Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 14
DAGHLAÐIf) — ÞKIDJUDAGUR 6. JÚLl 1976.
DB spyr
f ólk í
verzlunar-
erindum
Ljósmyndir:
Árni Páll
Laufey Jónsdóttir hefur ekkert
á móti laugardagslokun
verzlana.
Guðmundur Kjartansson sagðL
atí sér fyndist „allt orðið mjög
dýrt.“
Lára Bjarnadóttir kann vel við
að verzla þar sem „ailar
vörurnar eru á einu gólfi.“
Jóhannes Jónsson verziunar-
stjóri í Austurveri er á þeirri
skoðun að föstudagurinn sé of
strembinn og vill hafa opið til
ki. 8 á fimmtudögum.
Er fólk ánœgt með laugar-
dagslokun verzlana?
Það hefur talsvert verið rætt
um laugardagslokun verzlana
manna á meðal og til að
k.vnnast þvi hvernig almenn-
ingi félli við þessa sumar-
verzlunarhætti brá blm. DB sér
í fjórar verzlanir á föstudags-
kvöldið og lagði spurningar
fyrir fólk sem þar var aö verzla.
Spurningarnar voru:
1) Hvernig kanntu við að hafa
verzlanir lokaðar á laugar-
dögum?
2) Ef opin væri verzlun um
helgar, sem verzlaði með allar
nauðsynjavörur sem á væri
hærri álagning en ella, mynd-
irðu verzla þar?
.1) Hvernig verzlarðu, einu sinu
sinni í viku eða oftar?
4) Hver stór er fjölskyldan og
hvað kostar vikuleg verzlunar-
ferð þig mikið?
í Vörumarkaðinum
Fyrst lá leiðin í Vörumarkað-
inn. Við hittum Ebenezer kaup-
mann að máli. Hann sagði:
„Þetta er alltof mikið álag á
föstudagana . Þaö væri miklu
betra að hafa opið til klukkan
10 á fimmtudagskvöldum og
svo ekki nema til kl. 8 á föstu-
dögum."
Við hitturn að máli frú eina,
La u feyj u .1 ón sdó11 u r.
„Maður er varla farinn að
venjast þessari laugardags-
lokun en ég hef ekkert á móti
hen.n.i"
Laufey kvaðst myndu ver/la i
„dýru búðinni" el' um væri að
ræða einhverja nauðsynjavöru
sem hana bráövantaði Iiún
verzlar vanalcga eiriu sinni í
viku. Fimm manns er i heimili
og vikuleg verz.lunarferð kostar
um 10 þúsund kr.
Giiömtindur K jartansson
sagðist kttnna ágadlega við
laugardagslokunina Hann
myndi ekki verzla i luið sem
scldi dýrari viirur iiin lielgar.
Keypt er inn einu sinni i v>.I;<■ á
hans heimili sem i eru ses
manns.
Guðmundur sagði að kona
hans greiddi oftast reikning-
inn, þannig að honum væri ekki
kunnugt um upphæð hans
hverju sinni, en var sammála
því ,,að allt væri orðið mjög
dýrt.“
í Austurveri
Verzlunarstjórinn i Austur-
veri, Jóhannes Jónsson,sagði:
„Föstudagurinn er alltof
strembinn. Það væri miklu
betra að hafa opið til kl. 8 bæði
fimmtudaga og föstudaga.“
Lára Bjarnadóttir, sem
vinnur ekki utan heimilis,
sagðist kunna ágætlega við að
hafa lokað á laugardögum. Það
skipti hana i rauninni engu
máli. Hún kvaðst ekki vilja
ve.'zla í búð með hærri
álagningu um helgar. Lára
sagðist verzla einu sinni í viku
og þá í Austurveri þar sem
„allar vörur eru á einu gólfi.“
A heimili Láru eru sjö manns
og vikuleg verzlunarferð kostar
í kringum 10 þúsund, þar með
er talinn helgarmatur og
„matur svona eitthvað fram I
vikuna."
Friðrik Þorsteinsson bruna-
vörður ók vörukerrunni og
gætti barnanna á meðan eigin-
konan, Helga Einarsdóttir,
tindi í körfuna.
„Laugardagslokunin er
freVnur óþægileg" sagði hann,
„en ég skil vel að fólkið þarf að
eiga fri eins og aðrir.
Nei, ég myndi ekki verzla i
búð með meiri álagningu um
helgar. Eg held ög reyndi
heldur að gefa mér einhvern
tíma til að skjótast í búð á
öðrum tíma."
Spurningunni um verzlunar-
mátann svaraði Friðrik á þá
lciö að þau hjónin reyndu
jafnan að kaupa sem' mest inn í
einu og þá gjarnan ekki nema
einu sinni i viku.
Þau eru fjiigur i heimili og
„svona karl'a kostar þetta
10—1!) þúsund en þá er kjöt-
metið ekki talið með. Það er
keypl á haustin."
í Hagkaupi
Næst lá leiðin I Hagkaup. Þar
var greinilega mesta ösin, enda
er þar hægt að fá ýmsar aðrar
nauðsynjavörur en nýlendu-
vörur.
Við hittum fyrir konu, sem
var rétt að byrja að verzla og i
körfunni hjá henni sat ungur
maður.
V; fyrstu spurningunni
sagðist hún hafa lítil svör því
hún væri frá Reykjanesi við
Isafjarðardjúp og þar er engin
verzlun „Þangað kemur Djúp-
báturinn með vörur tvisvar í
viku á sumrin og einu sinni á
veturna. Stundum koma vörur
einnig með vöruflutningabíl-
um,“ sagði Fríða Þorsteins-
dóttir.
Við spurðum þá hvort hún
hefði komið gagngert í bæinn
til þess að verzla í Hagkaupi en
þá brosti hún og sagðist vera
stödd hér í sumarfríi með fjöl-
skyldunni.
Eiginmaður Fríðu er Magni
Steinsson, kennari við héraðs-
skóla sem er á Reykjanesi.
'Kdda Björgvinsdóttir og Ilögni
Jónsson ásamt dótturinni
Áslaugii reyna að verzla einu
sinni i viku.
„Allur matur er miku
ódýrari hér í Reykjavík en úti á
landi. Þarna fyrir vestan fáum
við aldrei grænmeti eða ávexti.
Það koma stöku sinnum
bananar og annað góðgæti til
tsafjarðar. Þá slást húsmæð-
urnar um það. Það er alveg
dásamlegt að komast I alla
þessa ávexti,“ sagði Fríða, sem
ræktar sjálf kartöflur og
smávegis grænmeti.
Þau hjónin fluttu frá Reykja-
vík fyrir átta árum og við
spurðum á hvorum staðnum
þeim þætti betra að búa:
„Það er betra að vera -í
Reykjavík að því leyti að vöru-
verð er mun lægra en úti á
landi. En þar er aftur á móti
betra að vera með börnin. Þar
er rólegt og ekki eins mikil
streita og hér í Reykjavík."
Synir hjónanna voru með í
ferðinni, þeir eru Ragnar Logi,
sex ára, og Þorsteinn Már, tíu
ára.
Næst urðu á vegi okkar ung
hjón, sem bæði stunda nám við
Háskólann. Edda Björgvins-
dóttir í viðskiptafræði og Högni
Ragnheiður Agústsdóttir
sagðist kunna því vel að þurfa
ekki að eyða laiigardeginum i
verzlnnarferðir.
Jónsson I verkfræði. Þau voru
með tveggja ára dóttur sína,
Áslaugu, með í verzlunarferð-
inni.
Edda sagði að það skipti þau
ekki neinu máli hvort opið væri
eða lokað I verzlunum á laugar-
dögum.
Aðspurð hvort þau myndu
kaupa vörur dýrara verði um
helgar sögðust þau stundum
gera það.
„Þar sem við búum eru þrjár
búðir, sem hafa opið á kvöldin
og um helgar, og þar eru a.m.k.
sumar vörutegundir dálítið
dýrari en annars staðar. Maður
verður stundum að grípa til
þess að verzla þar ef maður
gleymir einhverju." *
Yfirleitt sögðust þau reyna
að verzla einu sinni I viku og
þessi vikulega verzlunarferð
kostar I kringum 5—6 þúsund
kr.
„Ég kann ágætlega við að
þurfa ekki að eyða laugardeg-
inum I verzlunarferðir," sagði
Ragnheiður Ágústsdóttir.
Hún kvaðst myndu kaupa I
Gtiöni Kolbeinsson sér iim inn-
kaupin fyrir sína fjölskyldu en
kaupir „inn eftir hendinni."