Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 12
 12 Þessi mynd var tekin af Richard Raskind árið 1974 í hanastélsveizlu í New York. Skömmu síöar dró hann sig í hlé og þá hófst byrjunin á því sem síftar varft ( kynskipti. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. AGUST 197S. „Ég vil berjast fyrir því að verí — segir bandaríski augnlœknirinn Renee Richards sem hefur skipt um Hún var i hvítum tenniskjól og þegar leiknum lauk setti hún upp hvítan barðastóran hatt til þess að skýla sér fyrir brennandi sólargeislunum. Renee Richards vann með miklum yfirburðum í tennis- keppni kvenna sem fram fór nýíega í New Jersey. Þetta var einstakur tennis- leikur. Renee Richards er fjörutíú og tveggja ára og einhver allra umdeildasti tennisleikari sem tekið hefur þátt í keppni í Bandaríkjunum. Tuttugu og fjórir aðrir þátttakendur í þessu móti vilja láta ógilda keppnina. Fyrir ári var Renee Richards karlmaður og varð númer þrettán í tennisleik karla, 35 ára og eldri. Hann var þekktur augnskurðlæknir í New York, kvæntur og átti einn son sem nú er fjögurra ára gamall. Hann hét Richard Raskind en hefur eftir kynskiptin breytt nafni sínu i Renee Richards. Hann heldur áfram að leika tennis en nú sem kona. Hún vann nýlega í sinni fyrstu kvennakeppni í La Jolla í Kali- forniu. Við sama tækifæri varð opinskátt að Renee var fyrrver- andi karlmaður að nafni Richard Raskind. Keppendurnir í kvenna- flokki á þessu nýafstaðna móti í New Jersey hafa mótmælt þátt- toku Renee því hún hefur óneitanlega mikla yfirburði yfir venjulegt kvenfólk. Renee er 183 cm á hæð og vegur 64 kg. Renee gerir sér vel ljósa at- hyglina sem hún hefur vakið, en segist alls ekki hafa hugsað sér að hætta baráttu sinni fyrir því að verða „viðurkenndur" kvenmaður. Hún er fastákveðin í að fá að taka þátt í tenniskapp- leik sem fram fer í Forest Hills innan skamms. Hún kveðst ætla að hjálpa kynskiptingum um víða veröld og ætlar hvergi að hopa í bar- áttu sinni. ,,Ég er kvenmaður," segir hann/hún. ,,Og ég hef sönn- unargögn til merkis um það." Renee hefur eðlilegan brjóstavöxt og er með ljósleitt hálfsítt hár. Hún gengur að jafnaði með silfureyrnalokka. En röddiner mjög dimm og hún hefur ekki viljað gangast undir litningapróf sem annars er krafizt af tenniskeppendunum í kvennaflokki. Þetta er annars mjög einföld skoðun. Það er tekið sýni úr munninum og ef í ljós kemur að það inniheldur X-litninga er um konu að ræða. Ef Y- litningar koma í ljós er það karlmaður. Litningarnir breytast ekki þótt kynskipti hafi farið fram, segir bandaríski læknirinn John Anderson, en hann sá um heilsugæzlu bandaríska ólympíuliðsins. Nú hafa þeir, sem sjá eiga um tennismótið í Forest Hills, farið fram á að allar konur, sem ætla að taka þátt í því, gangist undir þessa skoðun. Renee hefur fallizt á að gang- ast undir „sanngjarna" skoðun en heldur því fram að litninga- prófið sé ekki einhlítt. ,,Ég afhenti forráðamönnum keppninnar í New Jerse.v niður stöður frá kvensjúkdómalækni mínum sem ég álít að séu nægi- leg sönnun þess að ég sé kona," segir Renee. Hún hyggst taka til starfa á nýjan leik sem augnlæknir við sjúkrahús í Kaliforníu. Á meðan Renee var Richard Raskind var hann fyrsta flokks tennisleikari. Árið 1964 .vann hann meistaratitil í New York í tennisleik karla. „Það báru allir virðingu fyrir honum, bæði á leik- Eg er ekki búinn að gefast ' upp!! Þetta er einmitt dagurinn til þess að fara í útreiðartúr, og það er einmitt það, sem ég cetla að geraij yJLu^/ ' Blessaður hœttu þessu, ' Rauðauga... hann er búinn að kasta þér af baki í fjögur skipti!! Kemur ekki til múla... ég sagðist œtla i útreiðartúr og ég stend við það!! Ég er ekki búinn að gefast upp, gamla grasoeta!! Hœttu þessu, Rauðauga! © Kmg Fcature* Syndicat*. Inc.. 1976. Worfd right* raaervad. / Þú ert hrœddur af því A/ að það lekur úr blöðrunniA 'jr Oh! Eg er hrœddur ' Eg hélt að ég vœri að verða v stœrri. ó&U íxlí . . ’

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.