Dagblaðið - 14.08.1976, Page 23
23
Utvarp
Sunnudagur
15. ágúst
8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls-
son víKslubiskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Voðurfregnir Lótt
morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein-
um dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður-
fregnir).
11.00 Messa í Kópavogskirkju. Prestur:
Séra Árni Pálsson. Organleikari: Guð-
mundur Gilsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilk.vnn-
ingar. Tónleikar.
13.20 Mínir dagar og annarra. Einar Krist-
jánsson rithöfundur frá Hermundar-
felli rabbar við hlustendur.
13.40 Mifidegistónleikar: Frá ungverska út-
varpinu. Nikita Magalolt leikui a
pianó Fjögur Impromptu*«p. 142 eftir
Fran/ Sehubert.
14.15 Hringborðsumræöur um Krófluvirkj-
un.
lli.00 íslenzk einsongslóg. Puriður Pals-
dóttir syngur lö.u eftir Pál Isólisson:
Guðrún Kristinsdótlir ieikur á pianó.
1 (j. 15 Veðurf regnir. Fréttir
10.25 Alltaf a sunnudogum. Svavar Gesls
kynnir löu af híjómpliilum.
17.10 Barnatimi: Agústa 14jörnsdot 1 ir
sijörnar. Kaupstaðir á Islandi: Siulu-
fjörður. Kfni þátlarins er saiitið af
Herdisi Guðmundsdötlur. Lesarar eru
Knútur K. Maunússon oy* Guðbjöru
Porbjarnardótlir. Inuibjöru I»or».erus
synuur visur eflir Herdisi Guðmunds-
dóttur við undirleik Guðmundar Jóns-
sonar.
18 00 Stundarkorn niefi italska sellóleikar-
anum Enrico Mainardi. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Tilkynningar.
19.25 Orfiabelgur. Hannes Gissurarson
sér um þáttinn.
20.00 Frá fjölskyldutónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskólabíói 3.
apríl í vetur. Einleikarar: Bryndis Páls-
dóttir og Bjarni Guðmundsson.
Kynnir. Guðrún Stephensen. Stjórn-
andi: Páll P. Pálsson. a. „Tyllidagur
trompetleikaranna" eftir Leroy And-
ersen. b. Fyrsti þáttur Fiðlukonserts í
E-dúr eftir Johanrj Sebastian Baeh. e.
„Tobbi túba" eftir George Klein-
singer. d. „Kardemommubærinn"
eftir Thorbjörn Egner.
20.40 íslenzk skáldsagnagerð. Þorsteinn
Antonsson rithöfundur flytur annað
erindi sitt: Smiðirnir.
21.10 Kórsöngur i utvarpssal: Kvennakór
Suðurnesja syngur
21.40 ..Hundlubbi Thomasar Edisons ",
smásaga eftir Kurt Vonnegut. Þuriður
Friðjónsdóttir leikkona les þyðingu
Rafns Guðmundssonar.
22.00 Fréttir.
22.15 VéðUrfregnir. Danslóg. Sigvaldi
Þorgilsson. danskennari velur lögin og
kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
^Sjónvarp
Sunnudagur
15. ógúst
17.00. Fra Olympíuleikunum.
Blak kvenna: Suður Kórea
Ungverjaland, keppt um 3. verðlaun,
og Japan : Sovétrtkin, úrslit. Körfu-'
bolti karla: Bandaríkin : Sovétrtkin.
Kynnir Bjarni Felixson.
18.00 Bleiki pardusinn.
Bandarísk teiknimyndasyrpa.
18.10 Sagan af Hróa hetti.
Breskur myndaflokkur um ævintýri
útlagans Hróa hattar. 3. þáttur.
19.00 Frá OlympíUeikunum.
Sleggjukast. grindahlaup karla og
kvenna.
Hló.
20.00 Fróttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskró.
20.35 Lótt lög frá Ítalíu.
Hreinn Líndal sýngur við undirleik
Olafs Vignis Albertssonar. Stjórn upp-
töku: Tage Ammendrup.
20.50 Ríki fílanna.
Bresk heimildamynd frá Taílandi um
fílinn. lifshætti hans og hlutverk hans
við trjáflutninga i frumskóginum.
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
21.40 Jane Eyre.
Bresk íramhaldsmynU gerö eflii sögu
Charlolotte Bronté. 2. þáttur. Efni
fvrsta þáttar: Jsne Eyre er munaðar-
laus telpa. sem á illa ævi hjá fjarskyld-
um ættingjum sinum. Hún er send i
skóla. en þar tekur ekki betra við.
Jane eignast þar góða vinkonu, en hún
deyr úr tæringu. Árin liða. Jane er
orðin átján ára og hefur verið kennari
tvö ár við þennan sama skóla. en hana
langar að breyta til. Þá býðst henni
starf sem kennari á óðali Kochester-
ættarinnar. og hún tekur því. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
22.30 Afi kvöldi dags.
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson
presiur i Langholtsprestakalli i
Keykjavik. flytur hugvekju.
22.40 Dagskrárlok.
Útvarp annað kvöld kl. 19,35: Orðabelgur
Leiðin til ónauðar er
m.a. sósialisering
Útvarp á morgun kl. 14,15: Hringborðsumrœður
Kröfluvirkjun á dagskró
Hringborðsumræöur í
útvarpssal undir st.jórn Páls
Heiðars Jónssonar verða kl.
14.15 á morgun. Verða þær í
staðinn fyrir þáttinn Hvernig
var vikan. sem vanalega er á
sunnudagseftirmiðdögum.
Umræðuefnið er
Kröfluvirkjun, sem er án efa
einhver umdeildasta stórfram-
kvæmd á íslandi
Þátttakendur í umræðunum
eru Kröflunefnd og sér-
fræðingar hennar og fulltrúar
Orkustofnunar.
Meðfylgjandi mynd var tekin
á Kröflusvæðinu á sl. vetri.
-A. Bj.
Stjórnandi þáttarins, Hannes Gissurarson, ásamt dr. Gylfa Þ.
Gíslasyni við upptöku þáttarins fyrr í vikunni.
DB-mynd Bjarnleifur.
Útvarp á morgun kl. 17,10: Barnatími
Sagt frá Sigluf irði fyrr og nú
Nú er komið að því að sagt
verður frá Siglufirði í barna-
tímanum sem er á dagskránni
kl. 17.10 á morgun. Stjórnandi
þáttarins er Ágústa Björns-
dóttir, en það er Herdís Guð-
mundsdóttir sem segir frá
Siglufirði. Lesarar með Herdísi'
eru Knútur R. Magnússon og
Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Ingibjörg Þorbergs syngur
nokkrar vísur eftir Herdísi
með undirleik Guðmundar
Jónssonar.
Herdís Guðmundsdóttir var
stödd í bænum á dögunum og
náðum við tali af henni i síma
rétt áður en hún fór norður.
„Þetta er yfirlit sem ég hef
tekið saman um Siglufjörð eins
og hann er í dag og eins og
hann var hér áður fyrr. Mér
finnst nú satt að segja að þessir
barnatímar séu fyrir stálpuð
börn, unglinga og jafnvel full-
orðið fólk, og hef ég hagað máli
mínu samkvæmt því.
Ég fer í gegnum bæinn og
lýsi honum, en þar hefur orðið
mikil breyting á undanförnum
árum. Atvinnuleysi er nú ekk-
ert á Siglufirði og þar er mikil
uppbygging á öllum sviðum.
Verið er að leggja hitaveitu og
íðnaðurni” hefur verið aukinn
mjög verulega. Ég leik plötur
þar sem karlakórinn Vísir
syngur og einnig verða leikin
fleiri lög með listamönnum frá
Siglufirði. Ég segi örlítið frá
því hvernig börnin léku sér á
síldartímanum og hvernig það
gekk i síldinni almennt. Og
þátturinn endar á smá síldar-
ævintýri“.
Herdís hefur verið búsett á
Siglufirði síðan 1933 og frá því
1956 hefur hún verið skatta-
endurskoðandi fyrir Norður-
landsumdæmi vestra.
Herdis hefur gert þó nokkuð
af því að semja gamanvísur og
gamanþætti og fyrir mörgum
árum fékk hún verðlaun fyrir
gamanþátt sem fluttur var í út-
varpinu og hún kallaði „Silfur-
brúðkaupið“. Herdís mundi
ekki hvaða ár þetta var en af
upphæð verðlaunanna, sem
voru eitt þúsund krónur, má
ráða að það hafi verið fyrir
nokkuð mörgum árum.
— Hefur þér aldrei dottið í
hug að gefa þessi gamanmál þín
út?
„Það hefur stundum dottið í
mig að það gæti verið gaman að
gefa þetta út á prenti, og hver
veit nema af því verði ein-
hverntíma," sagði Herdís Guð-
mundsdóttir.
-A.Bj.
Orðabelgur er á dagskrá út-
varpsins annað kvöld kl. 19.35
og sér Hannes Gissurarson um
þáttinn.
Hannes sagði okkur að annað
kvöld ætlaði hann að fjalla um
austurriska hagfræðinginn
Friedrich von Hayk, sem fékk
nóbelsverðlaun í hagfræði árið
1974. Til viðtals við sig í þættin-
um hefur Hannes fengið dr.
Gylfa Þ. Gíslason og Ölaf
Björnsson prófessor. Einnig
mun Hannes lesa úr verkum
Hayeks ásamt Tryggva Agnars-
syni.
Árið 1946 kom út bók á
íslenzku eftir von Hayek í
þýðingu Ölafs Björnssonar
prófessors og hét hún „Leiðin
til ánauðar".
Boðskapur von Hayeks er, að
leiðin til ánauðar sé sðsíalismi
eða altækur áætlunarbúskapur
og miðstýring.
Ólafur prófessor og dr. Gylfi
munu segja álit sitt á þessum
atriðum og kenningum Hayeks.
Gylfi gefur sem sösfalisti mjög
athyglisverðar yfirlýsingar um
þjóðnýtingu og áætlunarbú-
skap.
Von Hayek er mikill heim-
spekingur og fylgismaður vest-
rænnar menningar og mikill
frjálshyggjusinni. Meðal verka
hans eru „Inntak frelsisins“
eða Constitutional liberty.
-A.Bj.
Útvarp á morgun kl. 16,25: Alltaf á sunnudögum
LÖG VIÐ LJÓÐ REYKJA-
VÍKURSKÁLDSINS
Olafur Björnsson prófessor er
einnig viðmælandi Hannesar
Gissurarsonar annað kvöld.
„Ég ætla eingöngu að leika
lög, sem gerð hafa verið við ljóð
Tómasar Guðmundssonar,"
sagði Svavar Gests, þegar við
spurðum um efni þáttar hans
Alltaf á sunnudögum, sem er á
sínum stað í dagskránni kl.
16.25 á morgun.
„Mér fannst þetta tilvalið og
segja má að ég geri það i tilefni
afmælis Reykjavíkur, sem er
18. ágúst, að flytja efni um
Reykjavíkurskáldið.
Það er af nógu að taka og má
nefna ljóð eins og Við Vatns-
mýrina, Fyrir átta árum, Hótel
jörð, Tondeleyo og Dagný. Því
miður er alltof litið til af ein-
söngslögum.
Á milli laganna les ég upp
eitt og annað sem ég hef komizt
yfir bæði eftir Tómas í
óbundnu máli og einnig það
sem aðrir segja um skáldið
sjálft. Til er plata með ljóða-
lestri skáldsins sjálfs og mun
hann lesa tvö ljóð af plötunni.
Annað er Þjóðvísa, sem
Kristján Karlsson bókmennta-
fræðingur telur vera eitt falleg-
asta og bezt gerða ljóðið sem ort
hefur verið á íslenzka tungu,"
sagði Svavar Gests. A.Bj.
Re.vkjavíkurskáldið, Tómas Guðmundsson, áritar ljóðasafn sitt sem
kom út á árinu. DB-m.vnd Björgvin Pálsson.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGl'R 14. AGUST 1976.