Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 22. NOVEMBER 1976. 15 eitt lida ús stiga eykjavíkurmeistara KR 88-74 í I. deild ^0111 að Jóns þætti Sigurðssonar. Hann tókstaflega tók leikinn í sínar hendur — hirti ófáar send- ingar ætlaðar á leikmenn KR, falleg langskot hans höfnuðu í körfunni hvert á fætur öðru og Armann fór aftur i gang. Þá stóðst ekkert fyrir — Jimmy Rogers náði sér á strik. Hirti hvert frákastið af öðru, falleg skot höfnuðu í körfunni og eftir 10 mínútna leik skildu 12 stig — skömmu síðar 14 stig — 71-57. Mestur varð munurinn 17 stig — 83-66 á 16. mínútu og sigur ís- landsmeistaranna í höfn. Fyrsti ósigur KR í vetur staðreynd. Já, svo öruggur var sigur KR að þegar tæpar tvær mínútur voru eftir þá kom Einar Bollason þjálfari KR til Birgis Arnar Birgis þjálfara Armanns og óskaði honum til hamingju með sigurinn — lokatölur 88-74 öruggur sigur Islandsmeistara Ármanns í höfn. Jón Sigurðsson var stigahæstur Ármenninga með 27 stig — Jimmy Rogers skoraði 21. Björn Christiansen, sem átti mjög góðan leik fyrir Ármann, skoraði 15 stig og Jón Björgvinsson 12. Kolbeinn Pálsson var stiga- hæstur KR-inga með 21 stig — Einar Bollason skoraði 15 stig. fS — FRAM 95-74 Stúdentar áttu ekki í erfið- leikum með að sigra Fram í iþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardag í 1. deild körfuknatt- leiksins. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara en leikurinn var ekki skemmtilegur fyrir hina sárafáu áhorfendur. Mistök — fjöldi mistaka ein- kenndi leikinn. Leikmenn Fram voru þar aðalsökudólgarnir — leikmenn hittu bókstaflega ekki úr einföldustu færum en þess ber að geta að stúdentar pressuðu vel í vörninni. Bjarni Gunnar hinn hávaxni miðherji stúdenta var hreint óstöðvandi í leiknum og réðu leikmenn ekkert við hann. Bjarni skoraði 37 stig — Steinn Sveinsson 16 og Ingi Stefánsson 12 — þessir leikmenn voru öðrum fremur mennirnir á bak við sigur ÍS — Hjá Fram var Guðmundur Böðvarsson stiga- hæstur með 18 stig — Jónas Ketilsson skoraði 17 stig. Greini- legt er þá, að lið Fram er enn of ungt — eða ef til vill ómótað í keppni við sterkustu liðin í 1. deild. h halls Hvar er boltinn? Leikmenn IR og UMFN sklma eftir honum í hinum tvisýna leik á laugardaginn. DB-mynd emm Upplausn á loka- sekúndunum er ÍR vann Njarðvíkinga — með tveimur stigum í I. deild körfuknattleiksins einn ósigurinn fyrir ÍR suður í Njarðvík, en að vanda var leikurinn tvisýnn og spennandi svo til allt frá upphafi til enda. Það virðist ætla að reynast Njarðvíkingum álíka erfitt að sigra 1 R-inga og fyrir mannskepn- una að koma mönnuðu geimfari til Mars. í fyrradag biðu þeir enn )SMET SONJU stig í Bikarkeppni SSÍ — aðeins þrjú I komst ekki vegna aðstöðuleysis Þeir mættu ekki tii keppni í 1. deild, þar sem þeir hafa undan- farna mánuði ekki getað æft neitt — eða eftir að þakið af SundhöII Hafnarfjarðar var fjarlægt. Það voru því aðeins þrjú Hð í keppn- inni — og ekkert gat fallið. Eins og raunar var búizt við fyrirfram var Ægir hinn öruggi sigurvegari í Bikarkeppninni — hlaut 280 stig. Ármann varð í öðru sæti með 194 stig og HSK í þriðja sæti með 135 stig. Hin unga Sonja Hreiðarsdóttir var mjög i sviðsljósinu um helg- ina. Sonja er nýgengin í Ægi og reyndist félagi sínu drjúg — hún setti nýtt Islandsmet í 400 metra bringusundi. Sonja synti á 6:06.7 — gamla metið var 6:12.1 sem þær Helga Gunnarsdóttir Ægi og Elínborg Gunnarsdóttir HSK áttu. Met hinnar 13 ára gömlu Sonju var einnig að sjálfsögðu met í 16 ára og 14 ára og yngri aldursflokkum. Sonja lét þar ekki staðar numið. — Hún varð einn- ig sigurvegari í 200 og 100 metra bringusundi og í báðum tilvikum á nýjum telpnametum. Sonja synti 200 metra sundið á 2:55.3 —; átti bezt áður 2:56.0 og í 100 metra sundinu varð hún rétt á undan Elínborgu — synti á 1:22.2, gamla metið átti Helga Gunnarsdóttir 1:22.8 — Elin- borg var aðeins 1/10 úr sekúndu á eftir — 1:22.3. Sannarlega um hiirkukeppni að ræða. Sveit Ægis setti nýtt Islands- met í 4x100 jnetra skriðsundi kvenna — synti á 4:35.0 — önnur varð sveit Ármanns aðeins 4/10 frá gamla metinu sem var 4:.37.4 . 13 ára gamall Selfyssingur — Steinþór Guðjónsson — setti glæsilegt sveinamet í 100 metra skriðsundi og varð fyrsti sveinn- inn til að synda undir mínútu — synti á 59.8 og bætti þar með sveinamet Brynjólfs Björns- sonar um 8/10 úr sekúndu. Sann- arlega gott afrek hjá Steinþóri, sem fyrir aðeins 4 mánuðum synti 100 metrana á um 1:06. Steinþór er það með kominn í hóp hinna útvöldu — þeirra sem hafa synt undir mínútu. —En þeir eru nú rétt á öðrum tugnum. Þórunn Alfreðsdóttir var félagi sínu, Ægi, drjúg. Hún keppti í 5 greinum og sigraði í þeim öllum þrátt fyrir að henni tækist ekki að setja met. Bróðir hennar, Axel, náði sinumlangbezta tíma i 200 metra fjórsundi — synti á 2:22.8. Sigurður Ölafsson Ægi sigraði örugglega í „sinni“ grein — 200 metra skriðsundinu á 2:03.7 en annar varð Árni Eyþórsson á 2:04.5 sem hans bezti árangur. Víða var um harða keppni að ræða og virðist nú meiri breidd en oft áður. I 100 metra skriðsundinu var hörkukeppni milli þeirra Hrefnu Rúnarsdóttur og Guðnýjar Gunnarsdóttur, sem nú er farin að nálgast met móður sinnar — Agústu Þorsteins- dóttur, sem á sínum tíma var nán- ast ósigrandi. Guðný — aðeins 13 ára — synti á 1:06.7 — en gamla metið móður hennar var 1:05.4. Heimamönnum tókst aldrei að ná frumkvæðinu, þótt oft tækist þeim að jafna metin, en lengst af skildi aðeins eitt til tvö stig liðin; að. Mestur var munurinn 10 stig' um miðjan seinni hálfleik, 56-46. Leikurinn var leikur hinna mörgu mistaka, bæði hjá leik- mönnum, tímaverði og dómurum. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru til loka, og staðan 67-65, var Sigurður Hafsteinsson í skotfæri. Þá var slegið á handlegg hans, en dómurunum yfirsást brotið og tíminn rann út. ÍR-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar og tóku bæði stigin með sér til höfuð- borgarinnar. Skömmu áður áttu sér stað slæm mistök í vítakasti. Dómarinn hafði afhent Njarðvík- ingnum Gunnari Þorvarðssyni, knöttinn, en um leið og hann varpaði knettinum, hringdi tíma- vörðurinn. Gunnar hitti ekki körfuna, en Stefán Bjarkason gómaði frákastið og skoraði. Dómarinn Jón Otti dæmir hins vegar körfuna ógilda. Upphófust miklar deilur um réttmæti úr- skurðarins og ríkti hálfgerð upp- lausn í salnum á meðan, en dómurinn var endanlegur. Ekki bætti heldur úr skák, þegar tímavörðurinn brást í tví- gang. Klukkan gekk á meðan knötturinn var úr leik en þegar 17 sek. voru til loka, gleymdi hann að setja klukkuna af stað, í nokkrar sek. svo að uppi varð fótur og fit meðal ÍR-inga. Senni- lega hefur seinna atvikið bætt það fyrra upp svo að leiktiminn var réttur. Eins og bezt sést á úrslitunum var fremur lítið skorað. Mistök leikmanna mikil, hittnin léleg, sérstaklega hjá UMFN. Annars komu ÍR-ingar til leiksins, eins og sá sem hefur allt að vinna en engu að tapa. Settu strax á fulla ferð, sem virtist koma tauga- óstyrkum Njarðvíkingum alveg í opna skjöldu. Hvað eftir annað hrifsuðu ÍR-ingar knöttinn og Kolbeinn Kristinsson skoraði 10 af 16 fyrstu stigunum og réðu heimamenn ekkert við hann, enda bætti hann fjórtán við áður en yfir lauk. Agnar Friðriksson átti sinn drjúga skerf í sigrinum með hnitmiðuðum langskotum sem höfnuðu í körfunni, sem sam- tals gerðu 13 stig. „Brúðguminn", Kristinn Jörundsson, en hann gekk í það heilaga að leik loknum, var samt potturinn og pannan í flestum aðgerðum ÍR-inga. Skoraði samtals 11 stig og stjórnaði yfirleitt sóknarað- gerðum þeirra. Lét hann sem aðrir leikmenn tR, smávegis mis- tök ekki spilla leikgleðinni. Aðra sögu var að segja af UMFN-liðinu Þar ergðu mistökin leikmennina, — þeir komust aldrei almennilega I gang og þeirra lykilmenn úr fyrri leikjum voru daufir og stífir. Sóknarlot- urnar gengu hægt fyrir sig og leiðin að körfunni reyndist þeim torveld. Langbeztu mennirnir voru Geir Þorsteinsson, sem skoraði 11 stig, traustur í vörn og beittur í sókninni, auk þess sem hann hirti mörg fráköst — og Stefán Bjarkason. Þótt hann væri aðeins skamman tíma með í leikn- um, vegna meiðsla, skoraði hann 11 stig, úr hornskotum. Aðrir voru langt frá sínu bezta að Þor- steini Bjarnasyni undanskildum. Dómararnir, Jón Otti og Þráinn Skúlason, fengu orð í eyra, bæði frá leikmönnum og áhorfendum, en Vladan Marcowitc, þjálfari UMFN, þakkaði þeim fyrir leik- inn og sagði „betra liðið vann“ — og það var rétt. Jón og Þráinn dæmdu alls ekki illa, en voru óheppnir að því leyti til að í tví- gang gekk úrskeiðis hjá þeim, — sem var heimaliðinu í óhag. Ef öfugt hefðu sennilega fáir sagt eitt einasta orð. — þegar Standard og Anderlecht gerðu jafntefli Þetta var ákaflega spennandi leikur milii Standard og Ander- lecht í Liege í gær. Ahorfendur milli 36-37 þúsund og mörkin komu ekki fyrr en í lokin. Jafn- tefli 1-1. Van der Elst skoraði fyrir Anderlecht, þegar fimm nín. voru tii leiksloka. Tveimur mín. síðar fékk Standard auka- spyrnu nokkru fyrir utan víta- teig. Knettinum var ýtt tii mín og ég spyrnti viðstöðulaust á markið. Hörkuskot og knötturinn iá í net- möskvum Anderlecht, sagði Asgeir Sigurvinsson, þegar blaðið ræddi við hann í morgun. Þess má geta, að Anderlecht er Evrópu- meistari bikarhafa og sigraði Bayern Munchen í stórbikar Evrópu. — Fyrri háifleikur var jafn og leikmenn þreifuðu fyrir sér. Anderlecht fékk víti, en Piot gerði sér iítið fyrir og varði frá Rensenbrink. I síðari hálfieik áttu bæði lið góð færi áður en mörkin voru skoruð i lokin sagði Asgeir. Guðgeir Leifsson lék ekki með Charleroi, sem náði stigi á útivelli, en Union tapaði á útivelli fyrir Tongres 1-0. Urslit urðu annars þessi i 1. deild. Beerschot — Malinois 3-1 Ostende — CS Brugge 0-2 Molenbeek — Beveren 1-1 Lierse — Antwerpen 2-1 Waregem — Winterslag 0-2 Standard — Anderlecht 1-1 Lokeren — Charleroi 0-0 FC Brugge — Courtrai 3-1 Beringen — Liege 1-1 Eftir þessar 11 umferðir er FC Brugge efst með 17 stig, Ander- iecht og Molenbeek hafa 15 stig, Standard, Lierse og Beerschot 14 stig, Antwerpen og Coutrai 14 stig. Viðar sigraði í Helsinki! Judomaðurinn ungi, Viðar Guðjonsen, náði ákaflega at- hyglisverðum árangri á opna skandinavíska judómótinu, sem háð var í Heisinki um heigina. Sigraði þar í léttþungavigt, þó svo margir kunnir kappar væru þar meðal keppenda víðs vegar að úr Evrópu. Meðai annnars keppandi, sem hlaut þriðju verðiaun á Olympíuleikunum I Montreal. t úrslitaleiknum í þyngdar- flokknum sigraði Viðar sænskan judomann á nippon. Gísli Þor- steinsson keppti einnig í þessum þyngdarfiokki — komst í úrslit og varð fjórði. Arangur þeirra vakti gífurlega athygli i Helsinki. Þá keppti Svavar Carlsen i þunga- vigt og vann tvær viðureignir, en tapaði tveimur. Komst ekki í úr- slit. íþróttir ■hhhbhi StiBBBsmastí DHHBHn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.