Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 9
DACiBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976.
Aflinn góður á trillum
í Vestmannaeyjum
„Trillunum hefur gengið
frekar illa að losna við aflann.
Þeir hafa fengið mikið af báta-
fiski í vinnslustöðvunum og
otað trillunum frá.“
Þetta sagði skipstjórinn,
Sveinbjörn Hjartarson, á
þriggja tonna trillunni Frigg I
Vestmannaeyjum er DB ræddi
við hann í gær. 20—30 trillur af
stærðinni 1—3 tonn stunda
veiðar þaðan.
Sveinbjörn sagði að sjálfur
ætti hann ekki í erfiðleikum
með að losna við aflann, en
hann og félagi hans á Frigg eru
þeir sem harðast sækja. Auk
þess stunda handfæraveiðarnar
af heldur minni krafti 2—3
aðrar trillur. Flestir hinna á
trillunum hafa veiðarnar sem
aukavinnu. Til einhvers. er að
vinna því að aflinn er allt frá
300 kg upp í 1 'A tonn í róðri.
Hjá Sveinbirni fer allt í 1.
flokk, enda fara trillurnar út að
morgni og koma að kvöldi.
Uppistaðan í aflanum er þorsk-
ur og síðan karfi og ufsi. Milli-
verðið á tonninu er um 50 þús.
kr.
„Já, þetta er ekki sve slæmt,
þegar tíð er góð,“ sagði Svein-
björn, „en undanfarið hefur
verið bræluskratti."
Við ræddum við forstjórann
hjá ísfélaginu I Vestmannaeyj-
um, Einar Sigurjónsson. Sagði
hann það ekki alls kostar rétt
að illa hefði gengið að losna við
aflann. Einhver ágreiningur
hefði samt komið upp milli
trillubátaeigenda og Fiskiðj-
unnar. Hjá ísfélaginu lönduðu
3—4 trillur eins og verið hefði
undanfarið. Ýmsir hefðu spurt,
en hann hefði ekki sinnt meiri
viðskiptum. Allt væri fullt hjá
sér út úr dyrum. Þá væri þaó
svo með þessa ungu trillubáta-
eigendur að þeir hefðu það
fyrir tómstundagaman að fara á
sjó um helgar. Sk ildu þeir ekki
að það væri ekki hægt að taka á
móti fiski frá þeim fremur en
öðrum um helgar. Við verka-
lýðsfélögin væri þá að eiga.
Ragnar Sigurjónsson frétta-
ritari DB i Vestmannaeyjum
hafði tal af Lárusi Long verk-
stjóra hjá Fiskiðjunni, sem
sagði að fiskurinn sem trill-
urnar kæmu með að landi væri
smár og erfiður í vinnslu. Á
föstudagskvöld hefði ein trillan
komið að landi kl. 23, þá hefði
vinnsla hætt kl. 19, en aðeins
nokkrir menn verið á vakt í
Fiskiðjunni.
Ragnar talaði einnig við
nokkra trillubátaeigendur.
Kom fram hjá þeim megn
óánægja með að sumir gætu
komið afla sínum í vinnslu en
aðrir ekki.
—EVI
Fyrir utan hann Sveinbjörn Hjartarson og félaga hans á Frigg
eru það frændurnir Ási og Siggi í Bæ, sem fastast sækja
triilufiskeríið. Hérna sjáum við Asa leggja í ’ann i gærdag.
FRA SEYÐISFIRÐI
INN Á ELLIÐAVOG
All óvenjulega sjón gat að
líta við sundin blá í gær. Þar
sást björgunarskipið Goðinn
draga á eftir sér heljarmikinn
tank eins og á myndinni sést.
Hjá Olíufélaginu Skeljungi
fengum við þær upplýsingar að
þeir bæru víst ábyrgð á þessu
fyrirbæri og væri þarna um að
ræða 3000 tonna olíutank sem
keyptur hefði verið á Seyðis-
firði. Þaðan var hann síðan
dreginn af Goðanum og verður
á næstunni geymdur í Elliða-
vogi, en í framtíðinni mun
honum ætlaður dvalarstaður
úti í Örfirisey, þar sem Skelj-
ungur hyggst koma upp ein-
hverjum mannvirkjum.
—JB
Ferðaskrifstof urnar umbuna far-
þegum mismikið
Ferðalangar til Suðurlanda
hafa nú úr mismunandi miklu
að spila. Farþegar sem l'ara
með feríWskrifstofunni Sunnu
fá aðelns að kaupa ma'iarmiða
I'yrir 100 peseta á dag' méð
islen/.kum krónum. Er þetta
kallað. að samsvari einni máltíð
en mun bó vart hrökkva. til.
Þeir sein íerðast með Utsýn fá
hins vegar að kaupa matarmiða
Ivrir að minnsta kosti helmingi
hærri upphæð. Þá er og mis-
munur í sambandi við
skoðunarferðir. Farþegar
Sunnu verða að greiða þær
allar með gjaldeyri. Dvrustu
ferðirnar kostuðu um 1000
peseta sem er 1/10 af þeirri
upphæð sem mönnum er ætlað
að lifa af í ferðinni. Utsýnarfar
þegarnir fá hins vegar að
greiða f.vrir sínar ferðir í
íslenzkum peningum, jafnvel
eftir að þeir koma heim.
Sunnufarþegar eru að vonum
óánægðir með þetta. Má segja
að þarna sé viðskiptavinunum
beinlínis ýtt út í það að ferðast
með þeim ferðaskrifstofum
sem ekki fylgja gjaldeyrisregl-
unum út i vztu æsar. —BA
Fékk nómslón
en ekki styrk
Sóley Enid Jóhannesdóttir,
sem leggur stund á dans-
kennaranám i Danmörku og
við siigðum frá i DB í gær, er
ættuð úr Kcflavík, dóttir hjón-
anna Kristrúnar Helgadóttur
og Jóhanns Péturssonar,
sem starfar á íslenzka póst-
húsinu á Keflavikurflugvelli.
Kristrún hafði samband við
DB og bað okkur að leiðrétta
það sern fram kom í fyrirsögn-
inm. að Sóle.v hefði ekki
fengið námslán. því þau hefur
hún fengið, en aftur á móti er
rétlilega með farið i greininni
að hún hali ekki fengið nátns-
slyrk.
Landnemamót
í Viðey síðustu
víkuna
Skátafélagið Landnemar
gengst fyrir opnu skátamóti í Við-
ey um helgina 23.-25. júlí. Þetta
er i fimmta skiptí sem Land-
nemar halda mót á þessum stað
en alls hafa Landnemamót verið
haldin frá árinu 1959.
Dagskrá mótsins í Viðey verður
að mestu byggð upp á samstarfi
skátaflokka og dróttskátasveita.
Að þessu sinni verða ekki starf-
ræktar fjölskyldubúðir, eins og
undanfarin ár, þar eð dagskráin
verður miðuð við skátastarf ein-
göngu. Þó er undantekning á, þar
sem allir eru velkomnir. Það er
þegar varðeldur verður kyntur
klukkan hálf-ellefu á laugardags-
kvöldiö 24. ,
Mótstjóri í Viðey verður að
þessu sinni Jóna Sigurjónsdóttir.
í samtali við DB í gær sagði hún
að Viðeyjarmótin hefðu verið
ijuh
ákaflega fjölsótt undanfarin ár.
„En nú reynum við að fækka þátt-
takendunum til að geta einbeitt
okkur sem mest að skátastarf-
inu.“
I skátafélaginu Landnemum eru
rúmlega 200 félagar. Sá fjöldi
hefur staðið nokkuð I stað undan-
farin ár, því að félagið starfar i
grónu hverfi þar sem litlar breyt-
ingar verða á fólksfjölda, —
gamla austurbænum.
Það er meira verk en margan
kynni að gruna að fá Viðey lánaða
fyrir mót sem þetta. Samþykki
þarf að fá hjá fjórum aðilum,
Stefáni Stephensen, Reykjavíkur-
borg, forsætisráðuneytinu og
síðast en ekki sízrt þjóðminja-
verði.
„Svo virðist sem allir þessir
aðilar séu ánægðir með umgengni
okkar undanfarin ár, því að aldrei
hefur staðið á leyfi fyrir skáta-
mótum þarna,“ sagði Jóna. „Við
teljum að aðstaða sé mjög góð í
Viðey. Þarna eru miklir mögu-
leikar á að hafa fjölbreytta dag-
skrá, auk þess sem fuglalíf og
gróðurfar er mjög merkilegt í eyj-
unni.“
—AT