Dagblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FOSTUDAGUK 3. DESEMBFJR 1976. q rr---------------------------------------------------v Obreytt bankaráð ríkisbankanna: Baktjaldamakkið í algleymingi — Samtryggingin er furðu traust Linnulaust og umíangsmikið baktjaldamakk fer nú fram á Alþingi um kosningu manna í bankaráð rikisbankanna. Tek- ur kosningin til tuga manna þegar með eru taldir varamenn og endurskoðendur. Þrátt fyrir þá meginreglu um starfssvið bankaráðsmanna ríkisbankanna, að þeir megi alls ekki hafa áhrif á einstakar lánveitingar og eigi ekki að skipta sér af daglegum störfum ráðinna framkvæmdastjóra bankanna, bankastjóranna, fer það ekki á milli mála að hér er talið að kjörið sé tii hinna mestu áhriía- og trúnaðarstarfa sem Alþingi Islendinga skiptir sér af með beinum kosningum. Mestar líkur eru nú fyrir þvi að bankaráð ríkisbankanna verði endurkjörin óbreytt frá því sem var. að öðru leyti en því sem tekur til þeirra sem látizt hafa á síðasta kjörtímabili. Bankaráð ríkisbankanna eru kosin í sameinuðu Alþingi til fjögurra ára í senn. Síðast voru þeir kosnir í desember 1972. Þessar kosningar standa nú aft- ur fyrir dyrum á Alþingi. Hinn 21. desember 1972 var á dagskrá sameinaðs Alþingis að kjósa fimm menn og jafnmarga til vara í bankaráð fjögurra ríkisbanka: Búnaðarbanka Is- lands, Landsbanka íslands, Seðlabanka íslands og Útvegs- banka íslands. Þegar málið var tekið á dagskrá kvaddi Bjarni Guðnason alþingismaður sér hljóðs og flutti hann eftirfar- andi ræðu og tillögu: Herra íorseti. 1 sambandi við það, að nú fara fram kosningar í bankaráð, vil ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi: Með þvi að bankamálaráðherra hefur tvívegis lýst þvi yfir á Alþingi, að bankanefndin, sem fjallar um endurskipulagningu banka- kerfisins, sé um næstu áramót að skila af sér störfum, eftir. hálfan mánuð, og þar er gert ráð fyrir meðal annars samein- ingu bankanna, þá tel ég eðli- legt, að þessum kosningum verði frestað, og vil leyfa mér að gera það að tíllögu minni. Verði sú tillaga felld, lýsi ég því yfir, að ég mun ekki taka þátt í þessum tryggingarkosningum flokkanna. allra sízt á meðan starfsfólki bankanna er ekki tryggð aðild að bankaráðunum. Með öðrum orðum: Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja fram svohljóðandi tillögu, og hún verði borin upp til atkvæða: „Með því að nú er starfandi nefnd til að endurskoða banka- kerfið, þar sem meðal annars er Samkvæmt þvi voru kjörnir án atkvæðagreiðslu: I bankaráð Búnaðarbanka Is- lands: Aöalmenn: Stefán Valgeirsson alþingismaöur (A) (Framsókn), Friöjón Þórðarson alþingismaöur (B) (Sjálfstfl.), Guömundur Hjartarson framkvœmdastjóri (A) (Alþbl ). Gunnar Gíslason alþingismaöur (B) (Sjálfstfl), Karl Ámason glerskuröarmeistari (A) (Frjálsl. og vinstri) Varamenn: Agúst Þorvaldsson alþingismaöur (A) (Fram- sókn). Pálmi Jónsson alþingismaöur (B) (Sjálfstfl.), Helgi F. Seljan alþingismaöur (A) (Alþ.bl.), Steinþór Gestsson alþingismaöur (B) (Sjálfstfl.), Benóny Arnórsson bóndi (A) (Frjálsl- og vinstri) I bankaráð Landsbanka Is- lands: Aöalmenn: Kristinn Finnbogason framkvasmdastjóri (Framsóknarfl.), Matthías Á. Mathiesen alþingismaöur (Sjálf- stœöisfl.), Baldvin Jónsson hœstaróttarlögm. (Alþyöufl.), Kristján G. Gislason storkaupmaöur (Sjálf- stæöisfl.), Einar B. Olgeirsson alþingismaöur, fyrrv. (Alþýðubandal.). Varamenn: Margeir Jónsson útgeröarmaöur, Ámi Vilhjálmsson prófessor, Karvel Pálmason alþingismaður, Daviö Scheving Thorsteinsson framkv.stj., Ólafur Jónsson framkvæmdastj. I bankaráð Seðlabanka íslands: Aöalmenn: Sigurjón Guömundsson framkvstj. (Framsókn), Birgir Kjaran hagfræöingur (Sjálfstæöisfl ), Ragnar Ólafsson hæstaróttarlögm. (Alþýðu- bandal.), Sverrir Júlíusson forstjóri (Sjálfstæöisfl.), Ingi R. Helgason hæstaróttarlögm. (Alþýöu- bandal.). Varamenn: Jón Skaftason alþingism. (Framsóknarfl.), ólafur B. Thors borgarfulltrui (Sjálfstæöis- «•). Alfreö Gislason læknir (Alþýöubandalag), Pótur Sæmundsen bankastjóri (Sjálfstæöis- «•). Haukur Helgason hagfræöingur (Alþýöu- bandalag). I bankaráð Útvegsbanka Is- lands: Aöalmenn: Gisli Guömundsson alþingismaöur (Fram- sóknarfl.), Ólafur Björnsson prófessor (Sjalfstæöisfl.), Halldór Jakobsson framkvæmdastj. (Al- þýðubandal.), Guölaugur Gislason alþingism. (Sjálfstæöis- fl.). Haraldur Henrýsson lögfræöingur (Frjálsl. og vinstri). Varamenn: Björgvin Jónsson framkv.stj. (Framsóknar- fl). Gísli Gíslason stórkaupm. (Sjalfst.fi ), Garöar Sigurösson alþingism. (Alþbl), Valdimar Indriöason framkv.stj. (Sjálfstfl.), Arnbjörn Kristinsson framkv.stj. (Alþfl.). Bankamálaráðherra skipar formenn bankaráðanna úr hópi þeirra, sem kjörnir eru af Al- þingi, nema formann banka- ráðs Búnaðarbanka íslands sem landbúnaðarráðherra skipar. Samkvæmt skiptingu al- þingismanna í þá flokka, sem þeir eru kjörnir fyrir og starf- andi eru, fær Framsóknar- flokkurinn tvo menn kjörna í öll bankaráð rikisbankanna, Sjálfstæðisflokkurinn tvo og Alþýðubandalagið einn mann. Alþýðuflokkurinn hefur ekki þingstyrk til þess að fá neinn bankaráðsmann rikisbankanna kjörinn. Þrátt fyrir liðsbreytingar með tilliti til Frjálslyndra og vinstrimanna á Alþingi nú er augljóst að um það þarf að semja á bak við tjöldin hvor stjórnarflokkanna lætur eftir sæti sitt í einstökum bankaráð- um til þess að þau haldist óbreytt að mannaskipun, með þeim fyrirvara þó sem áður var um getið. I þessu efni er nokkur vandi, einkum fyrir bankamálaráð- herrann, Ölaf Jóhannesson, ekki hvað sízt vegna skipunar bankaráðsformanna. Annan eins vanda og trúlega mun meiri er verið að yfirstíga þessa dagana á stjórnarheimilinu og er með ólíkindum talið að sam- tryggingin bili á smáatriðum eins og kosningum í bankaráð ríkisbankanna. BS gert ráð fyrir sameiningu banka, og bankamálaráðherra hefur lýst yfir tvívegis í Al- þingi, að nefndin muni að öll- um líkindum skila áliti sinu um áramótin, eftir hálfan mánuð, legg ég tii, að kosningu manna í bankaráð verði frestað, þar til endurskipulagning bankakerf- isins hefur farið fram.“ Forseti sameinaðs Aiþingis, sem þá var Eysteinn Jónsson alþm.. sagði: „Það er skýlaust í lögum um bankana, að það beri að kjósa bankaráðin fyrir ára- mót, og þess vegna getur tillaga þessi ekki komið til atkvæða." Við kosningu aðalmanna og varamanna komu fram tveir listar með samtals jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. HÚSGÖGN ^RAFTÆKI HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI10520 GLÆSILEG SÉRVERZLUN MEÐ HÚSGÖGN, RAFTÆKI OG GJAFAVÖRUR Þetta glœsilega sófasett höfum við í verzluninni 1 ásamt fjölda annara tegunda SÉRSTAKLEGA HAGSTÆÐ KJÖR NÆG BÍLASTÆÐI CiAMLA Bl<*>

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.