Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. M ANUDAGUR 22. NÓVEMBER 1976.
Leiklist
óskast í eftirtaidar bifreiðar, er verða til
sýnis þriðjudaginn 23. nóv. 1976 kl. 1-4 i
porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Ford Corlina fólksbifroið árf>. 1972
Volkswagen 1600 fólksbifroið árg. 197,‘i
Toyota Land Cruisor árg. 1972
UÁZ 452 torfærubifreið árg. 1967
Gaz 69 torfærubifroið árg. 1970
Land Rovor diesol árg. 1971
Chevrolet 4x4 pick up árg. 1967
•Chevv Van sondiforðahifroið árg. 1973
Chevrolet Suburban sondiforðabifreið árg. 1970
Chevrolet Suhurhan sondiforðabifroið árg. 1971
Chevrolet Suburban sondiforðabifroið árg. 1967
Til sýnis hjá Vélsmiðjunrii Visi. Blónduósi:
UAZ 452 torfærubjfroið árg. 1971
Tllboðin verða opnuð sama dag kl. 17.00 að
viðstöddum bjóðendum.
Réttur er óskilinn að hafna tilboðum sem
ekki teljast viðunandi.
ÖLAFUR
JÓNSSON
höfundinn afl til að semja dug-
andi texta upp úr efnivið sínum
og leikfélagið krafta til að
framfleyta textanum, slíkur
sem hann er, í leik. Leikurinn
er með fjarska miklum frum-
stæðingsbrag yst sem innst. I
þeim kringumstæðum hefur
leikstjórinn, Haukur Gunnars-
son, valið að leggja mest upp úr
hinni ólíkindalegu atburðarás,
og láta hana ganga eins ört
fyrir sig og verða má. Af því
leiddi þann meginkost að sýn-
inguna tók mjög fljótt af. Meðal
annarra orða: oft er það fundið
að leikritum og sýningum að
þau séu of löng. En hitt skeður
aldrei að fundið sé að leiksýn-
ingu að hún sé of stutt eftir
efni sínu. Umhugsunar virði?
En óráðin gáta er það sem
fyrr hvort Þorsteinn Marelsson
getur samið nothæf leikrit. Svo
mikið er víst að áhuga brestur
hann ekki.
Að leika hund.
Alþýðuleikhúsið frá
Akureyri er enn í bænum og
sýnir Skollaleik sinn í Lindar-
bæ við ágætis undirtektir,
áhuga og aðsókn. Jafnframt
hefur flokkurinn verið að leika
fyrra verkefni sitt, Krumma-
gull, á víð og dreif í skólum og
ef til vill víðar. Nokkar
sýningar hafa verið í félags-
stofnun stúdenta við Hring-
braut að undanförnu.
Krummagull er einfaldara
verk og yfirbragðsminna en
Skollaleikur, en hreint ekki
síðra fyrir það, og nýtur sömu
alúðar í vinnubrögðum sem
sigri hrósar í Skollaleik. Að
sögn er leikurinn ætlaður jafnt
börnum sem fullorðnum, ein-
faldur kennileikur um yfirgang
auðs i mannlegu lífi og sam-
skiptum, mengunarhættu sem
að mannkyni stafar í framhaldi
tæknibyltingar, undirokun lifs
í krafti framfara sem öllu ætli
að ríða á slig, allt framsett í
lauslegum ramma einslags
dýrasögu.
En það er hvorki kenningin
sjálf né útlegging hennar í
leiksögu sem mestu skiptir hér
heldur eins og áður meðferð
leikflokksins á þessu efni á
sviðinu. Og í flokknum fannst
mér eins og áður mest vert um
Arnar Jónsson. Eiginlega er
það alveg dæmalaust sem
Arnar gerir í gervi hundsins
Snata í Krummaleik: úr hunds-
legu eðli, raunverulegum
hundatöktum, ýlfri, gjammi,
flaðri, urri og dinglandi skotti,
býr hann til heila alveg ljóslif-
andi persónu, heila mann-
gerðarlýsingu. Sýningar
Alþýðuleikhússins minna mig
stundum og sumpart á ágætan
leikflokk sem hér hefur komið:
Lilla teatern frá Helsinki. Ég
man ekki eftir öðru sambæri-
legu við leik Arnars en þegar
Lasse Pöysti lék fíl í sýningu
Lilla teaterns á Umhverfis
jörðina á 80 dögum. Það var
bara litil leikstund, eitt atriði í
langri og samsettri sýningu.
Hundslýsing. Arnars er megin-
þáttur í allri uppbyggingu
Krummagulls. Og raunar held
ég að enn betur hefði mátt hag-
nýta þetta leikefni. byggja póli-
tík sýningarinnar beinlínis upp
á andstæðum hunds og rnanns
sem þeir Þráinn Karlsson og
Arnar draga svo skilmerkilega
upp í leiknum, í þágu annarrar
sögu.
Arnar Jónsson hefur vakið
aðdáun allt frá því hann fvrst
kom fram á sviði. nteðal annars
fyrir likamlegt atgervi. mýkt og
firni í hlutverkum sinum. þótt
rnanni hafa lika stundum
fundist að hæfileikar hans
nýttust aldrei allir. Kannski að
því sé kornið í Alþýðuleikhús-
inu: einfeldni sú i frásögn og
leikstil sem flokkurinn keppir
að helgast. ef hún á að takast. á
fullkomu vaidi á tjáningarmeð-
ölum sinum. Slikt vald má sjá í
meðförum Arnars á hundinum
Snata og Þorleifi lögmanni i
Skollaleik i beinu framhaldi
þess. Það er brýnt að þessii'
ha>l'ileikatg þessi stefna. þetta
slarf. fái að ávaxtast áfram i
Alþvðuleikhúsinu á Akureyri.
V /
Utvarp:
BRUNNIR KOLSKOGAR
Leikrit eftir Einar Pálsson
Tónlist eftir Pál ísólfsson
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Eitt af því sem útvarp getur
unnið í þágu innlendrar leikrit-
unar og leiklistar er að rifja
upp og láta reyna að nýju á
leikrit sem í fyrstu hafa komið
fram á sviði og kannski tekist
þar misjafnlega til eins . og
gengur. Ef vel tekst geta kann-
ski gleymdir leikir í velheppn-
uðum útvarps-meðförum
vaknað til lífs upp á nýtt.
Þetta breytir auðvitað ekki
því að útvarpsleikir eru sjálf-
stæð leikritagrein sem á sinn
eigin rétt — en er enn í dag
undarlega vanþróuð og skammt
framgengin hjá okkur. Kannski
það stafi af því hve útvarps-
leikir hafa hér alla tíð verið
háðir fyrirmynd leikhússins,
verkefnavali og starfskröftum
þeirra. En líka má taka eftir
því, að með allri fíkn rit-
höfunda að koma efni eftir sig
á framfæri í útvarpinu eru þeir
furðu fáir sem í raun og sann
hefur lánast að semja gagngert
fyrir útvarp, efni sem beinlinis
á heima þar.
Parden og
túlpen og mólen
Leikrit Einars Pálssonar sem
leikið var í útvarp á fimmtu-
dagskvöld var áður sýnt í Iðnó
fyrir 12 árum eða svo, þá lék
Brynjólfur Jóhannesson Arnór
bónda í Öræfum og Gísli Hall-
dórsson hinn harðmúlaða
klerk, séra Jón, en Helga Bach-
mann og Kristín Anna Þórar-
insdóttir fóru með sömu hiut-
verk sem í útvarpinu, systur
bónda, Steinvöru, og Geirlaugu
dóttur hans. Nú lék Gísli Arnór
bónda en Rúrik Haraldsson var
kominn í hlutverk klerks. Leik-
stjóri Helgi Skúlason eins og
áður.
Það væri nú mikils til ofmælt
að Brunnir kolskógar hefðu
vaknað til lífsink í útvarpinu.
En það má þó vel vera að það
hafi notið lífsins í útvarpi betur
en áður á sviði: ef ég man sýn-
inguna rétt var hún allt að því
skopleg í allri sinni alvöru og
skáldlegum ofurmóði . Eigin-
lega er Brunnir kölskógar eins
konar tilraun til að semja „leik-
rænt ljóð“ upp úr efnivið ófara,
eyðileggingar og dauða — en
haldin mikilfenglegri ofgerð í
máli, stíl og tilfinningaþunga
sem í efnið er lagður. Vel má
það vera að þetta komist betur
til skila en ella þegar eyrað er
eitt um að meðtaka efnið.
Svo er látið heita að Brunnir
kolskógar gerist i móðuharðind-
unum árið 1783, líkast til af því
að efni og ritháttur leiksins er
mikils til sótt í eða innblásið af
Allt fram stefnir
BIFREIÐASTILUNGAR
Við framkvæmum véla-, hjóla-,
IjósastilUngu og ballansstilUngu
á hjólbörðum
Eftirfarandi atriöi eru yfirfarin í
vélastillingu:
Vélastilling sf.
AUÐBREKKU 51
KÓP. SÍMI 43140
0. ENGILBERTSSON H/F
1. Skipl um kerti og platínur.
2. Mæld þjappa.
3. Athuguð og stillt viftureim.
4. Hreinsuð eða skipt um loftsiu.
5. Stilltur blöndungur og kveikja.
6. Maddur startari, hleðsla og ge.vniir.
7. Maddir kertaþræðir.
8. Stilltir ventlar.
9. Ilreinsuð gevniasambönd.
10. Hreinsaður öndunarventill.
11. Ilreinsuð eða skipt
um bensínsiu
12. Þrýstiprufað vatnskerfi
TILB0Ð
Eldriti séra Jóns Steingríms-
sonar, frásagnarefni og orðfæri
þess. En vísast er að efnisins
vegna væri leiknum heppilegra
að ske aftur á miðöldum þar
sem hjátrúarefni hans ætti
betur heima. Hin nákvæma
tímasetning hefur nákvæmlega
ekkert gildi í leiknum sem allur
gengst upp i rómantískri upp-
málun ófarnaðar og tortím-
ingar með miklu orðasvalli. At-
Það er skrýtið með jafngóðan
leikara og Gísla Halldórsson
hvað hann á bágt með tilfinn-
ingasamt orðasvall af þssu tagi:
texti Arnórs bónda varð allt að
því paródiskur í hinum yfir-
drifna flutningi.
Af venjulegu fólki
Þorsteinn heitir maður
Marelsson og leggur fyrir sig
lofs að leikurinn fjalli um raun-
verulegt efni, fólk og atvik
gripið beint úr hversdagslifi. 1
Venjulegri fjölskyldu freistar
Þorsteinn þess að stefna
óvæntum atvikum inn í sam-
bærilega mynd hversdagsleika
og hversdagsfólks til að gá hvað
þá verður úr — dálitið í ætt við
sambærilegar furður sem hér
hafa sést í sögum og leikritum
eftir Svövu Jakobsdóttur og
Frá æfingu Fjiilskyldu eftir Þorstein Marelsson.
burðarásin er lítil og langdreg-
in: i upphafi leiks deila þeir um
það bóndi og klerkur hvort
draga eigi dóttur bónda f.vrir
dóm, brennimerkja hana, kag-
strýkja og gott ef ekki hneppa i
dýflissu fyrir að eignast barn
með hollenskum duggara,(var
stóridómur virkilega enn í gildi
árið 1785?), þá taka þau sama
efni upp, Arnór og Steinvör
systir hans og er þá bóndi
kominn á mál prests. Meðan
þessu fer framskottast Geirlaug
álengdar við atburðarásina með
háum hljóðum, óskiljanlegum
orðum um „parden", ,,,túlpen“
og ,,mólen“, sem er víst hol-
lenska, og annarlegum söng.
Loks virðist bóndi að því
kominn að ofurselja dóttur sína
undir dóm prests, en þeir eru
einna helst á því að móðan sé
stelpunni að kenna. Þá tekur
hún sig til og sálast og leiknum
lýkur með tregaþrungnum
orðum um allt sem nú er týnt
og misst.
Edward Albee. Gestur ryður
sér til rúms aheimili iiversdags-
fólksins og gerist leigjandi þess
ng kemur nú upp úr kafinu
hvernig hversdagsfólkið er inn-
réttað: Bóndinn þjófur, konan
hórkona og afi morðingi. Det er
nu det. eins og danir hefðu
betur sagt.
Þótt hugm.vnd Þorsteins
Marelssonar sé hvorki ný eða
frumleg eða sjálfstæð gæti hún
sjálfsagt re.vnst nýtileg til leiks.
En því miður brestur
leikritun. Eftir hann hafa leik-
rit verið leikin i útvarpið. síðast
leikur sem nefndist Venjuleg
helgi í vor. Nú hefur f.vrsta
leikrit Þorsteins verið sett á
svið. Það gerði Leikfélag Þor-
lákshafnar sem í vikunni sem
leið kom í bæinn í heimsókn
með leikritið og lék í Félags-
heimilinu i Kópavogi. Venjuleg
fjölskylda nefnist nýi leikur
Þorsteins.
Venjulegri helgi í útvarpinu
í vor mátti alltént segja það til
i