Dagblaðið - 15.11.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.11.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. NOVEMBER 1976. Samningur sem veitir öryggi - fjögur slökkvilið á Suðurnesjum semja um gagnkvæma aðstoð Slökkviliðsstjórarnir á Suðurnesjum, sem efna nú tii samstarfs sín á milli, frá vinstri Magnús Ingóifsson, Grindavík, Ingiþór Geirsson, Keflavík, Jón Norðfjörð, Sandgerði, og Sveinn R. Eiríksson, Keflavíkurflugvelli. ..Gagnkvæm aðstoð slökkvi- liða á Suðurnesjum er einstök að því leyti, að frumkvæðið er slökkviliðsmannanna sjálfra en ekki valdboð," sagði Jón Norð- fjörð slökkviliðsstjóri í Sand- gerði, þegar hann var inntur eftir hinu nýja samkomulagi. ,,Það voru slökkviliðsstjórarnir sem ákváðu eftir sameiginlega æfingu, sem haldin var að tii- hlutan Brunamálastofnunar- innar, að ræða seinna um form- legt samstarf. Slíkir samningar hafa tíðkazt lengi erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Slökkviliðum þar í landi er skylt að sækjast eftir samstarfi við nærliggjandi slökkvilið." Fyrsti fundurinn var svo haldinn um miðjan desember 1975 en samkomulagið var síðan gert 18. júní 1976, og undirritað af þeim Ingaþóri Geirssyni, Keflavík, Jóni Norð- fjörð, Sandgerði, Magnúsi Ing- ólfssyni, Grindavík og Sveini Eiríkssyni, slökkviliðsstjöra á Keflavíkurflugvelli. „Þessi samningur hefur margs konar gildi. Hann veitir íbúum Suðurnesja geysilega mikið öryggi hvað varðar björg- un mannslífa og eigna, svo og slökkviliðsmönnunum sjálfum meó þeirri baktryggingu sem hann veitir. Einnig er hann gott fordæmi til allra slökkviliða á landinu um samstarf og á að auka samheldni og skilning þeirra á milli," sagði Jón Norð- fjörð. Síðan samningurinn var undirritaður hafa farið fram margar samæfingar á Suður- nesjum og þar hefur glöggt komið fram hvað Suðurnesja- svæöið hefur yfir miklum mannafla að ráða og góðum tækjum til slökkvistarfa. Á svæðinu eru tiltækir rúmlega 100 slökkviliðsmenn, 14 stór- virkar dælubifreiðar. yfir 60 tonn af vatni á bifreióum með vatnsgeyma ásamt ýmsum öðrum tækjum og áhöldum sem nauðsynleg eru til björgunar- og slökkvistarfa." Jón sagði að einu atriði mætti þó ekki gleyma. Samningurinn er gerður á milli fjögurra sjálf- stæðra slökkviliða, en er ekki um sameiginlegar brunavarnir á milli bæjar- og sveitarfélaga Slökkviliðin hafa þess vegna áfram skyldum að gegna hvert á sínu umráðasvæði og mega ekki slaka á kröfunum um áframhaldandi uppbyggingu eldvarna og tækjakosts. Slökkviliðsstjórarnir hafa rætt ýmis atriði sem þarf að bæta, meðal annars fjarskipta- mál. Um nokkurt skeið hefur Keflavíkurlögreglan annazt brunaútkallsvörzlu fyrir slökkviliðin í Kgflavík og Sand- gerði með stakri prýði. Hefur samvinnan verið mjög góð og gæti verið gott fordæmi fyrir þá aðila úti á landi sem með vafasömum rökum hafa neitað að annast þessa öryggisþjón- ustu við samborgara sína og með því skapað neyðarástand. „Slökkviliðin kunna Kefla- víkurlögreglunni miklar þakkir fyrir hennar starf, en því miður hefur henni oft verið gert lifið leitt af hálfu barna og ung- linga, sem hringt hafa í bruna- símann og skellt síðan á. Þess er vænzt af foreldrum á Suður- nesjum að þeir brýni það fyrir börnum sínum að leika sér ekki með brunasímann og geri þeim grein fyrir því hve það er alvar- legur verknaður. Auðvitað stefnum við að því að eignast talstöðvar, en þær kosta sitt, svo að nokkur ár líða víst áður en þeim áfanga verður náð. Lélegt símakerfi hefur oft gert okkur gramt í geði. Þegar eldsvoða ber að höndum er hver mínúta dýr- mæt, en við eigum það t.d. alls ekki víst hér í Sandgerði að ná til Keflavíkur fyrr en eftir dúk og disk, eða þá Keflavíkurflug- vallar, og svo er um fleiri staði á Suðurnesjum," sagði Jón. Skilningur manna á gildi slökkviliða hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Fyrrum voru menn skipaðir af hálfu bæjar- og sveitarfélaga til að gegna störfum í slökkviliðinu þar sem ekki voru fastráðnir slökkviliðsmenn. Þá gátu menn komizt hjá þvi að sinna þessum kvöðum með þvi að mæta ekki á æfingar og við útköll. „Allir sem vinna að slökkviliðsmálum og ekki eru slökkviliðsmenn að atvinnu koma sjálfviljugir, af áhuga, svo að vandalítið er að þjálfa upp gott og öruggt lið. Æfingarnar eru vel sóttar og menn leggja sig alla fram.“ Gott dæmi um það er að finna I Sandgerði. Þar leggja slökkviliðsmenn fram mikla sjálfboðavinnu við byggingu nýrrar slökkvistöðvar og endur- byggingu tankbíls. Þótt slökkviliðamálum hafi þokað mjög í framfaraátt, er einn þátturinn og kannski sá mikilvægasti, eldvarnaeftir- litið, ennþá erfiður viður- eignar, að því er Jón Norðfjörð upplýsir. „Hér i Sandgerði reynum við að fara í íbúðarhús og til fyrir- tækja einu sinni til tvisvar á ári og svo er víðar á Suðurnesjum. Ýmsu er áfátt á þessum stöðum, en við getum ekki beitt okkur sem skyldi, til þess vantar okkur reglugerð frá Bruna- málastofnuninni til að fara eftir og meiri stuðning trygg- ingafélaga. Yfirleitt er góð samvinna á milli okkar og þeirra, sem við skoðum hjá. Við veitum frest til lagfæringa, en fyrir hefur komið að við höfum orðið að benda ráðamönnum fyrirtækja á reglugerðarákvæði um lokun, þegar þeir hafa ekki sinnt ábendingum okkar um það sem betur má fara til að forðast eldsvoða." — emm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.