ástæðum er líka algengt að í slík safnrit veljist allmikill fjöldi höfunda, fáein Ijóð eða ein saga eftir hvern þeirra, og er þá ætlast til að höfunda- og efnisvalið veiti einhvers lags „þverskurð" úr bókmenntum þeim sem ætlunin er að „kynna." Þessari aðferð hafnar Ilelga Kress í eftirmála sinum við Lystreise. telur að efnisval yrði þá of sundurleilt og auk þess hætt við að það gæfi til kynna að betur væri ástatt um bókmenntirnar en raunin sé. Þess í stað hafa þau Idar Stegane kosið að þýða sögur eftir fáa höfunda, en ætla hverjum þeirra þeim mun meira rúm. I bókinni eru sögur eftir Jakobínu Sigurðardóttur, Svövu Jakobsdóttur, Guðberg Bergsson og Thor Vilhálmsson, þrjár sögur eftir þrjú hin fyrst- nefndu, en ein saga eftir Thor, þriðja skýrsla, Skemmtiferð, úr Foldu. Það held ég að fáir geri ágreir.ing við útgefendurna um það að þessir höfundar teljist allir í hópi okkar helstu nútíma-höfunda, hinnar mið- ■aldra kynslóðar íslenskra nútímabókmennta. Þar fyrir getur mönnum að sjálfsögðu sýnst sitt á hvað um það hversu skýra hugmynd bókin með þessu móti veiti af bókmennt- um samtíðarinnar almennt, eða hversu vel takist að kynna hvern og einn höfund í bókinni. I eftirmálanum víkur Helga einnig nokkrum orðum að við- tökum íslenskra bókmennta á Norðurlöndum, að því leyti sem þær berast þangað í þýðingum, og finnst lítið til koma áhuga norrænna forlaga, gagnrýn- enda, leser.da á íslenskum nútíðarbókmenntum, fáar bækurgefnar út, endur-útgáfur þeirra fjarska fátíðar, þær bækur sem þö eru útgefnar lítið lesnar. Þetta heldur Helga að stafi meðal annars af úreltum fornaldarhugmyndum norðurlandabúa, og norðmanna þá ekki síst, um ísland og > íslendinga. Áhuginn beinist að nafnir.u til að fortiðinni, draumnum unt sögueyjuna, en enginn skeyti neitt unt íslenska samtíð. Þvíumlik viðhorf birt- ast einatt í blaðadómum um islenskar bækur, hlálegu skjalli urn þær á meira og minna skökkum forsendum, og þvílíkt skrutn er síður en svo fallið til að vekja áhuga venjulegra les- enda á bókunum. segir Helga ennl'remur. og segir hún það gullsatt. Hver sem les norræna blaðadóma upp og ofan um til- fallandi íslenskar bækur mun kannast við það hlálega sam- blandvanþekkingarog afsláttar í mati sem einatt auðkennir þá. Það er nú líklegt að þessar forsendur hafi haft eitthvað að segja um efnisval í bók þeirra Helgu Kress og Idars'Steganes: að þau hafi freistað þess að velja í bókina efni sem sumpart væri til frásagnar af íslenskri samtíð, og sumpart nýstárlegt- að formi og frásagnarhætti. Höfundarnir í bókinni hygg ég líka að allir séu góðir og gegnir fulltrúar þess „nýja raunsæis“ sem hér hefur verið að ryðja sér til rúms í sagnagerð. Sögur þeirra í bókinni bera allar með einu eða öðru móti vitni um gagnrýna afstöðu, allt að ádeilu á samfélagshætti og viðtekin frásagnarform. Og slík afstaða er vissulega einn meginþáttur i okkar nýju sagnagerð. I eftirmálanum nefnir Helga Kress ennfremur tvö megin- minni sem mikið gæti I sagna- gerð samtíðarinnar: fólksflutn- ínga úr byggð í borg og herset- una í Keflavík. Og „staða kon- unnar" sé efni sem fjallað sé um í vaxandi mæli — I og með að konur ryðji sér til rúms í bókmenntunum, svo sem Svava og Jakobína, og vaxandi áhugi þeinist að nútímaborgarlífi í skáldskap. Taka má eftir þvi að áhugi á kvennamálunum virðist hafa ráðið miklu um efnikvalið: Það má segja að konur séu „aðalpersónur" í öllum sögunum, og sögur Svövu og Jakobir.u snúast beinlínis um kvenlýsingar. Höfundarnir í bókinni eru vel valdir, sögur þeirra allténd til marks um ýmsa nýbreytni í frásagnarhætti og frásagnar- efnum. En hvernig hefur þá tekist að „k.vnna" þessa höfunda sjálfa og þeirra verð- leika tneð þessum hætti? Það er óneitanlega þetta sem sker úr gildi bókarinnar fyrir sina til- ætluðu lesendur: að tekist hafi að velja nógu göðar sögur sem um leið séu til þess fallnar að vekja áhuga beirra á að lesa meira. Ég sé ekkert á móti því að þetta megi takast. En hinu er ekki að neita að I sagna- valinu finnst mér óneitanlega koma fram ansi hreint þröng og einhæf sjónarmið. Áreiðanlega veita sögurnar þrjár eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur ófullnægjandi mynd af hennar raunverulegu verð- leikum. Ein þeirra, Maður uppi í staur, er að vísu meistara- stykki I frásagnarhætti sem heita má dæmigerður fyrir Jakobínu: einræða I lstu persónu sem um leið miðlar gagnrýninni mannlýsingu. En hinar sögurnar I bókinni, Konkordía og Lífshætta, úr Sjö vindur gráar, eru sagðar með sama hætti, efnislega fjarska fábreyttar, önnur um herinn, hin um konumál. Það félags- lega og sálfræðilega raunsæi, undirstaða virkrar ádeilu sem er meginstyrkur og auðkenni höfundarins, nýtur sín í raun miklu betur í öðrum, lengri og raunsæislegri sögum hennar, ég nefni til dæmis Elías Elías- son úr Sjö vindur gráar og Stellu úr Punktur á skökkum stað. Svipað má segja um sögur Guðbergs Bergssonar, að þær veita of einhliða mynd af höfundinum, en auðvelt væri að velja sögur sem lýstu betur verðleikum hans. Hela og Idar hafa af einhverjum ástæðum tekið ástfóstri við hinar myrku sögur hans í Hvað er eldi guðs? og velja tvær þeirra i bókina ásamt einni af „þjóðsögum Tómasar Jónssonar" úr Ástum samlyndra hjóna. Sú saga. Hin útvalda. er að vísu afbragðs dæmi urn furðusögur Guðbergs. En hér vantar, að mér finnst. gleggra dænti unt beint raunsæi Guðbergs — ég nefni sögur eins og Nöldur úr I.eikföng leiðans, eða kannski Sögu um sökkullista eða Faríseana úr Astum samlyndra hjóna, en annars er af nógu að taka hjá Guðbergi. Ef til vill hefur tekist best að velja úr sögum Svövu Jakobs- dóttur — Krabbadýr, brúð- kaup, andlát, Saga handa börnum, Kona með spegil, allar úr Veislu undir grjótvegg, allt réttnefndar furðursögur. En af hverju ekki eitthvert dæmi hversdagsraunsæis, eins og það tíðkast hjá Svövu, til dæmis titilsagan í Veislu undir grjót- vegg? Einmitt vegna hins sam- félagslega áhuga og ádeilu sem útgefendur telja að auðkenni bókmenntirnar er tilfinnanlegt að ekki skuli vera i bókinni skýrari dæmi um raunsæislega hversdagslýsingu fólks og sam- félags eins og þessir höfundar tíðka þær, sannindamerki um félagslegt ,,jarðsamband“ þeirra. Verst kemur efnisvalið niður á Thor Vilhjálmssyni: Skemmtiferð er alls ekki fullnægjandi dæmi fyrir ókunnuga lesendur um rithátt og frásagnarlist hans. Nú er Thor ekki réttnefndur smá- söguhöfundur, og varla hægt að halda því frarn að félagsleg efni séu í neinu fyrirrúmi í ritum hans. En betur hygg ég að tekist hefði að veita hugm.vnd um Thor með því að velja aðra hvora hina „skýrsluna" úr Foldu i þessa bók. Hrakninga eða Sendiför. En þær eru auð- vitað lengri. Þannig má auðvitað eins og endranær gera smekkságrein- ing um efnisval og útgerð þess- arar bókar. Það breytir ekki þvi sem inestu skiptir. að hún virðist allvel til þess fallin að vekja eftirtekt ókunnugra les- enda á því sem raunverulega er að gerast i íslenskum bók- menntum um þessar tnundir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.