Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 22. NÖVEMBER 1976. 11 ■N Nú er Matti Bjarna kominn úr slipp og stendur til að senda hann á linu. Útgerðin er búin að auglýsa eftir áhöfn á bátinn fyrir fleiri þúsund i útvarpinu ert enginn kemur. Menn eru mjög óánægðir með skiptaprósentuna og reikn- ar útgerðarmaður Matta Bjarna með að erfitt verði að fá menn til starfa á vertiðinni út af bráðabirgðalögum. Sjómenn iáta sem sé ekki skrá sig um áramót út af þessum lögum. En hafa menn nokkurn tíma hugleitt óréttlætið sem ríkir i samningum sjómanna? Fyrsta dæmið sem ég ætla að reyna að sýna er einmitt samn- ingar á linubátum. Það er algild regla og stendur fyrir neðan allar klausur samn- ingsgreina, að aldrei skuli skipt i fleiri staði en mennirnir eru á skipinu. Svo er nú það. En hvað er gert? Þegar ekki var hægt að fá beitingamenn, en það eru menn sem beita linuna (til glöggvun- ar þeim sem málið þekkja ekki), var farið út á þá braut að greiða mönnum ákveðið f.vrir hvern beittan bala, sem sagt akkorðsbeiting, og hún á fylli- lega rétt á sér, þvi þetta er erfiðisvinna og þyrfti að borga hærra verð f.vrir en gert er. En hefur reglunni sem ég minntist á i upphafi verið fylgt? Nei og aftur nei. Akkorðsmaðurinn i landi á hlut I aflanum og finnst mörgum skritið. Matti Bjarna er 100 tonna bátur og segir i samningum að ellefu menn skuli vera á, eða skipt i ellefu staði; og er þvi átt við áhafnarstærð. Ahafnar- stærð er sá fjöldi sem er skráð- ur á hvert skip. Ef útgerðarmaður væri að láta byggja t.d. fiskverkun- í línuróður á m/b Matta Biama IS arhús og hefði þrjá smiði i þvi og þeir ynnu i akkorði við bygg- inguna, ættu þeir jafnmikinn rétt á hlut á Matta Bjarna og beitingamennirnir. Sem sagt, útgerðarmaðurinn getur tekið hlut af afla til greiðslu upp í akkorðsvinnuna, og meira. Hvernig er hægt að skrá landmann á bát, mann á allt öðrum samningum en hásetinn er? Dæmið lítur svona út, ef ég reyni að auðvelda skýringu: Við hugsum okkur meðalfisk- verð, óháð verðlagsráöi. sem þverbrotið hefur allar reglur gagnvart sjómönnum. 1 róður. Róið með 40 bala og sex menn um borð. Greiddar eru nú 1.600.00 kr. fyrir hvern beittan bala, sem sagt 5 beit- ingamenn beita 8 bala hver. Átta balar á mann. Dagurinn: 1 maður 12.800 kr. Matti Bjarna fór frá Keflavik kl. 24.00 (fyrirtækið Flotkrón- an h/f er með hann á leigu) og var búinn að leggja linuna kl. 04.00. Byrjað að draga kl. 07.30. Hæfilegt þykir að draga 4 bala á klsl. Tiu timar fóru i að draga og reyndist aflinn vera 4 tonn, blandaður fiskur, meðal- verð 50 kr. Átján klst. fóru I róðurinn Fjögur tonn af fiski á 50 kr. = 200 þús. kr. Samkvæmt bráðabirgðalögunum er skipta- prósenta 28,5%. Skipt er I 11 staði. Prósenta á háseta 2,6%, Kjállarinn Björn Ingólfsson 2,6% af 200 þús. = 5.200 kr. Hásetinn hafði 5.200 kr. fyrir róðurinn en beitingamaðurinn 12.800, útgerðarmaður hefur 5.200 kr. upp i akkorðið. En ef reglum væri beitt og farið væri eftir samningum liti þetta svona út. Akkorðsmaður átta balar á 1.600 = 12.800, en 4 tonn fiskur á 50 pr/kg = 200 þús. Skipta- prósenta sú sama. 28,5 á sex menn gera 9,500 kr., og svona á þetta að vera ef gera á rétt upp. Útgerðarmenn þyrftu ekki að auglýsa eftir mönnum á bátana ef svona væri gert upp. En það er óréttlæti á fleiri sviðum Þeir sem landa úr togurum hafa á einum degi það sem tog- arasjómenn hafa úr 'A túr og þá meðaltúr og getur sá timi verið 5-6 dagar. Þetta er óréttlæti. Hásetinn á Matta Bjarna fær sem sagt ekki eina einustu krónu fyrir að landa fiskinum. Hásetar á netabátum fá held- ur enga greiðslu fyrir að landa sinunt afla. Hásetar á togbátum fá helmingi minna fyrir að landa sinum afla heldur en menn úr landi. Það má lengi telja. En skyldi það ekki vera hag- ur einkabræðslunnar i landinu, að það skuli renna mjöl i sjóinn fyrir 48 milljónir á mánuði mið- að við meðalafköst hjá SR á Siglufirði? Já, mjöl i sjóinn fyrir 48 milljónir á mánuði. Upplagt að hafa lekann til að ná verðinu niður gagnvart sjómönnum. Það má lengi telja en ef þetta verður ekki lagað mælist ég til þess að útgerðarmenn fái tim- ann hans Ingólfs Stefánssonar á morgnana til þess eins aö aug- lýsa eftir mönnum. Þeir horfa ekki í peninginn sem fer í það. En þeir tima ekki að borga þeim sem ef til vill kynni að ráða sig eftir auglýsingu. Eg óska Óskari Vigfússyni til hamingju með forsetaembætt- ið. Eg veit að sjómenn bera traust til hans. En þeir verða að vera þolinmóðir, því að hann breytir ekki vatni i vín á einni nóttu. Og ég er hreykinn af ykkur, sem ekki fóruð i veizluna frægu, og ég held að nú þurfi að fara að dusta rykið af hinum ýmsu félögum og ryksuga vel. Dæmið mitt hér á undan tal- ar sínu máli um hvernig hefur verið haldið á ntálum sjó- manna. Fór vel á þvi að bannað var að taka myndir i veizlunni frægu enda hópurinn ekki frið- ur. Vonandi er að rofa til og ef það tekst að hefja sjómanns- starfið til vegs og virðingar aft- ur er þjóðinni borgið. Skilningsleysi almennings á sinn þátt í því hvernig komið er, þvi að margir halda að sjávarútvegur sé baggi á hinni islenzku þjóð og, ef svo er, ber að leggja hann niður. Núna eiga sjómenn visan stuðningsmann i röðum sjálf- stæðismanna, en hann heitir Eykon, og ef hann snýr vörn i sókn með okkur er lambið fætt, því að ekki var hann að berjast fyrir sínum hagsmunum fyrir norðan um daginn, nei nei, hann var að hjálpa bændum, hann er svo mjög á móti rang- læti og valdniðslu. Enda vel á málum haldið hjá honum. Þeir hótuðu að skjóta á Bret- ann, og svo var hótað að skjóta hrút. Og nú er kominn timi til breytinga þegar sjómenn eiga að fara að hirða lifur á frivakt- inni og fer það vel ef fiskurinn verður skotinn í hnakkann áð- ur. Það væri hægt að skrifa fleiri og fleiri siður um óréttlæti sjó- manna. Björn Ingólfsson skipstjóri Sandgerði. Bretar höfðu verið gersigraðir á miðunum Eg hefi nú beðið í nokkra rnánuði með að skrifa þennan dálk því mér hefði fundizt eðli- legt að ýmsir gerðu grein fyrir hvernig átökin i 3. þorskastríð- inu gengu f.vrir sig og gæfu þjóðinni tækifæri til að kynnast því, eða þótt ekki væri nema fvrir seinni tima söguritara. Þar sem þessi bið hefur orðið árangurslaus ætla ég að gefa nokkurt yfirlit yfir gang stríðs- ins og hvernig Bretar voru í lokin gjörsigraðir, einnig gjör- sigraðir í hernaðarlegu tilliti. Þegar Bretar ákváðu að senda herskip sín til íslands til þess að ná því með hernaðarof- heldi, sem ekki náðist við samn- ingaborðið, voru það 20.000 tonn sem á milli bar. Hattersiey heimtaði 85.000 tonn en ís- lenzki forsætisráðherrann var búinn að bjóða 65.000. Rétt er hér að gera sér ljósa stærðina 20.000 tonn af fiski svo skilið verði hversu fáránlegt hernaðarhlaup Breta var. 20.000 tonn af fiski er hægt aö kaupa á heimsmarkaði fyrir ea 10 milljónir dollara. 10 milljón dollarar eru ekki 10% af árleg- um rekstri herstöðvarinnar í Keflavík. En annað og meira. Til þess að skilja magnið skal það borið saman við ársfram- leiðslu Sovétrikjanna' á fiski. Gert er ráð fyrir að ársafli þeirra hafi á síðastliðnu ári numið um 10 milljónum lesta. 100.000 tonn eru ekki nema 1% af 10 milljónum. 20.000 tonn eru því ekki nema 1/5 úr einu prósenti af ársframleiðslu Sovétríkjanna i einni atvinnu- grein. Hvaða lifandi manni hefði getað dottið í hug að hinn konunglegi brezki floti yrði sendur á hendur annarri vopn- lausri NATO-smáþjóð til þess að gera tilraun til að ná í aðra eins óveru og 1/5 úr .1 prósenti af ársframleiðslu Sovétríkj- anna á fiski? Hér eru á feróinni slík smámenni að eigi verður af okkur skilið að þau geti haft í höndum sér ákvörðunarvald í samskiptum við aðrar þjóðir fyrir iiönd brezku þjóöarinnar. Hvaða endaleysu gera þessir menn þá á öðrum sviðum? Á það skal einnig bent hér að Bretar áttu að vita það af fyrri reynslu að ekki er hægl að fiska með árangri undir herskipa- vernd, eingöngu vegna þeirrar einföldu staðreyndar að undir herskipaverndinni verða togar- arnir að hnappa sig saman á litlum afmörkuðum svæðum. sem þýðir stórminnkaðan afla á togtíma. Enda fcll togtímaafl- inn hjá Bretum niður unt 40% meðan á 3. þorsk-astríðinu stóð. Bretar máttu einnig vita að beiting flotans þýddi ntikla andstöðu innan NATO og álits- hnekki alþjóðlega. Þróun er orðin sú að upptaka 200 mílna efnahagslögsögu er orðin stað- reynd innan sjónmáls á alþjóða- vísu. Samt var ganað út í fenið eins og hugsunarlaust hross með bundið fyrir bæði augu. Hver var svö herstyrkur Breta til átakanna við lsland? Einu tækin. sem Bretar gátu notað við aðgerðir sínar. voru freigátur. Engin önnur tæki voru til irtnan brezka flotans lil þess að takast á við Islendinga þar sem yfirburða ganghraði þurlti að koma til. Bretar hiifðu tiltækar í byrjun þorska- stríðsins 32 slíkar. en þeir höfðu ýmis önnur verkefni handa þeim en að framfylgja hernaðarofbeldinu við ísland. F.vrst skal telja hafnbann á Rhodesíu sem krafðist 6 til 8 freigátna, ýmis störf við eigin strendur kröfðust 2 til 4. Ef tekið er meðaltalið má minnka töluna úr 32 niður í 22. Til þess að geta haldið 1 freigátu á miðunum við ísland þurfli 3 til 4 þar sem ferðalög á milli landanna tóku tíma, viðgerðir og viðhald tóku sinn tíma, svo og áhafnahvíld. meðaltal 3,5 fyrir hverja eina við Island. Þvi lá fyrir sem staðreynd að Bretar gátu sem hámark haft hér við land mest 6 freigátur að staðaldri, og það eingöngu fram á vor þvi brezki flotinn þurfti að senda freigátur til Banda- ríkjanna í tilefni 200 ára af- mælis þeirra, fylgja drottning- unni á ólympiuleikana, heini- sækja Leningrad, Rúmeniu og Búlgaríu, svo nokkuð sé nefnt. Því hefðu Bretar ekki megnað að hafa hér síðastliðið sumar einu sinni 6 freigátur. Nú var algjört lágmark af Bretum að tefla fram skipi á Kjallarinn Pétur Guöjónsson móti skipi. Islendingar áttu í byrjun stríðsins 4 m.vndarleg varðskip. Þegar þau voru ekki fleiri og af annarri gerð, og sjaldnast beitt öllum i Cinu á átakasvæðunum, háði skipa- kosturinn Bretum ekki alvar- lega. Þó reyndist Bretum ekki mögulegt að gæta brezku togar- anna og þessi fáu íslenzku varð- skip náðu hvað eítir annað að komast inn í brezka togarahóp- inn og skera veiðarfærin aftán úr. Málin snúast ekki virkilega íslendingum í vil fyrr en sú hugmynd Auðuns Auðunssonar skipsljóra, að taka til gæzlu- starfa ákveðna pólskb.vggða skuttogara, nær fram að ganga. Þessi skip höfðu 4. þúsund heslafla vélar. skrokklag mjög fallið til gangs og skiluðu undir öllu vélarálagi um 17 mílna ganghraða, jafnframt því að vera með mjög sterkan skrokk og yfirstyrktan afturenda vegna styrkleikaþarfar skuttog- ara fyrir sérstyrkingu aftur- enda skrokks. Baldur og síðar Ver eru teknir til starfa i Land- helgisgæzlunni. Þegar Islend- ingar geta svo svarað Brefum með stigmögnun og eiga skip á móti skipi gefst brezki flotinn upp við beina vernd brezku togaranna og snýr verndinni upp i að gefa brezku togurun- um upp eingöngu staðarákvarð- anir íslenzku varðskipanna. P'ram að þessu höfðu brezku freigáturnar látið sér nægja að revna að gera íslenzku varð- skipin óstarfhæf með því að sigla þau uppi á miklum hraða og slá svo í þau skutnum. Arangur af þessu varð harla litill. nokkrar bevglur ofanþilja en ekkert alvarlegt tjón á skrokki skipanna. Staðan gjör- brevtist þegar skuttogararnir koma í Gæzluna því auk st.vrk- leika á skut voru þeir með skiirp afturhorn. Var ekki að sökum að spyrja er brezk frei- gáta ætlaði að leika gamla leik- inn gegn Baldli; um leið og freigátan beygir frá honum til að slá skutnum í beýgði Baldur einnig þannig að afturhornið á Baldri lenti á síðu freigátunnar og risti hana upp. Það var þá sem myndin af drottningunni féll í sjóinn út um gatið. Þegar hér er komið gripur örvænting brezka flotann. Er þá tekið til við að beita stefnum freigátnanna á íslenz.ku skipin. á Baldur. á Tý og Ver. en ávallt með þeini afleiðingum að freigáturnar missa stóra hluta úr stefnum sinum. verða ósjó- færar og verða að snúa stórlask- aðar heim til Bretlands. Er þessa.r freigátur komu svona út- lítandi til Bretlands ofbauð al- menningi og þingmönnum. Krafizt var upplýsinga í brezka þinginu um viðgerðarkostnað, sem re.vndist slíkur að brezkur vararáðherra. sem fyrir svörum varð, varð að grípa til ósann- inda og er sakaður af flokks- bróður sínum um ósannindi. Það er orðin spenna innanlands í Bretlandi þegar svona at- burðir koma fyrir í brezka þing- ,inu. Stjórnin lá undir daglegum árásurn fjölmiðla fyrir stefnu sína í fiskveiðimálum og vegna þorskastríðsins við Islendinga. Allir fjölntiðlar að BBC undanskildum kröfðust loka þorskastríðsins. Það var orðinn almennur skilningur í Bret- landi á þeírri landfræðilegu staðreynd að Bretland er ev- ríki, með stór og mikil land- grunn sem í og yfir voru miklar auðlindir og fiskistofnar, og því hlutu þjóðarhagsntunir Bret- lands að byggjast á stórri iand- helgi en ekki lítilli. Brezkar ríkisstjórnir undanfarandi ára- tuga höfðu rekið snarvitlausa og óþjóðlega stefnu í land- helgismálum. Bretland sem eyríki hlaut að eiga þjóðarhag í stórri landhelgi en ekki litilíi. Þegar hér við bættist að það varð á almennings vitorði að Bretlandseyjar eiga 56% af öllu landgrunni í Efnahags- bandalaginu, sent opnað hafði verið fyrir hinunt EBE- þjóðunum, og að Bretar sjálfir tóku aðeins þriðja hvern fisk sjálfir af þeim fiski, sem fiskaður var við Bretland. eg jafnvel kommúnistarnir í Austur-Evrópu jafnmikið. að Bretar nýttu sjálfir auðlindir út á 213 mílna fjarlægð frá strönd- um sínum, stóð brezka stjórnin uppi sem óþjóðleg. hræsnisfull ofbeldisstjórn sem almenn- ingur skammaðist sin fyrir. Er freigáturnar komu nú nef- lausar frá Islandsmiðum og ekki gat leikið lengur nokkur vafi á að allar tilkynningar flotamálaráðunevtisins á sigl- ingar islenzku varðskipanna á brezku freigáturnar voru hrein ósannindi. skildí almenningur í Bretlandi að brezki flotinn hafði verið notaður til níðings- verka sent dylja átti nteð ósann- indunt. Heimavigstöðvarnar brezku voru brostnar. I höfuð- stöðvum NATO mættu Bretar orðið daglega háði og spotti. Pétur Guð.jónsson forstjóri j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.