Dagblaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 9
'DAliBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 1976. Framkvœmdastjóri búvörudeildar SÍS um gœruútflutninginn: „Gótum ekkí skonð Pól- verja níður við trog" „Viö töldum ekki sanngjarnt að skera þessa viðskiptaaðila okkar alveg niður við trog á einu ári,“ sagði Agnar Tryggva- son, framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS í viðtali við Dagblaðið um þá ákvörðun SÍS að flytja hrágærur til Póllands og hafa þá ekkert handa sútun- arverksmiðjunni Loðskinn á Sauðárkróki. „Við höfum í þrjá áratugi alltaf flutt út til Póllands,“ sagði hann. „Við seldum þeim 150 þúsund gærur í fyrra. og við töldum ekki rétt að skera það meira niður en í 100 þúsund-gærur þetta ár.“ „Þá hefur þessi útflutningur verið okkur hagstæður að því leyti, að við höfum getað látið með 15 prósent af gærunum á sama verði og hinar, það er að segja helmingi meira en við fáum hér heima,“ sagði Agnar. „Þá er heppilegt að geta selt' strax á haustin, þegar gærurnar eru ferskar og vel útlítandi. Við fáum borgað um leið. Hér heima tekur þetta allt árið og við verðum að taka ábyrgð á göllum, sem verða til við geymslu." Agnar kvaðst þó viðurkenna, að það væri þjóðhagslega óhag- kvæmt að selja úr landi hrágærur í stað þess að vinna þær hér heima. Hann sagði, að vandinn nú væri meðal annars til kominn, af því að slátrun hefði verið minni en ráð var fyrir gert, svo að munaði 60-70 þúsund gærum. „Við ætlum alls ekki að „drepa" þá á Sauðárkróki. Við höfum engan hag af því,“ sagði Agnar. „Við flytjum út með fullu samþykki ráðuneytisins." Agnar sagði að lokum, að hugsanlega mætti flytja inn gærur handa sútunarverk- smiðjunni á Sauðárkróki til vinnslu. Talað hefði verið um, að gærur kynnu jafnvel að fást erlendis, svc sem í Israel, á lægra verði en hér heima. -HH. Skýrslur Umferðarróðs sýna: DAUÐASLYSIUMFERÐ ERU 4 FÆRRI pij | hydD A Umferðarslys fœrri nú en til tlM I r ¥ KlfA septemberloka í fyrra Arekstrum hefur verulega fjölgað að undanförnu eins og oft vill verða, þegar skammdegið færist yfir. Sem betur fer hafa þó fáir siasazt og aðeins einnmaður látizt af völdum umferðarslysa síðustu dagana. Hér er einn áreksturinn, en af honum hlauzt aðeins f járhagslegt tjón, sem hægt er að bæta,. DB-mynd Sv Þorm. „Árið i íi.u ci inun betra umferðarár það sem af er en sl. ár,“ sagði Árni Þór Eymundsson, settur forstöðumaður Umferðar- ráðs í stuttu spjalli við DB. „A fyrstu 9 mánuðum ársins urðu dauðaslys í umferðinni 13, en voru 17 á fyrstu níu mánuðum ársins 1975. I október hefur til þessa orðið eitt dauðaslys. Það varð í Sigöldu á sunnudaginn. En í októbermánuði í fyrra urðu dauðaslysin sjö“ sagði Árni Þór. Skýrslur Umferðarráðs ná til allra umferðarslys á landinu. Eiga lögregluyfirvöld að senda ráðinu tölur um slys fyrir 5. hvers mánaðar og slys og óhöpp er orðið hafa í manuðinum á undan. Tölur októbermánaðar liggja því enn ekki fyrir, enda mánuðurinn ekki liðinn.Ljóst er þóað slys eru færri í ár en í fyrra. „Ekki er gott um það að segja hver orsökin er“, sagði Árni Þór „en tíðin hefur verið góð og Reykjavíkurlögreglan hefur verið með sérstaka herferð gegn slysum,1. Árni sagði að allar varúðarráðstafanir hefðu sitt að segja, en benti á að óheppilegt væri að tala um slysaöldur á sama hátt og gert væri„ Allt árið væru hætturnar fyrir hendi þó slysa- tíðnin væri mishá.Benti hann í þessu sambandi á tvo mánuði á árinu 1975. í ágúst létust 3 i umferðarslysum en 90 hlutu alvarleg meiðsli, þ.e. urðu að leggjast í sjúkrahús. í október létust 7 í umferðarslysum en 87 hlutu alvarleg meiðsli. Slysin í ágúst dreifðust mjög jafnt á allan mánuðinn og enginn talaði um slysaöldu. í október urðu slysin mörg á örfáum dögum. Þá er talað um slysaöldu þó heildarsvipur ANTIKFJÖLL Mér hefur alltaf fundist esjan Ijótt fjall og fara herfilega f landslaginu ég hef aldrei getaö séð neina prýði a6 henni á þessum staö enda er þetta gamalt fjall og úr sér gengiö ég legg til a6 við gefum sna-fcllingum esjuna (þeir ku vera mikið fyrir allskonar antikfjöll) og flytjum hana vestur þeim að kostnaöarlausu cf þeir vilja þiggja hana . annars rífum vi6 hana vi« þurfum nefniiega á lóðinni a« halda. mánaðanna hafi verið mjög svipaður ef frá eru talin dauðaslysin. En árið í ár er betra en árið í fyrra hvað slysatíðni snertir. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa orðið 305 slys sem valdið hafa dauða eða alvarlegum slysum. Þau voru 380 á sama tíma í fyrra. Árekstrar á þessu tímabili i ár hafa verið 136 en voru 213 í fyrra. 78 gangandi vegfarendur hafa Gestur Guðfinnsson blaða- maður hefur nýverið sent frá sér fjórðu ljóðabók sína, „Undir því fjalli“. Auk ljóðabókanna hefur Gestur skrifað tvær bækur, lýs- ingar á Þórsmörk, en hann er þaulvanur fjalla- og ferðamaður. Tuttugu og eitt ár er nú iiðið síðan síðasta ljóðabók Gests Guð- finnssonar kom út, „Lék ég mér í túni“. Fyrsta bók hans, ljóðabók- in „Þenkingar“, kom út 1952. „Undir því fjalli“ skiptist í fjóra kafla. Mörg ljóðanna eru náttúrulýsingar, eins og til dæmis kvæðið „Antikfjöil“, sem fylgir hér meö. Utgefandi bókarinnarer Leturs/f. —ÖV. orðiðfyrirbilum, en þeir voru 93 í fyrra. Áttatíu útafkeyrslur hafa orðið í ár en voru 69 í fyrra. 386 hafa hlotið meiðsli í ár í umferðarslysum en þeir voru 531 á fyrstu 9 mánuðunum 1975. Af þessum fjölda hafa 183 hlotið alvarleg meiðsli í ár en voru 187 í fyrra. 122 slasaðra í ár eru ökumenn en voru 169 í fyrra og slasaðir farþegar í ár eru 139 en voru 203 í fyrra. Jón Skaftason (F) vill hækka lögleyfðan hámarkshraða bifreiða í þéttbýli úr 45 kílómetrum á klukkustund í 50. Hann telur það ekki mundu auka slysahættuna i umferðinni heldur þvert á móti. „Samkvæmt upplýsingum um umferðarslys, sem öllum eru aðgengilegar, má sjá, að ein algengasta ástæða þeirra er frainurakstur bifreiða. Bifreið, sem við góðar akstursað- stæður, til dæmis á einstefnu- braut, ekur mjög hægt og heldur langri röð bifreiða fyrir aftan sig, er oft miklu meiri hættuvaldur í umferóinni en sú, sem ekur á eðlilegum hraða miðað við að- stæður," segir Jón Skaftason. Ef við lítum á tölur septembermánaða í ár og í fyrra er tala látinna í ár 1 en var 3 1 fyrra. 50 hlutu meiðsli í iseptember í ár en 47 í fyrra. Meiri háttar meiðsli hlutu 20 í ■september í ár en voru 30 í fyrra, t sjúkrahús voru lagðir 36 í september í ár en voru 44 í fyrra. Þannig eru tölurnar í ár heldur ánægjulegri, þó ekki muni ýkja miklu nema að því er varðar dauðaslys. Rök hans eru ánnars, að síðan hámarkshraðinn 45 kílómetrar var lögfestur á árinu 1958 hafi orðið stórfelld framför 1 gatna- gerð í þéttbýli. Breiðir og sléttir vegir hafa leyst hina þröngu og holóttu moldarvegi af hólmi að verulegu leyti. Jafnframt hafi öryggisbúnaður bifreiða batnað mjög. Lögleyfður hámarkshraði á Norðurlöndum er þessi: Danmörk: 60 km í þéttbýli, 90—110 utan þéttbýlis. Svíþjóð: 50 km í þéttbýli og 70—110 utan þess.Finnland: 60km i þéttbýli og 80—120 utan þess og Noregur: 50 km á klukkustund í þéttbýli og 80 km utan þéttbýlis. _ HH 9 Lilja Kristjánsdóttir situr þing ASl ásamt þrem öðrum konum. Hún var framarlega í því starfi að safna undirskriftum gegn lokun mjóikurbúða. Stjórn ASB ekki nógu virk í mjólkur- búðamólinu! — A-listi stjórnar- innor tapaði kosningu á þing ASÍ „Auðvitað munum við reyna að koma skelegglega fram fyrir hönd þeirra kvenna, sem studdu okkur og kusu listann okkar um helgina," sagði Lilja Kristjánsd., en hún er ein þeirra þriggja, sem situr þing ASÍ fyrir hönd afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum. Tveir listar 'voru í framboði. A-listi, en hann er listi stjórnar ASB og þar var Hallveig Einarsdóttir formaður í efsta sæti. B-listi, en þar skipaði Lilja Kristjánsdóttir efsta sætið. Hana studdu dyggilega konur úr stjórninni, en hún er klofin. Kosningunni lyktaði þannig, að B-listinn hlaut 116 atkvæði og A- listinn 73. „Okkur hefur verið brigzlað um margt, m.a. að vera æsingalýður og ætla að kljúfa félagið,“ sagði Lilja. Það er greinilegt að núver- andi stjórn hefur ekki látið nógu mikið til sín taka í mjólkurbúða- málinu. Ef til lokungr kemur þá missa 164 konur atvinnu sinar og af þeim eru 93 yfir fimmtugt. Það er staðreynd að það er erfitt fyrir þær að fá aðra vinnu og sumar hverjar eiga fyrir heimili að sjá,“ sagði Lilja. Fimm konur, sem kosnar voru á almennum félagsfundi I ASB, munu ræða við kaupmenn á morgun. Til liðs við sig hafa konurnar fengið hagfræðing ASl. Að sögn Lilju munu þær auðvitað ræða lokun mjólkur- búðanna. en hún er fyrirhuguð 1. febrúar nk. -KP. FJÓRÐA LJÓÐABÓK GESTS GUÐFINNSSONAR Jón Skaftason: Vill auka hómarkshraðann

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.