Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 22. NÓVEMBER 1976. Dyraverðir og eftirlitsmenn: Þeir hafa furðulegar hugmyndir um spariklæðnað Þór Árnason. skrifar: Ég las grein i blaðinu um daginn. eftir Ölöfu S. Guðmundsdóttur undir fyrir- sögninni: Hvað er spariklæðn- aður, það er nú það. Eg er nú einn af mörgum sem hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa komizt til að skoða Þórs- kaffi eftir breytingu, sem mér finnst hafa tekizt með afbrigð- um vel, allt mjög nýtizkulegt, þangað til þeir fara að dæma um það hvaða föt séu spariföt. Eg var staddur á heimili vinar mins, ásamt fleiri kunningjum, og vorum við að drykkju. Stendur til að fara i Sesar um kvöldið, en þar eð einn okkar hafði komið i Þórskaffi og átti engin orð til að lýsa þvi hversu smekklegur staðurinn væri, ákváðum við að breyta áætlun- inni og taka stefnu á Þ.K. Allir vorum við bindislausir, enda ekki klæddir eftir eldgömlum móð. Það er nefnilega ekki i tizku lengur að vera endilega með bindi. Við vorum nú heppnir þvi að vinur okkar var nýfluttur og i drasli sem fleygt var inn i kompu, sagðist hann eiga nokkur gömul bindi. Það var brugðið hart við enda menn vaskir og eftir smástund var búið að bursta r.vkið af nokkrum bindum (sem máttu muna sinn fifil fegri). Annars endaði ég með brúðkaupsslaufu vinar míns. og siðan var lagt af stað, þvi timanlega vildum við vera á ferð svo við kæmumst inn. En haldið þið virkilega að það hafi verið svona auðvelt? O, sei sei nei. Þegar kom að mér að fara i gegnum spariklæðaeftir- litið. nei takk viti menn, ég var í leðurjakka, ekki með haus- kúpu sem á stóð englar vitis eða eitthvað slikt. Nei, nei. Þessi jakki kostaði mig það mikið að ég er varla búinn að ná mér fjárhagslega siðan ég keypti hann fyrir hálfu ári siðan, en þeir hjá eftirlitinu telja vist að maður geti keypt svona flík til að ganga i hversdagslega. Nú er komið að þvi skemmtilegasta úr þessari ferð. Einn úr hópnum drifur mig út i bíl, keyrir mig heim til sín og treður mér í jakka af sér. Veit ég ekki fyrr en við erum komnir aftur og er ég nú kominn alla leið inn á klósett og það fram hjá spari- klæðaeftirlitinu en ég gerði eina skyssu. Eg leit i spegil og auðvitað var ég alveg eins og trúður. Ég var í blárauðum jakka, sem var minnst þremur númerum of stór, i gulbrúnni skyrtu með svarta slaufu og i grænum buxum. Er það þetta sem kalla á spari- föt? fv’ HS::: it rnuiB 1«! naaaai WBBaam* Hér áður fyrr virtust engin vandræði skapast vegna klæðnaðar fólks á skemmtistöðum, t.d. á Hótel Sögu, en eftir þvi sem klæðnaðurinn verður frjálslegri. harðnar mat og eftirlit dyravarðanna. Raddir lesenda Er ekki óþarfi að græða á endurskíns- merkjum? Ester Haraldsdóttir hringdi. „Mig langar til þess að vekja athygli á endurskins- merkjum sem seld eru í búðunum. Allflestir kaup- menn sem ég þekki til selja þau án allrar álagn- ingar, en einn selur þó merki sem annars staðar kosta oftast 150 kr. á 250 kr. Mér finnst að þessi merki séu svo nauðsynleg og þörf að ég skil ekki hvernig kaupmenn fá sig til þess að vera að græða á svona hlutum.“ Crtu buxnalctus 9 ‘^Gallabuxumar“s sem endast & endast ^ Æ\ LAUGAVEGUR BANKASTRÆTI ©-14275

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.