Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 28
„Varðskipsmenn hafa átt
sinn hlut í óspektunum”
segir Seyðfirðingur, sem segir Ijótar sögur af fyllirfi
varðskipsmanna eystra
„Eg leyfi mér nú aö lialda því
fram að þetta sé ekki allt bæjar
búum á Seyðisfirði að kenna,"
sagði Bjarni Magnússon á
Seyðisfiröi í viðtali við Dag-
blaðið um helgina, er hann
ræddi um ólætin, sem orðið
hafa við komur varðskipanna
til bæjarins.
Bjarni rak árum saman og þai
til nýlega Shell-söluna á
staðnum, en þar fer fram sala á
tóbaki, sælgæti og gosdrykkj-
um auk ýmislegs smávegis anm
ars.
„Það var svo að ég varð að
hafa lokað, þegar varðskipin
komu," sagði Bjarni. „Það var
útilokað annað en að afgreiða
gegnum lúgu. Framkoma
ýmissa varðskipsmannanna var
slík að þeir voru ekki í húsum
hæfir, enda voru þeir þá búnir
að koma við í ríkinu og birgja
sig upp af áfengi. Hef ég grun
um að ýmsir þeirra hafi í
leiðinni keypt áfengi handa
unglingum á skipinu, ungling-
um undir lögaldri.
Það kom mér einkennilega
fyrir sjónir að yfirmennirnir
voru sumir hverjir hvað leiðin-
legastir í framkomu, hrokafull-
ir og valdsmannslegir. Einu
sinni lenti afgreiðslustúlka í
ryskingum við hóp skipverja.
Einn sleit m.a. af henni
armbandsúrið, tróð síðan á því
og gjöreyðilagði. Ekki er mér
kunnugt um að maðurinn hafi
nokkru sinni boðið bætur fyrir
framkomu sína. Mér virtist
raunar að áhafnirnar sæktu
hingað eingöngu til að komast í
áfengisútsöluna hér sem er sú
eina á Austfjörðum. Þær komu
hingað bara til að drekka
brennivín. Og því miður verður
framkomu þeirra ekki hælt,“
sagði Bjarni Magnússon.
Bjarni kvaðst einnig álíta að
sýslumannsembættið hefði
tekið þessi mál, sem og ýmis
önnur, allt of lausum tökum.
Hér þyrfti mjög afdráttarlausa
löggæzlu. Menn sem lentu í
slíkum málum yrðu látnir gera
grein fyrir sínu máli og hlytu
dóma, ef svo bæri undir. „Ég vil
hreint ekki afsaka gerðir ung-
mennana hér á Seyðisfirði, þær
eru óafsakanlegar, en hitt tel
ég einnig víst, að varðskips-
menn eigi hér einnig sök á
hvernig farið hefur,“ sagði
hann að lokum.
-JBP-
Þjóðviljinn seldur
í 5000 og Vísir í
8500 eintökum
Þjóðviljinn og Vísir þóttust í
síðustu viku sjá það af veltu
Dagblaðsins á fyrri helmingi
þessa árs, að blaðið seldist í
11.000-12.000 eintökum af
24.000 eintaka upplagi. Ef sömu
reikningslist væri beitt á veltu
blaðanna tveggja, kæmi út, að
Þjóðviljinn væri seldur í 5.000
eintökum og Vísir í 8.500 ein-
tökum. Svo langt geta menn
skotið yfir markið, að þeir hitti
sjálfasig.
Björgvin flest at-
kvæði — Vilmund-
ur næstflest
samkvæmt
reiknislist
þeirra
siálfra
Upplag Dagblc
11-12000 eintöl
Þjóöviljinn gerir upp
lagstölur dagblaöanna
enn að umtalsefni á
mtudaginn. Hann
hefur reiknað ut fra tól-
sem dagbtaðsmenn
gafu sjálfir upp. að raun
verulegt upplag Dag-
blaðsins er ekki nema 11-
12 þusund eintok.
Tilefniðvar frétt i Dag
blaðinu þar sem sagði að
það hefði haft hálfa
milljon i hagnað fyrri
helming ársins. Þjóð-
viljinn efast ekki um
þessa staöhxfingu. en
spyr hvað um peningana
hafi oröið. fyrst þetta
gróðafyrirtcki geti ekki
borgað starfsmönnum
sinum kaupið skilvislega
á siðari helmingi ársins.
Dagblaðsmenn gefa
upp að sextiu og átta
'milljónir hafi komið inn
fyrir blaðasolu. fyrstu
sex mánuði ársins. Þjóð-
viljinn segir að miðað við
150 utkomudaga og að
blaðið hafi að jafnaði
veriö selt á fjörutiu
kronur, hafi það ekki
selst i nema 11-12 þúsund
eintökum þessa sex
mánuöi.
AAeira geti það ekkl
verið jafnvel þóit reiknað
se með að áskrif tartekji
seu mun minni en fjöruti
krónur á hvert blað. og
afslattarsaia eigi sér stað
a gotum uti. Ovissuþctt
irnir geta ekki hlaupið á
þusundum eintaka. segir
Þjóðviljinn. Það virðist
þvi raunhæft að ftla að
DagtAaöið sé selt i 11-12
þúsund eintökum dag
lega.
Dagblaðsmenn hafa
gefið upp að blaðið sé
prentað i tuttugu þúsund
eintókum og þar yfir og
Þjóðviljinn segir að lok
.. Pappir er dyrt hráefni.
Er það virkilega nauð
synlegt að prenta þús-
undir umframeintaka á
dag. bara til þess að
ganga i augun á auglýs-
endum?"
—OT.
Cróðafyrirlœkii
■ ufti a. ‘ns hafi M milljðnir kr.
« komift im. iyrir bUftoófu
I Sð *ert ríft (yrir bvl aft út-i
I giludagar %tu ISO a þesau llmi
Ibili og bUftift hafi aft jafnaft.
■ verlft selt Ur.tt fsst út úr þvl
d*mi aft DagbUfttft hafi verift
salt I II 12 tKUund tinloáum aft
jafnafti fyrslu
Björgvin Guðmundsson
borgarfulltrúi fékk flest at-
kvæði og Vilmundur Gylfason
menntaskólakennari næstflest í
kosningum í Alþýðuflokks-
félagi Reykjavíkur í gær.
Kosnir voru fulltrúar félags-
ins í fulltrúaráð Alþýðuflokks-
félaganna í Reykjavík.
Björgvin fékk 115 atkvæði og
Vilmundur 107. Árni Gunnars-
son ritstjóri hlaut 104, Bene-
dikt Gröndal formaður flokks-
ins 103, Sighvatur Björgvinsson
alþingismaður 99, Björgvin Vil-
mundarson bankastjóri 91,
Sigurður Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri 88 og aðrir
minna.
Alls kusu 163. Kosinn var 51
fulltrúi. Auk þess eiga Alþýðu-
flokksmenn, sem sitja þing
Alþýðusambands og Bandalags
starfsmanna rikis og bæja og
þingmenn flokksins í Reykja-
vik sæti í ráðinu. Þar að auki
kjósa kvenfélag Alþýðuflokks-
ins í borginni og Félag ungra
jafnaðarmanna fulltrúa í ráðið.
Alls eru því í ráðinu 150 manns.
-HH
SUÐURLANDSSILD ÞEGAR
K0MIN Á MARKAÐINN
Lestun á Suðurlandssild til endur. A þessum tíma mun
útflutnings er þegar hafin og megnið af saltsildinni okkar
þrír fyrstu farmarnir komnir á fara úr landi. Samtals hefur
markað ytra, en einkum eru verið saltað í nær 95 þúsund
það Sviar og Rússar sem bíða tunnur á vertíðinni, rúmlega 20
síldarinnar með óþreyju. Búið þús. meira en í fyrra. Horn-
er að leigja skip til að flytja síld firðingar eru drýgstir með
næstu 5-6 vikur til viðskipta- 18665 tunnur, en Vestmannaey-
landa okkar, en unnið að ingar næstir með 16322. Reyk-
samningum við aðra skipaeig- víkingar með 9795 tunnur. JBP-
Þarfasti þjónninn er
fyrirtaks farþegi
„Þetta eru einhverjir beztu
farþegar sem hægt er að fá því
þeir rífa aldrei kjaft,“ sagði
Lárus Gunnarsson. forstjóri ls-
eargo um ferfætta farþega,
íslenzka hestinn, sem félagið
flytur bæði til Norðurlanda og
Þýzkalands. Iscargo hefur
stundað þennan hrossaflutning
allar götur síðan 1970 og fer að
meðaltali eina ferð í mánuði
með hrossafarm. I hverri ferð
eru frá 35 upp í 44 hestar, en
það fer nokkuð eftir þ.vngd
hrossanna, en farmurinn getur
verið allt að 13 tonnum.
Hestarnir eru hafðir 5-6 saman
í stíu og hefur ekki borið á öðru
en að „farþegunum" líði vel í
flugferðinni sem tekur um það
bil fjóra og hálfan tíma. Iscargo
flytur síðan almennan farm til
baka til landsins.
DB-m.vnd Sveinn Þormóðsson.
A.Bj.
fxjálst, nháð dagbJað
MÁNUDAGUR 22. NÖV 1976.
Þú
hjálpar
þjófum
— ef þú skilur bflinn
þinn eftir ólæstan
„Það er allt of algengt að fólk
, verði fyrir tjóni vegna þess að það
skilur bíla sína eftir opna og jafn-
vel lyklana í kveikjulásnum,"
sagði Grétar Norðfjörð flokks-
stjóri í deild afbrotavarna hjá lög-
reglunni. Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda og lögreglan h^fa
tekið höndum saman og gefið út
fjórblöðung þar sem er að finpa
ýmsar leiðbeiningar um frág^ng
bifreiðar þegar hún er skilin^éftir
mannlaus. Ef hún er t.d. skilin
eftir opin er verið að bjóða hætt-
unni heim. „Fólk er allt of kæru-
laust og skilur jafnvel mikil verð-
mæti eftir í bílum sínum.Nú'þegar
jólainnkaupin fara í hönd verður
fólk að vera athugult og bjóða
ekki þjófunum upp á að komast
yfir verðmæta hluti sem skildir
eru eftir á glámbekk," sagði
Grétar. Hann sagði einnig að það
hefði komið í ljós við lauslega
könnun á bílastæðum í Reykjavík
að það hefðu allt.of margir bílar
verið ólæstir. Með því að ganga
vel frá bílum sínum og læsa þeim
geta bíleigendur komið í veg fyrir
'80% af öllum stuldum á bílum og
þeim óhöppum sem af hljótast.
Þetta er í fyrsta sinn sem sam-
vinna sem þessi tekst milli hinna
almennu borgara og lögreglu „og
vonandi verður framhald á svona
samstarfi. það er mjög nauðsyn-
legt fyrir okkur,“ sagði Grétar.
Bæklingnum verður dreift um
hin ýmsu hverfi borgarinnar.
Einnig fæst hann á bensín-
stöðvum.
KP.
Stálu sér
til matar
Þrír svangir unglingar
brutu sér leið inn í veitinga-
stofuna Glóðina á Akranesi að-
faranótt sunnudagsins. Var
tilgangurinn, að þeirra sögn,
aðallega að fá ser að borða.
Fundu þeir þó lítið nema
hráan mat sem þeir ekki vildu
leggja sér til munns. Nokkra
hamborgara og ölhöfðuþeir þó
upp úr krafsinu söddu sárasta
hungrið og höfðu eitthvað með
sér á braut. Ekki brutu þeir
mikið á staðnum en sóðuðu
nokkuð út. Lögreglan hafði
síðar hendur i hári ungling-
anna sem voru 17 og 18 ára
gamlir. Ölvun var með í þessu
uppátæki unglinganna.
-ASt.